Morgunblaðið - 09.03.2006, Síða 53

Morgunblaðið - 09.03.2006, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 53 HUNDASÝNING „ÍSLENSK hundarækt hefur tekið miklum fram- förum á síðustu árum og ég sé heilmikinn mun síð- an ég var hér síðast fyrir þremur árum,“ segir portúgalski dómarinn Luis Pinto Texeira, en hann kom til landsins ásamt þremur öðrum er- lendum dómurum til að dæma rúmlega 600 hunda á alþjóðlegri hundasýningu Hunda- ræktarfélags Íslands um síðustu helgi. Þetta var stærsta og viðamesta hundasýning sem haldin hefur verið hér á landi. Hundarnir voru af ólíkum tegundum og á ýmsum aldri, allt frá 4 mánaða upp í 11 ára gamlir. Keppt var í mörg- um tegunda- og aldurs- flokkum. Tæplega tveggja ára whippet-tík að nafni Co- urtborne Keyzers Ar- wens stóð uppi sem sigurvegari sýn- ingarinnar. Whippet-hundar eru af svokölluðu mjóhundakyni og hafa stundum verið kallaðir veð- hlaupahestar fátæka mannsins. Ástæðan er sú að þetta eru afar sprettharðir hundar og fyrr á tíðum notuðu námuverkamenn í Bretlandi whippet-hunda í hundaveðhlaupum. Víðast hvar eru whippet-hundar þó einkum ræktaðir sem heimilis- hundar, enda þykja þeir hafa einkar ljúft viðmót og gott lunderni. Þeir hænast mjög að eiganda sínum og eru afar húsbóndahollir. Keppni ungra sýnenda nýtur vax- andi vinsælda meðal barna og ung- linga í hundaheiminum og má þakka það öflugu starfi unglingadeildar Hundaræktarfélagsins. Ólöf Karitas Þrastardóttir dæmdi 9–13 ára börn í keppni ungra sýnenda. „Þá er ekki verið dæma hundinn heldur hæfni barnanna til að sýna hunda. Það er ákveðin kúnst að sýna hund vel, því sýnandi þarf að draga fram kosti hundsins og sýna af sér prúð- mennsku inni í sýningarhring. Mér finnst líka skipta miklu máli að gott og einlægt samband sé milli barns og hunds,“ segir Ólöf Karitas, en í fyrsta sæti hjá henni var Theodóra Róbertsdóttir. Finnski dómarinn Gunnel Holm dæmdi unglinga í flokki 14–17 ára og taldi Þorbjörgu Láru Leifsdóttur verðugan sig- urvegara. „Hún hefur allt sem góðan sýnanda má prýða.“ Allir dómararnir eru sammála um að afar ánægjulegt hafi verið að koma til landsins og áhugavert að sjá hversu margir fallegir hundar séu hér, ekki síst í ljósi þess að bann- að var að flytja hunda til landsins þar til fyrir 16 árum. „Vissulega eru gæðin misjöfn en ég sá fleiri fallega hunda en ég átti von á,“ segir sænski dómarinn Nina Karlsdotter og sú finnska tekur í sama streng. Rui Oliveira frá Portú- gal kveðst hafa hrifist mjög af sum- um hundanna sem hann dæmdi, sér- staklega af labrador retriever. „Í hópi þeirra voru nokkrir verulega glæsilegir hundar.“ Allir dómarar sem dæma á hunda- sýningum HRFÍ hafa réttindi al- þjóðlegu samtakanna FCI og áhersla er lögð á að fá aðeins til landsins virta og reynda dómara. Af þeim fjórum sem dæmdu að þessu sinni er Luis Pinto Texeira sá sem mesta reynslu hefur, en hann segist ferðast um heiminn þveran og endi- langan um það bil aðra hvora helgi, til að dæma á hundasýningum. „Sýn- ingar Hundaræktarfélags Íslands eru með þeim glæsilegustu og mér finnst ég lánsamur að eiga þess kost að heimsækja þetta fallega land og dæma á jafnfágaðri og fallegri sýn- ingu.“ Yfir 600 hundar á sýningu HRFÍ um síðustu helgi Sprettharður mjóhundur rauk beint í fyrsta sætið ÞEIR voru glæsilegir hundarnir í verðlauna- sætum á hundasýningu um síðustu helgi. Brynja Tomer fylgdist andaktug með og spjallaði við hundadóm- ara sem voru ánægðir með sýninguna. Boxer-tík Bjarkeyjar, Donna Karan, þótti fríðust allra hvolpa í aldurs- flokki 4–6 mánaða. Hún er hér ásamt Ólöfu Karitas Þrastardóttur sem sýndi hana og Gunnil Holm dómara. Theodóra Róbertsdóttir tók þátt í keppni ungra sýneneda í fyrsta sinn og fór beint í fyrsta sætið. Írska setter-tíkin hennar Cararua Alana er hér með henni og dóm- aranum Ólöfu Karitas Þrastardóttur. Þorbjörg Ásta Leifsdóttir sigraði í keppni ungra sýnenda 14–17 ára. Hún sýndi ís- lensku fjárhundatíkina Arnarstaða Romsu. Dómarinn Gunnel Holm er með á myndinni. Fallegasti hvolpurinn í aldursflokki 6–9 mánaða var þessi gerðarlegi ís- lenski fjárhundur, sem heitir Kersins Freyr og er í eigu Helgu Gúst- afsdóttur. Sænski dómarinn Nina Karlsdotter er til vinstri. Ljósmynd/Johan Frick-Meijer Whippet-tíkin Courtborne Keyzers Arwen sem rauk beint í fyrsta sætið, ásamt Ritu Hoff sem ræktaði hana. Íbúð í 101 Skuggi óskast Traustur kaupandi óskar eftir 110-150 fm íbúð í 101 Skuggi eða nágrenni. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Barcelona er einstök perla sem íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Heimsferðir bjóða þér nú tækifæri til að njóta vorsins í þessari einstöku borg á frábærum kjörum. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir eitt. Fjölbreytt gisting í boði í hjarta Barcelona. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Barcelona 26. mars frá kr. 19.990 Munið Mastercard- ferðaávísunina Gisting frá kr.4.600 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á mann á nótt. Verð kr.19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Út 26. mars og heim 30. mars. Netverð á mann. 2 fyrir 1 – síðustu sætin Skemmtileg endaíbúð, 111,6 fm á 3ju hæð, í fallegu fjór- býlishúsi á frábærum stað. Glæsilegt útsýni í suður og austur yfir Bláfjöll, Perluna o.fl. Íbúðin skiptist í forstofu með skápum. Tvö góð herbergi. Baðherbergi flísalagt með bað- kari. Eldhús með góðri innrétt- ingu. Þvottahús og geymsla á hæðinni. Glæsilegar stórar stofur með útgengi út á suður- svalir og frábært útsýni. Agnes á bjöllu. Verðtilboð. Fálkagata 1 Stórglæsilegt útsýni - Opið hús Síðumúla 27 • Sími 588 4477 • Fax 588 4479 www.valholl.is • opið 9-17 00 virka daga, lokað um helgar Opið hús í dag, fimmtudag 9. mars, frá kl. 17:00-20:00 A ll ta f ó d ýr ir Extra sterkt GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Lið-a-mót FRÁ APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.