Morgunblaðið - 09.03.2006, Page 54

Morgunblaðið - 09.03.2006, Page 54
54 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Antík Ótrúlegt úrval af öðruvísi vörum beint frá Austurlöndum. Frábært verð. Sjón er sögu ríkari. Vaxtalausar léttgreiðslur. Opið virka kl. 11-18, laug. 11-15. Sigurstjarnan, Bláu húsin Fákafeni, sími 588 4545, netfang: postulín.is Dýrahald Great Dane. Gullfallegur og yndislegur Stóri Dan hvolpur til sölu. Upplýsingar í síma 691 7306. Dverg- og risaschnauzer. Eigum ólofaða hvolpa í báðum stærðum undan meisturum í leit að góðum heimilum. Ekkert hárlos, sjaldan ofnæmisvaldandi. HRFI ættbók. www.svartskeggs.com og sími 846 8171. Fatnaður Ferðalög Fossatún –Tíminn og vatnið Fyrirtæki og hópar! Glæsileg aðstaða, skemmtileg afþreying, frábærar veitingar og sanngjörn verð. www.steinsnar.is S. 433 5800 Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf í Hveragerði. Gott verð, áratuga reynsla. Teiknum eftir óskum kaupenda, sýningar- hús á staðnum. Einnig höfum við áhugaverðar lóðir til sölu. Símar: 660 8732, 660 8730, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið SAUÐSKINNSSKÓR Námskeið laugardag og sunnu- dag 11.-12. mars. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2, 101 Reykjavík. Símar 551 7800 - 895 0780, hfi@heimilisidnadur.is, www.heimilisidnadur.is. PhotoReading lestrar- og nám- stækni. Kynningarfundur um PhotoReading og PhotoReading námskeiðin verður haldinn í Seljakirkju fimmtudagskvöldið 9. mars kl. 20-21. Ókeypis að- gangur. Námstækni ehf. Föndur Geisladiskasaumur - www.fondurstofan.is Allt inni- falið kr. 2.900. Saumað í disk og sett í ramma. Síðumúli 15, 2. hæð, s. 553 1800. Perlusaumur - Skart- gripagerð o.fl. Opið virka daga 13-18 - Líttu við! Viðskipti Viltu skapa þér algjört fjár- hagsfrelsi? Sé svo skaltu kynna þér frábært námskeið þar sem fagfólk kennir þér að búa til hörkutekjur í heimavinnu. Skoðaðu www.Kennsla.com fyrir allar nánari upplýsingar. Leitar þú að góðri og öruggri tekjuleið? Áttu tölvu? Ertu í net- sambandi? Af hverju þá ekki að læra sjálfstæð netviðskipti? Frá- bær leið til að margfalda tekjurn- ar. Kynntu þér málið á www.Hagnadur.com. Byggingar Arkitektúr Verkfræði Skipulag Leysum öll vandamál hvað varðar byggingar og skipulag. Arkitekta og Verkfræðistofan VBV, fast verð. Allur hönnunar- pakkinn s 557 4100 824 7587 og 863 2520. Ýmislegt Víngerðarefni - Dúndurtilboð 20-40% afsláttur af öllum vínþrúg- um. Allt fyrsta flokks efni úr hreinum þrúgusafa. Víngerðin Bíldshöfða 14, s. 564 2100. Opið virka daga 13.00-18.00. Kínaskór Svartir flauelsskór, svartir satín- skór, Allir litir í bómullarskóm. Verð 1 par kr. 1290, 2 pör kr. 2000. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Hárspangir frá kr. 290 Langar hálsfestar frá kr. 990. Síðir bolir kr. 1.990 Mikið úrval af hárskrauti. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Ferlega sætur í BC skálum kr. 1.995, buxur í stíl kr. 995. Rosalega falleg blúnda og gott lag í BCD skálum kr. 1.995, buxur í stíl kr. 995. Mjög fallegur í CDE skálum kr. 1.995, buxur í stíl kr. 995. Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Vélar & tæki Rafstöðvar 3-5kW dísel, verð: 105-155 þús. m. vsk. 1 og 2,5kW bensín, verð 28-59 þús. m. vsk. 13kw dísel, verð 560 þús. m. vsk. Loft og raftæki, s. 564 3000. www.loft.is Bílar VW Golf Comfortline 1.4, árgerð 1999, ekinn aðeins 71 þ. km. Dökkgrænn, 5 dyra, 5 gíra, ný skoðaður. Fallegur og vel með farinn frúarbíll á tilboðsverði kr. 620.000. Upplýsingar í síma 895 6895. Toyota Corolla H/B 1600 VVTI sjálfskiptur árg. 2003, 5 dyra, raf- magn í rúðum og margt fl. Verð aðeins 1.390 þ. stgr. Upplýsingar í síma 662 5363. MMC L200 38" breyttur árg. '99, dísel, bsk., með húsi, vel með far- in bíll á aðeins 1.290 þ. stgr., áhvílandi 1.050 þ., afb. 25 þ. Upp- lýsingar í síma 662 5363. Honda CR-V RVSi 2.0 árg. '98. Ekinn 115 þús. km, 5 g.,, bein- skiptur, með loftkælingu, mjög vel með farinn bíll, reyklaus. Verð 800 þús. stgr. Uppl. í s. 862 9085. Ford Explorer XLT (V6) árg. 2004, 7 m., ek. 40 þús. Dráttar- beisli, hraðastillir, stigbretti, CD-6 magasín, 6 hátalarar o.fl. Verð 2.950.000. Tilboð 2.650.000 stgr. Upplýsingar s. 821 7100. Árg. '03, ek. 64 km. BMW x 5 3.0 með loftpúðafjöðrun og sjónvarpi og öllum öðrum hugsanlegum aukabúnaði. Ásett verð 5.500, b.lán 4.950 fæst gegn yfirtöku á láni. S. 691 4441. Pallbíll Ford King Ranch F350 2006. Nú er trukkamánuður í USA. Frábær afsláttur. Dæmi um verð F350 KR topphlaðinn á verði frá 4 m. Af- greiðsla í apríl. Upplýsingar á www.automax.is og 899 4681. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið, Subaru Impreza 2004, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. FRÉTTIR ÞESSA vikuna stendur yfir sérstakt átak hjá hjálparsíma Rauða kross Íslands varðandi mál- efni barna og unglinga. Er þessum hópi bent á að hægt er að fá ráðgjöf og upplýsingar um úrræði sem standa þeim til boða með því að hringja í hjálparsímann 1717 en síminn er opinn allan sól- arhringinn allt árið um kring. Ekki þarf að geta nafns þegar hringt er. Elfa Dögg S. Leifsdóttir, verkefnisstjóri hjá hjálparsímanum, segir börn og unglinga hringja með margs konar vandamál og að mælanleg aukning hafi verið í símtölum frá þessum aldurs- hópi nú í átaksvikunni. Að jafnaði eru ungmenni um 20% þeirra sem leita leiðbeininga hjá hjálp- arsímanum en Elfa segir vilja til að auka hlutfallið og því hafi verið ákveðið að efna til þessarar átaksviku. Undanfarin ár hafa símtöl frá börnum og ung- lingum í hjálparsímann 1717 verið á bilinu 2.000– 3.000 talsins og eru ástæður þeirra af margvísleg- um toga. Flest símtölin eru vegna félagslegra vandamála en einnig berast mörg símtöl vegna þunglyndis, fíkniefnavanda, einmanaleika, einelt- is og heimilisofbeldis. Unglingar hringja einnig gjarnan með spurningar um kynlíf, þunganir og getnaðarvarnir og margir eru að velta fyrir sér sjálfsmynd sinni og kynhneigð. Elfa segir hlutverk þeirra sem svara í hjálp- arsímann m.a. að ráðleggja ungmennunum hvert þau eiga að leita með ólík vandamál. Hjálparsím- inn hefur yfir að ráða upplýsingum um margs konar félagasamtök, stofnanir og önnur úrræði sem þeir sem þar leita aðstoðar geta nýtt sér sem leið úr vanda sínum. „En oft þurfa þau eins og aðrir sem hringja að fá að tala og orða hluti sem þau hafa ef til vill verið að hugsa um,“ segir Elfa. Hjálparsíminn stendur fyrir átaksviku tvisvar á ári. Á síðasta ári var spjótum beint að kyn- hneigð og heimilisofbeldi. „Núna vildum við nota tækifærið og minna börn og unglinga á að þessi sími er enn þá ætlaður þeim,“ segir Elfa. Jafn- framt er tilgangur átaksins að hvetja til umræðu í þjóðfélaginu um vandamál sem börn eiga við að stríða. Um 100 manns svara í símann Hátt í 100 manns, um 90 sjálfboðaliðar auk launaðs starfsfólks, skiptast á að svara í hjálp- arsímann 1717. Til að undirbúa starfsfólkið fyrir átaksvikuna voru fengnir sérfræðingar til að kynna sín áherslumál og einnig var útbúið fræðsluefni um málefni unglinga og barna. Umboðsmaður barna var með fræðsluerindi fyrir hópinn, einnig starfs- maður Fjölskyldumiðstöðvarinnar sem og fulltrúi Neyðarlínunnar sem ræddi m.a. um barnavernd- armál. Þá hafa allir starfsmennirnir aðgang að sálfræðingi sem getur veitt þeim ráðleggingar. SPRON styrkti hjálparsímann Hjálparsíminn hlaut nýlega 3 milljónir króna í styrk frá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Katla Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands, segir það ómetanlegt og mikla viðurkenningu að fá stuðning sem þennan frá utanaðkomandi aðila. Styrkurinn geri Rauða krossinum kleift að kynna símann betur og ná til enn fleiri aðila sem þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. Átaksvika hjá hjálparsíma Rauða krossins Málefni barna og ung- linga í brennidepli Morgunblaðið/Jim Smart Elfa Dögg S. Leifsdóttir hefur umsjón með þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem svara í hjálparsímann 1717. EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Osta- og smjörsölunni: „Að gefnu tilefni vill Osta- og smjörsalan taka fram að fyrirtækið stundar ekki und- irverðlagningu á framleiðsluvörum sínum eins og Mjólka hefur haldið fram í fjöl- miðlum og í kvörtun til Samkeppniseftirlits. Osta- og smjörsalan veitir smásöluaðilum tilboðs- og kynningarafslátt, eins og flestir framleiðendur gera, enda er þá keypt ákveðið magn, eins og tíðkast í almennum viðskiptum. Þetta hefur verið gert í fjölda ára. Þessi afsláttur hefur skilað sér til neyt- enda í formi sértilboða hjá verslunum. Í viku hverri bjóða verslanir viðskiptavin- um sínum tilboð á völdum vöruflokkum, neytendum til góða. Ef verslun ákveður að hafa einstakar vörur Osta- og smjörsölunnar á tilboðsverði tekur fyrirtækið þátt í að kynna tilboðið á sama hátt og aðrir mat- vælaframleiðendur og heildsalar gera með sínar vörur. Til hagsbóta fyrir neytendur hefur Osta- og smjörsalan árum saman verið með lands- tilboð á einstökum vöruflokkum sínum sem þá eru auglýst sérstaklega. Þekkt dæmi þar að lútandi eru tímabundin tilboð á smjöri sem neytendur hafa kunnað að meta. Osta- og smjörsalan starfar á samkeppn- ismarkaði og fagnar allri samkeppni. Engu í markaðsaðgerðum Osta- og smjörsölunnar er sérstaklega beint gegn Mjólku og fram- leiðsluvörum þess fyrirtækis.“ Yfirlýsing frá Osta- og smjörsölunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.