Morgunblaðið - 09.03.2006, Page 55

Morgunblaðið - 09.03.2006, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 55 HESTAR Athygli vekur hve styrkleiki barna- ogunglingaflokka á hestamannamótumer orðinn mikill. Þar má sjá þraut- þjálfaða knapa, oft á hestum sem myndu sóma sér vel í fullorðinsflokkum og er aðdáunarvert hversu vel unga kynslóðin stendur sig í keppni. Þetta gerist ekki af sjálfu sér og hafa flestir þessara flinku ungu knapa fengið mikla þjálf- un og reiðkennslu. Hestamannafélögin reka mörg hver öflugt æskulýðsstarf og er hestamannafélagið Fákur í Reykjavík enginn eftirbátur annarra félaga. Æskulýðsnefnd Fáks hefur verið iðin við kol- ann í vetur. Stærstu verkefni nefndarinnar eru reiðnámskeiðin og stunda meira en áttatíu börn og unglingar nám í hestamennsku á veg- um Fáks í Reiðhöllinni í Víðidal. Haldin eru svokölluð pollanámskeið fyrir yngstu börnin og í vetur eru 45 sex til tólf ára börn á þeim námskeiðum. Kennarar eru Sig- urður Matthíasson og Edda Rún Ragnars- dóttir en þau reka eigin reiðskóla á sumrin. Í fyrravetur voru innan við 20 krakkar á þessum námskeiðum svo þátttakan á þessum nám- skeiðum hefur aukist gífurlega. Æskulýðsnefndin stendur einnig fyrir knapamerkjanámskeiðum sem er stigskipt samræmt nám í hestamennsku, stigin eru alls fimm og heldur Landbúnaðarháskólinn á Hól- um utan um námið. Þetta er annað árið sem Fákur býður sínum börnum upp á þetta nám og kennarar eru Sigurbjörn Bárðarson og Tómas Snorrason, báðir menntaðir reiðkenn- arar. Á þessum námskeiðum eru 36 krakkar, tólf ára og eldri. Knapamerkjanámið er metið sem val og til eininga í bæði grunn- og fram- haldsskólum og er að auki kennt sem fag í nokkrum framhaldsskólum. Á vegum Fáks eru unglingar á aldrinum 12–16 ára í þessu námi. Mikill spenningur er ár hvert fyrir stórsýn- ingunni Æskan og hesturinn í Reiðhöllinni í Víðidalnum sem hestamannafélögin á suðvest- urhorninu standa að. Þessi sýning verður um næstu helgi, 11. og 12. mars. Tómas Ragn- arsson sér um undirbúning sýningaratriðis Fáks og í ár fengu allir sem mættu í úrtöku að vera með. Síðar í vetur verður svo boðið upp á keppn- isnámskeið fyrir börn sem vilja spreyta sig í úrtöku fyrir landsmót sem verður í sumar. Tómas Ragnarsson stýrir einnig kennslu þar og hefur hann með sér gott fólk til aðstoðar. Fákur verður því með á annað hundrað börn á námskeiðum í vetur og á bak við hvert barn er fjölskylda sem stendur spennt á hlið- arlínunni. Kennarar eru ekki af verri endan- um, allt þrautþjálfað keppnisfólk með mikla reynslu af reiðkennslu. Enginn efast um mik- ilvægi þess að hlúa að barnastarfinu í hesta- mannafélögum, það mun alltaf skila sér til baka, bæði sem forvarnarstarf og svo eru börnin knapar framtíðarinnar. Gróskumikið æsku- lýðsstarf hjá Fáki Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjö og átta ára gömul börn á pollanámskeiði hjá Fáki, kennarinn er Sigurður Matthíasson. Þegar best lætur er hesta-mennskan frábært fjöl-skyldusport og margarfjölskyldur eiga góðar stundir saman í hesthúsinu þar sem kynslóðirnar sameinast í áhugamál- inu. En nú á tímum er margt sem glepur og til að halda börnunum við efnið er nauðsynlegt að eiga góðan hest sem er öruggur og skemmti- legur fyrir börn. Á auglýsingasíðum hestavefjanna er mikið auglýst eftir góðum barnahestum og virðist sem nokkur eftirspurn sé eftir hinum fullkomna fjölskylduhesti sem allir geta riðið, sama hvar viðkomandi er staddur í hestamennskunni. Óla vantar hest Óli Kristjánsson er sex ára gam- all og í þeirri erfiðu stöðu að hafa brennandi áhuga á hestum en eiga engan hest. Hestar fjölskyldunnar eru þannig að enginn þeirra hentar litlum 25 kg dreng. Einn er of vilj- ugur, annar of klárgengur og hast- ur, sá þriðji lullar bara undir óvön- um og engum þeirra er algjörlega treystandi fyrir litlu barni. Fjöl- skylda Óla er með hesthús í And- varahverfinu og þar er að hefjast á næstu dögum reiðnámskeið fyrir börn. Óli vill ólmur vera með á námskeiðinu, foreldrar hans vilja virkja áhugann hjá barninu og er því aðeins eitt til ráða; nú skal finna hinn fullkomna barnahest. En hvernig á góður barnahestur að vera? Er hann latur, gamall lull- ari sem ekkert hræðist? Eða er hann fulltaminn, fullorðinn hestur, léttur í taumi, með gott geðslag og fer á tölti undir léttum dreng? Já, það er málið, vel taminn, traustur hestur sem sækir í tölt, helst tíu vetra klár með mikla reynslu og hreingengur er lykilorðið. Best væri auðvitað að hesturinn væri það skemmtilegur í reið að allir fjölskyldumeðlimir gætu notið hans. En hvar finnur maður svona hest og ef einhver á þennan fullkomna fjölskylduhest er hann þá falur? Leitin að barnahestinum Hófst nú þrautagangan, leitin að barnahestinum. Fyrst voru settar inn auglýsingar á 847.is og hest- ar.net. „Óskum eftir að kaupa full- mótaðan töltgengan 10–12 vetra barnahest.“ Það var nákvæmlega enginn sem svaraði auglýsingunum og ljóst var að ef árangur ætti að nást yrði leitin að barnahestinum að fara fram með „maður-á-mann“- aðferðinni, spyrjast fyrir, hringja í þekkta hestasölumenn, tala við alla hestamenn sem maður hittir, láta vita að nú sé alvara á ferð, nú skal keyptur góður hestur. Fyrst fréttist af átta vetra brúnni hryssu fyrir austan fjall undan Kjarval, með reynslu af hestaleigu, ásett verð 200 þúsund. Brunað var af stað með tóma hestakerruna til að prófa dýrið og hryssan tekin með í bæinn til frekari reynslu. Við nánari kynni fór sjarminn hins veg- ar af hryssunni, hún reyndist sækja í brokk undir Óla og þótti ekki nógu traust. Henni var því skilað eftir nokkra daga. Næst var litið á brúna tíu vetra hryssu í hesthúsahverfi Gusts í Kópavogi, ásett verð 150 þúsund. Hún var lítil og sæt og ósköp góð- leg á svip. Hún myllutölti við slak- an taum, var ótrúlega þýð og taum- létt en fráleitt glæsileg í reið og lyfti fótunum ekki hærra en nauð- syn krefur til að fóta sig – tíkalla- sparkari. Hún kemur ágætlega til greina vegna þess hve þýðgeng hún er og hentar því vel litlum og létt- um Óla og hún er vel tamin. En væri ekki gaman ef fegurð í reið fylgdi með, svona í bónus? Þéttriðið tenglanet Þar sem tenglanetið var orðið nokkuð þéttriðið, og margar góðar konur og menn komin í málið, var ákveðið að leita lengra og prófa fleiri hesta, bara svona upp á sam- anburðinn. Eitt símtalið leiddi til ferðar í hesthúsahverfi Sörla í Hafnarfirði, þar var tíu vetra bleikálóttur hest- ur undan Degi frá Kjarnholtum, ásett verð 150 þúsund. Hann reyndist ekki nægilega hreingengur og tók taugaveiklað hliðarhopp þeg- ar bíll kom honum að óvörum, þannig haga traustir barnahestar sér ekki og óþarft að hugsa meira um hann. Daginn eftir var farið í hesthúsa- hverfi Harðar í Mosfellsbænum. Gummi vissi af sjö vetra jarpri hryssu sem Siggi átti og var í þjálf- un hjá Pétri en Jónas ætlaði að sýna okkur hana – svona er hesta- bransinn. Hryssan reyndist hin myndarlegasta á allan hátt, með fallegar hreyfingar og nokkuð hreingeng, undan Roða frá Múla, ásett verð 400 þúsund. Það vildi hins vegar ekki heppilegar til en svo að í miðri sölusýningu rifnaði upp gömul sprunga í hæl svo foss- blæddi. Þar með endaði sýningin og hryssan er líklega úr leik næsta mánuðinn eða svo. Hún var líka kannski aðeins of lítið tamin til að hún hentaði Óla en hún lofar góðu. Barnahesturinn fundinn? Guðmundur Hauksson í Ási í Ásahreppi er einn af þeim sem komnir voru á kaf í málið og hafði hann fundið hest undan Páfa frá Kirkjubæ sem hann taldi henta Óla. Aftur var brunað austur yfir fjall, með tóma hestakerru í farteskinu. Þetta var tíu vetra klár, rauð- blesóttur, ásett verð 250 þúsund. Hann bauð strax af sér góðan þokka, var hinn prúðasti og geðs- legasti á allan hátt. Hann var reyndar ekki í þjálfun, hafði verið járnaður fyrir aðeins tveimur dög- um en þetta er hestur sem rennur á töltinu, er þýður á brokki, taum- léttur, fer vel undir manni og með góðan höfuðburð. Óli reið honum í nokkra hringi inni í skemmu og gekk vel bæði að hvetja hann áfram og að láta hann tölta. Saga hestsins er þekkt og er það mikill kostur. Hann er fæddur á Hárlaugsstöðum í Ásahreppi, taminn af Guðmundi í Ási, var eitt sumar í hestaleigu en var bundinn á gangi og stífur þegar hann kom þaðan eftir frjálslegt reiðlag túristanna, en vel gekk að laga það. Síðan var hann seldur konu sem hafði algjörlega misst kjarkinn en nú hefur hún með að- stoð hans og góðra manna fengið kjarkinn aftur og er komin af byrj- andastiginu. Hún fékk sér meiri reiðhest og því var þessi til sölu nú. Eftir nokkrar vangaveltur var ákveðið að slá til. Ekki reyndist unnt að fá hestinn lánaðan, það hefði verið ákjósanlegt að prófa hann í nokkurn tíma en fjölskyldan öll hreifst af honum þannig að hann var sleginn á staðnum. Hann sýndi engin merki um frekju eða yf- irgang, var taumléttur, tölti hreint og fór vel undir Óla. En eins og með alla hesta sem óvanir knapar ríða er nauðsynlegt að vanur knapi ríði honum af og til svo hann freistist ekki til að fara út í einhverja vitleysu, fari að frekjast á tauminn eða leiðast út í að binda sig á tölti. Það ætti ekkert að fara úrskeiðis með þennan hest ef hann er riðinn til reglulega. Hann hefur gott upplag, geðslagið er eins og best verður á kosið og hann er hreingengur og það er einmitt það sem leitað var að. Nú getur Óli far- ið að hlakka til að mæta á nám- skeiðið á honum Blesa sínum og vonandi gengur þeim vel. Barnahestur óskast, traustur, hreingengur og taumléttur Eftir Berglind Karlsdóttur Ljósmynd/Kristján Þór Finnsson Leitin að barnahestinum fékk farsælan endi, hér er hinn sex ára gamli Óli Kristjánsson á baki honum Blesa sínum og fer vel á með þeim. Óli tekur Blesa til kostanna. Blesi er á hreinu tölti og lætur vel að stjórn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.