Morgunblaðið - 09.03.2006, Page 57

Morgunblaðið - 09.03.2006, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 57 DAGBÓK 70ÁRA afmæli. Í dag, 9 mars, ersjötugur Magnús Einarsson fasteignasali. Af því tilefni bjóða hann og eiginkona hans Guðrún Jóhanns- dóttir ættingjum og vinum að gleðjast með fjölskyldunni í dag á Grand Hotel Reykjavík (Ársalir 4. hæð) milli kl. 17 og 19. Gjafir vinsamlega afþakkaðar, en ef vilji er til að færa einhverjum glaðning í tilefni dagsins er bent á Styrktarsjóð krabbaneinssjúkra barna. Reikn. nr. 0301 - 26 - 545 kt. 630591-1129. 50 ÁRA afmæli. Hinn 6. mars sl.varð Hjalti Björnsson, dag- skrárstjóri hjá SÁÁ, fimmtugur. Hann tekur á móti gestum í Glersalnum, Salavegi 2, Kópavogi, föstudaginn 10. mars kl. 20. 60 ÁRA afmæli. Í dag, 9. mars, ersextugur Brynjólfur Lár- entsíusson, Glósölum 7, Kópavogi. Hann er að heiman á afmælisdaginn. Að bjóða gamla fólkinu í heimsókn ÉG ER orðin öldruð en þegar ég var yngri fór ég oft til gamals fólks, las fyrir það, söng með því og reyndi að gleðja það. Þá fann ég að margir voru einmana svo mér datt í hug að í stað þess að koma til þeirra, þá bauð ég heim til mín. Stundum bauð ég upp á mat, stund- um kaffi og meðlæti og var yfirleitt búin að undirbúa mig. Síðan fékk ég einhvern til að keyra fólkið heim til mín og saman áttum við góðar stundir. Mér fannst þetta virkilega skemmtilegt og mér virtist að fólk hefði meira gaman af að heimsækja fólk heldur en fá fólk í heimsókn. Þess vegna datt mér í hug að einhverjir mættu taka sér þetta til fyrirmyndar. Ragnheiður, fv. sjúkraliði. Ólseigar nautalundir FYRIR nokkrum dögum keypti ég nautalundir í Nóatúni í Austurveri og var mér tjáð að hér væri um gæðavöru að ræða, „ungnautalundir úr miðju stykki“, eins og það var orðað. Mér fannst verðið hátt, 4.398 krónur á kílóið, en samt átti þetta að vera á tilboði. Ég lét mig hafa það, en þegar ég fór að matreiða lundirnar reyndust þær ólseigar. Ég fór aftur með lundirnar og af- greiðslumaðurinn mundi eftir mér, en ég fékk enga leiðréttingu minna mála af því að ég var ekki með kvittun. Mér finnst svona lagað vera al- gjör svik við viðskiptavini versl- unarinnar. Það á ekki að selja fólki svikna vöru. Gyða Jóhannsdóttir, Miðleiti 7, Reykja- vík. Þakkir til Kórs MH INNILEGAR þakkir til kórs Menntaskólans við Hamrahlíð og stjórnanda hans Þorgerðar Ingólfs- dóttur. Þau héldu tónleika í Siglu- fjarðarkirkju sl. sunnudagskvöld svo unun var að hlusta á. Einnig sungu þau fyrir börn Grunnskólans við góðar undirtektir. Ég hvet alla til, að láta ekki tónleika með þess- um kór fara farm hjá sér. Bestu þakkir. Hörður Júlíusson, Siglufirði. Bíllyklar töpuðust BÍLLYKILL, einn á kanadískri kippu, tapaðist föstudaginn 3. mars sl. á svæðinu frá Garðastræti að Landakotskirkju. Finnandi vinsam- legast hafi samband í síma 693- 4217. Fundarlaunum heitið. Knútur. Týnd kisa KISAN Mist týnd- ist frá heimili sínu, Hjallahlíð 25 í Mosfellsbæ föstu- daginn 3. mars. Hún er grá og hvít með gráa hálsól. Fundarlaun í boði! Upplýsingar í síma 692 5666. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Demantsbrúðkaup | Í dag, 9. mars, eiga 60 ára brúðkaupsafmæli þau Sigríð- ur Gunnarsdóttir og Tómas Grétar Sigfússon, Kelduhvammi 1, Hafnarfirði. Þau eru stödd erlendis af því tilefni. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Samtökin ’78 standa, ásamt fleiri félögumog stofnunum, fyrir röð fyrirlestra ávormánuðum. Á föstudag, 10. mars,flytur dr. Susan Stryker erindi um líf og reynslu þverkynjaðs (e. transgender) fólks. „Ég mun ræða um hvernig orðið hefur til, á síðasta áratug, hið nýja fræðasvið þverkynja- fræða (e. transgender studies), og fjalla um hin mörgu viðfangsefni þeirra fræða og hvaða skír- skotun þau hafa til annarra fræðasviða,“ segir Susan. „Ég ræði ekki aðeins þróun og framfarir innan fræðasviðsins, heldur einnig um þá reynslu að vera þverkynja manneskja, og hvaða áhrif það hefur haft á rannsóknir mínar á svið- inu.“ En hvað eru þverkynjafræði? „Almennt séð eru hinseginfræði (e. queer studies) og þver- kynjafræði (e. transgender studies) náskyld: bæði fást við hvernig félagsleg norm verða til, og hvernig þeim er viðhaldið, með tilliti til kyn- ferðis og kyns. Hinseginfræði eru hins vegar oftar álitin fást meira við málefni kynferðis og þrár, á meðan þverkynjafræði fást við kyn- ímyndina og birtingarmyndir kynja. En bæði þessi svið eru að mínu viti mjög skyld innbyrðis, og nátengd fræðum s.s. á sviði femínisma, fötl- unar og kynþáttar. Öll þessi svið gagnrýna þær mörgu leiðir sem fjölbreytileiki líkama og anda er varpað yfir á félagslega virðingarröð, oft með því að gefa mismuninum sem er manna á milli sjúkdómsheiti,“ útskýrir Susan. „Það kom mér á óvart þegar mér var greint frá að fyrirlestur minn verður líklega sá fyrsti sem haldinn hefur verið á Íslandi um fyrirbærið „þverkynjun“ (transgender). Raunar er ég ekki viss um að svo sé, því ég hef séð fræðileg skrif frá 7. áratugn- um sem minnast á transsexúalisma á Íslandi. Hitt er þó rétt að fræðisviðið þverkynjafræði, ólíkt þeim fræðasviðum sem áður fengust við efnið og þá sem líkamlegan eða andlegan krank- leika, hefur fram að færa nýjar samfélagslegar hugmyndir. Þessar hugmyndir hafa sprottið úr nýjum félagslegum heildum femínista, homma og lesbía í Bandaríkjunum og Evrópu, og er ég spennt að fræðast nánar um hvernig þróun um- ræðunnar hefur verið á Íslandi. Ég vona einnig að erindi mitt muni hreyfa við fólki og koma af stað umræðu.“ Erindi sitt flytur Susan Stryker í Stofu 101 í Odda kl. 12, á föstudag. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni www.samtokin78.is Kvikmynd Susan „Skrækjandi drottningar“ (e. „Screaming Queens“) verður sýnd á Hinsegin bíódögum í mars. Kynjafræði | Susan Stryker, sagnfræðingur og rithöfundur, fjallar um þverkynjafræði Líf og reynsla „transgender“ fólks  Dr. Susan Stryker fæddistí Fort Still, Oklahóma, árið 1961. Hún lauk doktorsprófi í Bandaríkjasögu frá Kaliforníuháskóla, Berkeley árið 1992, gegndi rannsókn- arstöðu við Stanford- háskóla 1998–2000, var gestakennari við Macquireháskóla, Ástr- alíu, 2003 og gegndi rannsóknarstöðu við Queensland-háskóla 2006. Susan hefur verið virk í skrifum og fræðistörfum á sviði kynja- fræða og skrifaði, framleiddi og leikstýrði kvikmyndinni „Screaming Queens: The Riot at Compton’s Cafeteria“ ásamt Victor Silver- man. Susan skrifaði einnig heimildarritin „Gay by the Bay“og „Queer Pulp“. Maki Susan er Kim Klauser og eiga þær samanlagt fjögur börn. KVIKMYNDIN Húsið, frá 1983, verður sýnd í Bæjarbíói, Strandgötu 6, í Hafnarfirði, laugardaginn 11. mars kl. 16. Ungt par fær inni í gömlu húsi í Reykjavík og verður þess fljótlega vart að húsinu fylgir eitthvað sem er þeim yf- irsterkara. Forsaga hússins tekur völdin. Aðalhlutverk eru í höndum þeirra Lilju Þór- isdóttur og Jóhanns Sigurðs- sonar. Myndin hlaut menning- arverðlaun DV 1983 og þrenn verðlaun á alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Brussel það sama ár (besta mynd, leikkona og kvikmyndataka). Leikstjóri er Egill Eðvarðsson. Miðar verða seldir í Bæj- arbíói, Strandgötu 6, ca hálf- tíma fyrir sýningu og kosta 500 krónur. Húsið í Bæjarbíói Fréttir í tölvupósti TEPPI Á STIGAHÚS - got t verð - komum og gerum verðtilboð eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is 120-140 fm íbúð í Fossvogi óskast fyrir ákveðinn kaupanda. Nánari upplýsingar veitir Kjartan Hallgrímsson ÍBÚÐ Í FOSSVOGI ÓSKAST Kringlunni, sími 553 2888 Ný sending af skóm Opið í kvöld til kl. 21.00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.