Morgunblaðið - 09.03.2006, Page 59

Morgunblaðið - 09.03.2006, Page 59
Einbýlishús í Seljahverfi óskast Traustur kaupandi óskar eftir 250 fm einbýlis- húsi í Seljahverfi, gjarnan á einni hæð. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 59 DAGBÓK Gamlir meistarar. Norður ♠10 ♥ÁG96 S/Allir ♦ÁG3 ♣KDG105 Vestur Austur ♠KD3 ♠54 ♥K1087 ♥532 ♦1098 ♦6542 ♣432 ♣9876 Suður ♠ÁG98762 ♥D4 ♦KD7 ♣Á Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 spaði Pass 2 lauf Pass 3 spaðar Pass 3 grönd Pass 4 spaðar Pass 5 hjörtu Pass 6 spaðar Dobl Allir pass Charles Goren (1901–1991) tók við leið- togahlutverkinu í bridsheiminum af Ely Culbertson og var um langt árabil áhrifamesti spilari heims – oft kallaður Herra Brids. Eins og Culbertson, var Goren allt í senn: fræðimaður, höfundur og kennari, sem helgaði líf sitt bridsí- þróttinni. Bækur hans um sagnir nutu sérstakra vinsælda og er talið að þær hafi selst í yfir 10 milljón eintökum. Goren var öflugur spilari, einkum á yngri árum. Spilið að ofan kom upp 1937 og var Goren í suður, sagnhafi í sex spöðum dobluðum. Útspilið var tíg- ultía. Eftir doblið taldi Goren víst að vestur ætti spaðahjónin og ákvað að spila út frá þeirri forsendu – reyna að stytta sig niður á ÁG9 í trompi. Hann tók fyrsta slaginn heima og lagði niður laufás. Spilaði svo hjartafjarka og svínaði gos- anum. Nú átti hann nægar innkomur til að trompa tvisvar lauf og tvisvar hjarta heima. Vestur varð að fylgja lit alla leið og var svo sendur inn á spaða í þriggja spila endastöðu til að spila upp í ÁG. Glæsilegt innkast í trompi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–16, handavinna kl. 9–16.30, smíði/útskurður kl. 9– 16.30, boccia kl. 9.30, helgistund kl. 10.30, leikfimi kl. 11, myndlist kl. 13.30. Bergmál líknar- og vinafélag, | Berg- mál verður með opið hús í Blindra- heimilinu Hamrahlíð 17, 2. hæð, 12. mars kl. 16. Gestir koma í heimsókn, m.a. sr. Sigfús B. Ingvason og Bar- dukha. Sigmundur Júlíusson leikur undir fjöldasöng. Matur að hætti Bergmáls, veislustjóri verður Kolbrún Karlsdóttir. Tilkynn þarf þátttöku hjá eftirtöldum: Karl Vignir s. 552 1567, 864 4070 og Hólmfríður 862 8487. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, leikfimi, myndlist, bókband og fótaaðgerð. Fé- lagsvist á morgun kl. 13.30. Dalbraut 18–20 | Fastir liðir eins og venjulega. Hægt er að fá dagskrána senda heim í pósti eða rafrænt: asdis- .skuladottir@reykjavik.is. Síminn er 588 9533. Handverksstofa Dal- brautar 21–27 opin virka daga. FEBÁ, Álftanesi | Útskurð- arnámskeið í smíðastofu Grunnskól- ans, fimmtudaga kl. 15.30–18.30. Leiðbeinandi Friðgeir H. Guðmunds- son. Upplýsingar gefur Guðrún í síma 565 1831. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Fræðslufundur 10. mars kl. 15, Ögmundur Jónasson alþingismaður kemur á fundinn. Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir leikritið Glæpi og góðverk í Iðnó 12. mars kl. 14, miða- pantanir í Iðnó s. 562 9700. Nokkrir miðar óseldir. Félag kennara á eftirlaunum | Kóræf- ing í KHÍ kl. 17–19. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og 9.50, rammavefnaður kl. 9.15, málm- og silfursmíði kl. 9.30, ró- legar æfingar kl. 10.50, bókband kl. 13, gömlu dansar kl. 20 og línudans kl. 21. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Bridsdeild FEBK Gullsmára spilar tví- menning alla mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Kaffi og meðlæti fáanlegt í spilahléi. Félagsmiðstöðin Selið | Gleðigjafarnir syngja 10. mars kl. 14, undir stjórn Sig- ríðar Norðkvist. Allir velkomnir. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Glerbræðsla kl. 9 í Kirkjuhvoli, vatns- leikfimi kl. 9.45 og karlaleikfimi kl. 13.15 í Mýri. Í Garðabergi er opið 12.30–16.30 og þar er handa- vinnuhorn. Spilakvöld í Garðabergi kl. 19.30 á vegum FAG og Kristínar Jó- hannsdóttur. Félagsstarf Gerðubergs | Helgistund kl. 10.30, umsj. sr. Svavar Stefánsson. Vinnustofur opna kl. 12.30, m.a. myndlist, geisladiskasaumur o.fl. List- sýningar Sigrúnar Björgvins og Judit- har Júlíusd. standa yfir. Veitingar í há- degi og kaffitíma í Kaffi Berg. Strætó S4, 12 og 17 (ný leið) stansa við Gerðuberg. S. 575 7720. Félagstarfið Langahlíð 3 | Hár- greiðslu og fótaaðgerðarstofur opnar frá kl. 10, handmennt almenn kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30 og bingó kl. 15. Furugerði 1, félagsstarf | Bandalag kvenna verður með skemmtun kl. 20, söngur, grín og gaman. Allir velkomnir. Aðstoð vegna framtals verður veitt 13. mars. Skráning í s. 553 6040. Hraunbær 105 | Kl. 9 perlusaumur, postulínsmálun, hjúkrunarfræðingur á staðnum, kaffi, spjall, dagblöðin, hár- greiðsla. Kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 félagsvist, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9, pútt kl. 10, leikfimi kl. 11.20, gler- bræðsla kl. 13, bingó kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Hannyrðir hjá Halldóru kl. 9–16, boccia kl. 10–11, fé- lagsvist kl. 13.30, kaffi og meðlæti í hléi. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir s. 588 2320. Hársnyrting s. 517 3005. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega. Hægt að fá dagskrána senda heim í pósti eða rafrænt; asdis- .skuladottir@reykjavik.is. Lagt af stað í Lögregluferðina um kl. 14.30, 10. mars. Fullbókað. Síminn er 568 3132. Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug á morgun kl. 9.30. Norðurbrún 1. | Framtalsaðstoð verð- ur 10. mars frá kl. 9–12, panta þarf tíma í síma 568 6960. Smíði, leir, opin vinnustofa, boccia kl. 10, leirnámskeið kl.13–16.30. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9–10 boccia, kl. 9.15– 14 aðstoð v/böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 10.15–11.45 spænska, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kóræfing, kl. 13–16 glerbræðsla, kl. 14.30–15.45 kaffiveit- ingar. Vesturgata 7 | Flóamarkaður verður fimmtud. 9. og föstud. 10. mars frá kl. 13–16. Kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, bókband og pennasaumur kl. 9, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, handmennt alm. kl. 13, glerskurður kl. 13, frjáls spil. kl. 13. Félagsvist spiluð kl. 20. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12, hádegisverður á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 15. Gestur: Guðjón Davíð Karlsson leikari. Gunnar Tryggvason og Rafn Sveins- son flytja létta tónlist. Bænarorð: Sr. Svavar A. Jónsson. Áskirkja | Foreldrum er boðið til sam- veru með börn sín í safnaðarheimili II kl. 10–12. Kynning frá Borgarbóka- safni. Opið hús kl. 14–16. Samsöngur undir stjórn organista, kaffi og með- læti. Samvera í safnaðarheimili II kl. 17–18 í dag. Spilafundur (allir mega koma með spil). Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl. 10, Leikfimi IAK kl. 11, bænastund kl. 12, barnastarf 6–9 ára kl. 17–18 á neðri hæð. Unglingastarf kl. 19.30–21.30, á neðri hæð. (www.digraneskirkja.is) Dómkirkjan | Opið hús alla fimmtu- daga kl. 14–16, í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Fríkirkjan í Reykjavík | Kyrrðar- og bænastund kl. 12.15. Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 22. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12, ýmiss konar fyrirlestrar. Heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla kl. 17.30–18.30, fyrir 7–9 ára. Kirkju- krakkar kl. 17.30–18.30 fyrir 7–9 ára. Helgistundir alla virka daga föstunnar kl. 18–18.15. Ráðherrar og alþingis- menn lesa. Í dag les Ásta Möller al- þingismaður. Grensáskirkja | Hversdagsmessa kl. 19–19.45, Þorvaldur Halldórsson leiðir söng. Altarisganga. Hjallakirkja | Kirkjuprakkarar, 7–9 ára starf, er kl. 16.30–17.30. KFUM og KFUK | Samkoma kl. 20. Ræðumaður er Kjartan Jónsson. Vitnisburð hefur Helgi Hróðmarsson, kristniboðsþáttur. Djasstríó. Langholtskirkja | Opið hús kl. 10–12 fyrir foreldra ungra barna. Spjall, kaffi og söngstund fyrir börnin. Fræðsla annan hvorn fimmtudag. Umsjón hef- ur Lóa Maja Stefánsdóttir móðir og sjúkraliði. Upplýsinga í síma 520 1300. Neskirkja | Samtal um sorg kl. 12. Samtal um sorg er opinn vettvangur þeirra sem glíma við sorg og missi og vilja vinna úr áföllum sínum. Þar kem- ur fólk saman til að tjá sig eða hlusta á aðra. Prestar kirkjunnar leiða fund- ina. TÓNLEIKAR Kammermús- íkklúbbsins á sunnudagskvöldið ollu hálfgerðum vonbrigðum. Þar var boðið upp á þrjár tónsmíðar eftir Mozart og Shostakovich, og verður að segjast eins og er að tvær þeirra stóðust ekki væntingar. Upphafið að strengjakvartett nr. 2 í A-dúr ópus 68 eftir síðarnefnda tónskáldið var reyndar hressilegt, en hægur og dulúðugur annar kafl- inn kom ekki nægilega vel út þrátt fyrir að fiðluleikur Hildigunnar Halldórsdóttur hafi oftast verið sæmilega fókuseraður. Útfærsla hinna strengjaleikaranna, þeirra Sigurðar Halldórssonar sellóleikara, Sigurlaugar Eðvaldsdóttur fiðluleik- ara og Jónínu Auðar Hilmarsdóttur víóluleikara, á löngum, liggjandi hljómum, var gjarnan svo klaufaleg að það var beinlínis neyðarlegt. Hljómarnir skiptu gríðarlegu máli fyrir stemninguna í tónlistinni og að heyra þá bjagaða aftur og aftur var pínlegt áheyrnar. Valsinn sem á eftir kom var betri og oft skemmtilegur, en síðasti þátt- urinn var fremur bragðlaus og óneit- anlega var þreytandi að heyra óhreina tóna hvað eftir annað. Enn síðra var strengjatríó (Di- vertimento) K 563 eftir Mozart, sem var flutt af sömu hljóðfæraleikurum að Sigurlaugu undanskilinni. Eins og kunnugt er er músík Mozarts vandmeðfarin, hún segir margt í fáum tónum; tærleiki hennar og hóf- samt tónmálið gerir að verkum að feilnótur og ójafnir tónstigar mega ekki vera tíðir. Því miður moraði allt í feilnótum í leik þremenninganna, og þar sem túlkunina skorti að auki nauðsynlegan léttleika og markvissa uppbyggingu var útkoman óbærileg áheyrnar. Langbesta atriði dagskrárinnar var hitt verkið eftir Mozart, kvartett fyrir flautu og strengi í D-dúr K 285. Þar munaði mest um hástemmdan og tæknilega öruggan flautuleik Hallfríðar Ólafsdóttur, sem unaður var á að hlýða þótt hinir hljóðfæra- leikararnir hafi stundum átt erfitt. Annar kaflinn, þar sem flautuleik- arinn spilaði sóló við mjúkt strengja- plokk, var einstaklega fallegur og verður örugglega lengi í minnum hafður. Af hverju í ósköpunum gátu ekki allir tónleikarnir verið svona? Vonbrigði á kamm- ertónleikum TÓNLIST Bústaðakirkja Tónsmíðar eftir Mozart og Shostakovich. Flytjendur: Hildigunnur Halldórsdóttir, Hallfríður Ólafsdóttir, Sigurlaug Eðvalds- dóttir, Jónína Auður Hilmarsdóttir og Sig- urður Halldórsson. Sunnudagur 5. mars. Kammermúsíkklúbburinn Jónas Sen Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 c6 4. Rf3 Dc7 5. Bd3 e5 6. h3 Be7 7. Be3 Rbd7 8. 0–0 Rf8 9. Re2 Re6 10. c3 Bd7 11. a4 a5 12. Dd2 0–0 13. Rg3 g6 14. Re2 Rh5 15. Rh2 Rf6 16. f4 Had8 17. f5 Rg7 18. g4 Rfe8 19. g5 f6 20. Rg4 Bc8 21. h4 Rh5 22. Dc2 Reg7 23. dxe5 dxe5 24. Db3+ Kh8 25. Bb6 Dd6 26. Had1 Hde8 27. Rh6 fxg5 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti í Hastings í Englandi sem lauk í upphafi ársins. Guðmundur Kjart- ansson (2.257) hafði hvítt í stöðunni gegn John Rety (1.992). 28. Dg8+! og svartur gafst upp enda verður hann kæfingarmát eftir 28. …Hxg8 29. Rf7#. Það er óvenjulegt að geta fæðing- arkæft andstæðing á alþjóðlegu móti en Guðmundi gekk vel á mótinu, fékk 6 vinninga af tíu mögulegum. Guðmundur tekur þátt í Reykja- víkurskákmótinu sem fer fram þessa dagana í Faxafeni 12. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.