Morgunblaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 61 MENNING Síðustu forvöð!!! 9. mars 15. mars 16. mars 23. mars 24. mars 25. mars uppselt 30. mars 31. mars 1. apríl Landið í maí Vestmannaeyjar 4. maí sýning 5. maí sýning 6. maí sýning 7. maí sýning Seyðisfjörður 10. maí sýning 11. maí sýning 12. maí sýning 13. maí sýning 14. maí sýning (aukas.) Landið í maí Akureyri 17. maí sýning 18. maí sýning 19. maí sýning 21. maí sýning Ísafjörður 25. maí sýning 26. maí sýning 27. maí sýning Aðeins þessar sýningar: í Reykjavík Viðskiptavinir Landsbankans fá 500 króna afslátt á ofangreindum stöðum„Frábærlega gert. Staðhæfingarnar frábærar og hnyttinn texti. Hvílíkur gimsteinn sem þessi kona er á sviðinu. Að sjá hverning hún rúllaði áhorfendunum upp. Til hamingju með það.“ Bragi Hinriksson AÐ mínu mati var fallegasta atrið- ið á fjölskyldutónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands Söngur Dimmalimm eftir Atla Heimi Sveinsson. Þar sungu stúlkur úr Kór Kársnesskóla, en einsöngvari var Elísa Auður Aðalmundar- dóttir, sem er meðlimur í kórnum. Miðað við að hún er barn að aldri var söngur hennar sérlega skýr, öruggur og sjarmerandi. Hljóm- urinn í stúlkunum í kórnum var líka notalega skær og var útkoman einstaklega hrífandi. Í Söng götustrákanna úr óp- erunni Carmen var komið að drengjunum að spreyta sig, en það var eiginlega ekki fyrr en í næsta atriði, lögum úr söngleiknum Óli- ver eftir Lionel Bart, að þeir kom- ust almennilega á flug. Sérstak- lega verður að nefna einsöng Höskuldar Gunnlaugssonar, en hann var hinn ágætasti. Hraustir menn eftir Sigmund Romberg var sömuleiðis prýðilega sungið og merkilega karlmannlegt hjá drengjunum. Óþarfi er að telja upp hvert einasta lag dagskrárinnar, en í það heila voru þetta skemmti- legir tónleikar. Kóratriðin voru yf- irleitt vel heppnuð, t.d. var Sí- gaunakórinn úr La Traviata, sem flestir ættu að muna eftir úr dömubindaauglýsingunni frægu í sjónvarpinu, afar fjörlega fluttur. Auðheyrt var að stjórnandi kórs- ins, Þórunn Björnsdóttir, hefur unnið gott starf með börnunum. Ég verð að nefna lag eftir Þóru Marteinsdóttur, Hér á ég heima, en ég minnist þess ekki að hafa heyrt það áður. Það var grípandi í einfaldleika sínum og féll greini- lega í kramið hjá tónleikagestum. Helst mátti finna að nokkuð ómarkvissum leik hljómsveitar- innar, Carnivalforleikur Dvoráks var t.d. illilega bjagaður og forleik- urinn að Vilhjálmi Tell eftir Ross- ini virkaði dapurlegur, a.m.k. þar sem ég sat, en það var of aft- arlega. Hver ástæðan er fyrir því að gagnrýnendum Morgunblaðsins er gert að sitja á versta stað í Há- skólabíói er mér ekki kunnugt. Frammistaða hljómsveitarinnar var samt ekki aðalatriðið á tónleik- unum; kórinn var númer eitt og hann var í góðu formi. Enda var honum ákaft fagnað í lokin. Hrífandi barnasöngur TÓNLIST Háskólabíó Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti ásamt Kór Kársnesskóla tónlist eftir Romberg, Bizet, Dvorák, Rossi, Atla Heimi Sveins- son, o.fl. Stjórnandi: Bernharður Wilk- inson. Kórstjóri: Þórunn Björnsdóttir. Laugardagur 4. mars. Sinfóníu- og kórtónleikar Jónas Sen EINLYNDI og marglyndi er titill á málþingi sem Stofnun Sigurðar Nor- dals efnir til á föstudaginn um menningu á Íslandi og Íslensk fræði í nútíð og framtíð. Þingið er í sam- vinnu við Ritið, tímarit Hugvís- indastofnunar Háskóla Íslands. „Tilgangurinn með þessu mál- þingi er að ræða íslenska menningu almennt nú og í framtíðinni. Að und- anförnu hefur verið mikil umræða um hana í sambandi við framtíð ís- lenskrar tungu og það má segja að þingið komi svolítið í kjölfar þess,“ segir Úlfar Bragason, forstöðumað- ur Stofnunar Sigurðar Nordals og fundarstjóri á málþinginu. „Stofn- unin verður 20 ára á þessu ári og það eru 120 ár frá fæðingu Sigurðar Nordals svo málþingið er líka haldið í tilefni þess. Titillinn á málþinginu er heiti á er- indum sem Sigurður Nordal flutti um einlyndi og marglyndi Íslenskr- ar menningar þegar hann kom heim frá námi. Erindin komu út á bók árið 1986.“ Úlfar segir þau hafa valið frum- mælendur í yngri kantinum og bæði þá sem eru almennt að vinna í menn- ingarlífinu og þá sem eru innan há- skólans að vinna í rannsóknum í bókmenntum, sagnfræði og málvís- indum, en á þeim sviðum vann Sig- urður Nordal. Frummælendur verða: Ása Rich- ardsdóttir, framkvæmdastjóri Ís- lenska dansflokksins, Björn Ægir Norðfjörð, aðjunkt í kvikmynda- fræði við Háskóla Íslands, Gauti Kristmannsson, lektor í þýð- ingafræði við Háskóla Íslands, Har- aldur Bernharðsson, málfræðingur og stundakennari við Háskóla Ís- lands, Haukur Ingvarsson, bók- menntafræðingur og skáld, og Hilma Gunnarsdóttir, sagnfræð- ingur og ritstjóri Kistunnar. Að loknum framsöguerindum fara fram pallborðsumræður undir stjórn Jóns Karls Helgasonar, bókmenntarit- stjóra hjá bókaútgáfunni Bjarti. Málþingið verður haldið í Nor- ræna húsinu milli kl. 14:00 og 17:00 á föstudaginn. Ókeypis er inn og allir velkomnir. Menning | Stofnun Sigurðar Nordals efnir til málþings Einlyndi og marglyndi íslenskrar menningar Morgunblaðið/RAX Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.