Morgunblaðið - 09.03.2006, Page 62
62 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
Nýt t í b íó
Óþekkustu
börn í heimi
hafa fengið
nýja barnfóstru
sem er ekki öll
þar sem hún
er séð.
TÖFRANDI
ÆVINTÝRAMYND
FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
YFIRVOFANDI HÆTTA OG SAMSÆRI
LÍF OKKAR ER Í HÖNDUM TVEGGJA EINSTAKLINGA
e e e e
L.I.B. - topp5.is
G.E. NFS
eeeee
V.J.V. / TOPP5.is
eeee
„…listaverk, sannkölluð perla“
DÖJ – kvikmyndir.com
eeee
HJ MBL
eeee
„Stjörnuleikur Hoffman er
burðarás magnaðs byrjendaverks
um sannsögulega siðferðislega
togstreitu rithöfundar“
G.E. NFS
Blaðið
STEVE
MARTIN
BEYONCÉ KNOWLES
... og heimsins frægasta
rannsóknarlögregla
gerir allt til þess að
klúðra málinu…
Bleiki
demanturinn
er horfinn...
KEVIN
KLINE
JEAN
RENO
e e e
M.M.J. Kvikmyndir.com
eee
Ó.H.T Rás 2
eee
VJV Topp5.is
eee
DÖJ – kvikmyndir.com F
U
N
BESTI LEIKARI
Í AÐALHLUTVERKI
PHILIP SEYMOR HOFFMAN
Stórkostleg
verðlaunamynd
Byggð á sönnum
atburðum
BESTA LEIKKONA
Í AUKAHLUTVERKI
RACHEL WEISZ
síðustu sýningar
THE PINK PANTHER kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10
CONSTANT GARDENER kl. 8 og 10.45 B.I. 16 ÁRA
NANNY MCPHEE kl. 3.40 og 5.50
UNDERWORLD síð. sýn kl. 8 B.I. 16 ÁRA
ZATHURA M / ÍSL TALI kl. 3.40 og 5.50 B.I. 10 ÁRA
ZATHURA M /ENSKU TALI síð. sýn. kl. 5.50 B.I. 10 ÁRA
WALK THE LINE kl. 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA
WALK THE LINE LÚXUS kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA
FUN WITH DICK AND JANE kl. 3.40 og 10.20 síð. sýn
THE PINK PANTHER kl. 6, 8 og 10
THE CONSTANT GARDENER kl. 10.25 síð. sýn B.I. 16 ÁRA
NANNY McPHEE kl. 6
BROKEBACK MOUNTAIN kl. 8 B.I. 12 ÁRA
Vinsælasta myndin á Íslandi í dag
RALPH FIENNES
RACHEL WEISZ
e e e
S.K. DV
e e e
Ó.H.T Rás 2
A
nnar er að nálgast þrí-
tugt, býr í Reykjavík
og á kærustu. Hinn
býr á Egilsstöðum og
má ekki enn kaupa
sér áfengi. Finnur Torfi Gunn-
arsson og Jónas Reynir Gunn-
arsson þekkjast ekkert sér-
staklega vel, og eiga fátt sam-
eiginlegt, nema þá helst að þeir
eru skaparar Arthúrs, kaldhæð-
innar og meinfyndinnar teikni-
myndasögu sem slegið hefur í
gegn í netheimum og eignast fleiri
lesendur með hverjum deginum.
Tveir piltar úr Fellabæ
„Við þekktumst lítið. Hann vissi
hver ég var og ég vissi hver hann
var,“ segir Finnur, sá eldri þeirra
tveggja, en bæði hann og Jónas
eiga rætur sínar að rekja til Fella-
bæjar við Lagarfljót. „Við spjöll-
uðum saman á netinu og hann las
mikið grínbloggsíðu sem ég hélt
úti, þar til loks að Jónas spurði
hvort ég væri ekki til í að gera
þessa myndasögu með honum.“
Ekki leið á löngu uns sagan
spratt fram fullsköpuð og birtist
Arthúr fyrst á netinu í ágúst.
Það var samt ekki fyrr en fyrir
skömmu að Jónas og Finnur töl-
uðu fyrst saman í síma, og taka
báðir undir að það hafi verið hálf-
vandræðalegt: „Við höfum bara
kynnst í gegnum netið, ekki hist
oft, og þá aldrei lengi. Raunar
hittumst við eiginlega aldrei, nema
á netinu,“ segir Jónas. „Ég veit
ekki alveg hvernig á að tala við
hann, þegar ég hringi. Þekki hann
ekki alltof vel,“ gantast Finnur, og
Jónas bætir við glettinn: „En sam-
bandið er gott. Það er eitthvað
spes við samband okkar. Einhver
rómantík blundar undir niðri.“
Leita ekki langt yfir skammt
Sögurnar vinna piltarnir þannig
að Jónas sér um teikningarnar og
Finnur sér mestmegnis um sögu-
þræðina, þó Jónas sé einnig ólatur
að finna upp á sögum: „Við bjugg-
um sameiginlega til sögupersón-
urnar; þann ljóshærða og þann
dökkhærða. Sá ljóshærði er mjög
líkur Jónasi í útliti og sá dökk-
hærði svipaður mér. Svo vorum
við komnir með stereótýpur eins
og vinnualkann og einhverja
gellu,“ útskýrir Finnur.
Þó persónurnar séu lauslega
byggðar á Jónasi og Finni hafa
þær allt annan persónuleika, að
sögn Jónasar: „Við Finnur erum
frekar líkir, og sögur byggðar á
okkar persónuleikum yrðu ekki
mjög skemmtilegar.“
Einfalt og tæknivætt
Þó Jónas sjái um alla mynda-
gerð fyrir söguna segist hann vera
afleitur teiknari: „Einhvern veg-
inn náði ég samt að móta þennan
einfalda stíl. Það tók smátíma að
þróa hann en eins og ég vinn
þetta núna er þetta mjög einfalt
og krefst ekki mikillar teiknivinnu
– bara „copy-paste“. Sagan verður
til með nokkrum músarhreyf-
ingum.“
Finnur setti upp spjallborð á
netinu þar sem hann og Jónas
skiptast á hugmyndum, hvor frá
sínum enda landsins. Þar eiga þeir
sinn söguforða, og meitla og móta
sögurnar þar til þær eru loks
teiknaðar upp – allt án þess að
þeir þurfi nokkurn tíma að hittast.
Arthúr í útrás
Vinsældir Arthúrs hafa farið
vaxandi með hverjum deginum:
„Kunningjar og vinir byrjuðu að
skrifa inn á bloggsíðurnar sínar og
setja hlekki á söguna. Svo fór
þetta inn á hlekkjasíður eins og
B2.is og Geimur.is og aðsóknin fór
upp úr öllu valdi.“ segir Finnur.
„Við vorum, til að byrja með, með
tvö þúsund gesti á mánuði, en er-
um nú komnir upp í fimmtíu þús-
und á mánuði og þrefalt fleiri
flettingar, sem er skrambi fínt.“
Arthúr er í örum vexti, og hefur
tímaritið Sirkus samið við þá fé-
laga um birtingar á einni strípu í
hverju tölublaði og birtist fyrsta
sagan á föstudag.
„Við erum líka að fara að prófa
enska útgáfu; þýða nokkrar sögur
svo fleiri geti notið þeirra,“ segir
Jónas. „Aðaláhyggjuefnið er hvort
húmorinn týnist í þýðingunni.
Sumt af þessu er kannski bara
fyndið á íslensku.“
Myndasögur | Teiknimyndasagan um Arthúr slær í gegn á netinu
Sá ljóshærði og sá dökkhærði
Myndræman „Viðarkallar“ er ágætis dæmi um það skopskyn sem ræður ríkjum hjá Arthúri.
Jónas, sá ljóshærði og Finnur, sá dökkhærði.
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
Arthúr má lesa á www.fjand-
inn.com/arthur
EINN þekktasti „drum’n’bass“-
plötusnúður heims leikur í skemmti-
höllinni NASA við Austurvöll á
föstudagskvöld. Grooverider er ekki
að koma í fyrsta skipti til landsins en
hann spilaði í Laugardalshöll með
Björk og Goldie og einnig á Tungl-
inu fyrir allnokkrum árum.
Að sögn Agnars „Agzilla“ Agnars-
sonar sem stendur fyrir komu kapp-
ans til landsins átti Goldie upp-
haflega að spila í Tunglinu þetta
kvöld. Hann lenti hins vegar í slysi á
sjóskíðum og lærbrotnaði og þarf að
gangast undir aðgerð. Grooverider
brást vel við og mætir á klakann í
hans stað. Vonandi að Goldie jafni
sig sem fyrst.
Þótt Goldie sé mikil kanóna eru
það ekki slæm skipti að fá kappa
eins og Grooverider í hans stað.
Hann sló í gegn með alræmdum
ólöglegum partíum í vöruskemmum
hér og þar í London á níunda ára-
tugnum. Grooverider hefur m.a.s.
fengið nafnbótina guðfaðir
„drum’n’bass“-tónlistarinnar. Þrátt
fyrir að hafa verið lengi í bransanum
er hann enn eftirsóttur plötusnúður.
Til viðbótar er hann þáttastjórnandi
á BBC og plötuútgefandi, eigandi
hinnar þekktu Prototype-útgáfu
sem hefur menn á borð við Dillinja,
Ed Rush, Photek og Optical innan-
borðs.
Sjálfur hefur Grooverider sent frá
sér eina plötu með frumsömdu efni,
Mysteries of Funk, auk fjölda
þekktra endurhljóðblandana. Sem
stendur er hann með plötu í burð-
arliðnum og geta dansóðir gestir
NASA fengið forsmekkinn af góð-
gætinu annað kvöld.
Tónlist | Mikil tónlistarveisla á NASA um helgina
Grooverider er
guðfaðirinn
Grooverider hefur jafnan
góð tök á fólkinu á dans-
gólfinu.
Grooverider á NASA föstudaginn
10. mars. Húsið verður opnað kl.
23 og er miðaverð 1.400 kr. auk
miðagjalds. Forsala er á
www.midi.is.