Morgunblaðið - 09.03.2006, Side 68
GENGISFALL krónunnar hafði
víðtæk áhrif á erlendum gjaldeyr-
ismörkuðum í gær, líkt og gerðist
þegar krónan féll fyrir tveimur vik-
um, en gengi íslensku krónunnar
lækkaði um tæp 4% í miklum við-
skipum á millibankamarkaði í gær.
Er lækkunin rakin til birtingar
nýrra talna um viðskiptahalla og
skýrslu greiningardeildar Merrill
Lynch um stöðu íslensku viðskipta-
bankanna og ofmat á lánshæfi
þeirra. Þá hækkaði vaxtaálag á
skuldbréfum íslensku bankanna á
eftirmarkaði um 0,05% til 0,2%, allt
eftir lengd bréfa og eins eftir því
hver íslensku viðskiptabankanna
var útgefandi að þeim, en vaxtaá-
lag á skuldabréfum Kaupþings
banka og Landsbanka hækkaði
meira en hjá Íslandsbanka.
Náði til fleiri mynta
Veiking gjaldmiðla nokkurra
svokallaðra nýmarkaðslanda var í
frétt Financial Times rakin til
gengisfalls krónunnar og er komist
svo að orði í fréttinni að um end-
urtekningu á „Íslendingasögunni“
fyrir tveimur vikum sé að ræða.
Hins vegar geti afleiðingarnar af
gengisfallinu nú orðið alvarlegri
þar sem þær taki til fleiri gjald-
miðla.
Þannig féll pólska zlotið um
1,4%, ungverska forintan um 1,5%,
tékkneska korunan um 1% og sló-
vakíska korunan um 0,9%. Þá féll
brasilíski realinn um 1,4%, tyrk-
neska líran um 1,4% og indónes-
íska rúpían um 0,6% í gær. Rétt
eins og fyrir tveimur vikum voru
það fjárfestar, sem taka lán í gjald-
miðlum með lágt gengi til að fjár-
festa í gjaldmiðlum með hátt gengi,
sem voru drifkrafturinn í þessari
almennu gengislækkun.
Hafa þeir orðið fyrir fjárhags-
legu tapi við gengisfall krónunnar
og því orðið að loka stöðum í öðr-
um gjaldmiðlum með þeim afleið-
ingum að þeir falla líka. Hér á
landi urðu töluverðar sviptingar á
hlutabréfamarkaði í gær, en al-
menn lækkun varð á hlutabréfum í
Kauphöll Íslands, einkum í fjár-
málafyrirtækjum.
3,03% lækkun úrvalsvísitölu
Úrvalsvísitalan lækkaði um
3,03% og var lokagengi hennar
6.297 stig við lok markaðar.
Bréf FL Group lækkuðu um 5%,
bréf Straums-Burðaráss um 4,6%,
bréf Landsbankans um 4,5%, bréf
Íslandsbanka um 4% og bréf KB
banka um 3,3%.
Úrvalsvísitalan hefur lækkað um
7,6% frá því að greint var frá
breyttum horfum alþjóðamatsfyr-
irtækisins Fitch Ratings á lánshæf-
ismati ríkissjóðs, úr stöðugum í
neikvæðar hinn 21. febrúar síðast-
liðinn.
Gengisvísitala krónunnar var í
lok gærdagsins 116,25 stig en var
111,85 stig við upphaf dags. Geng-
isvísitala krónunnar hefur hækkað
um 10,1% og krónan veikst sem því
nemur frá því að skýrsla Fitch
Ratings var birt.
E
F
E
F
!"#$ % #&#'(#%
) ) G
E
E
E
E
F
E
E
H
H
E
H
F
!"#' *+ #$
Áhrifa af lækkun krónunnar
gætti víða um heim í gær
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
og Bjarna Ólafsson Vaxtaálag á skuldabréfum íslensku
bankanna á eftirmarkaði hækkar enn
B1 og B10–B14
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alladaga
í Lágmúla og Smáratorgi
2 + 6 =1
„ÞETTA er ótrúlega skemmtileg tilviljun. Lengi vel
trúði ég þessu ekki því þetta eru svo litlir mögu-
leikar,“ segir Ingibjörg Ingólfsdóttir, en hún vann
fyrir skemmstu bíl, sem var aðalvinningur í jóla-
happdrætti Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra.
Þetta er hins vegar ekki í fyrsta sinn sem Ingibjörg
vinnur bíl í happdrætti á vegum Sjálfsbjargar, því
það gerði hún einnig í jólahappdrættinu árið 1999.
„Mér fannst þetta mjög svo ánægjulegur atburð-
ur,“ segir Ingibjörg. Hún segist afar ánægð með
nýja bílinn, sem er af gerðinni Subaru Impreza. „Ég
er farin að nota bílinn en annars er ég dálítið spar-
söm á hann svona fyrstu dagana. Ég þarf að keyra
dálítið á malarvegum og maður tímir því varla,“
segir Ingibjörg, en hún er búsett á bænum Hálsum í
Skorradal.
Ingibjörg segist í gegnum tíðina hafa keypt happ-
drættismiða við og við til þess að styrkja góð mál-
efni. Hún kveðst ákveðin í að halda áfram að kaupa
happdrættismiða af Sjálfsbjörg. „Ég vinn með fötl-
uðum en ég er í hlutastarfi á sambýli rétt hjá Borg-
arnesi. Þetta er þarft og verðugt málefni og mik-
ilvægt að styðja svona fólk ef maður getur,“ segir
Ingibjörg Ingólfsdóttir.
Ingibjörg, Rúnar Bridde, sölustjóri hjá Ingvari Helgasyni og Edda Hólmsteinsdóttir, fjármálafulltrúi Sjálfsbjargar.
„Ég trúði þessu ekki“
Vann bíl í annað sinn í happdrætti á vegum Sjálfsbjargar
ÚTBREIÐSLA hafíss er nú meiri
en í meðallagi fyrir norðan landið,
að sögn Þórs Jakobssonar, veð-
urfræðings og verkefnisstjóra sjó-
veður- og hafísþjónustu Veður-
stofu Íslands. Venjulega er
hafísinn um þetta leyti við mið-
línuna milli Íslands og Grænlands.
Um sama leyti í fyrra var hafísinn
mun nær landi og hamlaði m.a.
veiðum fyrir Norðurlandi. Þór
sagði legu hafíssins nú til dæmis
um hvað hann gæti breiðst út þeg-
ar liði á vetur, hvernig sem haustið
væri.
Landhelgisgæslan fór í ískönn-
unarflug 3. mars síðastliðinn. Þá
var hafísinn næst landi 42 sjómílur
norðvestur af Deild og 49 sjómílur
norðvestur af Kögri. Þéttleiki haf-
ísbrúnarinnar var mikill, eða 7–9/
10. Þór sagði að siglingaleiðir
væru opnar en hafísinn hefði færst
austur á bóginn. Í gær var spáð
suðvestlægri átt á miðunum þarna,
sem er óhagstæð átt með tilliti til
útbreiðslu hafíssins.
Þór taldi fullsnemmt að fara að
óttast að ísinn kæmi nær landi.
Enn eru siglingaleiðir vel greiðar
fyrir vestan og norðan landið. Þór
taldi að ísinn gæti í mesta lagi ver-
ið að hamla veiðum á einhverjum
tilteknum fiskimiðum.
Mikill hafís í fyrra
Í mars í fyrra barst mikill hafís
allt austur fyrir Langanes og olli
hann erfiðleikum á miðunum. Með-
al annars urðu Grímseyingar að
sigla bátum sínum til hafna á
fastalandinu. Ísinn er öllu minni
nú en í fyrra.
Í gær var spáð suðvestanátt á
Breiðafjarðarmiðum og Vest-
fjarðamiðum en hagstæðari norð-
austanátt á djúpmiðum. Þegar nær
dregur helginni er spáð austlæg-
um áttum. Þór taldi því ekki
ástæðu til að óttast að ísinn nálg-
aðist landið næstu daga.
Útbreiðsla
hafíss meiri
en í meðallagi
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is