Morgunblaðið - 13.03.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 13.03.2006, Síða 1
2006  MÁNUDAGUR 13. MARS BLAÐ B DÝRKEYPT MISTÖK HJÁ STEVEN GERRARD / B5 GRÉTAR Rafn Steinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði eitt mark og lagði annað upp í gær þegar lið hans, AZ Alkmaar, vann góðan útisigur á Willem II, 3:1, í hollensku úr- valsdeildinni í gær. Strax á 7. mínútu skoraði Bosníumaðurinn Haris Medunjanin fyrir Alkmaar eftir sendingu frá Grétari. Willem II náði að jafna metin en það var síðan Siglfirðingurinn kraftmikli sem skoraði og kom liði sínu yfir á nýjan leik á 59. mínútu með hörkuskalla eftir hornspyrnu. Stein Huysegems skoraði þriðja mark Alkmaar og tryggði sigur liðsins. Alkmaar er áfram í þriðja sæti deildarinnar og er nú með 61 stig en Feyenoord er fyrir of- an með 63. PSV Eindhoven er með góða stöðu á toppnum, 70 stig, og stefnir hraðbyri á meist- aratitilinn. Grétar skoraði og lagði upp mark B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N AB L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÁRNI Thor Guðmundsson, knattspyrnumaður úr HK, er á leið til úrvalsdeildarliðs Skaga- manna og gengur að öllu óbreyttu frá samningi við þá á næstu dögum. ÍA og HK hafa komist að samkomulagi um fé- lagaskiptin en hann var samn- ingsbundinn Kópavogsfélaginu út þetta ár. Árni Thor, sem er 25 ára gamall varnarmaður, hefur leik- ið stórt hlutverk hjá Kópavogs- liðinu í 1. deildinni undanfarin tvö ár og hefur verið í hópi bestu leikmanna deildarinnar. Þar á undan lék hann með Leiftri/Dalvík í 1. deildinni um tveggja ára skeið. Hann skoraði 4 mörk í 16 leikjum fyrir HK í 1. deild í fyrra. Skagamenn ætla Árna Thor að leysa vandamál sín í varn- arleiknum eftir að þeir misstu báða miðverði sína í vetur. Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði þeirra um árabil, gekk til liðs við KR og Reynir Leósson fór til Svíþjóðar og leikur þar með Trelleborg í ár. Árni Thor til Skagamanna SADIO Ba, belgískur knatt- spyrnumaður, er kominn til reynslu hjá Valsmönnum. Ba er nýorðinn 33 ára og leikur sem varnarmaður en hann hefur spilað með Westerlo í efstu deild í Belgíu frá árinu 1999 þar til hann var leystur undan samningi þar fyrr á þessu tímabili. Þar áður lék hann með nokkrum liðum í neðri deild- um í Belgíu en var þó einnig um skeið í röðum Lokeren. Ba verður við æfingar hjá Val fram að næstu helgi en hann spil- ar tvo æfingaleiki með Hlíð- arendaliðinu, gegn Fram í kvöld og gegn HK á laugardaginn. Ætlum að fá einn til þrjá erlenda leikmenn „Við skoðum hann vel í vikunni og tökum síðan ákvörðun um framhaldið eftir þessa tvo leiki. Þetta á að vera öflugur leikmaður og hann valdi frekar að koma til okkar en til Noregs, þar sem úr- valsdeildarlið vildi fá hann. Þar gerði það útslagið að við tökum þátt í Evrópukeppni í sumar,“ sagði Börkur Edvardsson, formað- ur knattspyrnudeildar Vals, við Morgunblaðið í gær. Hann sagði jafnframt að Valsmenn ætluðu að ná í einn til þrjá leikmenn í sinn hóp fyrir tímabilið og væntanlega yrðu það allt erlendir leikmenn. Reyndur Belgi hjá Val Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Stefán Stefánsson, leikmaður Fram, sækir hér að vörn KA þar sem Magnús Stefánsson er til varnar. Hörður kom Silkeborg yfir á 29.mínútu og aftur á 64. mínútu en Viborg jafnaði í tvígang. Allt stefndi í jafntefli þegar Dennis Flinta skoraði sigurmark Silkeborg á síðustu mín- útu leiksins. Hörður var óheppinn að ná ekki þrennu í leiknum því hann var þríveg- is nálægt því að skora eitt mark til viðbótar og var stöðugt ógnandi við mark Viborg. Danskir netmiðlar fjöll- uðu mikið um Hörð í gær og sögðu m.a. að miðað við frammistöðu hans í þessum fyrsta leik ætti hann vera mjög áhugaverð viðbót við úrvals- deildina þar í landi. Bjarni Ólafur Eiríksson Valsmaður lék líka sinn fyrsta deildaleik með Silkeborg en þeir gengu báðir til liðs við félagið í vetur. Bjarni Ólafur lék sína vanalegu stöðu sem vinstri bakvörður en hann og Hörður spiluðu báðir allan tímann. Sigurinn var óvæntur því Viborg er í þriðja sæti deildarinnar, á eftir FC Köbenhavn og Bröndby. Silkeborg er hins vegar í áttunda sæti af 12 liðum og komst með sigrinum í sex stiga fjarlægð frá fallsæti. Tvö mörk Harðar í fyrsta leik HÖRÐUR Sveinsson, knattspyrnumaður frá Keflavík, byrjaði fer- ilinn með Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á glæsi- legan hátt í gær. Hörður skoraði tvö marka liðsins þegar það vann góðan útisigur á Viborg, 3:2, en keppni í Danmörku hófst á ný um helgina eftir vetrarfrí. ■ Úrslit / B7 Hörður HRAFNHILDUR Skúladóttir, landsliðskona í handknattleik, og félagar hennar í danska lið- inu SK Århus tryggðu sér í gær sæti í úrvalsdeildinni á ný eftir eins árs fjarveru. SK Århus burstaði botnliðið VRI, 47:20, á heimavelli í gær og þar með getur ekkert lið náð Hrafnhildi og félögum að stigum þótt tveimur umferðum sé ólokið. SK Århus hefur unnið 23 af 24 leikjum sínum og stefnir að því að verða fyrsta liðið í sögu deildarinnar sem nær að skora eitt þúsund mörk á tímabilinu. SK Århus í úrvalsdeild

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.