Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR
2 B MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Íþróttir Morgunblaðsins Kringlunni 1 , 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar
sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins
GUÐLAUG Jónsdóttir,
landsliðskona í knatt-
spyrnu, skoraði fimm
mörk fyrir Breiðablik
gegn sínu gamla félagi,
KR, þegar liðin mættust
í deildabikarnum í
Reykjaneshöllinni í gær.
Blikakonur unnu stór-
sigur, 7:3, en staðan var
reyndar 3:3 um miðjan
síðari hálfleik. Þrjú mörk á þremur mín-
útum skömmu síðar gerðu út um leikinn.
Fjóla Dröfn Friðriksdóttir skoraði tvö
marka KR sem lauk leiknum með 10 menn
eftir að Embla Grétarsdóttir fékk rauða
spjaldið stundarfjórðungi fyrir leikslok.
Guðlaug með
fimm gegn KR
Guðlaug
■ Úrslit / B6
LOKEREN og Standard gerðu
markalaust jafntefli í belgísku
deildinni í gær. Arnar Þór
Viðarsson var hylltur fyrir
leikinn og afhenti forseti fé-
lagsins honum gjöf enda kapp-
inn búinn að leika með Loker-
en síðan 1997 og á að baki 240
leiki. Hann hefur verið fyr-
irliði liðsins síðustu fjögur ár-
in.
Rúnar Kristinsson var í byrj-
unarliði Lokeren og lék hann
allan leikinn og átti ágætis
leik, en hann var jafnframt
eini Íslendingurinn sem þátt
tók í leiknum þar sem Arnar
Grétarsson er ekki orðinn góð-
ur af meiðslum sínum.
Standard var betra liðið í
gær en þrátt fyrir að liðið
fengi fullt af færum tókst því
ekki að skora og var það fyrst
og fremst frábær markvarsla
Milovejvic sem kom í veg fyrir
það því hann varði allt sem
kom að markinu og var valinn
maður leiksins.
Indriði Sigurðsson lék all-
an leikinn með Genk sem vann
Germinal Beerschot 1:0 á
heimavelli og verður Genk að
teljast heppið að hafa náð því.
Genk er í fimmta sætinu, átta
stigum á eftir toppliði And-
erlecht.
Arnar Þór var hylltur
fyrir leik í Lokeren
Eftir Kristján Bernburg
VALSMENN lentu í kröppum
dansi gegn Aftureldingu að
Varmá á laugardag og var ekki á
leik liðanna að sjá að annað væri
í þriðja sæti og hitt á meðal
þeirra neðstu í DHL-deildinni.
Mosfellingar voru í forystu í hálf-
leik, 13:12. Þegar fram í síðari
hálfleik kom náðu leikmenn Vals
að komast fram úr en Mosfell-
ingar voru aldrei langt undan.
Undir lokin var það aðeins fyrir
fljótfærni og óheppni að leik-
mönnum Aftureldingar tókst
ekki að jafna metin, þeir fengu
svo sannarlega tækifæri til þess.
Valsmenn héldu sjó og fögnuðu
sigri sem tryggði þeim áfram-
haldandi veru í þriðja sæti. Leik-
menn Aftureldingar virðast hins
vegar vera að missa af lestinni
inn í hóp átta efstu liða eftir
slæm úrslit í flestum leikjum síð-
ustu vikurnar.
Valsmenn í kröppum
dansi að Varmá
Stjörnumenn léku í gærkvöld sinntólfta leik í röð án ósigurs en eft-
ir að þeir töpuðu á heimavelli fyrir
nýliðum Fylkis í byrjun nóvember
hefur Garðabæjarliðið unnið níu leiki
og gert þrjú jafntefli í síðustu tólf
leikjum og er til alls líklegt í barátt-
unni um titilinn sem Fram, Haukar,
Valur og Stjarnan koma til með að
slást um á lokasprettinum.
Stjörnumenn mættu til leiks í
Kaplakrikann án stórskyttunnar
Tite Kalandadze og hornamannsins
knáa David Kekelia en það kom ekki
niður á leik liðsins. Eftir jafnar
fyrstu tíu mínútur leiksins tóku
Stjörnumenn völdin og héldu þeim
allt til leiksloka. Eins og oft áður í
vetur lagði vörnin og markvarslan
grunninn að sigri Stjörnumanna. 6:0
vörn Garðbæinga var feikilega öflug
sem Patrekur Jóhannesson stjórnaði
af mikilli röggsemi og fyrir aftan
hana fór Roland Valur Eradze ham-
förum en hann varði 24 skot í leikn-
um, mörg þeirra úr opnum færum
Hafnfirðinga. Elvar Guðmundsson,
markvörður FH-inga, stóð Roland
ekki langt að baki. Elvar varði 22
skot, þar af 2 víti, en það sem varð
FH-ingum að falli var sóknarleikur-
inn. FH-ingum gekk illa að brjóta á
bak aftur vörn Stjörnunnar og bæði
hornin voru óvirk í sóknarleik liðsins
sem og línuspilið. Eftir að Stjarnan
náði þriggja marka forskoti um miðj-
an fyrri hálfleik héldu bikarmeistar-
arnir FH-ingum í hæfilegri fjarlægð
og sigur þeirra var bæði öruggur og
sanngjarn.
Vörn og markvarsla
,,Þetta voru tvö góð stig og leikur
okkar hefur verið upp á við frá síð-
asta tapleik. Við vorum í meiðsla-
vandræðum í byrjun tímabilsins en
eftir að við endurheimtum allan
mannskapinn þá hefur þetta gengið
sérlega vel hjá okkur. Til að ná góð-
um árangri í handbolta þarf vörn og
markvarsla að vera góð og þessir
hlutir hafa ásamt hraðaupphlaupun-
um virkað vel hjá okkur. Sjálfs-
traustið hefur líka mikið að segja og
eftir gott gengi liðsins þá eru menn
með mikið sjálfstraust, sagði Magnús
Teitsson, þjálfari Stjörnunnar, í sam-
tali við Morgunblaðið eftir leikinn.
Spurður út í möguleika liðsins á að
hampa Íslandsmeistaratitlinum í vor
sagði Magnús: ,,Ég nota gamla góða
klisju. Við tökum einn leik fyrir í einu
og síðan sjáum við til í lokin hvar við
endum. Við erum vissulega með í
baráttunni um titilinn og ef við höld-
um áfram að bæta okkur þá veit mað-
ur aldrei hvað gerist,“ sagði Magnús.
Roland Eradze átti frábæran leik í
markinu og hefur greinilega hrist af
sér meiðslin sem voru að plaga hann
á Evrópumótinu í Sviss. Patrekur Jó-
hannesson átti einnig skínandi leik.
Hann stjórnaði vörn sinna manna
eins og hershöfðingi, dró vagninn í
sóknarleiknum og eins og hann spil-
aði í gær þá er hann í landsliðsklassa.
Arnar Theódórsson átti fínan leik
gegn sínum gömlu félögum og
Stjörnuliðið lék heilt yfir vel í vörn og
sókn og vann verðskuldaðan sigur.
Eftir góða sigra á ÍBV og KA í síð-
ustu leikjum töpuðu FH-ingar dýr-
mætum stigum í baráttunni um að
komast í hóp átta efstu liða. FH-ing-
ar virtust einfaldlega ekki hafa trú á
sjálfum sér og þeir áttu á brattann að
sækja gegn vörn Stjörnunnar og ekki
síst Roland markverði sem lék þá
grátt hvað eftir annað. Elvar Guð-
mundsson markvörður var langbest-
ur í liði FH og Valur Örn Arnarson
átti ágæta spretti.
Stjarnan heldur
sínu striki
STJÖRNUMENN héldu sigurgöngu sinni áfram í DHL-deildinni í
handknattleik í gærkvöldi en bikarmeistararnir gerðu góða ferð í
Hafnarfjörðinn og lögðu FH-inga, 31:26, í Kaplakrika. Stjörnumenn
eru í fjórða sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Fram, en
Garðbæingar geta blandað sér enn frekar í baráttuna um Íslands-
meistaratitilinn takist þeim að leggja Framara á heimavelli sínum
um næstu helgi.
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
Í upphafi leiks benti þó ekkert tilþess að Akureyringar yrðu
Frömurum auðvelt bráð, því KA
byrjaði leikinn af krafti og skoraði
fyrstu þrjú mörkin. Það kom því
verulega á óvart þegar Reynir Stef-
ánsson, þjálfari KA og fyrrum
Framari, kippti landsliðsmarkverð-
inum Hreiðari Guðmundssyni út af
eftir örfáar mínútur. Inn á kom
Elmar Kristjánsson sem enn er í 3.
flokki og sýndi hann skemmtilega
takta á köflum.
Framan af leik var jafnt á með lið-
unum, þar sem varnarleikur beggja
liða var í fínu lagi. KA-liðið stillti
upp vel mannaðri 6-0 vörn með þá
Hörð Fannar Sigþórsson og Þorvald
Þorvaldsson fyrir miðju. Undir lok
fyrri hálfleiks fóru hins vegar mis-
tök að gera vart við sig í sóknarleik
þeirra. Til að mynda gekk þeim
ótrúlega illa að nýta sér liðsmun
þegar Fram var með menn í kæl-
ingu. Í hálfleik hafði Fram yfir 16:13
og allt útlit fyrir jafnan síðari hálf-
leik.
Framarar gáfu hins vegar engin
færi á sér í síðari hálfleik og í sundur
dró með liðunum jafnt og þétt. Sókn-
arleikur KA skánaði ekkert og varn-
arleikur þeirra datt jafnframt niður
á lægra plan. Til að bæta gráu ofan á
svart varð fyrirliði þeirra, Jónatan
Magnússon, fyrir handarmeiðslum
og varð að fara af leikvelli. Síðustu
tíu mínútur leiksins var öll spenna
horfin úr leiknum og leikurinn leyst-
ist upp á lokakaflanum.
Bestu leikmenn Framara í þess-
um leik voru þeir Sverrir Björnsson
og Björgvin Björgvinsson, en þeir
urðu Íslandsmeistarar með KA fyrir
níu árum síðan. Þeir fóru fyrir
heimamönnum í vörninni sem hefur
verið aðall Fram-liðsins í allan vet-
ur. Jafnframt lék Björgvin vel í
skyttustöðunni vinstra megin í fjar-
veru Rússans, Sergiy Serenko. Auk
þess voru þeir Stefán Stefánsson,
Sigfús Sigfússon og Haraldur Þor-
varðarson hættulegir í sóknarað-
gerðum sínum. Útlitið er gott hjá
Fram fyrir lokasprettinn í deildinni.
Vörnin er traust, sóknarleikurinn
agaður og liðið bjargar sér furðu-
lega vel þegar það leikur með fimm
menn á móti sex. Það hníga öll rök
að því að þeir séu líklegir til þess að
hampa Íslandsmeistaratitlinum.
Sömu sögu er ekki hægt að segja
af KA-mönnum þar sem sjálfstraust
virðist vera af skornum skammti eft-
ir mikið mótlæti á útivöllum í vetur.
Jafnframt virðist vanta þá stemn-
ingu og þann anda sem einkennt
hefur leikmenn KA í gegnum tíðina.
Hjá þeim er hins vegar enginn hörg-
ull á efnilegum leikmönnum og í
sjálfu sér jákvætt að þeir fái sína
eldskírn. Áður hefur verið minnst á
Elmar markvörð í þessari grein og
einnig má benda á leikstjórnandann
Elfar Halldórsson sem er mikið efni.
Auk þess virðist sem að leikmenn á
borð við Hörð Fannar og Ragnar
Njálsson skorti einungis herslumun-
inn til þess að verða virkilega góðir.
Reyndir leikmenn eins og Þorvaldur
Þorvaldsson, Sævar Árnason, Goran
Gusic og Rögnvaldur Johnsen ættu
svo að geta stutt við þá. Reynir Stef-
ánsson er hins vegar ekki að finna
réttu blönduna í augnablikinu, en
hefur sex umferðir til þess að
tryggja liðinu sæti í efri hlutanum.
Framarar
tróna áfram
á toppnum
FRAMARAR halda sínu striki í baráttunni um Íslandsmeistaratit-
ilinn í handknattleik karla. KA-menn reyndust engin hindrun fyrir
þá í Safamýrinni í gær þar sem Fram vann stórsigur, 37:27. Með
sigrinum heldur Fram toppsætinu í deildinni þegar sex umferðir eru
eftir af mótinu. KA bíður hins vegar það erfiða verkefni að halda sér
á meðal átta efstu liðanna.
Eftir Kristján Jónsson