Morgunblaðið - 13.03.2006, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.03.2006, Qupperneq 8
FÓLK  JÓN Arnór Stefánsson gerði 7 stig í þær 31 mínútu sem hann lék með Carpisa Napolí í ítölsku deildinni í gær en þá vann liðið Livorno 89:82. Jón Arnór varð að venju í byrjunar- liði Carpisa.  LOGI Gunnarsson stóð fyrir sínu þegar Bayreuth vann Crailsheim Merlins 89:74 á útivelli í suðurriðli þýsku 2. deildarinnar. Logi gerði 28 stig í leiknum.  JAKOB Sigurðsson kom ekkert við sögu þegar Leverkusen vann Oldenburg 78:74 á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni.  KA verður bæði með karla- og kvennalið í úrslitum Brosbikar- keppni Blaksambands Íslands, en undanúrslitaleikirnir fóru fram um helgina. KA mætir Þrótti úr Reykja- vík í kvennaflokki en bikarmeistur- um Stjörnunnar í karlaflokki.  AUSTURRÍSKI skíðamaðurinn Benjamin Raich tryggði sér heims- bikarinn í alpagreinum skíðaíþrótta um helgina þegar hann varð í fjórða sæti í svigi í Japan. Finninn Kalle Palander og Reinfried Herbs frá Austurríki urðu jafnir í fyrsta sæti, þriðjungi úr sekúndu á undan Thom- as Grandi frá Kanada. Raich varð síðan fjórði og þar með var heims- bikarinn í samanlögðu í höfn hjá hon- um.  KEPPNIN á HM í frjálsíþróttum sem fram fór í Moskvu um helgina var jöfn og spennandi í mörgum greinum. Sem dæmi má nefna að í 60 metra grindahlaupi karla komu þrír keppendur jafnir í mark á 7,52 sek- úndum. Þetta voru Dominique Arn- old frá Bandaríkjunum, sem var úr- skurðaður í þriðja sæti, Maurice Wignall frá Jamaíku sem varð fjórði á sínum besta árangri í ár og Stan- islavs Olijars frá Lettlandi sem náði einnig sínum besta tíma í ár.  TERRENCE Trammell frá Bandaríkjunum sigraði í greininni, hljóp á 7,43 sekúndum sem er besti tími ársins og Dayron Robles frá Kúbu varð annar á 7,46 og er það besti tími sem hann hefur náð í greininni.  ÞÝSKI þrautarmaðurinn André Niklaus sigraði í sjöþraut eftir æsi- spennandi keppni við Bryan Clay frá Bandaríkjunum og Roman Sebrle frá Tékklandi. Niklaus skaust fram- úr þeim í síðustu tveimur greinun- um, stökk 5,30 í stangarstökki og fékk 1.004 stig fyrir það á meðan Clay stökk 4,60 og fékk 439 stig fyrir það og Sebrle 849 stig fyrir 4,80.  NIKLAUS kom síðan fyrstu í mark í 1.000 metra hlaupinu og nógu langt á undan Clay til að sigra, fékk alls 6.192 stig eða fimm stigum meira en Clay.  ÁGÚSTA Jóna Heiðdal, fyrirliði Keflavíkurliðsins í kvennaknatt- spyrnunni, er hætt að spila með lið- inu en verður þess í stað aðstoðar- þjálfari þess. Ásdís Þorgilsdóttir er sem fyrr spilandi þjálfari liðsins.  JÓHANNES Gíslason, knatt- spyrnumaður frá Akranesi, er geng- inn í raðir 1. deildarliðs Þróttar. Jó- hannes, sem er 23 ára, hefur verið í röðum Valsmanna undanfarin tvö ár en lék ekkert á síðasta tímabili vegna meiðsla. Hann hefur spilað 18 leiki með ÍA í efstu deild.  HJÁLMAR Þórarinsson skoraði eitt mark og lagði annað upp fyrir varalið Hearts í skosku knattspyrn- unni sem vann Livingston, 4:1. Hann var ekki í aðalliðshópi Hearts þegar sömu félög gerðu markalaust jafn- tefli í úrvalsdeildinni á laugardaginn.  GARÐAR B. Gunnlaugsson var ekki í leikmannahópi Dunfermline sem vann Aberdeen, 1:0, í skosku úr- valsdeildinni. Allt bendir til þess að hann snúi aftur í raðir Valsmanna í vor en hann hefur engin tækifæri fengið með aðalliði Dunfermline eft- ir að hann kom þangað um áramótin. Heldur voru gestirnir frá Svisshressari í upphafi síðari leiks- ins á laugardaginn, þeir skoruðu 1 mark á fyrstu 15 mínútum fyrri leik- ins en fjögur mörk á jafnmörgum mínútum í byrjun þess síðari enda varði Berglind Hansdóttir í marki Vals sitt fyrsta skot á 11. mínútu. Það dugði samt engan veginn til að slá á baráttuþrek Valsara sem náðu að slökkva á gestunum í 11 mínútur, skora 6 mörk í röð og 15:10 forystu í hálfleik. Í síðari hálfleik héldu þær í horfinu, gáfu engin færi á sér og náðu mest 8 marka forystu en slógu af í lokin þegar allir á varamanna- bekknum fengu að spreyta sig. Valskonur eru vel að sigrinum komnar, voru einbeittar og misstu dampinn sjaldan. Í fyrri leiknum var vörnin mjög öflug en alltof mikið af mistökum, það tókst að fækka þeim verulega og þegar við bættist að góð vörnin skilaði hraðaupp- hlaupum áttu þær svissnesku aldrei möguleika. Gestirnir kunnu vissu- lega handbolta, sterkar með góða tækni en það skipti sköpum að Vals- konur höfðu neistann og hungur í sigur. Einvígið búið í hálfleik „Við lögðum upp með að hafa þriggja marka forskot í hálfleik og gerðum gott betur svo að einvígið var í raun búið í hálfleik,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals eftir leikinn. „Þetta byrjaði hálfilla en við komum sterk til baka og lékum góð- an varnarleik, sem skóp sigurinn í dag. Við lékum góða vörn í fyrri leiknum en fengum því miður ekki mikið af hraðaupphlaupum í kjölfar- ið. Í dag lékum við aftur góða vörn en nú skorum við mikið eftir hraða- upphlaup og þau mörk vógu þungt. Sóknin var frekar stirð í fyrri leikn- um en við lögðum á ráðin með það og það gekk upp, sérstaklega var sóknin góð í fyrri hálfleik og Drífa Skúladóttir spilaði frábærlega,“ bætti Ágúst við, stoltur með sitt lið sem staðið hefur í ströngu síðustu vikuna. „Ég var ekkert hræddur um að það yrði eitthvert spennufall eftir fjögurra marka sigur í fyrri leikn- um, það er svo lítið og fljótt að fara í handbolta. Við þurftum virkilega að vera á tánum og náðum að spila 3-3 vörn. Þetta er fjórði leikur liðsins á sjö dögum, stelpurnar eru í topp- standi og ég er virkilega stoltur af þeim. Þær eru öflugar með mikinn metnað, við erum í toppbaráttu í deildinni og næsta verkefni er að reyna að gera góða hluti þar. Svo er komið að undanúrslitum og við ætl- um okkur lengra, eins langt og við mögulega komumst.“ Held að Valur eigi möguleika Vroni Keller þjálfari svissneska liðsins var raunsæ eftir leikinn. „Til hamingju Valur með að komast í undanúrslit. Rétta liðið vann því okkur tókst ekki að finna neitt svar við leik þess. Við byrjuðum vel og ég vonaðist eftir framhaldi á því en það gerðist ekki, við gerðum of mörg mistök. Ég bjóst við leikirnir við Val yrðu jafnir og það þyrfti að hafa mikið fyrir sigri en okkur tókst ekki að sýna okkar besta leik,“ sagði þjálfarinn og telur Val eiga mögu- leika á að komast áfram. „Ég þekki aðeins liðin sem eru enn í keppninni, þau eru góð en ég held að Valur eigi möguleika gegn þeim.“ Morgunblaðið/ÞÖK Valsstúlkur fögnuðu sigri og eru komnar í undanúrslit Áskorendakeppni Evrópu. Valsstúlkur í undanúrslit VILJINN var til staðar þegar Valur lék seinni leikinn við svissneska liðið LC Bruhl í 8-liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í Höllinni á laugardaginn. Fjögurra marka forskot eftir fyrri leikinn deginum áður var gott mál en Valskonur vissu að það dygði skammt og fóru í síðari leikinn af krafti, sem skilaði 32:27 sigri og sæti í undanúrslitum. Það verður ekki ljóst fyrr en í næstu viku hvaða mótherja þær fá. Eftir Stefán Stefánsson ste@mbl.is „ÉG átti frekar von á jafnari leikjum en við græddum mest á að við vorum á heimavelli,“ sagði Drífa Skúladótt- ir, sem átti góðan leik á laugardag- inn. Valsliðið hefur staðið í ströngu, leikið fjóra leiki á sjö dögum en hélt þó út leikinn á laugardaginn. „Við hugsum til leiksins í Aþenu, fyrr í keppninni þegar við töpum með fjór- um en unnum svo seinni leikinn stærra. Það er ekki laust við að mað- ur sé orðinn þreyttur, en hungrið var til staðar og við fórum áfram á því. Svisslendingar sýndu góðan handbolta en hættu svo. Það er æð- islegt að vera komin í undanúrslit en erfitt að segja með framhaldið. Ég lék gegn franska landsliðinu, sem er gott en ég veit ekki hvort við erum að fara að mæta góðu liði þaðan.“ Fann að við vorum sterkari Ágústa Edda Björnsdóttir lék stóra rullu í Valsliðinu, stýrði sókn- inni og stóð vaktina framarlega í vörninni. „Við fundum í fyrri leikn- um að við vorum sterkari og ef við myndum spila okkar leik ynnum við, þótt við hefðum fjögur mörk í for- skot úr fyrri leiknum ætluðum við ekki bara að halda því heldur vinna þennan leik. Við hefðum getað unnið stærra en leyfðum öllum að spila og þá riðlast oft leikskipulagið. Það er samt ekkert frá þeim sem komu síð- ar inn á tekið,“ sagði Ágústa Edda eftir leikinn á laugardaginn og sagði heimavöllinn mikilvægan. „Sviss- neska liðið er mjög gott en við vor- um sterkari. Þetta voru tveir skemmtilegir leikir, mikill hraði og skemmtilegt að spila þá. Við vorum ekki búnar að hugsa mikið hvað langt við kæmust áfram í þessari keppni, tökum bara einn leik fyrir í einu og vissum að þessi tvö lið væru álíka góð en með heimavöllinn okk- ar megin áttum við góða möguleika. Við ætluðum okkur þetta allan tím- ann og það er frábært að vera komin í undanúrslit í þessari keppni.“ „Græddum á heima- vellinum“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.