Morgunblaðið - 31.03.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 31.03.2006, Síða 4
4 C FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ bílar SAAB er hluti af GM-keðjunni en nýtur ennþá nokkurs sjálfstæðis og virðingar vegna sögu sinnar. Saab hefur nefnilega látið meira að sér kveða en margur heldur. Fyrirtæk- ið hefur í marga áratugi framleitt herþotur en er þekktast fyrir fólksbílana og túrbó-tækni sína. Í fyrsta sinn er nú farið að bjóða Sa- ab-jeppa en þar er ekki um eig- inlega Saab-hönnun að ræða þótt vissulega sé Saab 9-7X, eins og jeppinn heitir, með hinu sígilda Saab-grilli og bláa lógóinu. En flest annað kemur úr hillum GM því 9-7X er byggður að stórum hluta á Chevrolet Trailblazer- og Buick Ranier-borgarjeppunum bandarísku. Slekkur á fjórum strokkum Saab er með seinni skipum að láta að sér kveða á jeppamarkaði. Flestir framleiðendur hafa þegar mjólkað þá kú um langt skeið með góðum árangri. Markaðsmenn Sa- ab komust að því að 40% Saab- eigenda í Bandaríkjunum eiga einn jeppa að auki fyrir utan húsin sín. Þá skipta 30% þeirra sem losa sig við Saab sinn upp í borgarjeppa. Þarna er því eftir nokkru að slægj- ast og Saab ætlar að lokka til sín kaupendahóp með 9-7X og ekki nema bara líklegt að það takist, eins skemmtilegur og bíllinn er í notkun. 9-7X er millistór borgarjeppi með sítengdu aldrifi og fjögurra þrepa sjálfskiptingu. Hann lætur frekar lítið yfir sér en er laglegri að sjá að framan, þar sem Saab- ættarsvipurinn skín í gegn í grill- inu og Xenon-lugtirnir eru nútíma- legar og setja svip á bílinn. Að aft- an er hleri sem opnast hátt upp en það er líka hægt að opna á einfald- an hátt eingöngu afturrúðuna ef ætlunin er að skutla inn minni pökkum. Bíllinn var tekinn til prófunar í byrjun viku og er búinn að vera eins og hugur prófara, að því und- anskildu að honum hryllti við eyðslunni. Undir vélarhlífinni er vissulega 5,3 lítra, V8-vél sem skil- ar einum 300 hestöflum og eyðslan innanbæjar er eftir því, eða um 23 lítrar á hundraðið í prófunarakstr- inum. Það má bóka það að hægt er að ná eyðslunni verulega niður með hefðbundnari akstri en hjá prófara því um verulega tæknivædda vél er að ræða. Hún er sem fyrr segir átta strokka en slekkur á fjórum strokkum sé ekki þörf fyrir allt afl- ið. Tæknin kallast DOD (Displace- ment on Demand). Líklegt má þó telja að þeir sem á annað borð kaupa bíl í þessum verðflokki þurfi síður að hafa áhyggjur af bens- ínreikningum. En þetta er vél sem bragð er að. Hljómurinn í henni er djúpur og hrár og aflið með þeim hætti að prófari þurfti að hafa sig allan við til að halda sér innan lög- legra hraðamarka. Hröðunin er mikil og ljúf og millihröðun við framúrtökur unaðsleg, þótt á stundum vilji bíllinn hanga nokkuð í gírum og það þurfi þess vegna að „pikka“ inngjöfina dálítið til að fá bílinn til að skipta sér niður. Það sem kom á óvart, fyrir utan mikið afl, eru frábærir aksturseig- inleikar bílsins. Hann virkar meira eins og fólksbíll í akstri en jeppi og tekur beygjur með traustvekjandi stöðugleika, en þar er ekki síst að þakka breiðum hjólbörðunum og mátulega stífri fjöðrun. Stýringin er nákvæm og bíllinn leggur meira á en búast hefði mátt við. Fjórhjóladrifið er alsjálfvirkt og deilir aflinu milli aftur- og framása eftir þörfum hverju sinni, alveg frá því að 100% aflsins fari til aft- urhjólanna til þess að 95% aflsins fari til framhjólanna. Þá er bún- aður í bílnum sem kallast StabiliT- rak og felur í sér stöðugleikastýr- ingu og spólvörn. Frágangur og efnisval kemur minna á óvart, enda Saab verið í flokki framleiðenda sem er ann- aðhvort rétt utan við eða innan lúx- usbílaflokksins. Sportlegir taktar 9-7X lætur frekar lítið yfir sér í ytra útliti. Nokkuð hefðbundinn að flestu leyti að því undanskildu að hann skartar breiðum 18 tommu dekkjum á álfelgum, 255/55, og hann er með lægra þaki en menn eiga yfirleitt að venjast í þessari gerð bíla. Fyrir vikið virkar hann sportlegur fyrir augað og ekki dregur úr þeirri upplifun þegar sest er inn í hann. Prófunarbíllinn var klæddur ljósu og frekar mjúku leðri með dökku leðri í köntum og á hurð- arspjöldum. Svo er skreytt líka með harðvið og krómi þar sem við á. Mælaborðið er kannski ekki beinlínis sportlegt heldur frekar í ætt við einhvers konar tækni- hyggju eða minnir jafnvel á stjórn- klefa lítillar flugvélar. Ekki að of margir stjórnrofar séu að flækjast fyrir heldur er mælaborðið hátt og snýr að ökumanni og mælarnir sjálfir fleiri en menn eiga að venj- ast. Traustvekjandi er að sjá að Saab víkur ekki frá hefðinni og hefur svissinn á milli sætanna en Farangursrýmið er allstórt og stækkanlegt í 2.268 lítra.Miðstöð og hljómtæki. Fyrsti Saab-jeppinn með amerískum genum REYNSLUAKSTUR S -7X Guðjón Guðmundsson Morgunblaðið/Eyþór 9-7X er feiknarlega aflmikill og skemmtilegur bíll í akstri. Vél: V8, 5.328 rúmsenti- metrar, DOD, 16 ventlar. Afl: 300 hestöfl við 5.200 snúninga á mínútu. Tog: 447 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. Gírskipting: Fjögurra þrepa sjálfskipting. Drif: Sítengt aldrif. Lengd: 4.907 mm. Breidd: 1.915 mm. Hæð: 1.740 mm. Farangursrými: 1.127–2.268 lítrar. Veghæð: 196 mm. Hjólhaf: 2.870 mm. Eigin þyngd: 2.169 kg. Hjólbarðar: 255/55R, 18" álfelgur. Verð: 6.300.000 kr. Umboð: Ingvar Helgason hf. Saab 9-7X

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.