Morgunblaðið - 09.04.2006, Síða 23

Morgunblaðið - 09.04.2006, Síða 23
9.4.2006 | 23 Ég ók norður á Akureyri á dögunum og til baka aftur.Á leiðinni til baka ókum við í hvössum norðanvindigegnum Skagafjörð og Húnaþing. Skafrenningur lá eins og þykkur hvítur straumur yfir veginum svo með köfl- um varð að reiða sig á vegstikur einar til aksturs. Í Skagafirði tók ég eftir stórum og stæðilegum bíl sem ók rétt á undan mér. Þetta var amerískur pallbíll af gerðinni Ford-350, grár að lit en bifreiðar eins og þessar hafa flætt í þúsundatali inn í landið undanfarin misseri vegna hagstæðs gengis dollarans. Ford-350 er stór bíll, þungur og kraftmikill og hélt uppi þægilegum ferðahraða svo við höfðum samflot yfir Vatns- skarð, niður Langadal og svo eins og leið lá vestur eftir Húnaþingi. Eins og oftast er á ferðalögum bar fátt til stórra tíðinda en skammt vestan við Blönduós hægði Fordinn svo- lítið á sér og síðan fóru að fjúka frá honum skrýtnar send- ingar. Ljóst var að mikil tiltekt stóð yfir í bifreiðinni því all- margar tómar flöskur og síðan samanvöðlaðar umbúðir utan af ein- hvers konar nesti voru tíndar út um afturglugga og sleppt út í veður og vind. Norðanvindurinn tók herfangið fegins hendi og snakkpokar og gos- flöskur flugu framhjá okkur á svip- stundu og hurfu út í húnvetnska bit- haga. Ég get játað á mig þá fordóma að ég taldi að sennilega væru þarna á ferð einhverjir kærulausir krakkagemlingar sem hefðu gert þetta í einhverju ógáti. Ég taldi víst að full- orðið og alminlegt fólk léti ekki svona hroðalegan sóðaskap viðgangast eða tæki þátt í honum. Við gatnamótin hjá Hvammstanga hægði Fordinn á sér og beygði út í kant og ég ók rólega framhjá honum og sá að tvær ungar og fallegar konur sátu frammí. Þær voru vel snyrtar og klæddar eftir útbreiddri tísku. Ég tók þær ekki tali þótt ég hefði sennilega átt að gera það en í mínum augum var skaðinn skeður og litlar líkur á að þær færu að elta rusl um tún bænda. Ég skrifaði hjá mér númerið á bílnum og komst að því að gripurinn er í eigu fyr- irtækis sem er með lögheimili og varnarþing í Seláshverfi í Reykjavík. Þetta var semsagt venjulegur bíll í eigu venjulegra Íslend- inga sem búa í venjulegu hverfi og hafa rúmlega meðaltekjur ef marka má umræddan bíl sem var nýskráður 2004 og er líklega metinn á rúmlega 3 milljónir. Ég veit ekkert hvort það voru nákvæmlega eigendur bíls- ins sem voru að ferðast á honum í þetta tiltekna skipti en konurnar sem augljóslega stýrðu leiðangrinum litu út eins og venjulegt fólk. Þetta var semsagt almenningur á ferð. Íslendingar sem aka um á amerískum pallbílum graðg- andi í sig gosdrykki og skyndibita og treður svo ruslinu rop- andi út um gluggann og lætur vindinn taka það. Þetta hljómar ekki sérstaklega vel. Hvernig gengur þetta fólk um heima hjá sér? Veður það rusl og tómar umbúðir í ökkla á stofugólfinu? Er garðurinn fullur af tómum gosflöskum og sælgætisbréf- um? Er sumarbústaðurinn þeirra eins og ruslakompa í fjöl- býlishúsi angandi af gömlum matarleifum, sígarettustubb- um og notuðum dömubindum? Ég held ekki. Ég er næstum viss um að parketið er glansandi og garð- urinn flekklaus. Bíllinn var fallegur og vel hirtur og farþeg- arnir hreinir, brosmildir og vel klæddir. Ég varð semsagt fyrir verulegum vonbrigðum á þjóðvegi 1. Ég hélt að venjulegt fólk hegðaði sér ekki svona. En sennilega er útlitið ekki allt. | lysandi@internet.is Þjóð í rusli Pistill Páll Ásgeir Ásgeirsson Konurnar sem aug- ljóslega stýrðu leið- angrinum litu út eins og venjulegt fólk. SMÁMUNIR… Sensai Silk heitir ný húðsnyrtilína sem Kanebo hefur sett á markað og er sérstaklega hugsuð fyrir ungar konur sem búa við streitu og áreiti. Húðlínunni er ætlað að sporna gegn ótímabærri öldrun húðarinnar og er sögð örva náttúrulega getu hennar til að viðhalda heilbrigði sínu og fegurð. Vörurnar innihalda m.a. silkiþykkni sem eins og nafnið bendir til er fengið úr silki. Það hefur spilað lykilhlutverk í snyrti- vöruframleiðslu Kanebo, allt frá því fyrirtækið setti sína fyrstu snyrtivöru á markað árið 1939, silkisápuna Savon de Soie. Sensai Silk línan inniheldur m.a. rakakrem af ýmsum toga, slökunarmaska, augnmaska, milt andlitskrem og frískandi andlitsvökva sem ætlað er að „vekja“ húðina. Gegn streitu og áreiti Ilmvísindi léku lykilhlutverk í þróun nýs krems fyrir barm og brjóst sem Shiseido hefur nýverið sett á markað. Kreminu er ætlað að styrkja húðina á barm- og bringusvæðinu og halda henni stinnri. Virku efnin í kreminu eru m.a. unnin úr soyabaunum og olíum en anganin ber með sér snert af rósum, jasmínu, vatnaliljum og ferskju. Blómaangan fyrir barminn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.