Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 6
100. LANDSLEIKUR KVENNA 6 D FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ BRYNDÍS Einarsdóttir skoraði fyrsta landsliðsmark Íslands gegn Skotum þar ytra árið 1981 en hún náði þá að jafna leikinn. „Ég man nú voða lítið eftir þessu marki. Ég held að engin okkar hafi hugsað eitthvað sérstaklega út í að þetta væri fyrsta mark Íslands og ég man ekki hver átti sendinguna á mig. Ég hlýt að hafa skorað með skoti því ég var ekki þekkt fyrir að nota höfuðið,“ segir Bryndís sem starfar sem matreiðslumaður í Noregi en þar hefur hún verið búsett síðan 1983. „Það var rosalega merkilegt að fá að vera með. Við fengum nýja æfingagalla og þetta var stórt í rauninni. Rósa Valdimars var þarna líka en við vorum félagar úr Breiðabliki. Á þessum tíma þurftum við að rífast til að fá að æfa hjá Breiðabliki en okkur var hent á mölina eða lélegri vellina. Við vorum alltaf að rembast við að fá að æfa á almennilegum velli. Það tók langan tíma að verða metnar sem leikmenn. Okkur fannst þetta breytast hægt en breytingarnar voru í raun mjög hraðar á þessum tíma,“ segir Bryndís. „Það er synd og ömurlegt hvernig þetta datt svo niður á sama tíma og góður hópur hefði getað skapað gott lið en pening- arnir voru settir í strákana en ekki stelpurnar á þessum árum.“ Bryndís lék með Asker í Noregi á árunum 1983–1985 og varð Noregsmeistari með liðinu. Hún lagði skóna á hilluna árið 1985 og hefur engin afskipti af íþróttinni í dag. Leikurinn gegn Skotum tap- aðist 3:2 þar sem Ásta B. Gunn- laugsdóttir skoraði síðara mark Íslands. Liðið sem lék fyrsta landsleik- inn 20. september 1981 var þann- ig skipað: Guðríður Guðjóns- dóttir, Jónína Kristjánsdóttir, Rósa Á. Valdimarsdóttir fyrirliði, Brynja Guðjónsdóttir, Kristín Aðalsteinsdóttir, Ragnheiður Víkingsdóttir, Ásta María Reynis- dóttir, Magnea H. Magnúsdóttir, Sigrún Cora Barker, Bryndís Einarsdóttir og Ásta B. Gunn- laugsdóttir. Hildur Harðardóttir kom inn á sem varamaður, en aðrir varamenn voru Ragnheiður Jónasdóttir, Kristín Reynisdóttir, Bryndís Valsdóttir og Svava Tryggvadóttir. Þjálfari var Guðmundur Þórðarson. Man lítið eftir fyrsta markinu Eftir Írisi Björk Eysteinsdóttur AF þeirri 101 landsliðskonu sem leikið hefur með kvennalandsliði Íslands undanfarin 25 ár hafa a.m.k. 15 þeirra einnig leikið með lands- liðum í öðrum íþróttagreinum. Þær Ásta B. Gunnlaugsdóttir og Laufey Sigurðardóttir hafa leikið með landsliðum í tveimur öðrum íþróttagreinum en hinar 13 hafa átt sæti í einu öðru landsliði á ferli sínum. Ásta B. í langhlaupum Ásta B. lék landsleik í handknattleik á sín- um tíma auk þess að keppa með frjálsíþrótta- landsliðinu. Laufey lék einnig með hand- knattleikslandsliðinu en var að auki í lands- liði Íslands í badminton. Þá hafa þær Arna K. Steinsen, Erla Rafns- dóttir, Erna Lúðvíksdóttir, Eva Baldurs- dóttir, Guðríður Guðjónsdóttir, Hildur Harðardóttir, Kristín Arnþórsdóttir og Þóra B. Helgadóttir leikið landsleiki með hand- knattleikslandsliði Íslands. Þær Erla Hend- riksdóttir, Inga Dóra Magnúsdóttir og Olga Færseth hafa leikið körfuknattleikslandsleik fyrir Íslands hönd. Skvass og badminton Þá hafa þær nöfnur Ragnheiður Víkings- dóttir og Ragnheiður Jónasdóttir einnig leik- ið landsleiki í annarri íþrótt en knattspyrnu, Ragnheiður Víkingsdóttir í skvassi og Ragn- heiður Jónasdóttir í badminton, en Arna Steinsen lék einnig með unglingalandsliðinu í badminton hér á árum áður. Það var árið 1984 eftir stúdentsprófið úrMH að við Kristín Briem, sem var líka leikmaður Vals, fórum út í heim á vit ævintýra. Ekkert var skipulagt. Við hittum svo þrjár aðr- ar Valsstelpur, þær Hrafnhildi Gunnarsdóttur, Jóhönnu Pálsdóttur og Helenu Önnudóttur, í Aþenu. Þaðan fórum við allar til Egyptalands en frá Egyptalandi fóru þær Jóhanna og Hrafnhildur heim eftir mánaðardvöl. Ég, Kristín og Helena fórum hins vegar til Ítalíu, þar sem við ferðuðumst víða, en eftir all- an þennan tíma kom að því að við vorum farnar að sakna þess að spila fótbolta. Við vorum staddar í Napólí og þar fengum við að fara á æfingu. Eftir þessa æfingu og aukaprufu fyrir forsvarsmenn liðsins á fótboltahæfileikum okkar var okkur boðið að ganga til liðs við fé- lagið, sem heitir Giugliano og lék í efstu deild. Laun okkar fyrir knattspyrnuiðkunina voru íbúð og kaup sem dugði fyrir framfærslu okk- ar. Við vorum himinlifandi með þetta enda bjuggum við í tjaldi og héldum þar upp á jólin og áramótin. Við vorum reyndar eina fólkið á tjaldstæðinu sem bjó í tjaldi því sígaunarnir bjuggu allir í hjólhýsum. Helena fór þó fljótlega heim en við Kristín héldum áfram út keppnistímabilið. Þarna um sumarið 1985 var Valsstelpunum boðið á al- þjóðlegt fótboltamót á Calabria-skaganum. Þar hrifust ráðamenn Giugliano af leik Guð- rúnar Sæmundsdóttur og það varð úr að við tvær lékum með liðinu næsta keppnistímabil en Kristín hélt heim á leið. Við Guðrún komum heim um sumarið 1986 og héldum áfram að leika með Val. Það sem okkur þótti athyglisvert í fótbolt- anum á Ítalíu var hvað félagslega hliðin var lít- ill þáttur í öllu saman. Við hjá Val vorum vin- konur og hittumst mikið utan æfinga og leikja. Í þessi tvö ár sem ég spilaði þarna var okkur einu sinni boðið á veitingahús til að fagna góð- um árangri en eftir matinn fóru allir heim. Að öðru leyti var allt sem við gerðum tengt leikj- unum sem voru stundum langt í burtu og þurftum við þá að ferðast með næturlestum. Við fórum kannski til Veróna, vorum heila nótt á leiðinni, sáum eitt veitingahús og einn fót- boltavöll og fórum svo aftur heim. Það var einmitt í einni slíkri ferð, til Tórínó, sem við fengum ágætis staðfestingu á því hvað við þekktum stelpurnar í raun lítið. Þetta var þó á öðru ári mínu með liðinu. Þegar forseti Tórínó kom að heilsa upp á okkar lið fyrir leik heyrðum við að hann spurði eina í liðinu hvar útlendingarnir tveir væru. Hún benti þá á okk- ur. Svo spurði hann hana hvaðan við værum. Þá kallaði hún á Rosariu, einu stelpuna í liðinu sem kunni ensku og kynntist okkur því betur en hinar áður en við lærðum ítölskuna. „Ros- aria! Rosaria!“ æpti hún, en Rosaria fannst hvergi. Hún afréð því að taka bara ábyrgð á svarinu sjálf og sagði „Æ, þær eru frá Júgó- slavíu eða eitthvað svoleiðis“.“ Fjölhæfir leikmenn Sigurður Hannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari og landsliðskonurnar Bryndís Vals- dóttir, Ragnheiður Vingsdóttir, Ásta B. Gunnlaugsdóttir og Laufey Sigurðardóttir. Íslendingar frá Júgóslavíu BRYNDÍS Valsdóttir heimspekingur var leikmaður í landsliðinu frá 1992–1994. Frá upphafi níunda áratugarins var hún einn skæðasti sóknarmaður landsins en var afar óheppinn með meiðsli í tengslum við landsleiki, sem voru heldur fáir á þessum tíma. Bryndís var meðal fyrstu knattspyrnukvennanna sem reyndu fyrir sér erlendis. Hún og félagar hennar réðust ekki á garðinn þar sem hann var lægstur því þær reyndu fyr- ir sér á Ítalíu, en þar var og er stunduð atvinnumennska í kvennaknattspyrnu. Bryn- dís var fús til að segja okkur sögu sína. MARGRÉT Sigurðardóttir lék átta leiki með landsliðinu á árunum 1982–1985. Árið 1985 fór hún til Noregs og lék þar. Vegna fjarveru henn- ar af landinu á árinu 1986 var hún ekki valin í landsliðið, sem lék sex heimaleiki það ár, vegna kostnaðar við að sækja leikmenn til útlanda. Margrét segir að mikill mun- ur sé á aðstöðu knatt- spyrnukvenna í dag frá þeim tíma sem hún var upp á sitt besta. Muni þar mestu um að í dag séu mun meiri peningar í spilinu auk þess sem að- staðan til iðkunar knatt- spyrnu sé öll önnur. Margrét minnist fyrsta landsleiksins sem hún lék en það var gegn Noregi í Töns- berg árið 1982. „Ég lék þarna minn fyrsta landsleik, 16 ára gömul. Leikurinn lifir í minn- ingunni ekki síst vegna þess að Norðmenn náðu þarna 2-2 jafntefli gegn okkur. Ég var í byrjunarliðinu og eftir því sem ég best veit þá var ég yngst allra A-landsliðskvenna í knattspyrnu frá upphafi,“ segir Margrét en hún var 16 ára og 337 daga gömul þegar leikurinn fór fram. Hins veg- ar sló nafna hennar Margrét Lára Viðarsdóttir metið þann 14. júní 2003, en hún var tæp- um hálfum mánuði yngri en Margrét Sigurðardóttir er hún lék sinn fyrsta landsleik 16 ára 324 daga gömul gegn Ungverjum á Laugardals- velli. Margrét, sem segir að besti liðsfélagi sinn í landsliðinu hafi verið Erla Rafnsdóttir, segist vera fullviss um að kvennalandsliðið muni kom- ast í úrslitakeppni EM. Einhverjum sögum segist hún luma á úr landsliðsferðum en kýs þó að halda þeim fyrir sig. Hún sleppur þó ekki al- veg því Margrét er önnur að- alsöguhetjan í sögu þeirri sem Ásta B. Gunnlaugsdóttir sagði úr landsliðsferð þar sem Margrét bjargaði henni frá drukknun. | D8 Yngst í 21 ár! Eftir Ingibjörgu Hinriksdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.