Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 9
100. LANDSLEIKUR KVENNA
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 D 9
því á milli okkar á meðan einn
maður stóð kannski upp úr í
um liðunum og hlaut þess vegna
i stig. Svo bjó ég líka við það að
urinn minn vinnur við að lýsa
ttaleikjum í útvarpi og sjón-
pi og gætti hófs í umfjöllun um
a frammistöðu. Auk þess vann
ta vinkona mín sem blaðamaður
ekki fékk ég margt hrósið frá
ni.“
Eysteinn klikkaði á vítinu!
egar Ásta er spurð hvort hún
minnast einhvers að lokum
st hún ekki geta lokið þessu
ali án þess að minnast á lands-
i gegn Noregi árin 1982 og
3. „Fyrri leikurinn var í Noregi
við vorum að fara að leika gegn
u besta landsliði heims um þær
ndir. Norðmenn höfðu haft hátt
það í blöðunum fyrir leikinn að
r sem væri minni en sjö mörk
i tap að þeirra mati. Þessi um-
un herti okkur og ég skoraði
ta mark leiksins. Þær jöfnuðu
Rósa Valdimarsdóttir kom okk-
aftur yfir með marki úr víta-
rnu. Þær norsku náðu síðan að
a leikinn í seinni hálfleik, 2:2,
komum við ákaflega sáttar heim
r þennan leik. Norðmenn gerðu
ð þeir gátu til að bæta fyrir
a og settu mikla peninga í
dsliðið sitt en kvennalandslið Ís-
ds var lagt niður ári síðar. Við
um í riðli með Noregi, Finnlandi
Svíþjóð og töpuðum stórt fyrir
um, 0:6. En það var ekki með
num tólf marka mun, 14:2. Við
dum það á þessum tíma að við
m fullt erindi í alþjóðlegan
a. Seinni leikurinn gegn Norð-
nnum hefði auðveldlega getað
að með 1–1-jafntefli ef við hefð-
fengið vítaspyrnu eins og okkur
í þeim leik en Eysteinn Guð-
ndsson, dómari leiksins, sá ekki
æðu til að dæma og við töpuðum
núll. Ég er ekki langrækin en
minni samt Eystein á þetta í
rt sinn sem ég hitti hann,“ segir
a B. Gunnlaugsdóttir, ein besta
litríkasta knattspyrnukona Ís-
ds.
sta B. Gunnlaugsdóttir, einn marksæknasti leikmaður Íslands, sem lék 26 landsleiki og skoraði
átta mörk, á hér skot að marki í leik gegn Englandingum á Laugardalsvellinum.
RÓSA Áslaug Valdimarsdóttir var fyr-
irliði fyrsta íslenska kvennalandsliðsins
sem lék gegn Skotum 1981. Hún var ein
helsta driffjöður þess að stelpur fóru að
leika knattspyrnu yfirhöfuð á Íslandi
ásamt Alberti Guðmundssyni og fleirum.
Rósa tók til að mynda þátt í kappleik á
Vallagerðisvelli árið 1979, þremur árum
áður en fyrsta Íslandsmótið fór fram.
Þegar kom að fyrsta landsleiknum var
hún ein sú reynslumesta eftir að hafa
leikið með Breiðabliki frá árinu 1972 og
verið þar fyrirliði. Hún lék alls 5 lands-
leiki, skoraði 1 mark og var fyrirliði í 3
leikjum. Faðir hennar heitinn, Valdimar
K. Valdimarsson, stóð einnig mikið á
bakvið kvennaboltann. Hann stakk uppá
að stelpurnar söfnuðu undirskriftum
leikmanna í deildinni, sem þær og gerðu
og lögðu fyrir KSÍ. Listanum fylgdi
beiðni um að stofnað yrði kvennalandslið.
Í kjölfarið var liðið stofnað og haldið var
til Skotlands þar sem fyrsti landsleik-
urinn fór fram.
„Það er erfitt að lýsa tilfinningunni frá
þessum fyrsta leik. Bæði vorum við ótrú-
lega ánægðar að fá að spila þennan leik
og svo var þetta líka stórt skref fyrir
kvennafótboltann. Þessi leikur kom
þessu öllu af stað og uppgangur hefði
ekki orðið svona mikill ef hann hefði ekki
verið leikinn,“ segir Rósa og bætir við að
strax árið á eftir hafi leikmönnum fjölgað
mikið í liðum á Íslandi.
„Þessi leikur gerði ofsalega mikið fyrir
kvennafótboltann. Í dag finnst öllum allt
sjálfsagt, en við þurftum mikið að hafa
fyrir þessu. Leikurinn sjálfur var rosa-
lega skemmtilegur og við stóðum okkur
ótrúlega vel. Þetta var okkar fyrsti leikur
en þær voru búnar að spila marga leiki.
Við vorum vanar minni bolta og að spila í
35 mínútur í stað 45 mínútna hvorn hálf-
leik. Því sögðum við alltaf að við hefðum
unnið fyrsta landsleikinn því þær skor-
uðu eftir að leiktíminn var liðinn. Í næsta
leik á eftir og okkar fyrsta Evrópuleik
stóðum við okkur líka vel með því að gera
2:2 jafntefli við Noreg. Við vorum
kannski ekki margar á þessum tíma en
við vorum góðar. Margar okkar voru
búnar að vera að æfa með strákum. Við
vorum líka alltaf úti að leika okkur og
hlaupa,“ segir Rósa sem var hluti af gríð-
arlega sterku Blikaliði sem vorið 1982
sigraði á alþjóðlegu móti í Danmörku
sem sýnir styrk leikmannanna á þessum
tíma en Rósa er alfarið mótfallin því að
bera saman leikmennina sem léku þá og
leika nú með Íslandi.
„Í þá daga var vandamál hvað það voru
fáar góðar í fótbolta. Í dag eru miklu
fleiri góðar. Enginn ætti að eiga fastan
miða í landsliðið og oft finnst mér að
landsliðsþjálfarinn megi vanda sig aðeins
við valið á liðinu. Hann verður að gera
sér grein fyrir að hann hefur úr miklum
mannskap að velja. Stelpurnar þurfa að
vilja spila landsleikina, en það á ekki að
vera þannig að þær eigi að gera það af
gömlum vana,“ segir þessi reynslumikla
knattspyrnukona sem fluttist svo til Ísa-
fjarðar og lék þar með ÍBÍ í efstu deild til
ársins 1984. Þá fluttist hún á Hornafjörð
þar sem hún býr enn. Hún þjálfaði
Sindra lengi vel og lék meira að segja
sjálf með liðinu einn og einn leik alveg til
ársins 1996.
Undirskriftar-
listi um landslið
bar árangur
Eftir Írisi Björk Eysteinsdóttur
KARITAS Jónsdóttir var ein besta
knattspyrnukona landsins á sínum tíma
en hún lék 9 landsleiki á árunum frá
1985–1992. Karitas, sem lék með ÍA,
fluttist til Danmerkur fyrir 13 árum og
segist ekki hafa haft mörg tækifæri til
að fylgjast með íslenska kvennalands-
liðinu sl. ár. „Mér finnst íslenska lands-
liðið eiga góða framtíð fyrir sér. Það
hefur sýnt sig að liðið hefur staðið sig
vel í undanförnum keppnum og verið
hársbreidd frá því að komast í úrslit. Ég
vona bara að það sama gerist ekki
heima og er að gerast hér, að það eru
færri og færri stelpur sem fara í fót-
boltann og það er þess vegna að verða
erfitt að halda úti félagsliðunum. Jafn-
vel stórir klúbbar eins og OB (Odense)
eru að verða útdauðir í kvennabolt-
anum!“
Karitas sendir baráttukveðjur heim
en hún segist því miður ekki komast á
landsleikinn gegn Portúgal á sunnudag.
Hún bað þó blaðamann um að gleyma
ekki að setja í greinina: „Einu sinni
Skagamaður, alltaf Skagamaður.“
Einu sinni
Skagamaður
Karitas Jónsdóttir
„KVENNAKNATTSPYRNAN ryður
sér mjög mikið til rúms um allan heim,
og ávallt fjölgar þeim löndum, sem
taka kvennaknattspyrnuna upp á
stefnuskrá sína,“ segir í ársskýslu
Knattspyrnusambands Íslands í lok árs
1972, en það ár fór fram fyrsta Ís-
landsmót kvenna utanhúss og urðu
FH-ingar Íslandsmeistarar.
Til að þrýsta á að Íslandsmótið færi
fram gaf Gull og silfur bikar til að
keppa um og var hann afhentur á
stjórnarfundi hjá KSÍ. Í ársskýslu KSÍ
segir um þennan atburð:
„Í keppni þessari var keppt um bik-
ar sem verslunin Gull og silfur,
Reykjavík, gaf, en bikarinn afhenti
Sigurður Steinþórsson, eigandi verzl-
unarinnar, stjórn KSÍ, að gjöf til að
keppa um á Íslandsmóti kvenna utan-
húss. Við athendingu bikarsins til
stjórnar KSÍ, þakkaði formaður KSÍ
[Albert Guðmundsson], blaðamanni
Tímans, Sigmundi Steinarssyni, fyrir
áhuga hans á kvennaknattspyrnu, en
hann átti mjög ríkan þátt í að bikarinn
var gefinn.“
FH-stúlkurnar lögðu Ármann í úr-
slitaleik, 2:0. Anna Lísa Sigurðardóttir
skoraði bæði mörkin.
Íslandsmót 1972
„Í EINNI af fyrstu ferðum lands-
liðsins í Evrópukeppni átti liðið
einn aukadag á ströndum Dan-
merkur í lok ferðar. Þessu tók-
um við íslenskar stúlkurnar
fagnandi og lögðumst í sólbað.
Nokkrar okkar fengu fljótlega
leið á því, svo við fórum á hjóla-
bátaleigu og leigðum okkur báta.
Þar sem við vorum að hjóla fyrir
utan ströndina sáum við alveg
svakalega sæta stráka á hraðbát
fyrir utan línu sem markaði af
umferð hjólabáta og hraðbáta.
Strákarnir á hraðbátnum fóru að
gefa okkur auga og buðu okkur á
bátinn til sín. Ein okkar tók að
sér að hnýta bátana aftan í og
hjóla með þá í land en við sáum
fram á daglangt ævintýri með
þessum nýju vinum okkar.
Eftir nokkra veru á bátnum
kom að því að hætta leik og skil-
uðu strákarnir okkur af sér við
miðlínu, öryggislínuna, og þá var
bara að taka til við að synda í
land. Ég var ein þessara stelpna
sem fékk far á bátnum sem og
Margrét Sigurðardóttir, sem er
með skemmtilegri leikmönnum
landsliðsins. Á þessum tíma var
ég, og er reyndar enn, með sjón-
linsur en þær voru óhemjudýrar
á þessum tíma. Ég gat því ekki
sett höfuðið á mér ofan í sjóinn af
ótta við að skemma linsurnar.
Auk þess er ég ekki sérlega sterk
í sundi þó mér takist vel upp í
ýmsum öðrum íþróttagreinum.
Ég mæddist fljótlega á sundinu
og kallaði í Möggu og bað hana
um að hinkra eftir mér því ég var
farin að dragast aftur úr hópn-
um. Satt best að segja var ég far-
in að efast um að ég næði landi,
slík var mæðin.
Magga er þekkt baráttukona á
öllum sviðum, afskaplega hörð í
horn að taka, og hvatti hún mig
ákaft áfram: „Svona Ásta, þú
ferð ekki að gefast upp núna,
haltu áfram að synda!“ Ég náði
örfáum sundtökum í viðbót en
varð þá fyrir því óláni að súpa
dálítið af sjó og nú var ég viss um
að ég myndi drukkna þarna í
Danaveldi og komast aldrei heim
aftur. Í ótta mínum hrópaði ég
aftur á Möggu: „Magga, þú verð-
ur að bjarga mér, ég er að
drukkna!“ – „Nei, Ásta, þú ert
ekkert að drukkna, haltu bara
áfram að synda, þú getur þetta
alveg!“ – „Magga, ég er að
drukkna, ég er farin að súpa sjó
og ég get ekki haldið áfram, þú
verður að bjarga mér,“ hrópaði
ég og var farin að óttast veru-
lega um minn hag.
Hér verða þáttaskil í sögunni
því Magga sýndi mikinn hetju-
skap. Hún sneri við, synti til mín
þar sem ég var að niðurlotum
komin og hugðist bjarga mér frá
bráðum bana. Hún rifjaði upp
gömlu góðu björgunarsundsað-
ferðina sem hún lærði í gömlu
sundlauginni í Kópavoginum.
Snerum við okkur báðar á bakið
og tók Magga föstum tökum und-
ir hökuna á mér. Nema hvað. Í
þann mund sem Margrét fékk
mig í fangið þá rak hún rassinn í
botninn á sjónum. Á þessum slóð-
um var svona agalega aðgrunnt
og var viðvörunarlínan ekki síst
til þess fallin að forða hraðbátum
frá því að rekast í botninn. Það
eina sem við þurftum því að gera
til að bjarga mér frá drukknum
var að standa upp og ganga í
land.“
Nærri drukknuð
í landsliðsferð