Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 14
100. LANDSLEIKUR KVENNA
14 D FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
OLGA Færseth er mikill grín-
isti að sögn Ásthildar og hefur
brallað ýmislegt í gegnum tíð-
ina. „Við vorum að bíða eftir
farangrinum á flugvellinum í
Vín og stóðum við færibandið
ásamt fullt af fólki. Allt í einu
kippti Olga niður um mig bux-
unum þannig að þær fóru al-
veg niður á hæla. Síðan var ég
frekar lengi að bregðast við
þessu þannig að ég stóð þarna
á G-streng einum saman fyrir
framan allt þetta ágæta fólk.
Olgu brá svolítið, því henni
sýndist ég ekki vera í neinum
nærbuxum. En Olga er mjög
skemmtileg og það er alltaf
hægt að hlæja að henni, hún er
ótrúlega lúmskt fyndin og við
höfum alltaf skemmt okkur
konunglega. Við höfum brall-
að ýmislegt og gert nokkur
góð prakkarastrik sem er
kannski ekki beint hægt að
birta í blöðunum,“ segir Ást-
hildur.
Stóð þarna
á nær-
buxunum
Þegar ég byrjaði í landsliðinu þávoru þessar eldri, Guðrún Sæ-
mundsdóttir, Vanda Sigurgeirsdótt-
ir, Ragna Lóa Stefánsdóttir og Ásta
B. Gunnlaugsdóttir, allar kynslóð á
undan mér. Það var mjög gaman
fyrir okkur sem vorum að koma inn
þá því við gátum lært helling af
þeim. Það var talsverður munur á
því hvernig þær æfðu og höfðu alist
upp í fótboltanum en við. Minn ár-
gangur og næsti á eftir voru sterkir
árgangar. Við vorum búnar að fara í
gegnum yngri landsliðin og því með
allt annan grunn og allt aðra þjálfun
á bakinu en þær. Við höfðum fengið
mun meiri tækniþjálfun og því var
blandan í landsliðinu mjög skemmti-
leg,“ segir Ásthildur.
Síðan þá hefur Ásthildur tekið að
sér hlutverk miðlarans í landsliðinu.
„Það er nú svolítið langt síðan ég
komst svo í þeirra stöðu sjálf. Nú er
aftur komið að kynslóðaskiptum því
það eru komnir sterkir leikmenn inn
eins og Margrét Lára Viðarsdóttir,
Dóra María Lárusdóttir og Hólm-
fríður Magnúsdóttir.“
Byrjaði að æfa 10 ára
Að mati Ásthildar hefur heil-
margt breyst í fótboltanum þau ár
sem hún hefur stundað hann. „Lík-
amlegt ástand er fyrst og fremst
betra. Í dag er æft miklu meira og
það er augljósasti munurinn. Tækni-
legi þátturinn hefur einnig batnað
mikið og þessir ungu leikmenn eins
og Dóra María og Margrét Lára eru
mjög góðar tæknilega séð. Stelpur
byrja miklu fyrr að æfa fótbolta. Ég
byrjaði 10 ára að æfa en stelpurnar í
dag byrjuðu sex ára. Kynslóðin á
undan mér byrjaði kannski um ung-
lingsaldurinn,“ segir Ásthildur.
Þegar Ásthildur hóf sinn lands-
liðsferil var framundan spennandi
ár þar sem Ísland var aðeins hárs-
breidd frá því að komast í loka-
keppni EM. „Besti árangurinn sem
landsliðið hefur náð að mínu mati er
umspilið 1994 við Englendinga. Fót-
boltinn hefur þróast það mikið al-
þjóðlega að það verður æ erfiðara að
komast á stórmót. Það er mikilvægt
að við gefum ekki eftir í þessari þró-
un. Það er mjög mikilvægt að við
fáum næga æfingaleiki með lands-
liðinu og að fleiri stelpur fari út og
spili í betri deildum ásamt því að
þjálfunin verði betri. Ísland lék
einnig umspilsleiki við England árið
2002 en hefði liðið komist áfram úr
þeim hefði þurft umspilsleiki við
Frakka einnig.“
Ísland númer 18 í heiminum
Ísland er númer 18 á styrkleika-
lista FIFA um bestu landslið í heim-
inum en á listanum eru alls 129
landslið. Í Evrópu telst Ísland það
11. sterkasta. Það hefur lengi verið
draumur leikmanna landsliðsins að
komast í úrslitakeppni EM eða HM.
„Við höfum oft verið nálægt því. Það
er mikilvægt að enda þennan riðil
vel upp á næstu keppni, sem er EM.
Þar er búið að fjölga liðum í úrslita-
keppninni svo ég held að það muni
gerast fljótlega að við komumst á
stórmót.“
Fæstir gera sér grein fyrir þeim
árangri sem landsliðið hefur náð, en
líkt og karlalandsliðið náði jafntefli á
Laugardalsvelli við heimsmeistara
Frakka náði kvennaliðið sömu úr-
slitum gegn bandarísku heimsmeist-
urunum á útivelli.
„Bandaríkin eru með bestu þjóð-
um sem við höfum leikið gegn en
okkur hefur yfirleitt gengið ágæt-
lega á móti þeim og þær eru í svip-
uðum styrkleikaflokki og Þýska-
land. Við höfum alltaf átt erfitt með
að mæta Þjóðverjum. Það hefur
ekki hentað okkur vel að leika gegn
þeim og okkur hefur alltaf gengið
illa á móti þeim.“
Toppurinn að spila
fyrir þjóðina
Ásthildur hefur verið fyrirliði í 28
af þeim 63 leikjum sem hún hefur
leikið. Hún hefur auk þess skorað 21
mark og leikið 30 landsleiki með
yngri landsliðum Íslands. „Það er
mjög góð tilfinning að klæðast
landsliðstreyjunni. Það er toppurinn
að spila fyrir þjóðina og hefur alltaf
verið það fyrir mig. Þetta eru orðnir
margir landsleikir hjá mér en það er
alltaf mjög sérstakt að spila lands-
leiki. Þau ár sem ég hef verið í lands-
liðinu hefur alltaf verið góður andi í
liðinu og gaman þegar hópurinn
kemur saman. Góður liðsandi og
samstaða þarf að vera fyrir hendi
svo að við náum árangri. Stökkið í
dag er ekki eins mikið fyrir mig að
koma í landsleiki því ég er vön hrað-
anum, hugsunarhættinum og gæð-
unum þar sem ég leik með svo
sterku félagsliði.“
Ásthildur hefur leikið með öllum
bestu leikmönnum Íslands. „Ég hef
leikið með mörgum góðum leik-
mönnum, Vanda Sigurgeirsdóttir
var mjög góður leikmaður. Hún spil-
aði í Svíþjóð og kom með margt gott
þaðan inn í fótboltann hér sem nýtt-
ist henni bæði sem leikmaður og
þjálfari. Guðrún Sæmundsdóttir var
frábær leikmaður sem hafði einstak-
an leikskilning. Svo á ég mjög erfitt
með að sjá markmann verða jafn-
góðan og Þóra á næstunni. Margrét
Ólafsdóttir var líka mjög góður leik-
maður og Olga Færseth er náttúru-
lega frábær markaskorari en skapar
líka mörg marktækifæri fyrir liðið.
Svo er Guðrún Sóley Gunnarsdóttir
leikmaður í heimsklassa og hefur
verið okkar besti varnarmaður í
mörg ár.“
Skoraði fjögur gegn Grikkjum
Þegar Ásthildur lítur yfir farinn
veg með landsliðinu er margt sem
stendur upp úr. „Minn besti leikur
með landsliðinu er líklega leikurinn
gegn Grikkjum 1994 en þá skoraði
ég fjögur mörk. Svo var leikurinn
við Svía í fyrra þegar við gerðum
2:2-jafntefli líka mjög góður,“ segir
Ásthildur en hún skoraði einmitt
annað markanna. „Það er líka mjög
eftirminnilegur leikur þegar við
unnum Ítali hér á heimavelli 2:0 árið
2001 og Olga skoraði tvö glæsileg
mörk og ég man rosalega vel eftir
þessum mörkum. Þá byrjaði
skemmtilegt tímabil í landsliðinu því
fyrir þann leik bjuggum við til okkar
fyrstu auglýsingu þar sem við vor-
um í bikiníi og fengum fullt af fólki á
völlinn,“ segir Ásthildur, en 1.250
manns mættu til að styðja Ísland
sem vann Ítalíu nokkuð óvænt.
„Þessi keppni varð öll mjög
skemmtileg því svo unnum við Spán-
verjana í næsta leik á eftir 3:0. Það
var frábær stemning í hópnum, sem
myndaðist mikið til í kringum aug-
lýsinguna. Við fengum fólkið með
okkur og fleiri á leikina en áður
hafði þekkst. Það skapaðist mikill
meðbyr með okkur sem smitaðist út
í hópinn og hópurinn var mjög
skemmtilegur á þeim tíma. Á Spán-
arleikinn mættu 2.240 manns, sem
var met á þeim tíma.“
Allt morandi í skordýrum
Skemmtilegasta ferðin sem Ást-
hildur hefur farið með landsliðinu
var árið 1994 þegar farið var til Hol-
lands og Grikklands í sömu ferð.
„Við vorum í Grikklandi í fjóra,
fimm daga og það var mjög
skemmtilegt að skoða Aþenu og
mikil upplifun.“ Á hinn bóginn voru
aðstæður slæmar í Úkraínu þegar
liðið fór þangað 1997. „Við lentum í
ýmsum ævintýrum. Hótelið var
hrikalegt þar sem allt var morandi í
skordýrum og við neituðum að vera
þar.“
Ásthildur segir að umgjörðin í
kringum landsliðið hafi breyst mikið
til batnaðar. Búnaður hefur batnað
og aukið fjármagn verið sett í liðið.
„Mér finnst þetta samt breytast full-
hægt miðað við möguleikana sem við
höfum að komast á stórmót. Það
vantar herslumuninn og það þurfa
margir þættir að smella saman til
þess að við náum þeim áfanga og all-
ir þurfa að leggjast á eitt.“
Ásthildur hefur leikið undir stjórn
margra góðra þjálfara og segir þá
skipta miklu máli þegar landsliðið er
annars vegar. „Það skiptir máli þeg-
ar liðið kemur saman að það sé
ákveðinn agi en samt gaman, þannig
að þjálfarinn skiptir mjög miklu upp
á að ná réttu stemningunni.“ Hún
segir húmorinn alltaf stutt undan og
mikið hlegið þegar liðið kemur sam-
Ásthildur Helgadóttir hefur leikið 63%
landsleikja kvennaliðsins frá upphafi
Í fremstu
röð í 13 ár
ÁSTHILDUR Helgadóttir landsliðsfyrirliði hefur leikið meira en
helming allra leikja íslenska landsliðsins frá upphafi. Hún lék sinn
fyrsta landsleik árið 1993 og er orðin leikjahæsta landsliðskonan
með 63 leiki. Ásthildur hefur því verið í landsliði Íslands í 13 ár en
hún var einungis 17 ára þegar hún lék sinn fyrsta leik. Hún þekkir
því liðið út og inn og veit hvað þarf til að ná árangri meðal þeirra
bestu í heiminum enda haldið sér sjálfri í fremstu röð öll þessi ár,
sem er einstakt afrek hjá íþróttamanni. Ásthildur leikur nú með
Malmö í Svíþjóð, sem er eitt sterkasta félagslið í heimi.
Margrét Lára Viðarsdóttir, Ásthildur Helgadóttir, Olga Færseth
og Dóra María Lárusdóttir fagna einu af tíu mörkum íslenska
liðsins í leik gegn Póllandi á Laugardalsvellinum, 10:0.
Eftir Írisi Björk Eysteinsdóttur
ÁSTHILDUR leikur í einu sterk-
asta félagsliði heims um þessar
mundir, Malmö í Svíþjóð. Hún
stundaði einnig nám við Vander-
biltháskóla í Bandaríkjunum og
lék þar með mörgum góðum leik-
mönnum. Hún hefur einnig leikið
með bestu leikmönnum Íslands í
áraraðir þar sem hún hefur leik-
ið með Breiðabliki, KR og ÍBV.
„Besti leikmaðurinn sem ég hef
leikið með er Þóra systir. Hún er
markvörður á heimsmælikvarða
og það að hafa góðan markmann
skiptir svo gríðarlega miklu
máli, sérstaklega þegar við erum
oftast litla liðið í landsleikjunum.
Oft á tíðum hefur legið á okkur
þung sókn og þá hefur hún varið
kannski fimm til tíu dauðafæri
maður gegn manni. Þegar við
höfum náð góðum úrslitum hefur
verið algjört lykilatriði að hafa
öryggi í markmanninum. Hún
stjórnar vörninni, er örugg,
sparkar langt út og er frábær ein
á móti einni.
Af útileikmönnum má nefna
Olgu Færseth en við höfum alltaf
náð ótrúlega vel saman ásamt
Guðlaugu Jónsdóttur. Við spil-
uðum saman í KR og höfum
skapað mörg mörk saman.“
Þóra besti samherjinn