Morgunblaðið - 27.06.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 172. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Hjálmar leita
að hljómi
Hlustuðu á Stuðmannalög og
tengdust Ólínu best | 40
Góður gangur í Þverá-Kjarrá, rólegt í
Kjósinni og besta opnun Selár | Stangveiði
Svíar vilja Laudrup Eiður Smári hafði
gott af því að sofa úti Frakkar fúlir
út í Aragones Ástralar á heimleið
Af maríulöxum
og öðrum löxum
LÖGREGLA handtók farþega í vél Ice-
landair við komuna til landsins frá Kaup-
mannahöfn í gær, en maðurinn lét öllum ill-
um látum. Flugstjóri vélarinnar bað um
lögregluaðstoð vegna mannsins sem hafði
sagst vera íslenskur hryðjuverkamaður og
ofbeldismaður auk þess sem hann hafði í
hótunum bæði við áhöfn og aðra farþega.
Lögreglumenn frá Keflavíkurflugvelli
fóru um borð í vélina þegar hún lenti og sótti
manninn. Um er að ræða Íslending sem
komið hefur við sögu lögreglu. Að loknum
yfirheyrslum var honum sleppt úr haldi en
málið er rannsakað áfram. Einnig er rann-
sakað hvort hann hafi slegið til farþega.
Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar
sýslumanns á Keflavíkurflugvelli er þessi
hegðun litin mjög alvarlegum augum en um
er að ræða vaxandi vandamál í íslensku flugi
sem nauðsynlegt er að taka harðar á, að
mati Jóhanns, enda skapar þetta mikla ógn
um borð í flugvélum.
Sagðist vera
hryðjuverka-
maður í vél
Icelandair
New York. AP | Framlag Warrens Buffet,
næstríkasta manns heims, til góðgerðar-
mála verður notað til að leita lækninga við
helstu sjúkdómum
heimsins og bæta
menntun í Bandaríkj-
unum, að sögn Bills
Gates, stofnanda Micro-
soft og Bill og Melinda-
góðgerðarstofnunar-
innar, en stærstur hluti
peninganna rennur til
hennar.
Framlagið er alls um
37,4 milljarðar dollara.
„Það er engin ástæða til að ætla að við get-
um ekki fundið lækningu við tuttugu
verstu sjúkdómunum,“ sagði Gates er
hann kom fram ásamt Buffet í
almenningsbókasafni New York-borgar í
gær, en þá afhenti sá síðarnefndi gjöfina
formlega. | 14
Notað til að finna
lækningar við
helstu sjúkdómum
Warren Buffett
ÍSLENDINGAR óku tvo milljarða kíló-
metra samanlagt á árinu 2005, samkvæmt
mælingum Vegagerðarinnar á heildar-
akstri á þjóðvegum landsins.
Þetta jafngildir því að sérhver Íslend-
ingur hafi að meðaltali ekið rúma 6.500
kílómetra á árinu. Heildaraksturinn vex
um 6% milli ára, sem er nær helmingi
meira en árleg aukning fimm árin þar á
undan, þegar heildaraksturinn jókst að
meðaltali um 3,4% á ári.
Umferð jókst
um 6% milli ára
Morgunblaðið/Ómar
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
úrskurðaði í gær fyrrverandi starfs-
mann Tryggingastofnunar ríkisins í
gæsluvarðhald til 7. júlí nk. vegna
gruns um stórfelld fjársvik. Trygg-
ingastofnun lagði fram kæru til rík-
islögreglustjóra vegna gruns um að
starfsmaðurinn hefði svikið út fé.
Grunurinn beinist m.a. að því að
hann hafi svikið út bætur sem
Tryggingastofnun greiðir. Yfir tug-
ur manns er grunaður um að tengj-
ast málinu.
Það var við eftirlit innan Trygg-
ingastofnunar í síðustu viku sem
grunsemdir vöknuðu um alvarlegt
trúnaðarbrot fyrrverandi starfs-
manns. Starfsmaðurinn, sem hefur
unnið hjá stofnuninni í fjölda ára, lét
af störfum fyrir nokkrum vikum.
Virtist sem hann hefði með blekk-
ingum og í krafti stöðu sinnar látið
einstaklinga kerfisbundið og án til-
efnis fá greiðslur frá stofnuninni.
Eftir frekari skoðun og samanburð
gagna hjá TR sem styrktu þessar
grunsemdir var málið kært til rík-
islögreglustjóra síðastliðinn föstu-
dag og krafist opinberrar rannsókn-
ar. Sérfræðingar stofnunarinnar
ásamt efnahagsbrotadeild ríkislög-
reglustjóra hafa undanfarna sólar-
hringa unnið að öflun gagna og
skoðun bókhalds samhliða eftirliti
hjá stofnuninni.
Grunur um að fleiri
tengist málinu
Jón H. B. Snorrason, saksóknari
hjá efnahagsbrotadeild ríkislög-
reglustjóra, sagði í samtali við
Morgunblaðið að grunur léki á því
að um væri að ræða fjárhæðir sem
skiptu tugum milljóna. Hann segir
að rannsókn málsins, sem sé enn á
frumstigi, beinist m.a. að því hvort
fleiri tengist málinu, en grunur leiki
á því að a.m.k. tugur manna hafi
tekið þátt í svikunum með starfs-
manninum fyrrverandi. Einnig sé
verið að rannsaka í hve langan tíma
meint svik hafa staðið yfir. Jón segir
að óskað hafi verið eftir gæsluvarð-
haldi yfir starfsmanninum fyrrver-
andi í þágu rannsóknarhagsmuna.
Samkvæmt upplýsingum frá
Tryggingastofnun er þetta mál
einsdæmi í sögu stofnunarinnar.
Ekki náðist í Karl Steinar Guðna-
son, forstjóra Tryggingastofnunar,
en í tilkynningu frá Trygginga-
stofnun segir að ekki verði gefnar
frekari upplýsingar þar sem málið
sé komið úr höndum stofnunar-
innar.
Starfsmaður TR grunað-
ur um tuga milljóna svik
Fyrrverandi starfsmaður TR úrskurðaður í gæsluvarðhald til 7. júlí
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
LANDSMÓT hestamanna á Vind-
heimamelum hófst í gærmorgun,
en reiknað er með að alls muni um
12 þúsund manns leggja leið sína á
mótið í ár. Veðrið lék við mótsgesti
mestanpart dags. Á mótinu í gær
voru hryssur, sjö vetra og eldri,
dæmdar og þá fór fram forkeppni
unglinga í gæðingakeppni.
Ekki var amalegt að fylgjast
með keppni þessara færu ung-
menna. Í ungmennaflokki var
gríðarlega spennandi keppni og
eru efstu hestar mjög jafnir. Efst-
ur er Krummi frá Geldingalæk
með 8,59, knapi er Freyja Amble
Gísladóttir. Í unglingaflokki var
keppnin ekki síður spennandi en
þar er efstur Kári frá Búlandi með
8,65. Knapi Kára er Sara Sig-
urbjarnardóttir.Morgunblaðið/Eyþór
Reikna með
12 þúsund
gestum á Vind-
heimamela
Íþróttir í dag
Gazaborg. AP, AFP. | Þrír herskáir
hópar Palestínumanna krefjast
þess að ísraelsk yfirvöld leysi úr
fangelsi allar palestínskar konur
og börn eigi þau að fá upplýsingar
um ísraelska hermanninn sem hóp-
arnir segjast hafa í haldi. Hóparnir
gáfu út yfirlýsingu þessa efnis í
gær en undir hana rita meðal ann-
arra leiðtogar hins vopnaða arms
Hamas-samtakanna en þau fara
fyrir ríkisstjórn Palestínu.
Palestínskir byssumenn náðu
hermanninum þegar þeir réðust á
ísraelska herstöð í suðurhluta Ísr-
aels á sunnudag, rétt við landa-
mærin við Gaza. Tveir ísraelskir
hermenn og þrír árásarmannanna
féllu í árásinni, en aðrir árásar-
menn komust undan með ísraelska
hermanninn.
Ísraelar útiloka samninga
Wasfi Kibha, ráðherra fangels-
ismála í palestínsku stjórninni,
segir að 160 palestínskar konur séu
í fangelsum í Ísrael og 360 börn
undir 16 ára aldri. Ekki er ljóst
hversu margir fangar eru á aldr-
inum 16–18 ára, en kröfurnar
hljóða upp á að allir yngri en 18 ára
verði látnir lausir.
Ísraelar segja hins vegar útilok-
að að þeir semji við palestínsku
hópana. Ehud Olmert, forsætisráð-
herra Ísraels, hefur hótað víðtæk-
um hernaðaraðgerðum á Gaza,
verði hermanninum ekki sleppt.
Ríkisstjórn Hamas hefur krafist
þess að hermaðurinn verði látinn
laus og Mahmud Abbas, forseti
Palestínu, skipaði öryggissveitum
sínum að hefja leit að honum á
Gaza í gær.
Hermaðurinn sem er í haldi heit-
ir Gulad Ahalit og er 19 ára gamall.
Herskáir Palestínumenn hafa ekki
tekið ísraelskan hermann til fanga
síðan árið 1994.
Krefjast þess að palestínskar
konur og börn verði látin laus
AP
Palestínsk kona á Gaza heldur á
mynd af ungum ættingjum sínum
sem hún segir í fangelsi í Ísrael.
Ísraelsstjórn hótar hernaðaraðgerðum