Morgunblaðið - 27.06.2006, Síða 16
Heiðmörk | Ný upplýsinga- og
gönguleiðaskilti hafa verið sett
upp í Heiðmörk. Á skiltunum eru
ný kort af Heiðmörk, gönguleiðir
eru merktar inn á með upplýs-
ingum um lengd göngustíganna
og fróðleikur um næsta nágrenni
er á hverju skilti. Um er að ræða
samstarfsverkefni milli Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur og
landeigenda Heiðmerkur,
Reykjavíkurborgar, Orkuveit-
unnar og Garðabæjar. Verkefnið
er styrkt af Sparisjóði vélstjóra
og er til þriggja ára.
Þetta er hluti af fyrsta áfanga
en honum lýkur í haust með opn-
un nýrrar heimasíðu um svæðið
www.heidmork.is en þar verður
m.a. lögð áhersla á útprentanleg
kort af svæðinu. Verkefnið mun
halda áfram á næsta ári, en þá
verða fræðsluskilti í Heiðmörk
endurnýjuð og árið 2008 verða
sett upp stór fræðsluskilti. Heið-
mörk er stærsta útivistarsvæðið
í nágrenni höfuðborgarsvæðisins
en samkvæmt nýlegri könnun
Gallup notar um þriðjungur
Reykvíkinga Heiðmörk þrisvar
eða oftar á ári og leiða má líkum
að því að heimsóknir á svæðið
séu 500.000 á ári.
Ný skilti um gönguleiðir
Útivist
Morgunblaðið/Eggert
Akureyri | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson,
skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og
Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir,
frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Öflugt félagslíf er eitt af því sem einkennir
landsbyggðarsamfélög. Konur á Hvols-
velli eru afar duglegar að stunda félagslíf
og má segja að það sé undir einkunnarorð-
unum ,,hollur er heimafenginn baggi“.
Kvenfélagið Eining stendur fyrir öflugu
starfi sem er sambland af fjáröflun og
góðgerðarstarfsemi og afþreyingu. Þær
hafa í vor farið menningarreisur, stundað
vikulegar gönguferðir og hannyrðakvöld,
hafa staðið fyrir flóamarkaði, kaffisölu og
gróðursett við dvalarheimilið og svo
mætti lengi telja.
Á þessu ári verður kvenfélagið 80 ára
og er nú í bígerð að fara í utanlandsreisu
af því tilefni.
Kvennakórinn Ljósbrá er starfræktur hér
og stendur hann einnig fyrir öflugu fé-
lagsstarfi. Nú í vor lögðu þær söngkonur
land undir fót og fóru í tónleikaferð til
Austurríkis. Mun sú ferð hafa heppnast
vel og hver veit nema þær hafi slegið í
gegn og hyggi á frekari útrás.
En talandi um kóra og félagsstarf þá er
ekki hægt annað en að minnast á geysi-
öflugt félagsstarf eldri borgara hér í
sýslu. Þar er sko ekki slegið slöku við í
föndri og ferðalögum og nú í vor byrjaði
stór hópur að stunda golf af miklum móð
og aðrir fara í sundleikfimi nokkrum sinn-
um í viku.
Í vetur stofnuðu eldri borgarar kór að
frumkvæði Steinunnar Sveinsdóttur.
Kórnum stjórnar Haraldur Júlíusson frá
Akurey í Vestur-Landeyjum en hann
hefur verið kirkjuorganisti í Landeyjum í
fjölda ára. Hefur kórinn komið nokkrum
sinnum fram opinberlega og verið vel
tekið.
Sennilega státar þessi kór af elsta
kórsöngvara landsins en það er hinn
síungi Oddgeir Guðjónsson í Tungu. Hann
verður 96 ára nú í júlí og hefur afar góða
bassarödd sem hann beitir kunnáttu-
samlega um leið og hann heillar áheyr-
endur með björtu og unglegu yfirbragði.
Úr
bæjarlífinu
HVOLSVÖLLUR
Eftir Steinunni Ósk Kolbeinsdóttur
fréttaritara
Seyðisfjörður | Þegar ekið er yfir Fjarð-
arheiðina þessa dagana vekja athygli
fjórar stakstæðar og fagurbleikar þúfur,
tvær Seyðisfjarðarmegin í heiðinni og
tvær Héraðsmegin. Þetta er blessað
lambagrasið vaknað af dvalanum og á
eftir að sjást æ víðar eftir því sem líður á
sumarið.
Hörður Kristinsson náttúrufræðingur
segir í Plöntuhandbókinni að lamba-
grasið sé ein af algengustu jurtum lands-
ins. Það vaxi á melum, söndum og þurru
graslendi, jafnt á láglendi sem hátt til
fjalla og blómgist í maí og júní. Lamba-
grasið myndi sérkennilegar, ávalar þúf-
ur með langri og sterkri stólparót niður
úr. Lambagras finnst víða á norðurhveli
og nær t.d. allt til nyrsta hluta Græn-
lands og Norður-Ameríku. Það finnst
einnig í norðanverðri Evrópu og í Ölp-
unum en vantar hins vegar alveg í Síb-
eríu.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Blessað lambagrasið
Nokkuð hefur veriðrætt um mun ánámsástundun
pilta og stúlkna í skólum
og sendi Auðunn Bragi
Sveinsson þættinum stöku
af því tilefni:
Strákar eru stirðlæsir,
stafsetningarsóðar.
En stelpur eru eins og fyrr
ákaflega góðar.
Þá vangaveltur Rúnars
Kristjánssonar á Skaga-
strönd:
Í seðlabankann síst hann fer
að sinna nagdýrskvöðum.
En ætli Halldór hugsi sér
að hafna á Bessastöðum?
Baldur Hafstað vill auð-
velda fólki að muna nöfnin
á ráðherrunum í nýju rík-
isstjórninni og segir vís-
una vel geta heitið „Ráð-
herrarnir hafa orðið“:
Bjartmarz, Magnús, Gunnars, Geir,
Guðni, Sturl, Björn, Vala,
Einar, Siv, Jón, Árni og þeir
urra, tísta, gala.
Hann sleppir a-inu í
Sturlu, auðvitað at-
kvæðanna vegna, og svo
er s í Gunnars, nefnilega
Þorgerði Katrínu.
Af nöfnum
pebl@mbl.is
LANDSMENN eru almennt jákvæðir í
garð Veðurstofu Íslands, eða 89%. Liðlega
1% landsmanna er neikvætt í garð stofn-
unarinnar. Minnst er ánægjan meðal
þeirra sem eru yngri en 30 ára.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í
niðurstöðum könnunar sem ParX – Við-
skiptaráðgjöf IBM gerði dagana 9.–17.
maí sl. meðal landsmanna á notkun þjón-
ustu Veðurstofu Íslands og viðhorfi þjóð-
arinnar til stofnunarinnar. Úrtakið var
1.200 manns af landinu öllu. Greint var
eftir kyni, aldri, búsetu, tekjum, menntun
og starfi.
Um 83% landsmanna eru ánægð með
þjónustu Veðurstofunnar. Aðeins 0,7%
sögðust óánægð með þjónustu stofnunar-
innar. Um 86% allra aðspurðra treysta vel
veðurspám Veðurstofunnar en 1,6%
treysta þeim illa.
Áhugi á veðrinu
Um 87% landsmanna fylgjast með veð-
urfréttum eða veðurspám vikulega eða
oftar. Um 67% þeirra afla sér daglega
upplýsinga um veður. Notendur afla sér
veðurupplýsinga að meðaltali 5,45 sinnum
í viku. Meginástæðan fyrir öflun veður-
upplýsinga segja 58% notenda að sé al-
mennur áhugi á veðri. Um 39% nefna
ferðalög sem helstu ástæðuna, 28% at-
vinnu og 27% tómstundir
Um 51% notenda aflar sér upplýsinga
um veður í útvarpi. Af þeim sem það gera
hlusta flestir eða 63% á Rás 1 og um 23%
á Rás 2.
Næstum allir notendur (98%) afla sér
upplýsinga um veður í sjónvarpi. Tæp
68% þeirra horfa að jafnaði á veðurfréttir
Ríkissjónvarpsins og um 23% horfa á veð-
urfréttir NFS/Stöðvar 2. Verulegur mun-
ur er á áhorfi eftir aldri. Í hópnum yngri
en 30 ára horfa 50% á NFS/Stöð 2 á móti
46% á Ríkissjónvarpið. Hjá hópnum 50
ára og eldri horfa hins vegar um 79% á
Ríkissjónvarið en um 13% á NFS/Stöð 2.
Veðrið á netinu
Um 66% landsmanna afla sér upplýs-
inga um veður á netinu. Um 43% þeirra
afla sér veðurupplýsinga á mbl.is og 39% á
vedur.is. Þessir vefmiðlar hafa algera
yfirburði umfram aðra vefmiðla, segir í
frétt frá Veðurstofunni. Tæplega 44%
allra telja að Ríkissjónvarpið veiti áreið-
anlegustu veðurupplýsingarnar. Tæp 15%
segja að Rás 1 sé áreiðanlegust og þar
næst Stöð 2/NFS (13%).
Ánægja
með Veður-
stofuna