Morgunblaðið - 27.06.2006, Side 20

Morgunblaðið - 27.06.2006, Side 20
V ið erum auðvitað rosa- lega ánægðir með þetta, kannski sér- staklega í ljósi þess að það eru aðeins þrír mánuðir síðan hljómsveitin varð til í þeirri mynd sem hún er í núna, eða frá því Anders hinn danski bassaleikari bættist í hópinn,“ seg- ir Ragnar Guðmundsson trymbill, einn af meðlimum hljómasveit- arinnar ArtSide, sem skipuð er þremur íslenskum strákum og ein- um dönskum, en þriggja laga de- módiskur ArtSide færði henni tit- ilinn hljómsveit mánaðarins núna í júní í danska tónlistartímaritinu Gaffa. „Við fengum fjórar stjörnur af fimm, sem er auðvitað frábært og við spiluðum líka á tónleikum hér í Kaupmannahöfn í framhaldi af þessu og fengum flott viðbrögð. Og til að kóróna gleðina þá var lagið okkar, Love Sience, á sama degi valið á safndisk hér í Dan- mörku og í Flórída, um svipað leyti og Gaffa fréttin barst.“ Hæfileikaríkur danskur bassaleikari Ragnar segir erfitt að skilgreina tónlistina sem þeir félagarnir í Art- Side spila, en segir þó að sumum finnist hún svolítið bresk. „Þetta er einhvers konar „sixties-dirty-blues- rokk“ og það er líka einhver Do- ors- og Bítlahljómur í okkur.“ Ragnar og íslensku félagar hans í ArtSide, þeir Jóhann Karlsson og Kristján Þór Héðinsson, eru ekki óvanir að spila saman, því þeir voru saman í hljómsveitinni Obli- vius hér heima á Íslandi áður en þeir fluttu til Danmerkur. „Ég flutti til Danmerkur árið 2003 og svo komu þeir Jói og Kristján hingað ári síðar til að stúdera tón- list í Musik og Teater højskolen i Toftlund. Þeir ætluðu bara að vera í þrjá mánuði, en það var svo gam- an hjá okkur að við ákváðum að búa saman og halda áfram að spila saman. Við auglýstum eftir bassa- leikara í „svala íslenska hljóm- sveit“ og fengum nokkra alveg glataða í prufur en svo þegar And- ers kom þá small allt saman. Hann er tónlistarskólamenntaður og rosalega hæfileikaríkur. Hann veit allt um tónfræði og annað slíkt og auk þess er hann mun jarðbundn- ari en við íslensku strákarnir og það kemur sér vel í þessum bransa.“ Vilja komast á Airwaves Ragnar segir sambúð þeirra ís- lensku félaganna í Danmörku fyrst hafa verið svolítið ævintýralega. „Við leigðum allir saman heilt rað- hús þar sem var eplatré í garð- inum með rólu og hvaðeina. Þetta var svona Hringadróttins- sögustemning hjá okkur og rosa- lega skemmtilegur tími. En þegar Jói varð ástfanginn af henni Bett- ínu þá flutti hann til hennar og þá höfðum við ekki lengur efni á að leigja húsið. Svo við Kristján leigj- um núna tveir saman litla íbúð og það gengur bara vel.“ Fjórmenningarnir eru á mikilli siglingu þessa dagana, æfa öllum stundum og eru búnir að bóka nokkra tónleika í Danmörku í sum- ar. „Okkur langar rosalega til að spila á Airwaves heima á Íslandi og erum að vinna í því núna.“  TÓNLIST | Hljómsveitin ArtSide var valin band mánaðarins hjá tónlistartímaritinu Gaffa Íslenskir rokk- hundar gera það gott í Danmörku www.artside.dk Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Þeir eru óneitanlega svalir, drengirnir í ArtSide. Ragnar trymbill er annar til hægri. Daglegtlíf júní ALGENGT er að þensla líkamans geri vart við sig hjá konum á aldrinum 35–55 ára. Slík þensla er ekki algild og gera má ráðstaf- anir til að hún sé í lágmarki. Þenslan sem slík er ekki endilega þyngdaraukning eða það að kon- ur fitni með aldrinum heldur virð- ist holdið á dularfullan hátt fær- ast til! Kona sem hefur áður safnað fitu á lærin virðist til dæmis á þessum aldri þenjast út á maga- svæðinu eða í mittinu frekar en á mjöðmum og lærum. Nokkur ráð til að verjast þessu má finna á vef Mayo-sjúkrastofn- unarinnar í Bandaríkjunum. Hjá flestum konum byrjar þyngdin að sveiflast upp og niður á árunum á undan tíðahvörfum. Breytingar á hormónastarfseminni eru þó ekki eina ástæða þyngd- araukningar, aldurinn hefur þar nokkuð að segja líka. Minni athafnasemi getur átt hlut að máli. Konur sem nálgast tíðahvörf hafa tilhneig- ingu til að hreyfa sig minna sem getur vald- ið þyngdaraukningu. Konur borða gjarnan meira á þessu tíma- bili sem hefur þau áhrif að kaloríur um- framfæðunnar breytast í fitu ef þeim er ekki brennt með aukinni hreyfingu. Efnaskipti verða hægari með aldrinum sem lýsir sér þannig að færri kaloríur þarf til brennslunnar og vöðvar minnka. Þar sem vöðvar auka brennslu hefur minnkun þeirra þau áhrif að brennsla minnkar enn frekar. Verið getur að erfðafræðilegir þættir hafi áhrif á þyngdaraukningu. Konur sem þann- ig er ástatt um þurfa að hafa meira fyrir því að halda ummáli miðju sinnar í skefjum. Algengt er að konur þyngist um hálft kíló á ári þegar líða tekur að tíðahvörfum. Í hverju felst vörnin? Ef þyngdaraukning er þegar orðin að staðreynd er breytt mataræði og aukin hreyfing fyrsta skrefið. Breytt mataræði og aukin hreyfing er að sjálfsögðu líka forvörn til að koma í veg fyrir þyngdaraukningu síðar meir. Daglegar æfingar, t.d. leikfim- istímar, hraða efnaskiptum. Með því að fella styrktaræfingar að dag- legu lífi er vöðvamassi aukinn og þannig eykst brennsla aukafitu og beinin styrkjast. Ef neyslu kaloríuríkrar fæðu er algjörlega hætt heldur líkaminn að hungursneyð sé yfirvofandi og ríg- heldur í allar sínar umframbirgðir. Ef hins vegar er vandað til verka við fæðuvalið, t.d. séð til þess að fæðan samanstandi að miklu leyti af ávöxtum og grænmeti, hjálpar það líkamanum að bregðast við þyngdaraukningunni og þannig er skorin niður á öruggan máta neysla óheppilegra kaloría. Þar sem hægir á efnaskiptunum á þessu aldursskeiði þarf líkaminn 200–400 færri kaloríur daglega. Það ætti ekki að vera vandamál ef fæðu er einungis neytt þegar hungur gerir vart við sig og borðað þar til maginn er mettur. Umframmagn er betur komið á diskinum heldur en utan á maga kvenna á besta aldri. Það ætti ekki að vera keppikefli nokk- urrar konu á miðjum aldri að líta út eins og hún gerði á þrítugs- og fertugsaldri, mark- miðið ætti að vera að vera heilsuhraust og í góðu líkamlegu formi, segir að lokum á vef Mayo-sjúkrastofnunarinnar.  HEILSA | Geta konur komið í veg fyrir bumbumyndun? Bunga hér og bunga þar Æ, æ! Hvernig gerðist þetta? Morgunblaðið/ÞÖK MEÐFERÐARSTOFNUN í Amsterdam hefur opnað sérstaka deild fyrir þá sem háðir eru tölvuleikjum og mun þetta vera fyrsta slíka meðferðardeildin í Evrópu. Framkvæmda- stjóri stofnunarinnar segir að þótt leikirnir líti sakleysislega út geti þeir skapað fíkn, rétt eins og fjárhættuspil og fíkniefni. Þegar hafa um tuttugu tölvuleikjafíklar farið í meðferð á stofnuninni frá því í janúar síðastliðnum. Þeir eru á aldrinum þrettán til þrjátíu ára. Sumir sýna fráhvarfseinkenni á borð við titring og svitamyndun ef þeir sjá tölvu. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Meðferðar- stofnun fyrir tölvuleikjafíkla  HOLLAND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.