Morgunblaðið - 27.06.2006, Síða 28

Morgunblaðið - 27.06.2006, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gunnar Sigurðs-son fæddist á Akureyri 4. septem- ber 1916. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, 15. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson bóksali, f. 24. júlí 1874, d. 23. maí 1923, og Soffía Stefánsdóttir hús- móðir, f. 9. nóvem- ber 1891, d. 25. febr- úar 1973. Gunnar átti tvær systur, Önnu, f. 3. júlí 1907, d. 18. ágúst 1995, og Elínu, f. 24. febrúar 1910, d. 29. maí 1992, og tvo bræður Stef- án, f. 1917, lést ársgamall og Geir, f. 30. september 1927, d. 7. ágúst 1972. Gunnar kvæntist 15. janúar 1944 Elinborgu Sigurðsson, f. 16. sept- ember 1920, d. 27. júlí 2003. For- eldrar Elinborgar voru Jakob Thorarensen rithöfundur og skáld, f. 18. maí 1886, d. 26. apríl 1972, og Borghildur Thorarensen húsmóðir, f. 24. júlí 1897, d. 23. janúar 1996. Gunnar og Elinborg eignuðust þrjú Gunnari og Elinborgu varð 14 barnabarnabarna auðið. Gunnar ólst upp á Akureyri og útskrifaðist sem gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1936. Árið 1942 hélt Gunnar til náms í Bandaríkjunum og lauk námi í stjórn og rekstri flugvalla og flugfélaga og flugtækni frá Parks College of of Aeronautical Techno- logy of St. Louis University í Mis- souri í Bandaríkjunum árið 1944. Hann var settur flugvallarstjóri Reykjavíkurflugvallar árið 1946– 1947 og Keflavíkurflugvallar 1947– 1948 og gegndi störfum sem fulltrúi flugmálastjóra ríkisins frá 1949–1951 og sem skrifstofustjóri flugmálastjóra frá 1952–1956. Gunnar var skipaður flugvallar- stjóri Reykjavíkurflugvallar árið 1956 og gengdi þeirri stöðu í lið- lega 40 ár eða til 1. febrúar 1987. Gunnar sat í flugráði um nokkurra ára skeið, m.a. sem varaformaður. Hann var í stjórn Íslensk-ameríska félagsins frá 1954 og formaður frá 1961–1963. Gunnar hlaut ýmsar viðurkenningar vegna starfa sinna að flugmálum meðal annars ridd- arakross hinnar íslensku fálkaorðu. Gunnar og Elinborg áttu heimili í Reykjavík og bjuggu lengst af á Ljósvallagötu 10. Útför Gunnars verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. börn, þau eru: 1) Borghildur húsmóðir, f. 7. desember 1945, maki Jón Aðils fyrrv. sérfræðingur hjá Landsvirkjun. Börn þeirra eru Elinborg fulltrúi, f. 2. sept. 1965, Jón Gunnar rekstrarhagfræðing- ur, f. 30. okt. 1966, og Jakob landfræðingur, f. 14. maí 1970. 2) Gunnhildur, f. 28. október 1949. Barns- faðir Gunnhildar er Jónas Hermannsson og dóttir þeirra Soffía Guðrún barnalæknir, f. 30. ágúst 1966. Maki Gunnhildar var Sigurður Jónsson sjómaður, þau skildu. Börn þeirra eru Gunnar byggingatæknifræðingur, f. 24. júlí 1970, Ingibjörg Salóme viðskipta- fræðingur, f. 18. apríl 1973, Jón, nemi í Tækniskóla Íslands, f. 7. des. 1977, og Andri Björn, f. 14. ágúst 1989. 3) Jakob umhverfisfræðingur hjá Skipulagsstofnun, f. 19. nóvem- ber 1954, maki Þuríður Árnadóttir skrifstofumaður. Dóttir þeirra er Íris Björk, f. 11. maí 1989. Elsku afi minn, þá er komið að leiðarlokum hér á þessari jörð, en þið amma eruð þó sameinuð á ný. Afi! Þú varst mikill jafnlyndismaður og ég sá þig aldrei skipta skapi. Þú varst alltaf svo ljúfur og hlýr og mér þykir svo vænt um þig og ég mun sakna þín sárlega. Fyrsta minning mín um þig er ég sitjandi í fanginu á þér í „græna stólnum“ og þú dregur upp Tópas í munninn, varst alla tíð með Tópas í buxnavasanum. Það má heldur ekki gleyma að minnast á öll barnaafmæl- in sem þú mættir alltaf í, sama hvort það var haldið á virkum degi eða um helgi, þú lést þig aldrei vanta. Þú varst sannkallaður afmæliskóngur! Það var mikill ævintýraljómi yfir lífi ykkar ömmu, þið ferðuðust um allan heim, bæði í embættiserindum og til skemmtunar og fróðleiks. Við barna- börnin nutum góðs af og voru þær ófáar sögurnar sem við fengum að heyra um ævintýri afa og ömmu. Einnig fengum við oft mjög spenn- andi og flottar gjafir sem voru keypt- ar erlendis og fengust ekki hérna heima á Íslandi. Einnig var voða gaman að fá „útlenskt“ páskaegg um páskana og svo var „grái skápurinn“ yfirleitt fullur af alls konar „útlendu“ nammi. Það var alltaf hægt að koma á Ljósvallagötuna og ef þið voruð ekki inni, þá var bara að arka út í kirkjugarð og þar voruð þú og amma sitjandi á ykkar prívat bekk að njóta friðarins sem var ávallt til staðar í kirkjugarðinum. Afi, þú varst ákaf- lega laglegur og mikill sjarmur, alveg eins og kvikmyndastjarna. Enginn var rómantískari en þú, alltaf að sýna ömmu hvað þú elskaðir hana mikið og í hverri viku fórstu út og keyptir handa henni rósir. Þið voruð alla tíð svo sæt saman, samrýmd og ástfang- in og nú eruð þið sameinuð á ný. Ég er ákaflega þakklát fyrir að börnin mín skyldu ná að kynnast þér, þau munu búa að því alla ævi. Ég mun sjá um að halda áfram að segja þeim frá þér og ömmu og lífi ykkar. Elsku afi minn, þú varst svo sann- arlega elskaður. Ég kveð. Þín Elinborg. Látinn er í Reykjavík sómamað- urinn Gunnar Sigurðsson, fyrrv. flugvallarstjóri. Eiginkona Gunnars var Elínborg Thorarensen, æskuvin- kona mín. Við Elínborg eða Ella eins og hún var kölluð héldum báðar til Ameríku á stríðsárunum. Ég starfaði í New York en ákvað síðan áður en ég sneri aftur heim til Íslands árið 1943 að heimsækja Ellu til Los Angeles þar sem hún var þá búsett. Forlögin eru stundum einkennileg. Meðan á heimsókninni stóð komum við Ella auga á smáfrétt í dagblaði um að þrír Íslendingar frá Akureyri hefðu innritast í flugskóla í Los Ang- eles. Við veltum fyrir okkur hvort við ættum að reyna að komast í samband við þessa landa okkar. Það varð úr og ákváðum við að hittast og urðu þeir góðir vinir okkar. Einn af þeim var Gunnar Sigurðsson og þar með voru örlög Ellu og Gunnars ráðin. Þau gengu í hjónaband aðeins fjórum mánuðum síðar, 15. janúar 1944. Var því stutt í 60 ára brúðkaupsafmæli þeirra þegar Ella lést 27. júlí 2003. Þegar Gunnar hafði lokið námi 1944 fluttu þau til Íslands og tók Gunnar til starfa hjá Flugmálastjórn ríkisins en var ráðinn fluvallarstjóri Reykjavíkurflugvallar 1956 og gegndi því starfi til starfsloka 1987. Einar, maðurinn minn, og Gunnar urðu miklir mátar og tengdumst við þeim hjónum órjúfanlegum vináttu- böndum. Áttum við saman ánægju- legar samverustundir bæði innan- lands og utan. Ella og Gunnar voru sérlega samrýnd hjón og glæsileg. Það var yfir þeim einhver töfrandi blær sem mótaðist ef til vill af veru þeirra í námunda við kvikmynda- borgina Hollywood. Eignuðust þau þrjú mannvænleg börn og mörg barna- og barnabörn, allt hið gjörvu- legasta fólk. Þau bjuggu mestan hluta ævinnar á Ljósvallagötu 10 en á seinni árum áttu þau bæði við heilsubrest að stríða og fluttu þá á Hjúkrunarheimilið Sóltún. Gunnar var mikill mannkostamað- ur og sérstaklega fróður um menn og málefni. Hann var glæsimenni og hélt reisn sinni fram eftir öllum aldri. Ég heimsótti hann alltaf öðru hvoru í Sóltún og var mjög skemmtilegt að ræða við hann. Hann hélt næstum óskertu minni, var ætíð hress í bragði og jákvæður og naut þess að rifja upp skemmtileg atvik frá liðinni tíð enda gæddur ríkri kímnigáfu. En fyrst og fremst var hann mikill drengskapar- maður og sannur vinur. Ég sendi börnum hans, Borghildi, Gunnhildi og Jakobi, og þeirra fjöl- skyldum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Gunnars Sig- urðssonar. Margrét Thoroddsen. GUNNAR SIGURÐSSON  Fleiri minningargreinar um Gunnar Sigurðsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Jón Gunnar; Soffía Guðrún Jónasdóttir; Jón Sigurðsson; Ingibjörg Salóme; Borghildur; Þorgeir Pálsson. ✝ Jóhann Sveins-son fæddist í Reykjavík 27. sept- ember 1921. Hann lést á St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveinn Jónsson sjó- maður og seinni kona hans, Jóna Jó- hannsdóttir. Systur Jóhanns eru Helga, f. 1923, og Kristín Sigríður, f. 1926. Hálfsystkini hans samfeðra eru Rósant Óskar, f. 1903, Karólína Margrét, f. 1905, Jóhanna, f. 1907 og Sveinn, f. 1911. Kristín Sigríður er ein eft- irlifandi af systkinunum. Hinn 17. nóvember 1945 kvænt- ist Jóhann Guðrúnu Bjarnadóttur, f. 15. desember 1923. Þau eiga fjóra syni, sem eru: Bjarni Haf- steinn, f. 1945, kvæntur Sigríði J. Jónsdóttur, þeirra börn eru Guð- rún og Jón Eyvindur; Magnús, f. 1947, kvæntur Særúnu Garðars- dóttur og eiga þau dæturnar Kristínu Jónu og Rúnu; Sveinn, f. 1954, kvæntur Önnu Haraldsdótt- ur og eiga þau Gunni og Jóhönnu; og Jóhann, f. 1958. Barnabarnabörn Jó- hanns og Guðrúnar eru sjö. Jóhann ólst upp í Reykjavík til 9 ára aldurs en flutti þá með foreldrum sín- um til Hafnarfjarð- ar og átti heima þar síðan. Hann byrjaði ungur á sjó á togara og hóf síðan nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík árið 1943 og lauk það- an prófi árið 1945. Hann var stýri- maður og síðan skipstjóri hjá Bæj- arútgerð Hafnarfjarðar og seinna skipstjóri hjá Tryggva Ófeigssyni. Jóhann var farsæll skipstjóri alla tíð og síðasti togarinn sem hann var fastur skipstjóri á var St. Otur frá Hafnarfirði. Sjómennsku stundaði hann til ársins 1980, þá fór hann í land og vann m.a. í vörugeymslu Eimskipafélagsins í Hafnarfirði. Útför Jóhanns verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Afi minn er látinn. Barnabörnin kölluðu hann afa Jóa ef aðgreining- ar var þörf. Við afi fylgdumst saman með söngvakeppni Evrópu kvöld eitt á spítalanum. Hann smeygði sér út á svalir stundarkorn til að anda léttar og sagði glaður í bragði þegar hann kom inn aftur: „Þessu var maður búinn að bíða eftir í allan dag.“ Afi var hörkutól. Hraustur, þrælduglegur og ætíð liðtækur þeg- ar hjálparhönd vantaði. Hann var vel greindur og lesinn og minnugur þess sem hann hafði lært. Hann heilsaði mér ávallt brosandi og hvort sem hann var kátur eða dapur sýndi hann alltaf mikla gæsku. Hann var sjaldnast opinskár um til- finningar sínar en það gerðist þó einn góðan veðurdag þegar við sát- um við sjónvarp og útvarpað var stjórnmálaþætti. Einn viðmælandi þáttarins minntist á „skrímslið frá Hriflu“. Afi hrópaði af innlifun og skyldurækni á móti sjónvarpinu, svo að mér brá við: „Skammastu þín!“ Svo var látið sem ekkert væri og við héldum áfram að horfa. Afi kenndi mér að meta frelsið sem ég hef í fæðuvali. Það gerði hann bæði með því að lifa heilsu- hraustur við sykursýki og með sög- um af matarkosti fortíðarinnar. Í skötuveislu einni sagði afi: „Ég man að í sveitinni í gamla daga þótti allt- af best að bryðja brjóskið.“ Hann fylgdi þessu ekki alltaf sjálfur og má því segja að tal hans um sveitasæl- una hafi verið eins konar ljúfsár söknuður hins liðna. Talandi um mat, þá var það eitt dramatískasta ólán afa á sjómannsferlinum, sam- kvæmt eigin lýsingu, að hafa þurft að borða makkarónur á sjó. Það þótti honum mikil niðurlæging enda varla um mat að ræða. Systkini afa fluttu til N-Ameríku til að hefja nýtt líf. Það er ekki ólík- legt að viss tegund einmanaleika og saknaðar hafi verið til staðar í brjósti hans og útskýri hversu góð- um vinaböndum hann tengdist frændmennum sínum sem hann heimsóttu í stuttan tíma. Í hvert skipti sem afi bað mig að skila kveðju til ættingja sinna í Ameríku endurspegluðust tilfinningar hans. Ég þakka forsjóninni fyrir að ég fékk að eiga afa svona lengi. Blessuð sé minning hans. Jón Eyvindur Bjarnason. Kæri Jói minn, blessuð sé minn- ing þín. Ég minnist Jóhanns Sveinssonar yfir 60 ár og alltaf af öllu góðu, alltaf svo yfirvegaður og fullur af stóískri ró. Enda til margra ára skipstóri á íslenskum togurum, hann var stólpi sinnar kynslóðar sem sótti björg í bú við Íslandsstrendur. Jói var mjög myndarlegur maður sem eftir var tekið hvar sem hann fór, hann lifði til 84 ára aldurs. Hann gerði allt eins og við hin, fékk sér smók og í glas þegar við átti! Og gekk til vinnu á hverjum degi og leit út eins og maður á besta aldri, geri aðrir bet- ur. Ég held að Rúna konan hans hafi átt stóran þátt í hans góðu heilsu, svo vel hugsaði hún um þarfir hans alla tíð. Hann var sykursjúkur til margra ára og þurfti sérstakt fæði sem Rúna hugsaði mjög vel um. Þau áttu mjög fallegt heimili sem gott er að koma á. Þaðan eigum við Ingi- mundur margar glaðar, góðar minn- ingar um að borða góðan mat, spila bridds og rabba saman. Hans verð- ur sárt saknað um ókomin ár, því það þarf fjóra til að spila bridds. Hjartans kveðjur til allra sem syrgja Jóa Sveins, strákanna hans fjögurra og þeirra fjölskyldna. Já, þakkir fyrir góða umönnun, þakkir til starfsfólks St. Jósefsspítala í Hafnarfirði sem sýndi honum mik- inn kærleik og góða umönnun í hans veikindum. Kveðja Sjöfn. JÓHANN SVEINSSON Ástkær dóttir okkar, sambýliskona, systir, mágkona og frænka, GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR, Arnarhrauni 11, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 28. júní kl. 15.00. Gísli Sumarliðason, Guðrún M. Jónasdóttir, Einar B. Pétursson, Sigrún Erla Gísladóttir, Þorvaldur Svavarsson, Jón Ari Gíslason, Arnar Gíslason, Björk Arnbjörnsdóttir og systkinabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, mágur, afi og langafi, LEIFUR SIGURÐSSON rennismíðameistari, Sogavegi 168, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum laugardaginn 17. júní, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudag- inn 29. júní kl. 13.00. Guðmundur Ingi Leifsson, Elín Einarsdóttir, Sigurður Leifsson, Margrét Árný Sigursteinsdóttir, Elías Halldór Leifsson, Margrét Jónsdóttir, Guðrún Kristófersdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ENGILBERT HANNESSON fyrrverandi bóndi, Bakka, Ölfusi, sem lést á Landspítala við Hringbraut verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju fimmtudaginn 29. júní kl. 15.00. Jóhanna Engilbertsdóttir, Páll Jóhannsson, Valgerður Engilbertsdóttir, Garðar Guðmundsson, Svava Engilbertsdóttir, Gunnlaugur Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.