Morgunblaðið - 27.06.2006, Page 32

Morgunblaðið - 27.06.2006, Page 32
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn EF ÞÚ BORÐAÐIR MINNA ÞÁ MUNDIRÐU VEGA MINNA! ÁHUGAVERÐ KENNING EF ÞAÐ VÆRI BARA LEIÐ TIL AÐ SANNA HANA VIÐKVÆMUR!!! HÉR STENDUR AÐ BEETHOVEN HAFI... ...VERIÐ HRIFINN AF STELPUM, HVÍ ERT ÞÚ ÞAÐ EKKI? HVAÐ ER Í MATINN? TORTELINI OJ BARA! ÞAÐ ER EKKERT JAFN ÓGEÐSLEGT OG TORTELINI, ÞAÐ ER MESTI VIÐBJÓÐUR SEM UM GETUR! NEI! HVAÐ ER TORTELINI? MÁ ÉG EKKI FÁ EITTHVAÐ ANNAÐ Í MATINN, MAMMA? ÞAÐ FÉKKST ENGINN TIL AÐ VÖKVA HANA Á MEÐAN ÉG VAR Í BURTU HVAÐ ERTU AÐ GERA MEÐ ÞESSA PLÖNTU? SÍÐAST ÞEGAR ÉG SÁ HANA ÞÁ LOFAÐI HÚN MÉR AÐ KOMA SÉR Í FORM AF HVERJU TRÚIRÐU HONUM FREKAR EN MÉR? ÞVÍ HÚN ER KONAN MÍN FÍFLIÐ ÞITT! Í GÆR ÞÁ REYNDI ÞRJÓTUR AÐ KEYRA YFIR MANNINN ÞINN! HANN SAGÐI AÐ KRAVEN HEFÐI BEÐIÐ HANN UM ÞAÐ ÚFF! Dagbók Í dag er þriðjudagur 27. júní, 178. dagur ársins 2006 Það fór ekkert ámilli mála að Hol- lendingar fylgdust spenntir með HM í knattspyrnu þegar ek- ið var inn í smábæinn Otterlo. Meðfram aðalgöt- unni héngu fánar allra keppnisþjóðanna og á túni við miðju bæj- arins var búið að reisa risastórt hringlaga tjald, vitaskuld app- elsínugult. Og þar voru leikir hollenska landsliðsins sýndir. Þegar leið að leikj- um liðsins byrjaði fólk að tínast úr húsum sínum og tjaldið fylltist af appelsínugulum bæjarbúum á öllum aldri. Jafnvel börnin í vögnunum báru lit hollenska landsliðsins. Og stoltið leyndi sér ekki í svip foreldr- anna. Börn sem komin voru til vits héngu hinsvegar ekki lengi í tjaldinu heldur spiluðu sjálf fótbolta á gras- inu fyrir utan. Þar var vasabrots- útgáfa af öllum helstu stjörnum Hol- lands og skoruð mun fleiri mörk en í Þýskalandi. Eftir að Hollendingar náðu jafntefli við Argentínu var þjóðhátíðarstemmning í þessum litla bæ Otterlo. Litlir appelsínugulir miðar þyrluðust um allt og fólk söng og dansaði uppi á borðum. Gleðin hélst í tjaldinu langt fram á nótt. Svo trítlaði fólk aftur heim í húsin sín. Og dreymdi vísast appelsínugula drauma. Ekki er laust við að íslenskri fjölskyldu hafi orðið hugsað til fólksins smábænum Otterlo á sunnudag þegar Portúgal bar sigurorð af Hollandi í einhverri harðvít- ugustu viðureign keppninnar. Þá settist fjölskyldan við sjón- varpsskjáinn nýkomin heim af flug- vellinum, pabbinn í appelsínugulum bol og með appelsínugula flautu, dóttirin í appelsínugulum klossum og óblásnar appelsínugular blöðrur í poka. Einhvern veginn náðist ekki sama stemmning og í appelsínugula tjaldinu í Hollandi. Samt var gaman þegar eins árs guttinn, sem kann að segja nokkur orð, fór með þuluna „Fagur fiskur í sjó“ og strauk lófa föður síns íbygginn. En hann var ekkert að tvínóna við hlutina, fór með upphafið „Fagur...“, vék sér beint að lokaorðinu „datt“ og höggið datt á hendina. Hollendingar hefðu betur farið að dæmi hans! Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is          Veður | Óhætt er að segja að Reykvíkingar hafi fengið sinn skerf af rigningu í júní. Ef marka má veðurkortin virðist lítið lát verða á rigningunni næstu daga. Spáð er rigningu eða súld a.m.k. út vikuna. En miðbær Reykjavíkur hefur alltaf mikið aðdráttarafl, hvernig sem viðr- ar. Svo virtist sem þetta unga fólk léti smá rigningarskúr ekki koma í veg fyrir heimspekilegar vangaveltur þar sem það sat á bekk við Tjörnina. Morgunblaðið/Ásdís Spjallað í rigningunni MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. (Jóh. 15, 13.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.