Morgunblaðið - 27.06.2006, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 27.06.2006, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 33 DAGBÓK Ídag taka gildi hér á landi lög um breytinguá lagaákvæðum er varða réttarstöðu sam-kynhneigðra. Hrafnhildur Gunnarsdóttirer formaður Samtakanna ’78 – félags homma og lesbía á Íslandi: „Lögin leiðrétta nær allt það lagalega misrétti sem viðgengist hefur gagnvart samkynhneigðum á Íslandi og mikið ánægjuefni er að þessum áfanga hafi verið náð. Með þessu skipar Ísland sér í fremstu röð þjóða heims hvað varðar rétt- indi samkynhneigðra,“ segir Hrafnhildur. „Þá á aðeins eftir að huga að reglum er varða leyfi vígslumanna trúfélaga til að gefa saman samkyn- hneigð pör og hef ég fulla trú á að Alþingi vinni að þeim málum á næsta starfsári.“ Árið 1992 var þingsályktunartillaga flutt af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Kvennalista, ásamt þingmönnum úr öllum þingflokkum. Á grundvelli þessarar samþykktar skipaði Davíð Oddson nefnd 1993 til að kanna stöðu samkyn- hneigðra hérlendis og 1994 kom út skýrsla sem síðar myndaði grundvöll laga sem tóku gildi 27. júní 1996 og gáfu samkynhneigðum meðal annars rétt til að ganga í staðfesta samvist. Þá var sam- ræðisaldur fyrir samkynhneigða einstaklinga ákvarðaður hinn sami og fyrir gagnkynhneigða og verndarákvæði vegna mismununar gegn sam- kynhneigðum bætt í hegningarlög. „Mikilvægum áfanga var náð árið 2000 þegar réttur erlendra ríkisborgara búsettra á Íslandi var rýmkaður og þeim var heimilað að ganga í staðfesta samvist. Enn frekar var ættleiðing stjúpbarna fólks í staðfestri samvist heimiluð með vissum skilyrðum,“ segir Hrafnhildur. „Þann 11. mars 2003 var samþykkt einróma á Alþingi þingsályktunartillaga um skipun nefndar sem ætlað var að kanna réttarstöðu samkyn- hneigðs fólks og gera tillögur um úrbætur. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar var Guðrún Ög- mundsdóttir í Samfylkingunni, en allir stjórn- málaflokkar á Alþingi stóðu að henni. Nefndin sendi frá sér skýrslu nokkrum mánuðum síðar og er hún grunnurinn að frumvarpi því sem rík- isstjórn Halldórs Ásgrímssonar hefur nú flutt á Alþingi og hefur verið samþykkt. Meginefni frumvarpsins snýst um það að jafna fjölskyldu- rétt án tillits til kynhneigðar og tekur það til um 40 liða í lögum landsins,“ segir Hrafnhildur. „Meðal merkilegustu framfara er að samkyn- hneigðir hafa nú réttindi til að skrá sig í sambúð, en þurftu áður að gifta sig til að öðlast réttindi sambýlinga. Þá er mjög mikilvægt atriði að rétt- indi samkynhneigðra til frumættleiðingar eru nú jöfn á við réttindi gagnkynhneigðra. Eins er ekki lengur mismunað á grundvelli kynhneigðar í lög- um um tæknifrjóvgun.“ Í tilefni dagsins bjóða Samtökin ’78 til fagn- aðar í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. Þar flytja stutt erindi, auk Hrafnhildar, Geir H. Haarde forsætisráðherra og Guðrún Ögmundsdóttir þingkona. Flutt verður skemmtidagskrá á léttum nótum og boðið upp á veitingar. Hefst dagskráin kl. 17 og stendur til 19 og eru allir velkomnir í fögnuðinn. Mannréttindi | Nýjum lögum um réttarstöðu samkynhneigðra fagnað í Hafnarhúsinu Réttarbætur fyrir samkynhneigða  Hrafnhildur Gunn- arsdóttir fæddist í Reykjavík 1964. Hún lauk stúdentsprófi frá MH 1984 og lauk bak- kalárnámi í listum og kvikmyndagerð frá San Francisco Art Insti- tute. Hrafnhildur hefur starfað sem kvik- myndagerðarmaður og starfrækir Krumma- kvikmyndir. Hafa verk hennar hlotið fjölda verðlauna hérlendis sem erlendis. Hrafnhildur var kosin formaður Samtakanna ’78 árið 2005. Unnusta Hrafnhildar er Anita Bowen. HM í Veróna. Norður ♠Á8742 ♥D942 V/AV ♦7 ♣K75 Vestur Austur ♠G5 ♠K ♥K53 ♥ÁG10876 ♦D106543 ♦K8 ♣103 ♣ÁD86 Suður ♠D10963 ♥-- ♦ÁG92 ♣G942 Magnús Magnússon og Matthías Þorvaldsson komust í 72 para úr- slitakeppni HM í tvímenningi og end- uðu þar í 19. sæti. Félagar þeirra, Bjarni Einarsson og Sigurbjörn Har- aldsson, féllu úr keppni í undan- úrslitum. Par frá Kína hampaði gull- inu, Zhong Fu og Jie Zhao, silfrið kom í hlut Levin og Weinstein frá Banda- ríkjunum, en bronsið hlutu Ítalirnir Fantoni og Nunes. Magnús og Matthías voru í AV í spili dagsins, gegn Jeff Meckstroth og Perry Johnson: Vestur Norður Austur Suður Matthías Johnson Magnús Meckstroth Pass Pass 1 hjarta 1 spaði 2 hjörtu 4 spaðar 5 hjörtu 5 spaðar Pass Pass Dobl Allir pass Meckstroth sagði fimm spaða til fórnar, en spilið liggur til NS og með hittingi má fá ellefu slagi. En vörnin stóð sig vel. Útspilið var hjarta, sem Meckstroth trompaði og spilaði spaða á ásinn. Kóngurinn féll og Meckstroth tók líka á spaðadrottningu. Hann lagði niður tígulás og trompaði tígul til að spila svo litlu laufi úr borði undan Kxx. En Magnús var við öllu búinn og dúkkaði hiklaust. Meckstroth lét þá níuna og Matthías fékk slaginn á tíuna. Vörnin hamraði á hjartanu þannig að fjórða laufið nýttist sagn- hafa ekkert og spilið fór tvo niður: 300 í AV, sem gaf okkar mönnum 94% skor. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. Bb5 Rd4 5. Ba4 c6 6. Rxe5 d5 7. d3 Bd6 8. f4 Bc5 9. exd5 O-O 10. Re4 Rxe4 11. dxe4 Dh4+ 12. g3 Dh3 13. Be3 Dg2 14. Hg1 Dxe4 15. Kf2 He8 16. Dd3 Staðan kom upp á Aerosvit-mótinu sem fer senn að ljúka í Foros/Jalta í Úkraínu. Aserski stórmeistarinn Shakhriyar Mamedyarov (2699) hafði svart gegn rússneskum kollega sínum Sergei Rublevsky (2687). 16… Hxe5! 17. fxe5 Df3+ 18. Ke1 Bf5 19. Hf1 Bb4+! 20. c3 Bxd3 21. Hxf3 Rxf3+ 22. Kf2 Rxh2 23. cxb4 Rg4+ 24. Kf3 Rxe5+ 25. Kf4 Rg6+ 26. Kf3 cxd5. Svartur er nú tveimur peðum yfir og með unnið tafl. Hvítur barðist um á hæl og hnakka en það dugði ekki til að forða tapi. 27. Hc1 Re5+ 28. Kf4 Rg6+ 29. Kf3 b5 30. Bb3 Bc4 31. Bc2 Re5+ 32. Kf4 f6 33. Hd1 Bxa2 34. b3 Hc8 35. Bc5 a5 36. Bf5 Bxb3 37. Hb1 Bc2 38. Be6+ Kh8 39. Ha1 He8 40. bxa5 Rd3+ 41. Kf3 Rxc5 42. Bxd5 b4 43. a6 Rxa6 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Félagsstarf Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað, kl. 8–16 handavinna, kl. 9–16.30 smíði/ útskurður, kl. 9–16.30 leikfimi, kl. 9 boccia, kl. 13.30 gönguhópur, kl. 10– 16 púttvöllurinn. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, út að pútta, dagblöðin liggja frammi. Dalbraut 18-20 | Bridds mánudaga kl. 14. Félagsvist þriðjudaga kl. 14. Bónus miðvikudaga kl. 14. Hádeg- isverður og síðdegiskaffi. Heitt á könnunni og dagblöðin liggja frammi. Opið kl. 9–16. Allir velkomn- ir. Sími 588 9533. Félag eldri borgara í Kópavogi, ferðanefnd | Júlíferðir FEBK. Uppl. og skráningarlistar eru í fé- lagsheimilunum í Gullsmára og Gjá- bakka í júlíferðir FEBK. A) 14.–15. júlí: Fjallabaksleið nyrðri/Eldgjá/ Lakagígar. B) 25.–28. júlí: Sprengi- sandur/Norðurland/Flateyjardalur. Skráningu lýkur nk. mánaðamót. Símaskráning: 560 4255, Bogi Þór- ir/554 0999, Þráinn. Félag eldri borgara í Reykjavík | Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar ganga frá Stangarhyl 4 kl. 10. Haukadals- skógur, dagsferð 28. júní. Ekið verð- ur til Þingvalla og þaðan um Gjá- bakkaveg til Laugarvatns og Geysis. Gengið um Haukadalsskóg. Kaffi- hlaðborð í Brattholti. Uppl. og skrán- ing í síma 588 2111. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 10–17. Þriðjudagsgangan kl. 14 eins og venjulega. Alltaf heitt á könnunni og heimabakað meðlæti. Félagsstarf eldri borgara í Mos- fellsbæ | Ferð verður í Fljótshlíð fimmtudaginn 29. júní kl. 16. Upplýs- ingar og skráning hjá Svanhildi í síma 692 0814 og 586 8014 e.h. Hafnarfjörður | Í sumar verður pútt- að á Vallavelli á Ásvöllum á laug- ardögum frá 10–11.30 og á fimmtu- dögum frá kl. 14–16. Mætum vel og njótum hverrar stundar. Hraunbær 105 | Kl. 9 opin vinnu- stofa, kaffi, spjall, dagblöðin og hár- greiðsla. Boccia kl. 10 og hádeg- ismatur kl. 12. Ferð í Bónus kl. 12.15 og kaffi kl. 15. Hvassaleiti 56-58 | Jóga með Björgu Fríði kl. 9 og 10. Böðun fyrir hádegi. Hársnyrting, sími 849 8029. Hæðargarður 31 | Opið öllum kl. 9– 16. Listasmiðjan opin. Félagsvist mánudaga kl. 13.30. Ganga leikfimi- hóps á þriðjudag og fimmtudag kl. 10. Gönuhlaup á föstudag kl. 9.30. Út í bláinn á laugardag kl. 10. Bónus á þriðjudag kl. 12.40. Frjáls spilahóp- ur á miðvikudögum kl. 13.30. Nánari uppl. í s. 568 3132. Norðurbrún 1 | Kl. 10 boccia, kl. 14 leikfimi, kl. 9 opin hárgreiðslustofa, sími 588 1288. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9–15.30 handa- vinna. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13–16 frjáls spil. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, morgunstund kl. 9.30, hár- greiðslu- og fótaaðgerðarstofa opin, leikfimi kl. 10, almenn handmennt kl. 10–14.30, félagsvist kl. 14. Allir vel- komnir. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjón- usta kl. 18.30. Garðasókn | Opið hús í sumar í Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju á þriðju- dögum, kl. 13 til 16. Við spilum lom- ber, vist og bridds. Röbbum saman og njótum samverunnar. Kaffi á könnunni. Vettvangsferðir mán- aðarlega, auglýstar hverju sinni. Akstur fyrir þá sem vilja, upplýs- ingar í síma 895 0169. Allir vel- komnir. Garðasókn | Í dag fer Opið hús Ví- dalínskirkju í vettvangsferð til Sand- gerðis og skoðar kertasmiðjuna Jöklaljós og Listasmiðjuna. Kaffi drukkið á staðnum. Farið frá Vídal- ínskirkju kl. 13, komið til baka um kl. 17. Upplýsingar í síma 565 6380 eða 895 0169. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðs- þjónusta alla þriðjudaga kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Hjallakirkja | Bæna- og kyrrð- arstund er í Hjallakirkju á þriðjudög- um kl. 18. Kristniboðssalurinn | Samkoma verður í Kristniboðssalnum á Háa- leitisbraut 58–60 miðvikudaginn 28. júní kl. 20. „Þú ert Kristur!“ Helgi Hróbjartsson talar og sér um efni. Kaffi eftir samkomuna. Allir eru velkomnir. Á samkomunni kl. 20 munu kristniboðarnir Ragnar Schram og Kristbjörg Gísladóttir flytja kveðju. Allir velkomnir. Ósómi og óvirðing Strætó EINU sinni voru bekkir í biðstöð- inni við Lækjartorg. Þetta var bara þokkalegt og ekki man ég eftir nein- um vandræðum í húsinu er beðið var eftir næsta bíl. Þá þóttust þeir hjá Strætó ætla að bæta þjónustuna. Útikamar var sett- ur upp í staðinn fyrir snyrtingu. Svo var ein helsta biðstöðin fyrir bíla á austurleið sett upp í Hverfisgötu. Menn máttu þá hlaupa yfir tvær tvö- faldar akreinar og stilla sér upp í norðanvindinum. Þar voru sæti fyrir tvo í opnu skýlinu. Vindurinn kemur sjaldnast ofan af himninum á Ís- landi. Tylla mátti rassinum ofan á grjót- og moldargarð Stjórnarráðs- ins. Þá var lokað og klætt fyrir sætin og sett þar auglýsingaskilti. Enn stendur þarna fjórum vikum eftir kosningar X-D, X-F svo og S með myndum popphópa. Þetta er sóðalegt og hreint ekki aðlaðandi. Svo segjast menn ætla fjölga farþegum í almennings- vögnum!! Heyr á endemi! Svipað er þetta á Hlemmi. Þar er líka útikam- ar. Mér er sagt að þetta sé ekkert betra í Mjóddinni, en þangað á ég sjaldan erindi. Óvirðing sú sem Strætó sýnir okkur viðskiptavin- unum er yfirgengileg. Sveinn Guðmundsson. Í sambandi við ríkissjónvarpið ÉG vil leggja fram kvörtun yfir því hvað ríkissjónvarpið sýnir orðið ógeðslegar myndir þar sem konur eru bæði lítilsvirtar og beittar of- beldi. Þetta er ekki gott fyrir yngri kyn- slóðina og hvet ég þá til að bæta sig í þessu. Með von um að það verði sýndar öðruvísi myndir en glæpa- myndir. Ásrún. Kettlingar fást gefins ÞESSIR átta vikna kettlingar óska eftir að komast á kærleiksríkt heimili sem fyrst. Eru kassavanir og hvers manns hugljúfi. Uppplýsingar í síma 897 8663. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Fréttir á SMS Í NÝRRI og glæsilegri viðbyggingu Þjórsárvers var opnuð sýning í hinu nýja „Listakaffi“ á verkum hinnar góðkunnu listakonu Siggu á Grund. Sigga er hér á heimaslóð. Grund er næsti bær sunnan Þjórsárvers, en norðan Þjórsárvers eru uppeldisslóðir Siggu, höfuðbólið Villingaholt. Sigga á Grund sýnir hér mörg af sínum bestu verkum. Hér má meðal annars sjá „Ófrísku konuna“, „Tölthestinn“ og fjölda annarra dýrgripa, bæði í eigu Siggu og annarra. Nýjasta verkið er þó kannski athyglisverð- ast. Það er portrett af konu, gert á nýliðnum vetri og nefnist „Kristólína Rós“. Sýning Siggu stendur til 9. júlí nk. Jafnframt því að njóta listar á sýn- ingum geta gestir Þjórsárvers keypt sér hressingu í Menningarmiðstöðinni Þjórsárveri. Sýning Siggu á Grund í Listakaffi Þjórsárvers

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.