Morgunblaðið - 27.06.2006, Side 35

Morgunblaðið - 27.06.2006, Side 35
Portúgala frá árinu 1500 til dagsins í dag. Þetta er bæði skemmtileg og fræð- andi sýning sem vert er að sjá. Til 10. júlí. Skaftfell | Nú stendur yfir sýning bræðr- anna Sigurðar Guðmundssonar og Krist- jáns Guðmundsonar í Skaftfelli, menning- armiðstöð myndlistar á Austurlandi. Sýningin er opin daglega frá kl. 14–21 í sumar. Sýning Ragnars Jónassonar og Sólveigar Einarsdóttur í Gallerí Vest- urvegg í Skaftfelli. Á sýningunni má sjá bráðnandi ís úr plastefni og málverk ein- ungis unnin úr málningu. www.skaftfell.is. Til 6. júlí. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu- konur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síðari hluta 19. aldar. Þær nutu þeirra forréttinda að nema myndlist er- lendis á síðustu áratugum 19. aldar og upp úr aldamótum. Þjóðminjasafn Íslands | Í Myndasal eru til sýnis ljósmyndir Marks Watson og Alf- reds Ehrhardt af Íslandi sumarið 1938. Af myndum ferðalanganna má sjá hve ljósmyndin getur verið persónulegt og margrætt tjáningarform. Söfn Árbæjarsafn | Á Árbæjarsafni hefur ver- ið opnuð sýningin Húsagerð höfuðstaðar, saga byggingatækninnar í Reykjavík frá 1840–1940. Gljúfrasteinn - Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga í sumar kl. 9– 17. Hljóðleiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðlunarsýning og gönguleiðir í nágrenninu. Frekari upplýs- ingar á www.gljufrasteinn.is og í s. 586 8066. Kotbýli kuklarans | Sýning á Klúku í Bjarnarfirði sem er bústaður galdra- manns. Litið er inn í hugarheim almúga- manns á 17. öld og fylgst með hvernig er hægt að gera morgundaginn lítið eitt bærilegri en gærdaginn. Opið alla daga kl. 12–18 til 31. ágúst. Minjasafnið á Akureyri | Sumarsýning. Ef þú giftist? Brúðkaupssiðir fyrr og nú. Ef þú giftist fjallar um brúðkaup og brúð- kaupssiði í gegnum tíðina. Sýningin er unnin í samstarfi við þjóðminjasafn Ís- lands og er opin alla daga milli 10 og 17. Til 15. sept. Perlan | Sögusafnið í Perlunni er opið alla daga kl. 10–18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum fjölda leikmynda sem segja söguna frá landnámi til 1550. ww.sagamuseum.is. Veiðisafnið - Stokkseyri | Skotveiðisafn – uppstoppuð veiðidýr og veiðitengdir munir, skotvopn o.fl. Opið 11–18. Sjá nánar á www.hunting.is. Þjóðminjasafn Íslands | Vaxmyndasafnið hefur löngum verið sveipað æv- intýraljóma og í sumar gefst tækifæri til sjá hluta þess á 3. hæð safnsins. Óskar Halldórsson útgerðarmaður styrkti ís- lenska ríkið árið 1971 til að koma safninu upp í minningu sonar síns, Óskars Theo- dórs Óskarssonar. Nú stendur yfir sýning á níu fornleifa- rannsóknum Kristnihátíðarsjóðs í Rann- sóknarýminu á 2. hæð. Hér gefst tæki- færi til að skoða úrval gripa sem komið hafa úr jörð á síðustu árum en mikil gróska hefur verið í fornleifarannsóknum. Vafalaust munu niðurstöður þeirra með tímanum breyta Íslandssögunni. Í Þjóðminjasafni Íslands er boðið upp á fjölbreyttar sýningar, fræðslu og þjón- ustu. Þar er safnbúð og kaffihús. Uppákomur Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Fimm- kallahringurinn eftir fjöllistahópinn Norð- an Bál. Lifandi ljósastaurar. Að sjá er upplifun. Staðsetning verksins er á tún- reitnum fyrir utan Gerðarsafn í Kópavogi. Fréttir og tilkynningar Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Von og hjálp fyrir vini og fjölskyldur alkóhól- ista! Fundir eru á hverjum degi víðsvegar um landið. Skoðið heimasíðu okkar, www.al-anon.is. Þar er líka að finna sögur og þýðingar úr lesefninu. Börn Reykjavíkurborg | Í sumar verða opnir leikvellir á vegum ÍTR fyrir 2–5 ára börn í hverfum borgarinnar. Þar er boðið upp á útivist og leik í öruggu umhverfi. Komugjald er 100 kr. Nánari upplýsingar á www.itr.is og í síma 411 5000. Útivist og íþróttir Viðey | Sr. Þórir Stephensen, fyrrverandi staðarhaldari í Viðey, fræðir gesti um sögu klaustursins, áfanga Richard Serra og ýmislegt fleira. Ferðin byrjar hjá Við- eyjarferjunni í Sundahöfn kl. 19 og stend- ur í um tvær klst. Ferjutollur er 750 kr. fyrir fullorðna og 350 kr. fyrir börn. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 35 DAGBÓK Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is FÉLAGARNIR Björn Thooddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson í Guitar Isl- ancio eru á leið til Japans, þar sem tríóið mun halda þrenna tónleika í næstu viku. Það er Aljjos Music, útgefandi Guitar Islancio í Japan, sem skipuleggur tónleikana í samvinnu við Japan Iceland Society. Óttar Felix Hauksson hjá Zonet-útgáfunni verður í för með þeim, en Zonet-útgáfan hefur samið við Alljos Music í Japan um leyfi á útgáfu þriggja hljómplatna með Guitar Islancio, kom fyrsta platan út nú á vordög- um. Ferð þessi er farin til að styrkja útgáfu Guitar Islancio enn frekar í Japan og verður virtum tónlistarblaðamönnum ásamt fulltrúum útvarps- og sjónvarpsstöðva boðið á hljómleika Guitar Islancio og á fund listamanna og útgefenda. Það er vaxandi áhugi fyrir tónlist Guitar Islancio erlendis, hin skemmtilega sér- stæða blanda íslenskrar þjóðlagahefðar og alþjóðlegs djassívafs, leikin af hljóðfæra- leikurum sem vissulega eru á heimsmælikvarða, mælist víðast hvar vel fyrir. Tónlist Guitar Islancio er þegar komin í spilun í útvarpi í þremur heimsálfum, Ameríku, Evr- ópu og Asíu. Guitar Islancio eru verðugir fulltrúar íslensks tónlistarlífs á erlendum vettvangi og hefur framganga þeirra á erlendri grund opnað dyrnar fyrir öðrum ís- lenskum listamönnum á erlendum markaði, má þar nefna að íslenskir tónlistarmenn hafa átt fulltrúa á hverju hausti á hinni árlegu kínversku alþjóðlegu listahátíð í Shanghai síðan Guitar Islancio riðu þar fyrstir á vaðið. Guitar Islancio til Japans Guitar Islancio heldur tónleika í Japan í næstu viku og eru tónleik- arnir haldnir í samvinnu við Japan Iceland Society. Sjálfskiptur Beinskiptur Verð á Isuzu D-MAX Crew Cab 2.590.000 kr. 2.490.000 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 2 2 13 0 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Isuzu hefur fyrir löngu sannað öryggi og endingu á íslenskum vegum. Nú kynnum við nýjan og stórglæsilegan Isuzu D-MAX pallbíl. Hann er þjáll og lipur í akstri, en jafnframt rammbyggður og traustur félagi og á alveg ótrúlega góðu verði. Isuzu D-MAX hefur fengið alveg nýtt útlit og er staðalbúnaður eins og hann gerist bestur, þar má nefna loftkælingu, ABS hemlakerfi, álfelgur o.fl. Isuzu er með 3.0 lítra dísilvél með túrbínu og millikæli og skilar 130 hestöflum. Isuzu D-MAX er farkostur fjölskyldunnar, vinsæll vinnufélagi og verðið ráða allir við! PALLBÍLL Á POTTÞÉTTU VERÐI! Selfossi 482 3100 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 461 2960

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.