Morgunblaðið - 27.06.2006, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
! " #
$$$
%
!"#$ !%
&'( )( * + ,( ) - . /
+.
. 0 + 1 ,*2+, 3
&4(5
( * + ,( ) - . /
Á ÞAKINU
29. júní – Frumsýning Uppselt
30. júní – Uppselt
1.júlí – Uppselt
6.júlí – laus sæti
7.júlí – laus sæti
8.júlí – laus sæti
Miðasalan er í síma 568 8000
www.borgarleikhus.is
www.minnsirkus.is/footloose
HÓPUR dansara og tónlistarmanna
frá Okinawa, eyjunum sem liggja
góðan spöl í suður frá Japan, sýndi
okkur dansa og söngva sem fjalla
um daglegt líf á eyjunum fyrr á
tímum. Mikill hluti af efnisskránni
fjallaði um tímann þegar eyjarnar
voru sjálfstætt konungsdæmi, frá
15. öld til 17. aldar, undir nafninu
Ryukyu. Menning þess tíma var
friðsamleg og alþjóðleg enda hafa
Okinawa alltaf verið eyjar sem eru
opnar heiminum og því gætir áhrifa
frá helstu viðskiptalöndunum í
menningu þeirra.
Undir sjöstjörnu er hrífandi sýn-
ing sem einkenndist af smitandi
gleði og einlægni flytjenda. Sýn-
ingin er í átta mislöngum atriðum
þar sem danskaflarnir eru brotnir
upp af stuttum tónlistaratriðum.
Fyrstu kaflarnir voru helgaðir dag-
legum störfum eyjaskeggja á fyrstu
árum Ryukyuríkisins, landbún-
aðarstörfum, uppskeru og þorps-
menningu. Upphafsatriðið var
glæsilegt þar sem fjórir karldans-
arar dönsuðu kraftmikinn og karl-
mannlegan dans eftir stuttan ein-
söng aðalkvensöngvarans undir
stjörnuhimni. Allur þessi kafli var
einstaklega fjörugur og skemmti-
legur enda fékk hann góðar und-
irtektir hjá áhorfendum. Danssköp-
unin virðist byggjast á
þjóðdansasporum og skemmtilegum
handahreyfingum ásamt þeirri
snerpu og krafti sem sjá má í bar-
dagaíþróttum þessa heimshluta.
Búningar voru einfaldir sem hæfir
sveitamenningunni og dansararnir,
sem sungu líka af hjartans lyst,
voru berfættir í fyrstu atriðunum.
Stutt og skemmtilegt innskot var
flutt af kunnuglegri rödd Gunnars
Eyjólfssonar leikara og tveimur
dönsurum sem báru grímur sem
sýndu verulega gömul andlit, annað
með skeifu, hitt brosandi. Textinn
var áminning um að gleyma ekki
orðum forfeðranna, menn skyldu
huga að fjölskyldunni og samhjálp
en að lokum muni allt fara vel.
Sjósókn er mikilvægur þáttur í
lífi eyjaskeggja og eitt atriði var um
konurnar sem bíða heima og annað
var glæsilegur dans karlanna með
árar þar sem hreyfingar minntu á
róður og ágjöf. Annað atriði sem
fékk kröftugar undirtektir áhorf-
enda var mikilfenglegt trommusóló
annars ásláttarhljóðfæraleikarans.
Atriði þar sem fjallaði um list Ryu-
kyu-tímabilsins var með allt öðrum
blæ en dansar hversdagslífsins.
Hefðbundinn dans þar sem handa-
hreyfingar voru mikilvægari en ör-
lítil sporin enda óhægt um vik í
dragsíðum, litríkum glæsibúningum
kvennanna. Þarna var dansað með
blævængi og veifur og síðan brotið
upp af karatehreyfingum eins
karldansarans.
Segja má að bæði tónlist og dans-
sköpun hafi verið nokkuð einhæf,
samskonar taktur og svipaðar
hreyfingar allt í gegn, en það gerði í
raun ekki mikið til, fjölbreytnin
fólst í dansmynstrinu og fagmann-
legri sviðsetningu. Ennfremur í
skiptingu á milli ásláttarhljóðfæra,
strengjahljóðfæra, söngs og blísturs
sem strengjahljóðfæraleikararnir
voru duglegir við. Síðasta atriðið,
sem fjalla átti um nútímann, var
svolítið misheppnað, vestrænt
„beat“ var komið í tónlistina sem
truflaði nokkuð þar sem danssporin
voru enn þau sömu og búningastíll-
inn sá sami. Öll umgjörð sýning-
arinnar var mjög vönduð. Það sem
eftir stendur er lífleg og skemmti-
leg sýning um menningararfleifð
fjarlægra eyja, þar sem hver ein-
staklingur í þessum stóra, glaða
hópi lagði sig fram af einlægni og
fagmennsku.
Einlægir og
glaðir dansarar
DANS
Þjóðleikhúsið
Japönsk gestasýning, sýnd í tilefni þess
að 50 ár eru liðin frá því að stjórnmála-
samband var tekið upp á milli Japans og
Íslands. ACO, flokkur dansara og tónlist-
armanna frá Okinawa. Stjórnandi: Haruo
Misumi. Danshöfundur: Kaname Goya.
Sunnudaginn 25. júní.
Undir sjöstjörnu
„Undir sjöstjörnu er hrífandi sýning sem einkenndist af smitandi gleði og
einlægni flytjenda,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir m.a. í umfjöllun sinni.
Ingibjörg Björnsdóttir
NYKUR, bókmenntavettvangur
og sjálfshjálparbókaforlag, var
stofnaður árið 1995 af nokkrum
ungum skáldum. Á vegum Nyk-
urs komu út fyrstu verk skálda
og rithöfunda á borð við Andra
Snæ Magnason, Davíð A. Stef-
ánsson, Steinar Braga, Ófeig Sig-
urðsson og fleiri. Alls komu út 13
bækur á vegum Nykurs fram til
ársins 2003, en þá fór hann aftur í
tjörnina og beið færis.
Nú, þremur árum síðar, hefur
stokkast upp og fjölgað í
mannafla Nykurs. Yngri skáld
hafa bæst í hópinn og flóran orð-
in meiri. Annað kvöld mun Nyk-
urinn koma aftur upp á yfirborð-
ið, tvíefldur og með ferskan blæ.
Frá og með þessum tímapunkti
mun Nykur verða nýtt skálda- og
bókmenntaafl á Íslandi.
Með haustinu munu koma út
bækur nokkurra skálda undir
merkjum Nykurs. Upp-
risukvöldið mun fara fram á Cafe
Rósenberg og hefjast kl. 22.
Skáldin munu lesa upp úr
frumsömdu efni, en á milli þess
verður farið yfir það sem Nykur
hefur gert og hver framtíð hans
er.
Nykurskáld að þessu sinni
verða:
Arngrímur Vídalín
Davíð A. Stefánsson
Emil Hjörvar Petersen
Kári Páll Óskarsson
Urður Snædal.
Kynnir verður Hildur Lillien-
dahl og sérstakur gestalesari
verður Ingibjörg Haraldsdóttir.
Allir eru velkomnir og aðgangur
er ókeypis.
Nykurinn aftur
upp á yfirborðið ÍSLENSKIR dansarar báru umhelgina sigur úr býtum í alþjóðlegridanskeppni, Dans Grand Prix Eu-
rope, sem árlega er haldin á fjórum
stöðum, í París, Prag, Barcelona og
Cesena á Ítalíu. Í hópnum voru
Helga Jónína Markúsdóttir, Mel-
korka Sigríður Magnúsdóttir og
Vigdís Eva Guðmundsdóttir, 18 og
19 ára gamlar stúlkur sem útskrif-
uðust úr Listdansskóla Íslands nú í
vor. Þær unnu keppnina í Cesena í
flokki samtímadans.
Eins og kunnugt er var í vor tekið
upp breytt rekstrarform á Listdans-
skóla Íslands. „Í raun er þessi bikar
mjög táknrænn. Það er formlega
búið að loka skólanum en við feng-
um að halda út í keppnina til að
ljúka hefðbundnu skólaári. Hvað
gerist síðan? Stelpurnar vinna
keppnina og koma því heim með
gullbikar sem á hvergi heima, bikar
sem þær unnu fyrir hönd skóla sem
ekki er lengur til. Þær hafa af þessu
tilefni ákveðið að gefa Þorgerði
Katrínu Gunnarsdóttur mennta-
málaráðherra þennan heimilislausa
bikar sem hvatningu til þess að
hefja af alvöru uppbyggingu list-
dansins á Íslandi,“ segir Karen
María Jónsdóttir, listrænn stjórn-
andi hópsins. Hún hefur kennt
stúlkunum síðastliðin tvö ár í skól-
anum.
Krossfiskar og sánaböð
Í keppninni í Cesena voru sýnd 55
atriði. Keppt var í þremur flokkum,
í nútímadansi, klassískum dansi og
samtímadansi. Íslenski hópurinn
sýndi tvö atriði sem bæði voru
frumsamin. Annað verkið ber nafnið
Prisma og fjallar að sögn Karenar
Maríu um mannleg samskipti.
„Það sækir innblástur sinn í sam-
skipti í búningsklefum í sundlaug-
um. Í búningsklefunum höfum við
lítið til að skýla okkur á bak við og
erum ákaflega varnarlaus. Hug-
myndin kviknaði þegar við vorum í
Finnlandi í janúar og unnum að
verki sem síðan var frumsýnt í
Turku. Finnar eru mikið í sánu og
fara naktir í hana. Við þurftum að
venjast því að fara með hópi af öðru
nöktu fólki í sánu. Innblásturinn er
sóttur til þessara aðstæðna og sam-
skiptaformsins sem myndast við
þær,“ segir Karen.
Hitt verkið ber nafnið Starfish
Prima. „Það er sótt í fimmtu kjarn-
orkusprengjuna sem Bandaríkja-
menn sprengdu úti í geimnum í
kalda stríðinu. Við blönduðum þessu
þema saman við hreyfingar kross-
fiska en krossfiskar heita á ensku
starfish. Krossfiskar hafa visst
hegðunarmynstur; einn þeirra
ræðst á það sem er í sjónum og hin-
ir horfa á. Okkur fannst þessi tvö
þemu eiga vel saman og að ákveðin
samsömun væri á milli Starfish
Prima og hegðunar krossfiskanna.“
Þetta er í fyrsta sinn sem Íslend-
ingar taka þátt í Dans Grand Prix
Europe. Karen María segir sigurinn
hafa mikla þýðingu og að nauðsyn-
legt sé að geta borið sig saman við
dansara í öðrum löndum. „Okkar at-
riði báru íslenskan keim, voru ögr-
andi og framsækin og það gat í raun
brugðið til beggja vona; annaðhvort
myndi fólki líka þetta mjög vel eða
alls ekki,“ segir hún. „Raunin varð
sú að undirtektirnar voru gríðarlega
góðar.“
Dans | Alþjóðleg listdanskeppni haldin á Ítalíu um helgina
Íslenski danshópurinn sýnir verkið Starfish Prima í keppninni á Ítalíu.
Íslenskir dansarar unnu
í flokki samtímadansa
Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur
sigridurv@mbl.is
Morgunblaðið/Fausto Fontana