Morgunblaðið - 21.07.2006, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 B 5
NÝTT!
Söluaðilar um land allt
Árið 1967, þegar The Graduate með
Dustin Hoffman og Anne Bancroft
birtist á hvíta tjaldinu og 300.000
blómabörn hittust í San Francisco ást-
arsumarið mikla, hófst nýtt skeið hjá
Cadillac með tilkomu fyrsta fram-
hjóladrifna Cadillac-bílsins, Cadillac
Fleetwood Eldorado. Bíll þessi markaði
tímamót hjá Cadillac að tvennu leyti, í
fyrsta lagi var Eldorado fyrsti fram-
hjóladrifsbíll Cadillac eins og áður hef-
ur verið nefnt og í öðru lagi var þetta
fyrsti sportlegi Cadillac-bíllinn um
langt skeið.
Bíll þessi, hannaður af Bill Mitchell,
hefur þótt með þeim fallegri og hefur
heillað Atla Jarl Martin það mikið að
hann ákvað að flytja inn vel með farið
eintak frá Kanada til eigin nota.
Rúntað um á draumaskýi
Blaðamaður bílablaðsins hitti Atla
Jarl og Cadillac Eldorado á fallegu
sumarkvöldi og sveif á draumaskýi
mjúkrar fjöðrunar og endalauss togs
aftur til fortíðar.
Svona bílar eru tilkomumiklir og líða
áfram, hljóðlausir og tignarlegir. Húdd-
ið er ótrúlega langt á svona bíl og end-
ar í vígalegu grilli úr ál-prófílum, um-
vafið miklu krómi. Á svona bíl er ekkert
plast sjáanlegt, bara alvöru króm,
málmur og gler. Þetta er þannig bíll að
það er nauðsynlegt að ganga hring í
kringum hann áður en sest er inn í bíl-
inn, formin eru svo ólík því sem flestir
bílaframleiðendur senda frá sér í dag
og bílar sem skera sig út úr eru kær-
komin hvíld frá vísitölubílunum.
Þegar sest er inn í bílinn tekur mað-
ur betur eftir því hvað hann er ótrúlega
stór. Þetta er 2,5 tonna, tveggja dyra,
sex manna bíll og búinn sjö lítra V8 vél
sem skilar öllu aflinu beint í götuna í
gegnum framhjóladrif. „Hann liggur
eins og tyggjóklessa,“ segir Atli Jarl
og eru þær lýsingar í takt við skoðanir
bílapressunnar á sínum tíma en bíllinn
þótti einn besti akstursbíll Cadillac,
nokkuð sem fæstir hefðu búist við af
framhjóladrifnum „pramma“ eins og
margir kalla svona stóra bíla.
Afl vélarinnar er mikið en því er skil-
að á mjúkan hátt. 250 kílówatta vélin,
sem er um það bil 335 hestöfl, er gíf-
urlega togmikil og segir Atli Jarl að
togið sé svo mikið að það „snúi upp á
allan bílinn þegar gefið er í“. Það finnst
líka og er eiginlega eina teikn þess afls
sem vélin býr yfir því hún er hönnuð til
að snúast á lágum snúningi og skila
mesta toginu í kringum 2800 snún-
inga. Það eru því ekki mikil læti í vél-
inni þó gefið sé hressilega inn og ekki
skrítið að bíllinn sé einungis 10 sek-
úndur í 100 kílómetra þrátt fyrir að
vera 2,5 tonn þegar allt aflið er haft í
huga.
Atli Jarl segir Cadillac henta sér
sérlega vel, hann sé rokkari og kunni
að meta umhverfið sem bíllinn bjóði
upp á, „smá meira króm, smá meira
afl, lengri bílar“ segir Atli Jarl þegar
hann telur upp helstu kosti Cadillac og
útlistar af hverju þetta tiltekna merki
höfði svona mikið til hans, reyndar var
rokkarinn Elvis mjög svo hrifinn af Ca-
dillac segir Atli en sá frægi mjaðm-
ahnykkir átti víst 200 Cadillac-bíla yf-
ir ævina.
Það hefur líka verið lögð talsverð
natni í smáatriðin, stenslað stálið í
umgjörðinni um mælana er í stíl við
þennan bandaríska fulltrúa járns og
stáls, í bílnum er kortaljós sem gefur
þvílíka lýsingu að það myndi duga á
hvaða skrifborð sem er, afturrúðumið-
stöð er nokkuð sem ekki er algengt í
bílum og blaðamaður kunni sér-
staklega vel að meta gangstéttarljósin
sem eru falin í frambrettunum en þeim
er ætlað að lýsa upp gangstéttina þeg-
ar teknar eru beygjur.
Blaðamaður var svo heppinn að fá
að taka bílinn til kostanna og þó langt
sé um liðið frá því að svipuðum bíl var
ekið þá rifjaðist fljótlega upp hve ofur
létt stýrið er í bílum frá þessum tíma
og allt gert til að gera aksturinn sem
auðveldastan fyrir bílstjórann. Þriggja
gíra sjálfskiptingin er þýð og maður
merkir varla skiptingarnar því þær
gerast á svo lágum snúningi.
Í fljótu bragði minnir aksturinn á
svona bíl dálítið á siglingar. Ökumað-
urinn þarf t.d. að vita nokkru áður en
hann kemur í beygju hvernig hann ætl-
ar að taka hana og bíllinn er ekki að
flýta sér neitt að bregðast við, enda á
allt að gerast í rólegheitum í svona bíl.
Notar bílinn daglega
Margir verða kannski hvumsa þegar
þeir heyra um að einhver noti næstum
fertugan bíl í og úr vinnu, í innkaup,
ferðalög og hvaðeina. En það er í raun-
inni ekki svo skrýtið. Þó bíllinn sé með
sjö lítra vél þá er eyðslan alls ekki eins
slæm og ætla mætti. Bíllinn „notar“
aðeins 23 lítra af bensíni að meðaltali
áhverja hundrað kílómetra í innanbæj-
arakstri. Það verður að teljast nokkuð
gott fyrir bíl af þessari stærðargráðu.
Margir nýir bílar og mun léttari skila
svipaðri eyðslu þrátt fyrir að vera
bæði með minni vélar og minna afl. Til
viðbótar eru tryggingar hagstæðar af
bílum sem eru orðnir 25 ára eða eldri,
engin eru bifreiðagjöldin og það sem
mest um munar er að engin eru afföllin
því svona bílar eru líklegir til að haldast
íverði svo lengi sem um þá er vel
hugsað.
Það er því kannski engin furða að
það sé „huggulegt að krúsa fram úr
svefndrukknum og furðulostnum Ís-
lendingum“ á morgnana á leið í vinnu
eins og Atli Jarl orðar það svo
skemmtilega.
Ekkert
dollaragrín,
bara bíladella
Innréttingin er glæsileg, liturinn passar vel við „Maroon“
litinn sem bíllinn var sprautaður í.
Bíllinn var inn-
fluttur frá Kanada
og allar uppruna-
legar bækur fylgja
með bílnum.
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Atli Jarl Martin við Cadillac Fleetwood Eldorado 1967 árgerð.
Tilkomumikið útlit
bílsins vekur við-
brögð hjá vegfar-
endum, margir sýna
þakklætið með
þumalinn upp.
Eftir Ingvar Örn Ingvarsson
ingvarorn@mbl.is
sekúndur í 100 km/klst. samkvæmt
upplýsingum frá umboðinu og verð-
ur það að teljast nokkuð gott fyrir
ekki stærri vél. Stífari fjöðrun bílsins
hefur haft mjög góð áhrif á aksturs-
eiginleikana og er bíllinn nú bæði ná-
kvæmari og kvikari t.d. í þjóðvega-
akstri þó án þess að fórna þægindum
á borð við lítið veghljóð. Það má
reyndar minnast á það sérstaklega
að bíllinn er með afburðum hljóðlát-
ur, bæði er veghljóð með minnsta
móti og þó greitt sé ekið í hávaðaroki
var vindgnauð ekkert – það þýddi
sömuleiðis að ágæt hljómtækin
fengu að njóta sín mun betur. Þetta
er reyndar einkennandi fyrir Toyota
Avensis, hann er góður, jafnvel mjög
góður á flestum þeim sviðum sem
venjulegt fólk lætur sig mestu varða.
Eins og áður sagði er þess helst
saknað að bíllinn skuli ekki fá hina
öflugu dísilvél frá Toyota því bíllinn
ræður vel við mun öflugri vél. 1,8
lítra vélin mun þó duga flestum.
Eyðslan er lítil með þeirri vél – nokk-
uð sem skiptir orðið talsverðu máli
eins og staðan er í dag með tilliti til
þróunar bensínverðs.
Rúmgóður en lipur
Bíllinn er sérlega rúmgóður –
reyndar svo rúmgóður að færa
mætti rök fyrir því að fótarými fyrir
aftursætisfarþega sé óþarflega mik-
ið. Farangursrýmið er yfirdrifið og
bíllinn er uppfullur af geymsluhólf-
um, glasabökkum og hinum ýmsa
búnaði sem talinn er orðinn nauðsyn-
legur í fjölskyldubíl.
Í innanbæjarumferð leynir bíllinn
stærð sinni vel, er lipur og þægilegur
í meðförum. Lipurleikinn kemur þó
talsvert niður á stýriseiginleikum,
það kemur ekki að sök að stýrið er
mjög létt – en öllu verra er að öku-
maður hefur litla sem enga tilfinn-
ingu fyrir yfirborði vegar í gegnum
stýrið. Stífari fjöðrun bílsins bætir
þetta þó upp að nokkru leyti.
Best er að keyra bílinn í rólegheit-
um og nota tog vélarinnar þar sem
það hefur lítið upp á sig að vera að
snúa henni á háum snúningi. Togið
er ágætt í kringum 3.000 snúninga
og vélin þýð og hljóðlát á því vinnslu-
sviði.
Nú er það ljóst að Íslendingar eru
mjög hrifnir af Avensis og kunna að
meta það áhyggjuleysi sem fylgir því
að eiga bíl frá Toyota. Það er lítið
hægt að setja út á bílinn annað en
það að hann mætti fá stærri og öfl-
ugri vélar og þá helst hina feikna öfl-
ugu dísilvél sem er mjög vinsæl á
meginlandinu. Flestir gera sér þó 1,8
lítra eða 2,0 lítra vélina að góðu enda
aflið ekki lykilatriði við kaup á
Avensis.
Það mætti líkja kaupum á Avensis
við tryggingar, möguleikarnir eru
tveir – annarsvegar að taka sjálfs-
áhættu og fá ódýrari tryggingar, eða
sleppa sjálfsáhættunni, taka enga
áhættu og borga dýrari tryggingar.
En það er akkúrat það sem fólk þarf
að velta fyrir sér þegar Avensis er
skoðaður því áhyggjuleysið kostar –
Avensis er nefnilega dýrari en allir
samkeppnisbílarnir á markaðnum og
talsvert dýrari en sumir þeirra.
bílar