Morgunblaðið - 21.07.2006, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 B 7
bílar
23
29
/
Ta
kt
ik
nr
.1
1
Akureyri • Egilsstöðum • Hafnarfirði • Höfn • Keflavík • Kópavogi •Reykjavík •Selfossi
VINNUSKÓR
-margar gerðir
Þau mistök urðu í
síðasta bílablaði að
rangt nafn birtist
með mynd ogfrétt
um stækkun hús-
næðis samgöngu-
minjasafnsins að
Ystafelli. Hið rétta
er að eiginkona
Sverris Ingólfs-
sonar heitir Guð-
rún Petrea Gunn-
arsdóttir. Á
myndinni er einnig
sonur þeirra Frið-
geir Andri Sverr-
isson. Beðist er
velvirðingar á
þessu.
Leiðrétting
Morgunblaðið/ Hafþór Hreiðarsson
Sverrir Ingólfsson, Guðrún Petrea Gunnarsdóttir
og sonur þeirra Friðgeir Andri Sverrisson.
MAN-fyrirtækið þýska kynnir nýja
lúxusrútu í haust á alþjóðlegri at-
vinnubíla- og tækjasýningu í Hann-
over. Framleiðandinn er eitt fyr-
irtækjanna í MAN-samsteypunni,
NEOMAN Bus Group, og heitir
gripurinn Neoplan Cityliner. Neopl-
an hefur um árabil framleitt rútur í
ýmsum gerðum til styttri og lengri
ferða svo og strætisvagna.
Cityliner-rútan er háþekja, 3,70
m há, og verður fáanleg tveggja
öxla eða 12,24 metra löng og
þriggja öxla rúta sem er 12,9
metra löng. Síðar kemur á markað
13,9 metra útgáfa sem einnig er
þriggja öxla. Hjólhaf stystu gerð-
arinnar er 6 metrar. Með þessari
endurnýjuðu Cityliner heldur Neopl-
an áfram þeirri þróun sem hófst á
alþjóðlegri rútuviku í Mónakó árið
1971 þegar fyrsta Cityliner-útgáfan
var kynnt en síðan hafa selst um 7
þúsund rútur af þessari gerð.
Aðaleinkenni nýju rútunnar eru
voldugar framrúður, sú neðri lóð-
rétt en innan við hana sitja bílstjóri
og fararstjóri en ofan hennar, þar
sem farþegarýmið er að finna, er
hallandi og bogadregin rúða, jafn-
stór eða stærri, og í línu aftur af
henni eru hliðarrúðurnar og þannig
leika rúðurnar má segja aðal-
hlutverkið í öllu útliti bílsins. Þann-
ig er bíllinn í senn blanda af fyrri
gerðum og nýtískulegum línum.
Línurnar eru líka lagðar þannig að
loftmótstaða verði sem minnst
hindrun sem forráðamenn MAN
segja að skipti mjög miklu máli
varðandi eldsneytiseyðslu á
löngum leiðum sem slíkir bílar eru
ætlaðir til.
Nýja rútan er búin svonefndri
einbunudísilvél, D2066, sem getur
verið allt milli 400 og 480 hestöfl
og uppfyllir skilyrði Euro 5 staðla
um mengun og útblástursefni og
þannig er fyrirtækið þegar búið að
uppfylla staðla sem taka ekki gildi
fyrr en eftir tæp tvö ár. Gírkassi er
tólf gíra sjálfskiptur og bíllinn er
búinn rafeindastýrðri skrikvörn og
akreinaviðvörun, þ.e. búnaði sem
vekur athygli ökumanns ef hann
virðist til dæmis á leið útaf hrað-
braut.
Að innan er rútan einnig hin
glæsilegasta, hæðin er 2,05 metrar
og því geta hæstu menn þar um
frjálst höfuð strokið. Hillur ofan við
sætin eru opnar en með góðum
brúnum til að varna því að dót
hristist úr þeim. Hægt er að fá
skjái við hvert sæti og hægt er að
breyta halla sætisbakanna. Þá er
hægt að fá rútuna útbúna með
venjulegri miðstöð og loftkælingu
en einnig öflugri kælingu sem hent-
ar heitum löndum.
Cityliner er voldugur bíll sem
tekur 44 farþega auk bílstjóra
og fararstjóra.
MAN
kynnir
nýja
rútu
Cityliner verður fáanlegur ýmis
tveggja eða þriggja öxla.
Fáðu úrslitin
send í símann þinn