Morgunblaðið - 21.07.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 B 11
bílar
TIL SÖLU TOYOTA YARIS 1,3 SOL
Sjálfskiptur, árg. 2003, ekinn 25 þús.
5 dyra, blágrár. Engin skipti. Verð
1.290.000. Upplýsingar í síma 893 4443.
Mitsubishi Galant árg. '00, 2,5 6 cyl,
sjálfsk., álfelgur, krúskontról, sóllúga,
spoiler. Rafmagn í öllu. Ek. 88 þús. Verð
1.350 þús. Uppl. í síma 860 1180.
Bílasmáauglýsingar 569 1100
MMC LANCER EVOLUTION VIII ´04
Glæsilegur, kraftmikill sportbíll!
Gott verð! S. 896 3038.
Nýr bíll! Toyota Landcruiser 120
Árg. 05-2006, ekinn 80 km. Dísel, sjsk.,
5 manna. 38" breyting m/færslu. Driflæs-
ingar fr/aft. Aukatankur samt. 180 ltr.
Mikið af aukabúnaði. Verð: 7,3 milljónir
Uppl. í síma 698 6487.
Renault árg. '02 ek. 60 þús. km
Renault Clio 1,2 2002, eyðir litlu sem
engu. 76 hö, smurbók fylgir, glænýjar 16"
álfelgur og low profile dekk, vetradekk
og felgur fylgja. Nýjar græjur og bassab-
ox. S: 847 0765, Jóhann.
Leó M. Jónsson vélatæknifræð-
ingur svarar fyrirspurnum um
bíla og tækni sem sendar eru á
leoemm@simnet.is
(Ath.: Bréf geta verið stytt.)
Spurt: Ég er að huga að jeppa-
kaupum og eru 2 bílar sem ég hef
augastað á. Annar er MMC Paj-
ero, árgerð 2000, með nýja laginu
3,2 dísil, sjálfskiptur, ekinn 130
þús. km og breyttur fyrir 33" en
hinn er Land Cruiser 100, árgerð
1998, 4,2 dísil, sjálfskiptur, ekinn
144 þús. km og breyttur fyrir 36"
(en er á 35“). Ég er svona að velta
fyrir mér kostum og göllum þess-
ara bíla og eyðslu. Hvaða álit hef-
ur þú á þessum bílum?
Svar: Ég tel Pajero einhvern
besta ferðabíl sem völ er á – þ.e. á
öllum venjulegum vegum og samt
lipran í þéttbýli. Valið fer talsvert
eftir því hvers konar notkun þú
ætlar bílinn fyrir: Sértu ferðamað-
ur og leggir leið þína á hálendið er
Land Cruiser 100 á 35"/36" mjög
traust og öflugt tæki. Það er nán-
ast vonlaust að gefa upp eyðslu á
breyttum jeppum – enginn þeirra
er eins breyttur og munur á
eyðslu getur verið verulegur á
milli tveggja bíla sem líta nánast
eins út. Ég myndi giska á að
eyðsla svona breytts Land Cruiser
100 dísil gæti verið nálægt 17 lítr-
um í borgarakstri en ef til vill 13–
16 í lengri akstri sé hann í góðu
lagi. Pajero 3,2 er talsvert spar-
neytnari óbreyttur – spurningin er
hvort þessi sé breyttur (hlutföll)
fyrir 33" eða bara settur á 33". En
ég gæti giskað á að hann væri 14
lítra bíll í borgarakstri en 11–12
lítrar í lengri akstri – sé hann í
góðu lagi. Varðandi eyðsluna þá er
sennilega öruggasta aðferðin að
mæla hana með því að aka bíl-
unum lengri leið, t.d. í Borgarnes
eða á Selfoss.
Skoda eða Toyota?
Spurt: Dóttir mín er að leita að
notuðum bíl til að kaupa. Við erum
að reyna að velja á milli þessara
tveggja: Skoda Fabia Comfort
1400, árg. 2000, ekinn 61 þús.
Toyota Corolla S/D Terra 1300,
árg. 1999, ekinn 82 þús. Hvaða
skoðun hefur þú á þessum bílum
varðandi áreiðanleika/endingu?
Svar: Endursöluvirði Toyota-
bílsins er meira. Corolla með 1300
-vél er hvorki sérlega spennandi né
skemmtilegur bíll í akstri (ég kann
betur við 1600-bílinn) og hann er
heldur ekki eins laus við bilanir og
margir virðast álíta en þjónustan
þykir hins vegar góð. Skoda Fabia
er þægilegri bíll og jafnframt bráð-
skemmtilegur í akstri; – gæði
Skoda eru meiri en margur hyggur
- en endursöluvirði er (enn) tals-
vert minna en á Toyota.
ABS-vandamál í Land Crusier
Spurt: Ég er nýbúinn að kaupa
Land Cruiser 80, árg. ’94. ABS-
kerfið er að einhverju leyti ofvirkt
því það kemur inn (pedallinn titr-
ar) rétt áður en bíllinn stöðvast og
er þá sama þótt bremsað sé rólega.
Þetta virðist þó eingöngu gerast
þegar bíllinn er í vinstri beygju.
Ég hef ekki getað fengið neinar
skýringar hjá sérfræðingum í
Toyota á því hvað geti valdið
þessu. Bíllinn er nýkominn úr að-
alskoðun og ekkert fannst að
bremsukerfinu; hann bremsar
jafnt og eðlilega og ABS-ið virtist
virka eðlilega á prófunarvölsunum.
Þessi ofvirkni kemur hins vegar
fram á þurru malbikinu. Kannt þú
einhverja skýringu á þessu?
Svar: Toyota-sérfræðingar, eins
og aðrir eru tregir til að veita
ókeypis upplýsingar enda skapa
upplýsingar litlar tekjur. Af lýs-
ingu þinni að dæma get ég giskað
á eftirfarandi: ABS-kerfið á að
virka frá og með ákveðnum hraða
þegar dregið er úr hraða með
bremsun. Ástæða svona ,,ofvirkni“
er að öllum líkindum sú að skynj-
ari eins hjólsins er, af einhverjum
ástæðum óvirkur eða hættir að
telja áður en þessum hraðamörk-
um er náð; – kerfið túlkar það sem
læst hjól og bregst við – jafnvel á
þann hátt sem þú lýsir. Gefðu þér
að einn nemi sé bilaður, sam-
bandslaus, laus í festingunni eða
virki ekki vegna skemmds tann-
hrings – ef engin merki eru sjáan-
leg um skemmdir og ekki greining-
arbúnaður fyrir ABS við hendina
er bara að kaupa ABS-nema og
prófa með útskiptum.
Spurt og svarað...
Land Cruiser eða Pajero
Eldsneytiseyðsla getur verið verulega mismunandi á milli breyttra jeppa þótt
þeir líti út fyrir að vera eins breyttir.
Nú er ekki lengur þörf á því að skíta fjölskyldujepp-
ann út á hinn hefðbundna hátt þar sem breskt fyr-
irtæki býður nú upp á lausn fyrir borgarbörnin í
formi drullu á úðabrúsa. Úðinn hefur notið talsverðs
frama sem tækifærisgjöf og kviknaði hugmyndin yfir
ölkrús hjá tveimur félögum í Bretlandi. Drullan, sem
er 100% ekta drulla en reyndar síuð til að hreinsa frá
smásteina og fleira sem gæti rispað bílana, er tilvalin
fyrir utanvegaþyrsta ökumenn og hafa íbúar London
tekið vörunni sérlega vel. Í Bandaríkjunum hefur
drulluúði hins vegar átt frekar vafasaman vöxt enda
er varan ætluð til þess að hylja númeraplötur bifreiða
svo ekki sé hægt að góma ökumenn fyrir umferð-
arlagabrot. Af dæmigerðum tvískinnungshætti er sér-
staklega tekið fram á heimasíðu fyrirtækisins að ólög-
legt sé að hylja ljós og númeraplötur bifreiða og um
leið er sérstaklega tekið fram að fleiri vörur til að
verjast rauðljósa- og hraðamyndavélum séu fáan-
legar. Í sjálfu sér er það merkilegt að til skuli vera
markhópur fyrir vöru af þessu tagi – sem eigi að auð-
velda fólki það stórhættulega athæfi sem það er að
aka yfir á rauðu ljósi.
Sem tækifærisgjöf fyrir eigendur malbiksjeppa er
þetta þó ekki alslæm hugmynd.
Drulluúði nýtur vinsælda í Evrópu
Drulluspreyið er búið til úr ekta drullu sem þó er sér-
hreinsuð til að valda ekki skemmdun á bílum.
Morgunblaðið/Ingveldur
Nú er engin þörf á því lengur að óhreinka bílinn á gamla mátann - með því að nota hann. Fyrir skömmu var slegið hraðamet
í London á löglegan hátt og heims-
metabók Guinnes var á staðnum til
að staðfesta metið en McLaren
SLR var sá bíll sem náði mestum
hraða. London City Airport var lok-
að á meðan prófunin fór fram en
þarna voru samankomnir flestir af
hraðskreiðustu bílum heims en þó
vekur sérstaka athygli að Koenig-
segg, Ferrari Enzo, Porsche Car-
rera GT og fleiri slíkra bíla var
saknað. Ekki er langt síðan Ford GT
var ekið við sams konar aðstæður
á Akureyrarflugvelli og líklegt er að
hægt sé að ná svipuðum hraða eða
meiri þar. Flugbrautin á Akureyr-
arflugvelli er 1940 metrar en flug-
brautin í London er talsvert styttri
og því getur verið að Ford GT hafi
náð talsverðum hraða fyrir norðan
þegar hann var sýndur blaðamönn-
um því bíllinn náði 278,88 km/klst
hraða í London og má leiða að því
líkum að Ford GT eigi óstaðfest
hraðamet á Íslandi þó ekki hafi
hann borið sigur úr býtum í Lond-
on.
En eins og áður sagði fór McLa-
ren SLR hraðast þó ekki hafi mun-
að nema rúmlega 2 km/klst á
endahraðanum. Það verður því að
teljast talsvert afrek þar sem
McLaren SLR, sem einnig hefur
komið til Íslands, kostar rúmlega
44 milljónir í Bretlandi á meðan
Ford GT kostar einungis einn þriðja
af verði SLR.
Hér er hraðinn sem þátttökubíl-
arnir náðu á flugbrautinni.
Mercedes McLaren SLR –
281,12 km/klst
Ford GT – 278,88 km/klst
Corvette Z06 – 267,2 km/klst
Porsche Turbo – 260,16
km7klst
BMW M6 – 260 km/klst
Shelby Daytona Cobra – 255,52
Alpina B5 – 248,64 km/klst
Bentley Flying Spur – 251,84
km/klst
Vauxhall Maloo – 257,28 km/
klst
Það má til gamans minnast á það
að nokkrir þessara bíla eru til á Ís-
landi eða hafa heimsótt landið, þó
ólíklegt að sé að þeir setji formleg –
og lögleg – hraðamet hér á landi.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Arngrímur Jóhannsson flugstjóri fékk að keyra Ford GT á flugbrautinni,
og flaug svo á listflugvél sinni yfir bílinn á fullri ferð á vellinum!
Hraðamet slegið
í London – á flugvelli