Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 2
2 BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON 27. ÁGÚST 2006
Margar flugvélar á lofti
Fyrir rúmum áratug var hann ósköp venjulegur háskólanemi, en nú er
hann einn af ríkustu mönnum í heiminum. Björgólfur Thor Björgólfsson á
erfitt með að sofna á kvöldin fyrir flugvélasveim; hann ætlar sér meira.
Það getur verið þrautin þyngri að fara á fjallahjóli yfir jökulsár-
sprænu í fjalllendi í Marokkó í Norður-Afríku.
Björgólfur Thor og Kristín Ólafs á frumsýningu heimild-
armyndar hennar „Love is in the Air“.
Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson, úr myndasafni Morgunblaðsins og úr einkasafni.
Björgólfur Thor leggst til hvílu með Sigurði Ólafssyni
og fleiri vinum sínum í fjallakofa í Marokkó.
Eftir Pétur Blöndal
E
inhvern tíma talaði Björgólfur Thor Björgólfsson um að
hann vildi að umhverfi sitt væri eins og lestarstöð tæki-
færanna. Þegar það er borið undir hann, þá dettur hon-
um annað í hug – flugmóðurskip. Sem skýrist ef til vill af
því að sjóndeildarhringurinn hefur stækkað. „Það er á
stöðugri siglingu og dílar koma og fara,“ segir hann.
Ef til vill nær líkingin yfir bílaelfurnar tvær á Park
Lane við höfuðstöðvar Novators í London. Þannig vill
Björgólfur Thor haga viðskiptum sínum: „Ég vil vera aðlaðandi fyrir óskil-
greindu umhverfi þannig að tækifæri berist, hafa öflugt teymi til að greina þau
og vinna úr þeim og fara síðan sjálfur inn með fjármögnunina. Ég vil skoða
tækifæri alla daga.“
Lo-skolen í Helsingør
Björgólfur Thor rennir í hlað við Lo-skolen í Helsingør með Ásgeiri Frið-
geirssyni ráðgjafa í almannatengslum. Hann á að halda erindi á ráðstefnu Løn-
modtagernes Dyrtidsfond, sjóði sem dönskum launþegum var gert að greiða í
til að sporna við verðbólgu á árunum 1977 til 1979.
Hann er í bláum teinóttum jakkafötum með skeggbrodda og farsímann í
hendinni – það eru dyrnar að umheiminum og hann ýmist opnar eða lokar hler-
anum. Hann heilsar hressilega, afsakar sig svo og segist þurfa á „saleríið“ eins
og hann kallar það. Það bólar ekkert á honum aftur. „Hann er í símanum,“ segir
Ásgeir og brosir.
Ulla Boje Rasmussen danskur leikstjóri er á staðnum með tökulið og vinnur
að heimildarmynd um langafa hans Thor Jensen. Hún spyr Björgólf Thor hvort
það megi mynda hann þegar hann gengur í salinn. „Ekki er það nú afslappandi
fyrir fyrirlesturinn, en það verður að hafa það,“ svarar hann treglega. Svo arkar
hann af stað inn langan mjóan gang og strollan fylgir á eftir. Eins og járnbraut-
arlest með marga tengivagna.
Kaupmannahafnarflugvöllur
Á Kaupmannahafnarflugvelli hefur Björgólfur Thor hneppt niður skyrtunni,
heldur á bindinu í hendinni og ræðir við Birgi Þór Bieltvelt vin sinn og við-
skiptafélaga. Eina ástæðan fyrir því að hann heldur ekki á símanum er sú að
síminn varð eftir í Kaupmannahöfn og er á leiðinni með bíl. Svo vísar Björgólfur
Thor fram vegabréfi í brúnu leðri, sem telst varla óvenjulegt þegar haft er í
huga að fólk lætur gjarnan binda inn þær bækur sem það flettir oftast.
Á leið út á flugbraut ræðir Björgólfur í farsímann og auðheyrt að Kristín
Ólafs sambýliskona hans er á hinum enda línunnar. Samtalið snýst um 17 mán-
aða son þeirra, sem datt og meiddi sig eins og títt er um börn á þessum aldri.
Björgólfur Thor segir drenginn hafa jafnað sig og bætir við: „Annars erum við
mjög heppin með að hann er skapgóður að upplagi, ljúfur og kátur.“ Svo bætir
hann við glettinn í bragði: „En þegar hann vill ná sínu fram, þá getur hann verið
ákveðinn.“
VC CAP-einkaþota
Í einkaþotunni segir Björgólfur Thor í skeytastíl á milli símtala: „Við byrjum
um leið og við förum í loftið.“ Þegar þar að kemur sveiflar hann fætinum upp á
stól og segir mótorknúinni röddu: „Jæja, hvað hafið þið verið að gera af ykkur?“
Á boðstólum er túnfiskur, síld og rúgbrauð og aftar í vélinni er uppábúið rúm.
„Á sífelldum ferðalögum er það nauðsynlegt,“ segir hann. „Fyrir vikið mætti ég
úthvíldur í fyrirlesturinn í morgun eftir langt flug frá Vancouver.“
Talið berst að efnahagslífinu. Björgólfur Thor sagði á aðalfundi Straums-
Burðaráss í mars að bernskuár hins íslenska fjármálamarkaðar væru liðin.
Hann segir Davíð Oddsson seðlabankastjóra hafa lýst því vel þegar hömlum var
létt af íslenskum fjármálamarkaði í viðtali Bloomberg í apríl, en þá sagði Davíð
að menn hefðu látið eins og kýrnar þegar þeim er hleypt út á vorin.
„Þannig er þetta á bernskuárum markaða,“ segir Björgólfur Thor. „Þegar ég
skrifaði um íslenska verðbréfamarkaðinn í háskólanáminu var hann ekki til og
ég velti því fyrir mér hvernig hann myndi líta út. Á nýjum mörkuðum verður
fólk að fá að reka sig á. Krakkar detta og fá kúlu á hausinn. Eiga foreldrar að
koma í veg fyrir það og þá hvernig?“
Gott samband Björgólfs Thors og Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Ís-
lands, hefur vakið athygli en litlir kærleikar voru þar á milli fyrir forsetakosn-
ingarnar árið 1996. „Ég tel að Ólafur Ragnar hafi gjörbreytt embætti forseta
Íslands. Hann er með akademískan bakgrunn, auk þess að vera víðlesinn og
fróður, og setur sig vel inn í strauma og stefnur. Hann hefur fundið vel þær
breytingar sem lágu í loftinu, s.s. alþjóðavæðinguna, og byggt upp gott tengsla-
net. Það hefur nýst Actavis og fleiri fyrirtækjum. Sem persóna er hann kapps-
fullur og gaman að sjá þungann sem hann setur í viðfangsefnin hverju sinni,
bæði faglega og persónulega. Ég segi eins og er,“ segir Björgólfur Thor og
brosir út í annað, „þetta sá maður ekki fyrir. Það er á hreinu!“
Farnborough flugvöllur
Á Farnborough gamla herflugvellinum, þar sem einkaþotan lendir, vekur
blaðamaður máls á því við Björgólf Thor hversu brosmildur hann hafi verið í er-
indinu í Helsingør. „Já,“ segir Björgólfur. „Ljósmyndari Evening Standard
kenndi mér ráð til þess. Ég var annars hugar í myndatöku og seinn til þegar
hann sagði: „Brostu!“ Þá sagði hann við mig: „Horfðu framhjá mér og hugsaðu
um barnið þitt.“ Það var rétt hjá honum. Þá var þetta ekkert mál.“
Novator, Park Lane 25
Þegar horft er yfir London frá höfuðstöðvum Novator yfir Mayfair-hverfið í
áttina frá Hyde Park, þá sker það í augu að hvergi er samfella í þökum eða slétt-
ur flötur, jafnvel ekki á einu og sama húsinu. Ef maður lyftir sér yfir húsþökin
verður óreiðan regla og regla kemst á óreiðuna. Þannig sér Björgólfur Thor við-
skiptalífið, – stólarnir tveir á ganginum við skrifstofuna úr flugvél.
Novator er alþjóðlegt fjármálafyrirtæki í eigu Björgólfs Thors sem hefur
stækkað mikið og eflst á tveim árum og hugmyndin er sú að fyrirtækið verði
sjálfstæðara. „Það á ekki að verða eins og nafnspjald. Þetta er alhliða fjárfest-
ingafyrirtæki sem ég er að byggja upp í kringum mína reynslu, tengsl og rekst-
ur, þannig að það styrki hvað annað. Eignastýringin er hluti af því og þar nýtast
bæði fjárhagslegur styrkur og sambönd. Fleiri hafa gert út á þetta, s.s. Carl
Icahn og George Soros.“
Novator er öðrum þræði sjóðastýringarfyrirtæki, rekur nú þegar umbreyt-
ingasjóð og skuldabréfasjóð og stefnir að því að setja á laggirnar vogunarsjóð í
Englandi og Bandaríkjunum á fyrri hluta ársins 2007. Hugmyndin er sú að
sjóðurinn fái stofnfjármagn, komi sér upp sögu og sæki síðan fjármagn til þriðju
aðila. „Þetta er ekkert nýtt fyrir okkur, því við höfum átt viðskipti með hluta-
bréf í Cable & Wireless, þar sem við höfum keypt og selt og notað afleiður,“ seg-
ir Björgólfur Thor. „Við höfum einnig stýrt umbreytingasjóði og átt viðskipti
með gjaldmiðla, þannig að þetta er eðlilegt skref. Sá mannskapur sem við höf-
um getur rekið hvaða fjármálastarfsemi sem er og í raun er aðeins verið að búa
til deild í kringum það og auka umsvifin.“
EIBank í Sofiu, Búlgaríu
Á meðan gömlu ríkisbankarnir í Búlgaríu glíma við fortíðardrauga sækir EI-
Bank fram af harðfylgi. Bankinn er aðeins tólf ára, hefur vaxið um 50 til 60% á
ári undanfarin fimm ár og er nú orðinn sá áttundi stærsti í Búlgaríu. Tzvetelina
Borislavova, stjórnarformaður, telur samkeppnisforskot Björgólfs Thors felast