Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 8
8 BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON 27. ÁGÚST 2006
Undanfarna mánuði hafa verið hörð átök um meirihluta í Straumi-Burðarási, sem hafa haft í för með sér þónokkurt fjaðrafok í fjöl-miðlum. Björgólfur Thor, stjórnarformaður, hefur eldað grátt silfurvið Magnús Kristinsson, útgerðarmann frá Vestmannaeyjum, og sagt
ósætti þeirra snúast um „strauma og stefnur“. Urðu lyktir málsins þær að Magn-
ús, Kristinn Björnsson og tengdir aðilar seldu 24,2% hlut sinn í félaginu til FL
Group og stigu úr stjórn.
„Upphaf málsins er sameining Burðaráss og Straums,“ segir Björgólfur Thor.
„Eftir hraða uppbyggingu Burðaráss í erlendum fjárfestingum sáum við tækifæri
til að sameina félögin, stækka efnahaginn og skapa forsendur fyrir sterkum fjár-
festingabanka sem eftir væri tekið á Norðurlöndum. Eftir sameiningu fór að bera
á því að stjórnarmennirnir sem komu frá Straumi, Magnús og Kristinn Björnsson,
fyrrverandi forstjóri Skeljungs, og forstjórinn Þórður Már Jóhannesson, sem kom
einnig frá Straumi, unnu áfram þétt saman rétt eins og sameining hefði ekki átt
sér stað. Mér leið eins og ég væri að glíma við einhverja klíku þeirra þremenninga
sem væri ekki að berjast fyrir sömu hagsmunum og lagðir voru til grundvallar við
sameininguna. Ég hef ekki langa reynslu af því að vinna með Magnúsi, en það er
afar furðuleg reynsla.“
Björgólfur Thor telur að ágreiningurinn við þremenningana hafi verið skýr.
„Það liggur fyrir að við sjáum fyrirtækið ekki í sama ljósi. Skýrasti ágreiningurinn
varð á fundi okkar Magnúsar þar sem hann sagði að gengi bréfa í Straumi-
Burðarási hefði fallið vegna þess að greiningardeild Landsbankans segði að
Straumur-Burðarás væri dýr og að það væri fáránlegt að vinna með mönnum sem
bæru ábyrgð á slíkri greiningu. Ég svaraði því til að ég stýrði ekki greiningardeild
Landsbankans og að þetta væru barnalegar umræður. Þá sagði hann að við yrð-
um að ná sem hæstu gengi. Ég sagðist einbeita mér að rekstri fyrirtækisins og að
ég skipti mér ekki af gengi hlutabréfa frá degi til dags. Verkefni mitt væri að
tryggja góðan rekstur og hagstæðar afkomutölur. Til langs tíma litið myndi geng-
ið endurspegla það.
Þá sagði Magnús að sér fyndist þetta út í hött – hann ætti allt undir og hluthafar
hugsuðu aðeins um að gengið hækkaði sem mest á skömmum tíma. Ég sagði að
mörg fyrirtæki, sem þekkt dæmi væru um erlendis eins og t.d. Enron, hefðu farið
flatt á því að hugsa fyrst og fremst um gengi og gera allt til að keyra það upp.
Þarna kom fram djúpstæður skoðanaágreiningur á milli meirihluta stjórnar ann-
ars vegar og þremenninganna hins vegar. Við lögðum mest upp úr stefnu til langs
tíma og að byggja upp verðmæti til framtíðar, en Magnús og félagar einblíndu á
sveiflur og gengi frá degi til dags.“
Björfgólfur Thor segir að starfshættir þremenninganna hafi verið óviðunandi
með öllu. „Magnús og Kristinn voru alltaf að upphefja Þórð Má, kölluðu hann gull-
kálfinn, og persónugerðu árangur félagsins við hann einan. Menn virðast gleyma
að árferði á hlutabréfamörkuðum síðustu ár hefur verið einstaklega hagfellt þann-
ig að ávöxtun allra fjárfestingabanka hefur verið góð. Mér fannst Straumsmenn
gera lítið úr hlut Burðaráss og horfa auk þess framhjá hlut starfsfólksins bæði í
Straumi og Burðarási sem á mestan heiður skilinn. Viðhorf þeirra koma best fram
í kaupréttarsamningi sem Magnús Kristinsson var búinn að gera við Þórð Má. Sá
samningur var ekki í neinu samræmi við það sem viðgengist hefur hér á landi, en
þeir sinntu ekki að gera kaupréttarsamninga við aðra starfsmenn, sem ég vissi að
skapaði óróa. Þetta þótti mér ekki klókt og að því kom að mér fannst ég verða að
taka á vandanum.“
– Þú talaðir um að trúnaðarbrestur á milli þín og Þórðar Más Jóhannessonar
hefði valdið því að honum var vikið úr starfi sem forstjóra Straums-Burðaráss.
„Já, trúnaðarbrestur hafði verið að byggjast upp í smátíma samhliða vaxandi
efasemdum um að hann væri rétti maðurinn til að byggja upp öflugan alþjóðlegan
fjárfestingabanka erlendis. Þá bætti ekki úr skák að óánægju gætti hjá almennu
starfsfólki vegna kaupréttarsamninga þar sem ljóst var að Þórður Már var kom-
inn með sitt á þurrt. Þá var Þórður Már augljóslega handgenginn minnihluta
stjórnar og berlega alltaf með hugann við stöðuna í hópi hluthafa. Ég fékk símtal
frá honum einu sinni á dag sem byrjaði alltaf á sömu nótum: „Hvað ætlarðu að
gera?“ Ég svaraði: „Hvað áttu við?“ Hann sagði: „Ætlarðu að kaupa eða selja?“
Og ég sagði: „Þórður, hafðu ekki áhyggjur af því hvort ég kaupi eða sel sem hlut-
hafi. Hafðu áhyggjur af rekstrinum! Hvernig er afkoman? Hvað ætlarðu að gera
varðandi krónuna? Hvað um sænska markaðinn?“ Hans tími var farinn að snúast
algjörlega um afskipti af hluthafamálum. En það var ekki hans hlutverk sem for-
stjóra. Það voru umrótatímar og hann átti að einbeita sér að rekstrinum. Það er
alveg gefið mál að hann sinnti honum ekki nógu vel og skynja mátti kyrrstöðu í
rekstri félagsins.
Svo var aðdragandi hluthafafundarins undarlegur. Ég bað um stjórnarfund til
að ræða stöðu á mörkuðum, styrkingu innri endurskoðunar með ráðningu innri
endurskoðanda, en bankinn hafði verið á undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu sem
átti ekki lengur við, og stofnun sérstakrar endurskoðunarnefndar innan stjórnar.
Ég vildi herða á öllu, þannig að reksturinn væri alveg tryggur. Þá fékk ég þau við-
brögð frá öðrum stjórnarmönnum að það væri einkennilegt að kalla saman stjórn-
arfund með svo skömmum fyrirvara. Það fannst mér furðulegt. Dropinn sem fyllti
mælinn var síðan að í aðdraganda stjórnarfundar stendur Þórður Már fyrir við-
skiptum í skjóli myrkurs með bréf félagsins í sjálfu sér, sem augljóslega voru til
þess fallin að hygla sinni klíku. Óþægilegar spurningar vöknuðu um hvort hags-
munir almennra hluthafa hafi þar verið fyrir brjósti bornir. Ég frétti þetta um
morguninn, fór stuttu seinna inn á stjórnarfund vitandi þetta og sagði: Nú er mæl-
irinn fullur. Algjör trúnaðarbrestur hefur orðið á milli forstjóra og stjórnarfor-
manns. Þetta gengur ekki lengur.“
– Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna,
sagði fundarstjórn á hluthafafundinum „gerræðislega og ranga“.
„Hann vildi ræða mál sem ekki voru á boðaðri dagskrá,“ segir Björgólfur Thor.
„Sjálfur var ég reiðubúinn og vel undirbúinn að ræða öll málefni félagsins. Fund-
arstjóri á hluthafafundinum benti mér hins vegar á að samkvæmt auglýstri dag-
skrá var ekki gert ráð fyrir að fjallað yrði um önnur mál en kjör stjórnar og að það
bæri að virða.“
– Eftir fundinn sagðist Víglundur ætla að senda bréf til fráfarandi stjórnar fé-
lagsins með þeim fyrirspurnum sem hann hugðist koma á framfæri á fundinum.
Hefurðu fengið slíkt bréf í hendur?
„Hann hefur ekki sent neitt bréf, hvorki fyrir né eftir hluthafafund, og aldrei
haft samband við fyrirtækið, forstjóra, mig né stjórn. Hins vegar hefur Lífeyr-
issjóður verslunarmanna, þar sem Víglundur er formaður, selt bréf í Straumi-
Burðarási undanfarið og virðist trúa að árangur bankans sé bundinn við fyrrum
forstjóra en ekki starfsmenn. Í ljósi þess velti ég fyrir mér á hvaða upplýsingum
formaðurinn byggir skoðanir sínar.
Víglundur Þorsteinsson er maður sem ég hef aldrei talað við og þekki aðeins af
afspurn. Fyrrum stjórnarmenn og starfsmenn Íslandsbanka segjast ekki alltaf
vita hvaða hagsmunum hann berjist fyrir og hafa sagt mér að honum fylgi oft
þrætur og erjur. Hann er greinilega víg-lundaður bar-
áttumaður, – en spurningin er baráttumaður fyrir hverju og
hverja? En stjórnarformennska snýst ekki um slagsmál fyr-
ir opnum tjöldum heldur að stýra fyrirtæki með farsælum
hætti þar sem hagsmunir allra hluthafa eru hafðir að leið-
arljósi.“
Björgólfur Thor segir að Víglundur hefði átt að óska eftir
því við stjórn að fá að bera upp fyrirspurn á fundinum. „Ef hann hefði gert það
minnst sex dögum fyrir hluthafafund hefðum við verið knúnir til að taka hana fyr-
ir. Hann gerði það ekki og hafði þó fimm vikur! En það liggur ljóst fyrir að ekki er
hægt að víkja út af auglýstri dagskrá á hluthafafundi. Það yrði hættulegt fordæmi
að breyta dagskrá samdægurs, t.d. með tillögu um stjórnarmenn eða arðgreiðslur,
og óverjandi gagnvart öðrum hluthöfum.
Hluthafafundir eru auglýstir til að afgreiða ákveðin mál og dagskráin er fest
niður, m.a. til þess að hluthafar geti gert upp við sig hvort þeir vilji mæta. Oft eru
hluthafafundir haldnir á óvenjulegum tíma, t.d. um mitt sumar, og þá verða hlut-
hafar að geta treyst því að dagskráin haldi. Annars er verið að skerða rétt þeirra.“
Björgólfur Thor vísar því á bug að hann hafi látið Straum-Burðarás fjárfesta í
verkefnum Novators. „Straumur hefur tekið þátt í samstarfsverkefnum með mér
og Novator með góðum árangri, en stofnað var til þeirra löngu áður en við komum
að stjórn félagsins,“ segir hann. „Viðamesta samstarfið hefur verið í gegnum sjóð-
inn Novator ONE, sem stofnaður var fyrir einu og hálfu ári, eftir kynningu fyrir
fjórum íslenskum fjárfestum. Ekki var hægt að fjárfesta í sjóðnum fyrir minna en
100 milljónir evra. Íslandsbanki og Landsbankinn höfnuðu þátttöku. Ég vék af
stjórnarfundi Burðaráss á meðan málið var tekið fyrir þar og samþykkt einróma.
Straumur samþykkti einnig að fjárfesta.
Á þessum tíma var ég ekki hluthafi í Straumi og eignarhlutur óverulegur. En
Magnús Kristinsson var stjórnarformaður og tók ásamt stjórn og forstjóra
ákvörðun um að ráðast í þessa fjárfestingu. Það var algjörlega óháð mér,“ segir
Björgólfur Thor með þunga. „Þeir gengust inn á alla skilmála án þess að við kæm-
um nálægt því. Þegar ég var hvattur til að verða stjórnarformaður eftir samrun-
ann spurði ég: „Hvað með Novator?“ Og svarið var: „Það er allt búið og gert.“ Í
þessu sambandi tel ég mikilvægt hvernig ég skilgreini hlutverk mitt sem fjár-
festir. Ég reyni að koma með verkefni sem ég hef trú á til félagsins. Ég minnist
þess ekki að stjórnarmennirnir sem komu frá Straumi inn í sameinað félag hafi
komið með nein verkefni að borðinu.“
– Tekurðu átök eins og þau sem urðu í Straumi-Burðarási nærri þér?
„Já, að sjálfsögðu tek ég þau nærri mér. Ég geri það, – enda óvanur návíginu
hér á landi eftir búsetu erlendis nærri hálft mitt líf. En þetta var hins vegar óum-
flýjanlegt. Ég hef alltaf sagt að ég sé seinþreyttur til vandræða, en harður í horn
að taka ef svo ber undir. Ég hef lent í fáum en erfiðum átökum og skorast aldrei
undan. Ég tók þetta mjög nærri mér. Andvökunæturnar voru orðnar margar áður
en átökin hófust í fjölmiðlum, sem sýnir hversu alvarlegt ástandið var orðið.“
Björgólfur Thor segir Hafskipsmálið á sínum tíma ekki hafa gert sig viðkvæm-
ari fyrir fjölmiðlaumfjöllun. „En það er hluti af mínu lífi að glíma við orðspor og
ímyndarmál. Þegar ég fer í viðtal við bandarískan fjölmiðil um árangur sem ég hef
náð, þá er rifjuð upp saga af fyrirtæki sem ég kom ekki nálægt, saga föður míns.
Þá áttar maður sig á því að orðspor og ímyndir lifa sjálfstæðu lífi í hugum annarra
og þess vegna skiptir þetta máli.“
Andvökunæturnar orðnar margar
Björgólfur Thor segist leggja mest upp úr stefnu til langs tíma og
ekki skipta sér af gengi hlutabréfa frá degi til dags.
Björgólfur Thor og Friðrik Jóhannsson, sem ráðinn
var forstjóri Straums-Burðaráss í júní sl.
Björgólfur Thor, Þórður Már Jóhannesson og Magnús Krist-
insson á aðalfundi Straums-Burðaráss í mars á þessu ári.
’Ég hef lent í fáum enerfiðum átökum og
skorast aldrei undan.‘