Morgunblaðið - 27.08.2006, Page 6

Morgunblaðið - 27.08.2006, Page 6
6 BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON 27. ÁGÚST 2006 Við förum þangað sem aðrir veigra sér við að fara,“ segir BjörgólfurThor um fjárfestingarstefnu Novators. „Okkur þykir best ef flækju-stigið er hátt og fælir frá aðra fjárfesta.“ Hann er umbreytinga-fjárfestir sem horfir til 4 til 6 ára eða jafnvel lengur, leitast við að treysta stoðir fyrirtækja með endurfjármögnun og endurskipulagningu, og stefnir á að auka verðmæti þeirra með yfirtöku, samruna, sölu eða skráningu á markað. Í þessu ferli er Björgólfur Thor í hlutverki frumherja. „Ég þarf að mynda mér skoðun á þróun markaða fimm ár fram í tímann, en einnig að vera tilbúinn að skipta um skoðun á þróun næsta mán- uðinn. Það er mikilvægt að byggja sveigjanleika inn í skipulagið. Enda er rétturinn til að skipta um skoðun ein mestu mannréttindi sem við höfum.“ Ef fjárfest er á nýjum landsvæðum er það jafnan með mönnum sem eru öllum hnútum kunnugir. „Það er mik- ilvægast þegar við förum inn á nýja markaði,“ segir Andri Sveinsson, fjármálastjóri Novator. „Actavis kom sér fyrir í Búlgaríu í samstarfi við heimamenn og það á einnig við um fjárfestingar Novators í Finnlandi og Póllandi. Við sjáum það best á Íslandi að ef erlendur fjárfestir ætlar sér stóra hluti, þá verður hann að vera vel tengdur. Og allur heim- urinn er fullur af litlum tengslanetum. Svo lengi sem við höfum rétta samstarfsaðilann treystum við okkur í nýja landvinninga.“ Yfirtekin fyrirtæki ekki fórnarlömb Heimspeki Björgólfs Thors er einföld, þó að fram- kvæmdin sé flókin, enda er það í sjálfu sér einn af horn- steinum fjárfestingarstefnu hans. „Í háskólanámi í NYU í Bandaríkjunum lærði ég einfalda reglu varðandi framtíð- arsýn í viðskiptaáætlunum, – „kiss“ eða „Keep it simple stupid!“. Þetta var ágæt ábending til okkar unga fólksins sem oft hefur reynst mér vel, ekki síst í vinnu með bönkum og greiningardeildum.“ Björgólfur Thor segist ekki vilja fyrirtæki í kyrrstöðu heldur á stöðugri hreyfingu. „Ef fyrirtæki eru á fullri ferð, eins og Actavis, þá þarf ég litlar áhyggjur að hafa. Það kallar á mesta vinnu ef ekkert er að gerast. Þá þarf að finna ráð við því, t.d. með nýrri stefnu, nýju starfsfólki, nýjum mörkuðum, meiri fjármunum eða aukinni áherslu á kjarnastarfsemi.“ Og það einkennir fjárfestingarstefnu Björgólfs Thors að leita að mörkuðum þar sem skilyrði eru hagstæð fyrir samruna og yfirtökur. „Sá hugsunarháttur er gamaldags að gera fórnarlömb úr fyrirtækjum sem eru yfirtekin og til marks um að forstjórar ráði of miklu, en hluthafar komi ekki að ákvörðunum. Margir stærstu og hagstæðustu samrunar í heiminum urðu aldrei að veruleika af því að tveim forstjórum kom illa saman. Fyrir vikið urðu hluthafar af gíf- urlegum verðmætum. Það hagnast allir á meiri og örari vexti, þó að þeir eigi hlut- fallslega minna í fyrirtækinu. Þannig var samruni símafyrirtækjanna í Finnlandi, þar sem okkar hlutur fór úr 40% [í Saunalahti] í 10,3% í sameinuðu fyrirtæki [El- isa]. Við erum þó áfram stærsti og atkvæðamesti hluthafinn, mörgum sinnum stærri en sá sem á eftir kemur.“ Gamall vani frá Rússlandi að koma á óvart Einnig nefnir Björgólfur Thor mikilvægi þess að koma á óvart, stíga fram af fullum þrótti á nýjum vettvangi en halda áformum sínum leyndum fram að því. „Þetta er gamall vani frá því ég var í viðskiptum í Rússlandi,“ segir hann. „Það umhverfi var flókið og varasamt að stíga feilspor, þar sem óvissan var mikil. Besta ráðið sem við fengum var að láta ekki á okkur bera. Það kom okkur lengst hve fáir vissu af okkur í Rússlandi, við veittum aldrei viðtöl og létum verk- in tala. Það var ekki fyrr en fyrirtækið var orðið stórt að menn spurðu hvaðan það hefði komið og hvort það hefði kannski alltaf verið til staðar.“ Björgólfur Thor segir fjölmiðla hafa meiri áhuga á yfirlýsingaglöðu fólki sem völl- ur er á. „En ég held að slagkrafturinn sé meiri hjá þeim sem láta lítið fyrir sér fara og byggja upp fyrirtæki án stórra yfirlýsinga. Svo hefur það nýst okkur að stíga óvænt inn á markaðinn, því þá fær samkeppnin minni tíma til að bregðast við.“ Landsbankinn er skýrasta dæmið um það, að sögn Björgólfs Thors. „Það reiknaði enginn með okkur í íslenskt hagkerfi. Allt í einu vorum við tilbúnir með meiri fjármuni en nokkur annar. Sóst hafði verið eftir okkur inn í Orca-hópinn, en við höfnuðum því, enda skildi ég ekki tilganginn eða hver réð ferðinni þar.“ Ég varð af tækifærum Upphaflega stóð til að selja mörgum hópum hlut í Landsbankanum og átti að vera mikill heiður að fá að vera á meðal þeirra sem fengju að kaupa, að sögn Björgólfs Thors. „En fyrir okkur sem kjölfestufjárfesta hentaði það ekki, – við erum annars konar skepna. Ég spurði: „Er bankinn ekki allur til sölu?“ Og fékk svar um að „tæknilega“ væri það nú, en að falast væri eftir erlendu fjármagni. Þá sagði ég að við hefðum næga fjármuni, enda nýbúnir að fá greiðslur frá Heineken í Hollandi, og værum tilbúnir að kaupa. Þar tókst okkur að koma á óvart, enda sló þetta menn út af laginu.“ Björgólfur Thor segist hafa lagt áherslu á að flýta söluferlinu „og þegar mað- ur lítur um öxl sér maður að frumkvæði okkar setti af stað einkavæðingu bank- anna og þær umbætur sem fylgdu í kjölfarið. Við skrifuðum bréf, vildum ganga fljótt frá kaupunum og njóta ávinnings af því að stíga fyrstir fram. En önnur öfl á Íslandi gerðu allt til að hægja á ferlinu. Snemma varð ljóst að þeirra markmið stönguðust á við okkar. Það var t.d. gert að skilyrði að bæði Landsbankinn og Búnaðarbankinn yrðu seldir í einu, sem hafði enga þýðingu fyrir ríkið og færa má rök fyrir því að ef Búnaðarbankinn hefði verið seldur ári síðar hefði fengist tvöfalt hærra verð.“ Björgólfur Thor segist hafa komið með strúktúr að samningaborðinu, sem hafi verið afritaður við söluna á Búnaðarbankanum. „Við áttum hugmyndina og mótuðum umgjörðina, hvort sem það sneri að greiðslum, verðtryggingu eða er- lendum gjaldmiðlum. Allt fór það beint inn í samninginn hjá hinum – eins og færiband væri á milli. Segja má að við höfum keypt annan bankann og selt hinn og hefðum því átt að fá söluþóknun! Og Búnaðarbankinn var seldur til hóps sem enginn vissi hvernig var samsettur og var hugsanlega ekki til!“ Það lá fyrir að feðgarnir Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson ásamt Magnúsi Þorsteinssyni vildu að dótturfélagið VÍS fylgdi með í kaupunum á Landsbankanum. „Rótað var mikið í söluferlinu og VÍS skilið frá bankanum í okkar óþökk,“ segir Björgólfur Thor. „Við hefðum líklega sagt okkur frá ferlinu ef við hefðum ekki verið Íslendingar. Ég hefði ekki liðið svona söluferli annars staðar. Ég varð af tækifærum út af þessu og forskotið var tekið af okkur. Kaup- þing náði því með því að tryggja sér Búnaðarbankann á fimm til sex vikum. Nú, aðeins þremur árum seinna, er VÍS selt fyrir fjárhæð sem er þrisvar sinnum hærri en kaupverð Búnaðabarbankans.“ Er bankinn ekki allur til sölu? Heimspeki Björgólfs Thors í fjárfestingum                            !"  #        !"  #  $     %& &    !" ' ""   ()  **+,  !"  - ' +    - . ,              / +          0    . %  -               /     !" 1       !"     23   !" 4""  23 5+    !" 4""   .2   !" .6 % .2 0     !" .6 %   ."+".6 % -  , %& +" +"    $  + ." %   & 7' 8 %  2& &  '    '  9 *   ""  5  2*  ' *1  -     & +"   :" "  -   ,    & +" %  **      :" "     /.2*   %  !" -*  - % 2*   %  !" .6 %  -! :$  % %  !" ; :" -! :$  % ". %%     ,:,             Björgólfur Thor og Magnús Þor- steinsson í bjórverksmiðjunni. Magnús Þorsteinsson, Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson, eigendur Samsonar ehf., ræða við fréttamenn. Björgólfur Thor undirritar samning við Heineken um sölu á bjórverksmiðju Bravo International í Pétursborg fyrir 41 milljarð í ársbyrjun 2002.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.