Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 5
BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON 27. ÁGÚST 2006 5 Smám saman hefur myndast hópur lykilstarfsmanna í kringum Björgólf Thor hjá Novator sem vinnur náið saman. Hann segist vilja halda því þannig þó að hann játi að hópurinn fari stækkandi. „Þess vegna erum við að koma á deilda- skipulagi,“ segir hann. „Þá vinn ég áfram með góðum og þröngum hópi og hver þeirra hefur síðan sinn tíu manna hóp undir sér. Ég legg upp með að nýtt skipulag geri mér kleift að fá meiri tíma fyrir sjálfan mig.“ Björgólfur Thor hefur komið að ráðningu flestra í innsta hring Novators. „Ég tel mig ágætan mannþekkjara og mitt mesta lán hefur verið að finna gott samstarfsfólk. Ég hef aldrei auglýst eftir fólki. Það hefur dottið inn og sagst vilja vinna fyrir mig eða við höfum átt samstarf og komist að því að við gæt- um átt meiri samleið. Menn eins og Constantine [Gonticas framkvæmdastjóri Novator] og Andri [Sveinsson fjármálastjóri] komu þannig inn í fyrirtækið.“ Auk þeirra er Susy Webb, aðstoðarmaður Björgólfs Thors, í nánasta sam- starfshópnum og mæðir mikið á henni, því hann er mikill bjartsýnismaður á tíma og á það til að bóka fundi með kortérsmillibili. Aðrir í innsta hring í London eru forstöðumennirnir Bruce McInroy, Heiðar Guðjónsson og Serdar Cetin, en vestanhafs er Adrian Kingshott, forstöðumaður Novator í Banda- ríkjunum. Í framvarðasveit á Íslandi eru síðan Tómas Ottó Hansson, for- stöðumaður, Birgir Már Ragnarsson, lögmaður og framkvæmdastjóri Sam- son, og Þór Kristjánsson, sem er m.a. bankaráðsmaður í Landsbankanum. „Að sjálfsögðu er rétt að benda á að faðir minn hefur verið nánasti sam- starfsmaður minn í 15 ár og það samstarf hefur gengið afar vel,“ segir Björg- ólfur Thor. „Ég ber mikla virðingu fyrir honum í viðskiptum og sérstaklega í því sem lýtur að mannlegum samskiptum. Það hefur verið ómetanlegt að hafa partner sem maður getur treyst í einu og öllu alltaf, í framkvæmd og sér- staklega þeim bollaleggingum sem maður er alltaf í, og líka að geta nýtt þá reynslu sem hefur skapast í uppgangi og sérstaklega í mótlæti, sem aldrei hefur þó náð að buga hann. Það er í raun frábært innlegg í samstarf og þess utan finnst mér það aðdáunarvert sem sonur hans.“ Constantine Gonticas segir ungan aldur Björgólfs Thors eina ástæðu þess að hann réði sig til Novators. „Hann er ekki yfir sextugu og með meiri áhuga á golfi en fjárfestingum, heldur maður sem seldi hlut sinn í Rússlandi og var fljótur að endurfjárfesta allri fjárhæðinni. Slíkur metnaður er jákvæður og hvati fyrir okkur hin að ná samningum og skapa verðmæti.“ Constantine Gonticas, Andri Sveinsson og Björgólfur Thor fara yfir stöðuna. Tel mig ágætan mannþekkjara hópur fer á skíði einu sinni á ári. Það gerir mér afar gott.“ Efnamunur þvælist ekki fyrir í samskiptum við vinina, en flækir stundum málin. „Þegar ég hafði komið ár minni vel fyrir borð í Rússlandi vissu fáir af því heima til ársins 2000, jafnvel ekki vinir mínir,“ segir Björgólfur Thor. „Þess vegna var auðvelt að gíra sig niður við komuna til Íslands. En þegar einkaþota kemur inn í myndina verður þetta erfiðara. Stundum er ég í umhverfi vina minna og stundum þeir í mínu. Þetta getur verið skrýtið og stundum finnst þeim þetta óþægilegt. En við tölum um það og svona er lífið nú einu sinni.“ Björgólfur Thor setur sér markmið í öllu sem hann gerir og því kemur ekki á óvart að hann sé í góðu líkamlegu formi. „Ég tek mér tak á vorin og kem mér í form. Þá hleyp ég, fer í ræktina og fer á skíði eða á fjallahjól.“ – Og passar mataræðið? „Ég reyni það,“ svarar hann og hlær með jarðarber og ís á diskinum. „En hvað um alla eftirréttina,“ skýtur Andri Sveinsson stríðnislega inn í. „Það eru lífsgæði!“ svarar Björgólfur Thor og er staðinn upp – um leið og maturinn klárast af diskinum, þá er hann lagður af stað í næsta verkefni. En staldrar þó aðeins við: „Ég hef ekki borðað kjöt síðan ég var 16 ára. Mikið er um hjartasjúkdóma meðal karla í minni fjölskyldu og þó að það sé kannski ekki ástæðan er gott að hafa það í huga. Á móti kemur auðvitað stressið sem fylgir starfinu og erfitt er að ráða við.“ Með það er hann rokinn. Heimurinn eftir 40 ár Í síðasta viðtali mínu við Björgólf Thor árið 2003 þegar kaupin á Landsbank- anum voru nýafstaðin talaði hann um að ákveðnum kafla væri lokið og nýr að hefjast. Sér fyrir endann á öðrum kafla núna? „Það styttist í lok kafla tvö,“ svarar hann brosandi. „Ég stefni að því en kannski ekki á næstu mánuðum. Auðvitað er ég fullur eftirvæntingar. Eins og rithöfundur hugsa ég: „Ég á eftir að gera ansi mikið áður en kaflinn klárast. En ég hlakka til að byrja með óskrifað blað í þriðja kafla.“ Björgólfur Thor verður fertugur 19. mars á næsta ári, en er ekki farinn að skipuleggja veislu. „Kafli 3?“ segir hann og hlær. „Ég lít ekki á það sem nein tímamót. Ætli ég geri ekki eins og flestir, líti framhjá þessum aldursmörkum og láti eins og þau séu ekki þarna.“ – En hverju heldurðu að þú hafir náð fram eftir önnur fjörutíu ár? „Það verður allt annað en ég hef gert hingað til. Það tók mig 24 ár að öðlast menntun. Síðan hef ég verið í viðskiptum í rúmlega 15 ár, sem mér finnst ekki langur tími. En ég vil gera meira en að sinna viðskiptum og alls ekki fást við þau í 40 ár í viðbót. Ef til vill eru til kafli 3 og 4 og 5! Það yrði skemmtilegt!“ Barbara Rafaeli upptökustjóri ræðir við Björgólf Thor vegna þáttarins For the Record.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.