Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 3
m.a. í því að hann sé að spila úr eigin fjármagni, ákvörðunarferlið sé því skjótara og hann aðgengilegri fyrir vikið. Björgólfur Thor tekur undir það, en segist átta sig á því að um leið og Nova- tor stækki skapist hætta á að fyrirtækið verði seinna í svifum. „Við mætum því með því að gera stærri viðskiptasamninga en ekki endilega fleiri. Það sést vel á starfsemi Novators og undirliggjandi fyrirtækja að stór samningur fyrir þrem- ur árum er varla ómaksins virði í dag.“ Undir þetta tekur Andri Sveinsson fjár- málastjóri Novators, sem segir mikilvægt að velja og hafna fjárfestingum, því að allar þurfi þær að fara í gegnum ákveðið ferli, hvort sem þær séu 2 milljarðar eða 50 milljarðar. „Það er jafn stórt excel-skjal.“ Fyrirtækin eru tiltölulega fá sem Björgólfur Thor er kjölfestufjárfestir í ef horft er til þess að í mars var hann í 350. sæti Forbes listans yfir ríkustu menn í heimi með hreinar og skuldlausar eignir metnar á 2,2 milljarða dala eða 154 milljarða króna. „Það kemur til af því að við viljum ekki tapa yfirsýn með því að fara of geyst í sakirnar,“ segir Björgólfur Thor. „Ég hef t.d. sagt að ég vilji ég klára eitt stórt verkefni áður en við förum í það næsta. Þannig að við getum náð fastari tökum á því sem við erum að gera og sett markið enn hærra. Við vonumst til að loka stóru verkefni á næstunni og ég hef sett allt á bið þar til það er frágengið.“ Það yrði mikilvægt skref fyrir Novator. „Við höfum sýnt að við getum fjárfest í ólíkum löndum og selt fyrirtæki, en nú þurfum við að sýna að við getum keypt, þróað og selt fyrirtæki,“ segir Constantine Gonticas, framkvæmdastjóri Nova- tors. „Þegar það hefur tekist getum við laðað að fjármagn frá þriðju aðilum og stýrt því. Það er næsta áskorun. En við erum með góða undirstöðu í því íslenska fjármagni sem við stýrum, öflugu starfsfólki og traustu eignasafni. Við höfum ráðist í sex fjárfestingar á 18 mánuðum, sem er óvenju mikið og allar standast þær nánari skoðun. Það kemur ekki af sjálfu sér.“ Novator, Park Lane 25 Gunnlaugur Erlendsson lögfræðingur mætir með útprentaða tölfræði í fund- arherbergi í höfuðstöðvum Novators í London. Hann grúfir sig ábúðarfullur yf- ir tölurnar með Andra Sveinssyni og blaðamaður fylgist með í andakt. Síðan slá þeir inn númer og panta pitsu. Starfsmenn Novators eru engir nýgræðingar þegar kemur að símamálum. Novator rekur símafyrirtæki í Búlgaríu, Tékk- landi, Finnlandi, Póllandi og Grikklandi. Og hefur tilkynnt að sett verði á fót símafyrirtæki á Íslandi sem veitir alhliða þjónustu á fjarskiptamarkaði og hefst tilraunarekstur á fyrsta þriðju kynslóðar farsímakerfinu í lok ársins. „Við ráð- umst í þessa fjárfestingu til þess að nýta samlegðaráhrif af fjárfestingum okkar ytra,“ segir Björgólfur Thor. „Við þekkjum vel símamarkaðinn, ráðum yfir nauðsynlegri tækniþekkingu og höfum góð sambönd við birgja og helstu leikmenn á markaðnum. Það er ekki mikil viðbót að setja upp símafyrirtæki á Íslandi. Hálf þjóðin er búsett á höf- uðborgarsvæðinu og því gott að prufukeyra svona kerfi þar, auk þess sem upp- setning er hröð. Það má segja að þetta sé prófsteinn á það sem við eigum eftir að gera í stærri löndum þar sem kerfin eru viðameiri.“ Tómas Ottó Hansson, forstöðumaður hjá Novator, sagði í Morgunblaðinu í júní að verð væri hátt á símaþjónustu á Íslandi og samkeppni ekki mjög virk. „Við höfum skoðað verðstrúktúrinn og verð á mínútu er mjög hátt á Íslandi,“ segir Björgólfur Thor. „Það segir okkur að eftir einhverju sé að slægjast í sam- anburði við aðra markaði sem við keppum á. Við erum vanir að fara inn sem fjórði keppinautur á markaði, t.d. í Póllandi, og okkur þykir enn betra að vera þriðja fyrirtækið.“ Aðspurður hvort standi til að sameina símafyrirtæki í eigu Novators vill Björgólfur Thor ekki útiloka neitt. „Við höfum fengið beiðni um að koma í sam- einingarviðræður við önnur stórfyrirtæki, en einnig viðræður um að selja. Öll þessi verkefni eru í gangi og sum komin lengra en önnur. Við erum alltaf opnir fyrir tækifærum, lögðum t.d. hraðasta breiðband í London á mettíma og seldum það fyrirtæki [Be Broadband] í sumar. Eignasafninu svipar til meðalstórs síma- fyrirtækis á evrópskan mælikvarða. Bankar, ráðgjafar og birgjar eru því farnir að nálgast okkur að fyrra bragði og við höfum fengið Goldman Sachs og Lehm- an Brothers til að ráðleggja okkur.“ Einn af þeim kostum sem nefndur hefur verið er sameining BTC við annað hvort Elisa í Finnlandi eða Netia í Póllandi. „Elisa verður að stækka,“ segir Ari Salmivuori hluthafi í Elisa og fjárfestir í Finnlandi. „Ef það er ekki hægt í Finn- landi, þá utan Finnlands. Og auðvitað viljum við gera það með [Björgólfi] Thor; Íslendingar vita hvernig á að stækka utan heimalandsins!“ Actavis í Dupnitza, Búlgaríu Það einkennir Búlgaríu að þar mætast gamli og nýi tíminn. Hestvagnar á götum eru ekki óalgeng sjón. Og gamall bóndi mundar orf og ljá í túnfætinum. Þegar horft er yfir öxlina á honum blasa við fleiri hektarar af ökrum. Það tæki hann sjálfsagt mannsævina að slá það með orfinu og ljánum, enda öflugri vélar notaðar í það en hnén á gömlum manni. Meðfram veginum gína holar tóftir yf- irgefinna verksmiðjuhúsa. Og því er uppörvandi að skoða þá miklu uppbygg- ingu sem átt hefur sér stað á lyfjaverksmiðju Actavis í Dupnitza, en þar eru framleiddir 3,5 milljarðar af töflum og hylkjum á ári. Actavis er fimmta stærsta lyfjafyrirtæki í heimi og líklega mikilvægasta kjarnafjárfesting Björgólfs Thors. Actavis hefur ráðist í 25 yfirtökur á síðustu sjö árum og innri vöxtur verið mikill á stöðum eins og Dupnitza. Undanfarna mánuði hefur Actavis reynt óvinveitta yfirtöku á króatíska lyfjafyrirtækinu PLIVA og þegar tryggt sér fimmtungs hlut. „Ég vona að þetta gangi upp,“ segir Björgólfur Thor. „En maður er líka raunsær. Tilboð Actavis hljóðar upp á um 2,5 milljarða dala, sem hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum. Þetta er stærsta yfirtaka sem reynd hefur ver- ið af fyrirtæki skráðu á Íslandi. En það er greinilegt að framkvæmdastjórn fyr- irtækisins hyglar öðrum en okkur og við látum ekki æsa okkur upp í hvaða verð sem er, þannig að á brattann er að sækja. En stjórnendateymi Actavis með Ró- bert [Weissman forstjóra] í fararbroddi hefur sýnt ótrúlega góða frammistöðu. Þetta er að mínum dómi langbesta stjórnendaliðið á Íslandi og satt best að segja er Róbert í algjörum sérflokki stjórnenda. Ég held að fólk hafi almennt ekki áttað sig á að í yfirtökum er þetta lið komið langt áleiðis í sjálfri heims- meistarakeppninni.“ Maður sem elst upp á Íslandi, lærir í Bandaríkjunum, efnast í Rússlandi og býr í London þekkir engin landamæri. Enda er Actavis með starfsstöðvar í 32 löndum og 5 heimsálfum. Og starfsfólk Novator af 12 þjóðernum og talar 17 tungumál. „Ef maður horfir til þeirra íslensku fyrirtækja sem við rekum, þá þarf ekki starfsfólk af mörgum þjóðarbrotum til að það gangi upp og ofan,“ seg- ir hann og hlær. „Mér finnst það ekki aukaflækjustig að fyrirtæki séu alþjóðleg. Það er eðli rekstrar að hann gengur misjafnlega, en mér finnst þjóðarbrotin skila inn fleiri jákvæðum þáttum en neikvæðum.“ BTC í Sofiu, Búlgaríu Mikið vatn hefur runnið til sjávar hjá búlgarska símafyrirtækinu BTC síðan það var einkavætt í júní árið 2004. „Þetta er ein mesta endurskipulagning sem ég hef séð á svo skömmum tíma,“ segir Martin Staub, sem tók við sem forstjóri BTC í júlí. „BTC hefur haldið sinni markaðshlutdeild á sama tíma og starfsfólki var fækkað úr 25 þúsund í 11.500, sem tókst í góðri sátt við samfélagið, víðtækar endurbætur voru gerðar á símkerfinu og hleypt af stokkunum nýju farsímafyr- irtæki, Vivatel, sem þegar er komið með 10% markaðshlutdeild.“ Björgólfur Thor segir að verð BTC hafi endurspeglað það tröllaukna verkefni sem ráðast þurfti í. „Það má segja að við höfum fengið ákveðna umbun frá ríkinu fyrir að taka að okkur þessa vinnu.“ Þrátt fyrir að hann hafi sagt að hann vilji frekar vera lítill fiskur í stórri tjörn en stór fiskur í lítilli tjörn, þá hefur það ekki gengið eftir í tveim löndum, á Ís- landi og í Búlgaríu. „Þetta er afleiðing af miklum fjárfest- ingum og maður er kominn annað en lagt var upp með. Ég ætla að endurskoða stöðu mína í báðum þessum löndum, því þetta er ekki það sem ég vil. Það kemur einnig inn á stjórnarsetu í Actavis og Straumi-Burðarási. Mér finnst ég of áberandi og vil gjarnan vinna mig frá því.“ Björgólfur Thor hefur fjárfest í fasteignum víða um Evrópu og er horft til þess að sameina fyrirtækin. En á sama tíma hefur hækkandi fasteignaverði ver- ið líkt við netbóluna, m.a. af vikuritinu Economist. „Ég er meðvitaður um að arðsemisútreikningar vegna fasteignakaupa eru afar næmir fyrir vöxtum því að oft liggur mikið lánsfjármagn til grundvallar. Í fyrsta skipti síðan á áttunda ára- tugnum hækka allir seðlabankar í heiminum vexti á sama tíma. Þess vegna för- um við varlega í sakirnar og veljum okkur stöður eftir meðspilurum. Við teljum samlegðaráhrif mikil og ekki má gleyma því að BTC á 3 þúsund fasteignir sem við þurfum að losa okkur við.“ Skrifstofa Björgólfs Thors, Park Lane 25 Það stendur til að taka viðtal við Björgólf Thor fyrir sjónvarpsþáttinn For the Record á Bloomberg og veruleikinn á skrifstofu hans er endurhannaður fyrir sjónvarp. Einn bendir á hnattlíkan í horninu og spyr: „Er hnötturinn of stór – eigum við að sækja annan minni?“ En látið er nægja að tylla honum á gólfið. Á meðan þessu fer fram sest Björgólfur Thor í fundarherbergið ásamt nokkrum lykilstarfsmönnum Novators, Andra Sveinssyni, Constantine Gonticas og Heiðari Guðjónssyni. En lagar fyrst hnöttinn – réttir hann af. Reykjavíkurflugvöllur Á Reykjavíkurflugvelli er Andri Snær Magnason rithöfundur og ætlar að ganga á Snæfell með eiginkonu sinni Margréti Sjöfn Torp. Á sama tíma er Björgólfur Thor á leið til London, afslappaður í gallabuxum og bol og með Draumalandið í farteskinu. „Ég er að mynda mér skoðun,“ segir hann. „Í fljótu bragði finnst mér skammsýni að fylla landið af álverum, því til langs tíma litið geta fá lönd státað af hreinu lofti og hreinu vatni – það er takmörkuð auðlind. Og skammsýni að nota viðskiptahalla sem mælikvarða á ákvarðanir sem hafa áhrif á næstu kynslóðir. Ég held það sé kominn tími til að skoða ofan í kjölinn hvaða sýn við höfum og hvernig við viljum að Ísland þróist. Sú umræða er þörf og knýjandi og þá þurfum við að horfa lengra en til 15 ára.“ Westbourne Grove, Notting Hill Fyrsta skrifstofa Björgólfs Thors í London er til húsa í Westbourne Grove í Notting Hill og hann er enn með aðstöðu þar, enda býr hann í hverfinu. Skrif- ’Í fljótu bragði finnstmér skammsýni að fylla landið af álverum. ‘ Flogið var með þyrlu á tind fjallsins El- brus í Rússlandi og skíðað til byggða. Páll Skúlason rektor HÍ tók við veglegum styrk úr Há- skólasjóði Eimskipafélags Íslands í fyrra. Dorrit Moussaieff, Gísli Örn Garðarsson og Björgólfur Thor gleðjast að lokinni frumsýningu á Rómeó og Júlíu í London í nóvember árið 2004. BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON 27. ÁGÚST 2006 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.