Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf                                                  Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, net- fang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Björn Jóhann Björnsson, frétta- stjóri, bjb@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins STEFNT er að skráningu Exista í Kauphöll Íslands 15. september næstkomandi, en með skráningunni er eins og kunnugt er fyrirhugað að losa endanlega um krosseignatengsl félagsins og KB banka. Samhliða skráningunni hyggst KB banki selja um 30% af eign sinni í Ex- ista í tveimur umferðum, en eignar- hlutur bankans nemur nú um 14%, annars vegar í áskriftarsölu til stofn- anafjárfesta og hins vegar með sölu til almennra fjárfesta. Þá hyggst KB banki greiða 70% af eign sinni í félag- inu sem arðgreiðslu til hluthafa í síð- asta ársfjórðungi þessa árs. Gangi þessi áætlun eftir munu um 33 þúsund nýir hluthafar eignast hlutafé í Exista og verður félagið þá væntanlega fjölmennasta almenn- ingshlutafélag landsins ásamt KB banka. Annað stærsta skráða félagið Eigið fé Exista nemur 143 milljörðum króna, en miðað við eigið fé verður Exista væntanlega annað stærsta fé- lagið í Kauphöllinni. Aðeins KB banki er stærri en eigið fé bankans er 239 milljarðar króna. Til samanburðar er eigið fé Glitnis 126 milljarðar og 123 milljarðar hjá Landsbankanum. Heildareignir Ex- ista eru metnar á 311 milljarða króna. Exista er skilgreint sem fjármála- þjónustufyrirtæki með grunnstarf- semi í tryggingum og fjármögnunar- leigu og er félagið það stærsta á þessum tveimur sviðum hér á landi. Meðal eigna Exista á sviði trygging eru VÍS, Vörður-Íslandstrygging, Lífís og IGI tryggingafélagið á Bret- landi. Þá er Lýsing, sem er stærsta eignaleigufyrirtæki landsins, á meðal eigna Exista. Exista er einnig kjölfestufjárfestir í mörgum af stærstu skráðum og óskráðum félögum landsins. Eignar- hlutur þess í KB banka er þannig 25,7%, í Bakkavör nemur hluturinn 38,7% og í Flögu 22%. Þá á Exista 43,6% hlut í Símanum. Styttist í skráningu Exista           !! " #  %  #    "&'()*$ #  "+,()*$ -    "&&(.*$ / "0+(1*$    Lánhæfnismatsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæf- iseinkunnir Glitnis en þær eru eft- irtaldar: langtímaeinkunn A, skammtímaeinkunn F1, óháð ein- kunn B/C og stuðningseinkunn 2. Horfur lánshæfiseinkunna Glitnis eru stöðugar, að mati Fitch. Samkvæmt tilkynningu frá Fitch endurspeglar lánshæfismatið góða undirliggjandi hagnaðarmyndun og tekjudreifingu Glitnis, traust eigna- safn og sterka eiginfjárstöðu. Einnig er tekið tillit til þess hve mikið bank- inn reiðir sig á fjármögnun á heild- sölumarkaði, mögulegrar áhættu vegna samþættingar í starfseminni vegna kaupa á fyrirtækjum. Fitch stað- festir láns- hæfi Glitnis Lánshæfnisfyrirtækið Fitch Rat- ings hefur staðfest eftirtaldar láns- hæfiseinkunnir Kaupþings banka: langtímaeinkunn A, skamm- tímaeinkunn F1, óháð einkunn B/C og stuðningseinkunn 2. Í tilkynningu frá Fitch segir að horfur lánshæfiseinkunna Kaup- þings banka séu stöðugar og að láns- hæfismatið endurspegli stöðu Kaup- þings banka sem eins af þremur leiðandi bönkum á Íslandi., auk þess Enda þótt fjármagnshlutföll bank- ans séu góð sé það nauðsynlegt þeg- ar tekið er tillit til þess hve mikið bankinn reiðir sig á fjármögnun á heildsölumarkaði. KB banki fær staðfest láns- hæfi hjá Fitch DAGSBRÚN Mediafond, sjóður- inn sem stofnaður hefur verið um útgáfu Nyhedsavisen, mun strax frá byrjun hafa 400 milljónir danskra eða jafngildi um 4,8 millj- arða íslenskra króna, til útgáfu blaðsins. Og ef meira þarf til þess að tryggja Nyhedsavisen forystu á danska dagblaðamarkaðinum er Baugur Group, væntanlega með öðrum fjárfestum, reiðubúinn að leggja fram allt að helmingi meira fé til Nyhedsavisen. Þetta kemur fram í viðtali Bør- sen við þá Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs, Gunnar Smára Egilsson, sem tekið hefur við stjórn Dagsbrún Mediafund, og Svend Dam, forstjóra 365 Media Scand- inavia. Samkeppniseftirlit segir já „Dagsbrún Mediafond, sem standa mun fyrir útgáfu Nyhedsavisen, hefur frá byrjun 400 milljónir [danskra] – fjárhæð sem Baugur ábyrgist. Og við höfum hugsað okk- ur að leggja fram fé síðar eftir því sem þörf verður á. Það skiptir engu máli í þessu sambandi hvort það verða 350 eða 600 milljónir. Sjóð- urinn byrjar með 400 milljónir en það verður hægt að auka það upp í 800 milljónir. Það er nóg til þess að prenta dálítinn slatta af blöðum,“ segir Jón Ásgeir við Børsen. Skoða fleiri markaði Í gær var mikilvægri hindrun fyrir útgáfu Nyhedsavisen rutt úr vegi þegar danska samkeppniseftirlitið féllst á að 365 Media Scandinavia, dótturfélag Dagsbrúnar, og Post Danmark, stofni sameiginlegt dreif- ingarfyrirtæki sem ætlað er að dreifa Nyhedeavisen í hús. Gunnar Smári sagði í samtali við Børsen að verið væri að skoða aðra markaði af svipaðri stærð og mark- aðinn í Danmörku, t.d. Noreg, Sví- þjóð, Holland, Belgíu eða Skotland og Jón Ásgeir greindi frá því að hlutur fjölmiðlunar í rekstri Baugs Group ætti eftir að aukast umtals- vert og nema um 15–20% af efna- hag félagsins eftir nokkur ár. Þá sagði hann að stefnan væri sett á það að eftir þrjú til fjögur ár yrðu Baugur og Dagsbrún með leiðandi dagblöð í þremur til fjórum lönd- um. Baugur tilbúinn að leggja mikið fé í Nyhedsavisen Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is Ljósmynd/Haraldur Jónasson Stefna á frekari vöxt Jón Ásgeir segir Baug vera að skoða fleiri markaði. »20. febrúar 2006 Greint er frááformum Dagsbrúnar um út- gáfu fríblaðs í Danmörku sem dreift verði heim til fólks. Danir efast mjög um viðskiptahugmyndina. »4. apríl Dagsbrún ræður þunga-vigtarmanninn Svend Dam til að stýra útgáfu Nyhedsavisen. »16. ágúst Dagsbrún greinir frástofnun sérstaks sjóðs um rekst- ur Nyhedsavisen. Miklar vangavelt- ur í dönskum fjölmiðlum um fjár- hagslegt bolmagn Dagsbrúnar. »17. ágúst Dato, fríblað Berl-ingske Officin, hefur göngu sína. »18. ágúst 24timer, fríblað Jyl-landsposten/Politiken, kemur út »24. ágúst Greint er frá því aðNyhedsavisen komi út 6. októ- ber og að upplagið verði 500 þúsund eintök. »30. ágúst Danska samkeppn-iseftirlitið leggur blessun sína yfir að Dagsbrún og Post Danmark stofni sameiginlegt dreifingarfyr- irtæki, sem dreifa mun Nyhedsav- isen í hús. Í HNOTSKURNNyhedsavisen með 4,8 milljarða króna á bakvið sig – til að byrja með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.