Morgunblaðið - 22.09.2006, Síða 5

Morgunblaðið - 22.09.2006, Síða 5
þessar aðstæður alveg ótrúlegt og vélin hentaði mjög vel til að glíma við torfærur sem veg- arslóða og ekki spillti fyrir að hægt er að spila aðeins á sjálfskipt- inguna sem er með handskiptimöguleika, enda sú sama og finnst í Porsche 911 í dag. Sjálf- skipting er aukabúnaður í þessum bíl og þó ekki hafi hann verið prófaður með beinskiptingu er erfitt að gera sér í hugarlund að beinskipting henti bílnum betur. Ótrúlega þéttur og vel útbúinn Á vegarslóðunum breyttist Kyron í hentugt verkfæri til að tækla þá verstu vegi sem Ísland býður upp á. Bíllinn reyndist ótrúlega þéttur. Það var alveg sama hvernig slóðinn var, gróft þvottabretti, grjóthnullungar eða gróf möl, aldrei heyrðist svo mikið sem smá brak eða tíst í innréttingu bílsins. Það er reyndar í takt við þró- unina í dag þar sem Kóreubílar hafa tekið við af þeim japönsku með því að bjóða upp á ódýra en vel smíðaða bíla á meðan þeir japönsku hafa fært sig sífellt meira í efri kreðsur markaðar- ins. Jeppinn er með þriðju kynslóðar „common rail“ vél sem er hljóðlát og þýð en þriðja kynslóðar kerfið leyfir líka meiri túrbínuþrýsting, 1,6 bar á móti 1,35 miðað við fyrstu kynslóðar kerfi og skýrir það að hluta afkasta- getu vélarinnar. Að þessu viðbættu er Kyron svo byggður á sjálfstæðri grind, er með lágt drif, vél frá Mercedes Benz sem hefur verið endurhönnuð af verk- fræðingum Ssangyong, loftkælingu, nóg rými fyrir 5 fullorðna og vandaðri innréttingar og meiri staðalbúnað en áður hefur sést í Kóreubílum. Allt þetta fyrir um þrjár milljónir króna hlýtur því að teljast góð kaup. Það sem helst má telja bílnum til lasta er lítið veg- grip á malbikuð- um vegum, fjöðr- un ræður ekki vel við margbætt malbik borgarinnar og talsvert hæg svörun eldsneytisgjafarinnar. Kost- irnir eru hinsvegar verðið, stærð bíls- ins og útbúnaður, bremsurnar eru sömuleiðis mjög góðar og síðast en alls ekki síst – frábærir eiginleikar bílsins þegar ekið er á torfærum veg- arslóðum og hve vel samsettur hann virðist vera. ingvarorn@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 5 530 5700 www.hollin.is Hjólbarðahöllin Fellsmúla 24 ·108 ReykjavíkRéttarhálsi 2 · 110 Reykjavík Gúmmívinnustofan www.gvs.is 587 5588 327C 18" EMR 360C 18" 635BM 18" 347C 18" 220BM 17" 324C 18" 24 76 / TA KT ÍK Allar aðrar felgur með 20% afslætti 552 3470 Hjólvest Ægisíða 102 ·107 Reykjavík 431 1777 Hjólbarðaviðgerðin Dalbraut 14 · 300 Akranesi 415C 16" Stálfelgur 16" 16" 17" 17" 17" Speed Gildistími: Sept. - okt. 2006 13.740 22.900 14.940 24.900 14.940 24.900 14.940 24.900 14.940 24.900 11.340 18.900 10.740 17.900 10.740 17.900 11.340 18.900 11.340 18.900 9.540 15.900 4.000 Vél: Túrbódísill, línuvél, 16v, 2 ofanáliggjandi kam- básar. Afl: 141 hestöfl við 4.000 snúninga á mínútu. Tog: 310 Nm við 1800 - 2750 snúninga á mínútu. Gírskipting: 5 gíra bein- skiptur. 5 þrepa Sidetro- nic sjálfskipting Hröðun: 13,9 sekúnda úr kyrrstöðu í 100 km. Hámarkshraði: 167 km/ klst. Fjöðrun: Double Wishbone front suspension (vind- ustöng) framan, Gormafjöðrun aftan. Drifbúnaður: Millikassi frá BorgWarner hátt og lágt drif. Hásingar frá DanaSpiser Hemlar: Kældir diskar að framan, diskar að aftan, ABS. Hjólbarðar og felgur: 16" álfelgur TOYO Open Co- untry 245/75 R16 Stýri: Tannstangarstýri- vökvastýri Lengd: 4.660 mm. Breidd: 1.880 mm. Hæð: 1.740 mm. Eigin þyngd: 1956 kg. Eyðsla: 8,4 lítri í blönd- uðum akstri, 7,1 lítrar í þjóðvegaakstri, 10,6 lítrar í innanbæjarakstri. Verð: 3.190.000 kr. Beinskiptur. Umboð: Bílabúð Benna ehf. Ssangyong Kyron MEÐ síðustu kynslóð Porsche 911, 997, hefur nútíma útgáfa hinna frægu Fuchs felgna litið dagsins ljós en Fuchs felgur voru eitt aðal auðkenni Porsche bíla frá 1967 allt fram til ársins 1989 þegar 964 gerðin kom á markað. Með Fuchs felg- unum frá 1967 náði Porsche miklu forskoti á aðra bílaframleiðendur með því að bjóða upp á felgur sem voru í senn bæði léttar og sterkar enda voru þær steyptar í heilu lagi á meðan aðrir framleiðendur voru enn að berjast við að herða felg- urnar í framleiðsluferlinu sjálfu. Enn í dag eru þessar felgur taldar með bestu ál- felgum sem framleiddar hafa verið, ótrúlega sterkar en samt léttar og henta þær því vel til kappaksturs þar sem þær hafa verið notaðar bæði á nýja bíla sem gamla, þó að í dag séu gömlu felgurnar eingöngu notaðar í fornbílakappakstri. 19 tommu og póleraðar Nýju felgurnar eru þó mjög ólíkar þeim gömlu en þó nokkuð sérstakar og fara nýju 911 bílunum sérlega vel og eru staðalbúnaður á Turbo bílnum. Nýju felg- urnar eru póleraðar á lóðréttum flötum, en málaðar annarsstaðar. Þær eru 19" og búnar 235/35 ZR 19 dekkjum að framan og 305/30 ZR 19 dekkjum að aftan. Felgurnar eru búnar loftþrýstings skynjurum og veita líka góða kælingu fyrir bremsurnar – þær eru því ekki bara fallegar. Nýjar Fuchs felgur Fuchs Porsche er kominn á nýj- ar Fuchs felgur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.