Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Afgreiðslustarf í
ferðamannaverslun
Víkingur, ein framsæknasta ferðamanna-
verslun landsins, leitar að starfsfólki. Ágæt
tungumálakunnátta skilyrði. Aldur 20-60 ára.
Hlutastarf eða fullt starf.
Skemmtileg og gefandi vinna.
Áhugasamir sendi umsóknir á
theviking@simnet.is eða hringi í s. 461 5551
mánudag og þriðjudag milli kl. 9-13.
Viðskiptaráðgjöf
Norvikur hf.
Viðskiptaráðgjöf Norvikur hf. óskar eftir að
ráða starfsmann.
Starfssvið:
Umsjón með reikningsviðskiptum, útlán-
um og innheimtu.
Þjónusta við viðskiptavini.
Hæfniskröfur:
Háskólamenntun æskileg.
Góð almenn tölvufærni.
Jákvæðni og þjónustulund.
Stundvísi.
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Helgi
í síma 458 1176 eða með tölvupósti á
gho@norvik.is. Starfsemi Norvikur hf. má
kynna sér á www.norvik.is.
Umsóknir berist til Norvikur hf., merkt Guð-
mundur Helgi Ólafsson, Bíldshöfða 20, 110
Reykjavík, eða með tölvupósti, gho@norvik.is
fyrir 1. október 2006.
Lögfræðingar
Skrifstofa Alþingis óskar eftir að ráða lögfræðinga til starfa á skrifstofu Alþingis.
Um er að ræða annars vegar lögfræðing í nýja stöðu forstöðumanns á skrifstofu þingfunda
og hins vegar stöðu lögfræðings á nefndasviði.
Forstöðumaður á skrifstofu þingfunda
Helstu verkefni:
Daglegur rekstur
Þingfundaskrifstofu
Undirbúningur þingfunda
Ráðgjöf um þingmál
Umsjón með skráningu þingmála
Ýmis önnur verkefni.
Lögfræðingur á nefndasviði
(áður auglýst)
Helstu verkefni:
Lögfræðileg aðstoð við a.m.k. tvær fasta-
nefndir
Almenn lögfræðileg ráðgjöf fyrir þingmenn
Gerð lagafrumvarpa og annarra þingmála
Ýmis önnur verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
Æskilegt er að umsækjandi um starf forstöðumanns hafi sérþekkingu í stjórnskipunarrétti
auk reynslu af lögfræðilegum störfum
Gott vald á íslensku og færni í að tjá sig í ræðu og riti
Góð tungumálakunnátta, einkum í Norðurlandamálum og ensku
Sjálfstæði og öguð vinnubrögð
Færni í mannlegum samskiptum
Geta til að vinna undir álagi.
Staða forstöðumanns á skrifstofu þingmála er laus nú þegar. Staða lögfræðings á nefndasviði
er laus frá 1. nóvember.
Til greina getur komið að ráða fleiri lögfræðinga á nefndasviði til starfa tímabundið.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags starfsmanna Alþingis.
Nánari upplýsingar um starf forstöðumanns veita Vigdís Jónsdóttir, forstöðumaður þingfunda-
sviðs, í síma 563 0500 og um starf lögfræðings á nefndasviði Einar Farestveit, forstöðumaður
nefndasviðs, og Sigrún Brynja Einarsdóttir, aðstoðarforstöðumaður, í síma 563 0400.
Umsóknir ásamt greinagóðum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar skrifstofu
Alþingis, Kirkjustræti 8, 150 Reykjavík.
Umsóknir um stöðu forstöðumanns skulu merktar „Lögfræðingur/forstöðumaður“ og berast
fyrir 8. október. Umsóknir um starf lögfræðings á nefndasviði skulu merktar „Lögfræðingur“
og berast fyrir 1. október.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda
í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Unika
Unika leitar að öflugum einstaklingum í sölu
og ráðgjöf í verslunina.
Sölumenn annast móttöku viðskiptavina, sinna
faglegri ráðgjöf ásamt því að sjá um afgreiðslu
og framsetningu vöru auk annarra tilfallandi
starfa í verslun.
Við leitum að drífandi og þjónustuglöðum
manneskjum sem eru sjálfstæðar í vinnu-
brögðum og liprar í mannlegum samskiptum
og hafa áhuga á fallegri gjafavöru og húsgögn-
um til heimilisprýði.
Í boði eru skemmtileg störf í líflegu og fallegu
starfsumhverfi.
Um er að ræða 80% sölustarf og hlutastörf
virka daga og um helgar.
Áhugasamir vinsamlegast sendið inn starfsum-
sókn til unika@unika.is.
Verkamenn
óskast til almennrar jarðvinnu og lóðarfrá-
gangs.
Vélamenn
óskast á ýmsar smávélar. Vantar mann á
„Búkollu“. Mikil vinna í boði. Upplýsingar í
síma 894 2089 Halli, 896 3580 Matti og
856 0220 Þorsteinn.
Starf í heimilis-
tækjaverslun
Starfsmaður óskast sem fyrst í heimilis-
tækjaverslun.
Vinnutími kl. 9.00-18.00 eða 13.00-18.00.
Starfið hentar einkar vel konu sem hefur
áhuga á vönduðum heimilisvörum.
Tilboð sendist á augldeild Mbl. eða á
box@mbl.is merkt: „H—19064“.
Kanntu að jarma?
Álafoss óskar eftir hressu og glaðlegu starfs-
fólki í nýja verslun okkar sem opnar í miðbæn-
um. Góð þjónustlund og tungumálakunnátta
æskileg. Um er að ræða fullt og/eða hlutastarf.
Umsóknir óskast sendar á alafoss@islandia.is
fyrir 29. september nk.
Stundvísi er trúmennska.
www.alafoss.is
Námskeið
um stofnun
fyrirtækis
MEÐAL
nám-
skeiða,
sem hald-
in verða í
Húsi iðn-
aðarins í
lok þessa
mánaðar
og byrjun
þess
næsta, eru
námskeið um skattlagningu
fyrirtækja, félagaform og
frádráttarbæran rekstr-
arkostnað.
Fyrirlesari verður Anna
Linda Bjarnadóttir héraðs-
dómslögmaður, en þetta er í
18. skipti sem hún heldur
slík námskeið.
Anna Linda tekur meðal
annars fyrir hvernig standa
skal að stofnun fyrirtækis
og leggur fyrir þátttak-
endur raunhæf verkefni í
því skyni.
Einnig mun hún fjalla um
úttektir úr félögum og arð-
greiðslur, skattlagningu og
réttarstöðu fyrirtækja gagn-
vart skattayfirvöldum.
Anna Linda
Bjarnadóttir
Háspennulín-
urnar koma
LANDSNET undirbýr nú
framkvæmdir við háspennu-
línur frá fyrirhuguðum
virkjunum á Ölkelduhálsi og
Hverahlíð, en einnig er ætl-
unin að háspennulínur verði
lagðar frá Hellisheið-
arvirkjun að Geithálsi og
Straumsvík.
Verið er að gera mat á um-
hverfisáhrif þessara fram-
kvæmda og er almenningur
hvattur til að koma með at-
hugasemdir sínar fyrir 29.
september.
Náttúruvaktin hefur þeg-
ar lýst eindreginni andstöðu
sinni við fyrirætlaðar fram-
kvæmdir Landsnets og telur
að þær muni hafa mikla sjón-
mengun í för með sér. Vill
Náttúruvernd að lagðir verði
jarðstrengir í stað háspennu-
línanna, en Landsnet telur
það vera of dýrt.
Ráðstefna
um íslenskan
vinnumarkað
RÁÐSTEFNA EES vinnu-
miðlunar um íslenskan vinnu-
markað í kjölfar stækkunar
Evrópusambandsins verður
haldin föstudaginn 29. sept-
ember í Sunnusal Hótel Sögu.
Ráðstefnan fer fram á ensku
og er öllum opin.
Í tengslum við ráðstefnuna
verður kynning á atvinnu- og
námstækifærum í Evrópu,
þar sem erlendir sérfræð-
ingar kynna atvinnutækifæri
í sínum löndum auk þess sem
kynning verður á ýmsum
þáttum sem tengjast námi er-
lendis.