Morgunblaðið - 01.10.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.10.2006, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Í HNOTSKURN »Þrátt fyrir ótryggt stjórnmála-ástand í Úkraínu, vex kaupmáttur þar ört, millistéttin stækkar sömuleiðis og vissrar bjartsýni virðist gæta meðal fólks. »MP Fjárfesting-arbanki fjár- magnar fornleifa- og sagnfræðirannsókn á ferðum Þorvaldar víð- förla í Úkraínu og Rússlandi fyrir þús- und árum síðan. »Neðanjarðar erurannsakaðir hellar og göng og með- al annars leitað að mannabeinum og munum í svonefndum Væringjagöng- um. »30 ríkustu menn Úkraínu eru taldir„eiga“ um 38 milljarða dollara eða sem svarar 2.700 milljörðum íslenskra króna. »Meðallaun í Úkraínu eru enn mjöglág, en auðugustu menn Úkraínu hafa rakað að sér stórum hluta þjóð- arauðsins á vegferðinni frá alræði kommúnismans til lýðræðis. »Valgerður Sverrisdóttir utanrík-isráðherra fer í opinbera heimsókn til Úkraínu í byrjun nóvembermánaðar og í för með henni verður stór viðskipta- sendinefnd á vegum Útflutningsráðs. Kostyantyn Malovanyy Í Úkraínu búa um 48 milljónir manna. Landið er geysilega stórt, eða yfir 600 þúsund ferkílómetrar. Þar á sér stað mjög hröð uppbygging, kaupmáttur vex hratt, millistétt stækkar ört, sem skýrir áhuga íslenskra fjárfesta á landinu. Samt sem áður virðist talsvert í land að Úkraína sé á pari við Evrópusambands- lönd, en þangað renna stjórnvöld í Úkra- ínu hýru auga og hafa m.a.s. lýst því yfir að landið muni sækja um ESB-aðild fyrir árið 2015. Til dæmis var mér sagt að í Úkraínu væru með- allaun innan við 20 þúsund krónur á mánuði, og það sé kannski ekki síst ástæða þess að þjóðin lætur það yfir sig ganga að Viktor Jústsjenkó, forseti Úkraínu, til- nefndi sinn erkifjanda, Viktor Janúkóvítsj sem for- sætisráðherra Úkraínu, í byrjun ágústmánaðar, eftir um fjögurra mánaða stjórnarkreppu í landinu. Ja- núkóvítsj og flokkur hans Héraðaflokkurinn unnu óvæntan sigur í þingkosningunum sl. vor, en eins og kunnugt er, tókust þeir Jústsjenkó og Janúkóvítsj á fyrir tveimur árum, og Janúkóvítsj varð í kjölfar „appelsínugulu byltingarinnar“ að sætta sig við að kosið yrði á ný til forseta í landinu og þá hafði Jústsj- enkó nauman sigur á honum. Janúkóvítsj hefur sterka tengingu við Moskvu og Pútín. Hann er frá austurhluta landsins, nýtur mests stuðnings þar og hefur viljað efla tengsl Úkraínu við Rússland og valdablokkina í Moskvu. Hann hefur sagt úkraínsku þjóðinni að hann muni koma í veg fyr- ir að gas og olía hækki í verði, og töldu viðmælendur mínir, að þau orð hans hafi vegið mjög þungt í hugum fólks, þótt efasemdir um efndir, eða öllu heldur getu forsætisráðherrans til efnda, séu miklar. Jústsjenkó, forseti Úkraínu, sækir megnið af sín- um stuðningi til Vestur-Úkraínu, en Úkraínumenn á þeim slóðum eru mun hlynntari nánu samstarfi við Evrópuþjóðir og inngöngu í Evrópusambandið en þeir sem austar búa og líta frekar í átt til Moskvu. Í fótspor Þorvaldar víðförla Íslenska útrásin nær til Úkraínu. MP Fjárfestingarbanki fjár- magnar nú rannsókn á ferðum Þorvaldar víðförla í Úkraínu og Rússlandi fyrir þúsund árum. Rannsóknin er einskonar aukabúgrein hjá Margeiri Péturssyni, sem jafnframt hefur staðið í hefðbundnari fjárfestingum, eins og bankakaupum í Úkraínu. Kænugarður – Miðborg Kænugarðs er ægifögur og ótölulegur fjöldi fagurra kirkna blasir hvarvetna við og sömuleiðis fagrir almennings- garðar. Þegar í úthverfin er komið, blasir önnur og hryggilegri mynd við, sem eru hræðilega ljótar og oft nið- urníddar kassablokkir, tákn- rænar fyrir Sovéttímabilið. Nýlegar glæsiblokkir gefa þó fyrirheit um bjartari tíma, betri tíð og blóm í haga. Texti | Agnes Bragadóttir | agnes@mbl.is Í víking í austri Margeir Pétursson Sergey Khvedchenya                         Kostyantyn Malovanyy hefurverið heiðursræðismaðurÍslands í Úkraínu frá því1997. Margeir Pétursson lýsir honum sem afar öflugum og fylgnum sér, sem hafi reynst dýrmætt fyrir MP Fjárfestingarbanka að hafa til halds og trausts. Fyrir utan ræðis- mannsstarfið, er Molovanyy umsvifa- mikill framkvæmda- og kaupsýslu- maður í Kænugarði. Kostyantyn Molovanyy var á sovéttímum í Ólymp- íuliði Sovétríkjanna í róðri, og síðar þjálfari Ólympíuliðs kvennaliðs Sov- étríkjanna í róðri. Hann er rosalegur töffari, klæddur samkvæmt ítalskri há- tísku og er í támjóum skóm, úr kró- kódílaskinni, að sjálfsögðu! Hann ekur um á Audi Q7, sem er tólf gata trylli- tæki, í hálúxusklassa, langflottasta bílnum sem ég sá í Úkraínu og bar þó- margar glæsikerrurnar fyrir augu. Kostyantyn gefur sér stutta stund til þess að ræða við mig um ræðis- mannsstarfið og fleira á skrifstofu sinni í miðborg Kænugarðs. Á veggjum eru myndir af honum með ýmsum mektar-Íslendingum sem á undanförnum árum hafa sótt Úkra- ínu heim. Þarna er mynd af honum og Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætis- ráðherra, önnur af honum og Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkis- og sendiherra, og bak við skrifborð ræðismannsins er stór mynd af forseta Íslands, risastór íslenski fán- inn og annar jafnstór, sá úkraínski. Í sérstöku heilsuræktarherbergi, Land tækifæranna Konsúllinn Kostyantyn Malovanyy heiðursræð- ismaður Ís- lands í Úkraínu sem umfang ræðismanns- starfsins hafa aukist mjög, eftir að Mar- geir Pétursson og félagar hófu fjárfestingar í Úkraínu. Hann kvartar þó alls ekki undan auknum önn- um.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.