Morgunblaðið - 01.10.2006, Qupperneq 17
greitt sérstaklega fyrir það. Ýmsar
leiðir eru farnar í þeim efnum á þess-
um alþjóðastofnunum, til dæmis
þjónustusamningar.
Ekki einangra sig við Ísland
Valur Ingimundarson, prófessor í
sagnfræði við Háskóla Íslands, segir
augljósa þörf á auknum rannsóknum
á sviði öryggis- og alþjóðamála á Ís-
landi, enda séu þær komnar mun
skemmra á veg hér á landi en á öðr-
um Norðurlöndum. Markmiðið ætti
að vera að stuðla að þekkingaröflun
og upplýstri umræðu um þessi mál á
Íslandi. Miklu máli skipti að skil-
greina vel verksvið og skyldur slíkrar
stofnunar sem gæti tekið til fræði-
legra rannsókna, útgáfu, þekkingar-
miðlunar til almennings og þjónustu-
verkefna fyrir stjórnvöld og Alþingi
og fleiri aðila. „Ég tel, að rannsaka
eigi íslensk öryggismál í víðum skiln-
ingi, enda hefur öryggishugtakið tek-
ið miklum breytingum eftir að kalda
stríðinu lauk, og í tengslum við aðra
þætti sem varða íslenska utanrík-
isstefnu.“
Varast beri þó að að hugsa sjálf-
hverft og einangra starfsemina við
samskipti Íslands við önnur ríki held-
ur einnig leggja grunninn að stofnun
sem rannsaki málaflokkinn í alþjóð-
legu samhengi. NUPI fjalli t.d. ekki
aðeins um norsk mál. Stofnuninni sé
skipt í ákveðnar deildir sem sérhæfa
sig í málefnum eins og Rússlandi,
Persaflóa, Sameinuðu þjóðunum,
friðargæslu, orkustefnu og -öryggi og
svo framvegis. Auk þess séu gefin út
rit og haldnir fyrirlestrar um málefni
sem efst eru á baugi í öryggis- og al-
þjóðamálum, til dæmis kjarnorku-
stefnu Írans. Hann segir það sína
skoðun að æskilegt sé að slík stofnun
sé í nánum tengslum við háskóla-
samfélagið. „Það væri besta leiðin til
að stuðla að sjálfstæði hennar.“
fjórðungurinn draga fram lífið undir
fátæktarmörkum. Fylgi við Lula er
enda mest á meðal þessa hóps kjós-
enda. Í norðausturhluta landsins
þaðan sem forsetinn kemur og fá-
tæktin er mest mælist fylgi hans allt
að 70%.
Millistéttin og viðskiptalífið styðja
á hinn bóginn fremur Geraldo Alck-
min, sem þykir búa yfir miklum
stjórnunarhæfileikum þótt ekki ráði
hann yfir persónutöfrum Lula for-
seta. Alckmin nýtur enda hylli í Sao
Paulo sem er auðugast ríkja Brasilíu
og hið fjölmennasta. Þar var fram-
bjóðandinn ríkisstjóri áður en hann
hóf kosningabaráttuna. Hana hefur
Alckmin einkum háð sem krossferð
gegn spillingunni er hann kveður
einkenna stjórn forsetans. Um flest
er þetta mat hans rétt; mökkur
embættismanna og flokkshrossa
hefur þurft að taka pokann sinn
vegna hneykslis- og spillingarmála á
síðustu fjórum árum. Þau hafa að
sönnu verið Lula nokkuð erfið en
eftir stendur forsetinn ágætlega
keikur enda haft fyrir satt að hann
sé teflon-húðaður líkt og oft gildir
um þá sem mestum frama ná á
stjórnmálabrautinni.
Barátta gegn
forréttindastéttinni
Lula hefur um margt staðið við
stóru orðin sem féllu fyrir fjórum
árum. Gríðarlegum fjármunum hef-
ur verið varið í baráttuna gegn fá-
tæktinni. Fátækar fjölskyldur njóta
nú áður óþekktra styrkja og nið-
urgreiðslna. Er Lula fór með sigur
af hólmi í kosningunum árið 2002
brugðust fjármálamarkaðir illa við
þar eð margir töldu að þessi ein-
dregni vinstrisinni myndi kollsteypa
ríkisbúskapnum. Annað kom á dag-
inn og Lula nýtur nú trausts fjár-
málamarkaða enda hefur hann mild-
ast í málflutningi sínum og
framgöngu á forsetastóli.
Lula sem er lítt menntaður, sonur
skóburstara, kveðst á hinn bóginn
ekki hafa gleymt uppruna sínum og
almennt virðast stuðningsmennirnir
trúa orðum hans þótt róttæklingar á
borð við Heloísa Helena haldi því
mjög fram að forsetinn hafi gengið
„kerfinu“ á hönd og njóti til fulln-
ustu forréttinda valdsins. „Hér ræð-
ir um baráttu verkafólks gegn höfð-
ingjaveldi og forréttindastétt,“sagði
Lula í ræðu á dögunum. „Þeir hafa
ef til vill lesið meira en ég en þeir
skilja ekki þjóðarsálina eins og ég.“
Trúlega hefur hann lög að mæla.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 17
INNKAUPAKORT VISA
Nýr dagur – ný tækifæri
Bjarni reddar öllu.
• Innkaupakort VISA er ókeypis kreditkort.
• Ekkert stofngjald, árgjald eða seðilgjald.
• Kortið er ætlað í rekstrarinnkaup og kemur
í stað beiðna- og reikningsviðskipta.
• Lengri greiðslufrestur.
Hægt er að sækja um Innkaupakort VISA á www.visa.is og hjá öllum bönkum og sparisjóðum.
Nánari upplýsingar í síma 525-2280
Úttektartímabil Innkaupakorts er almanaksmánuður og
gjalddagi reiknings 25. næsta mánaðar.
’ Áætlun sem þessi er leyni-leg, eðli máls samkvæmt,
annars væri lítið hald í
henni.‘Geir H. Haarde forsætisráðherra um
nýja bandaríska áætlun um varnir Ís-
lands sem samkomulag hefur náðst
um.
’Ábyrgð okkar á vörnum Ís-lands hefur ekkert breyst.‘Carol van Voorst , sendiherra Banda-
ríkjastjórnar á Íslandi, um varnarsam-
starfið.
’Ég harma það ef ágrein-ingur okkar hefur skyggt á
það sem raunverulega skiptir
máli og ég veit að Tony gerir
það líka.‘
Gordon Brown , f jármálaráðhera Bret-
lands og l íklegur arftaki Tonys Blairs í
embætti forsætisráðherra, á fundi
breska Verkamannaflokksins.
’Þið eruð núna framtíðin,gerið hana eins góða og þið
getið.‘Tony Blair við sama tækifæri .
’Ég mun ekki sakna hennarsérstaklega.‘Stefán Halldórsson , landeigandi á Brú
í Jökuldal , eft ir að för Jökulsár á Dal
fram Jökuldal t i l Héraðsflóa hafði ver-
ið heft á f immtudag.
’Bardaginn er aðeins hálfn-aður.‘Ómar Ragnarsson fréttamaður eftir að
hafa farið fyrir fjöldagöngu niður
Laugaveg í Reykjavík gegn Kára-
hnjúkavirkjun.
’Það var eins og skrattinnværi að toga mig niður í
jörðina.‘Númi Kárason , 10 ára, sem lenti í
kviksyndi í malarnámu sunnan við bæ-
inn Glerá ofan Akureyrar.
’Það sem okkur ber að hafa íhuga er að öll tungumál eru
jöfn og við Íslendingar eigum
að fagna því í hvert skipti
þegar við fáum nýtt tungumál
í þjóðarbúið því um leið fáum
við nýja menningarstrauma.‘Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti
Íslands, í ræðu á Evrópska tungu-
máladeginum.
Ummæli vikunnar
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Geir H. Haarde forsætisráðherra.