Morgunblaðið - 01.10.2006, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
H
ann er fæddur
1926, en vill láta
afmælisdaginn
liggja á milli hluta!
Foreldrar hans
voru Jón Ragnar
Jónasson, skipa-
smiður, og Sigríður Hannesdóttir.
Þau giftust aldrei og drengurinn ólst
upp hjá móður sinni, sem stundaði þá
vinnu utan heimilis, sem hún gat. Ég
spyr hann um föður hans; var ekkert
samband með þeim feðgum? „Nei,“
segir hann. „Þú veizt hvernig þetta
er ... Hann eignaðist sína fjölskyldu
og milli okkar varð aldrei neitt.“
Haldreipi sitt; móðurættina rekur
Þórir til Stykkishólms. Þar bjuggu
amma hans og afi. Afi; Hannes Andr-
ésson, lærði til skipstjórnar í Kaup-
mannahöfn og var m.a. skipstjóri á
stærsta skipi íslenzku þá, Kútter
Haraldi frá Ísafirði, með 27 manna
áhöfn. Síðar var hann skipstjóri á
ýmsum skipum Proppébræðra og þá
frá Þingeyri.
Amma; Jóhanna Þórunn Jón-
asdóttir, var fædd og uppalin á
Helgafelli. Hún dó frá manni og fimm
börnum 1912. Hannes kvæntist aftur,
en fórst af slysförum 1919 og upp úr
því flosnaði heimilið upp.
„Afi dó á Haukadalsbót í Dýrafirði,
skammt þar undan sem Gísli Súrsson
var alinn upp. Þarna var mikið leg-
usvæði og skip, bæði íslenzk og er-
lend, tóku vatn í Haukadalsbót. Afi
hafði farið með skip sitt, kútterinn
Portland, á Haukadalsbót, en þar
vildi svo til að stýrimaðurinn missti
með einhverjum hætti blökk úr hönd-
unum á sér og hún slóst í höfuð afa
svo hann dó.
Upp úr því fluttu mamma og syst-
ur hennar tvær til Reykjavíkur, þar
sem þær unnu fyrir sér með hverju
því sem til féll; húsvist og útivinnu.“
Hesturinn Sundhani
í Skálmarnesmúla
„Það sem ég man fyrst eftir sjálf-
um mér er þegar ég er 5, 6 ára og var
sendur vestur að Skálmarnesmúla í
Austur-Barðastrandarsýslu. Mamma
þekkti eitthvað til fólksins þar, en
bóndinn var Bergsveinn Skúlason,
kunnur fræðimaður. Þarna var ég í
hálft annað ár, tvö sumur og einn vet-
ur og lífið var algjört ævintýri fyrir
peyja eins og mig. Það var vel hýst í
Múla, járnvarið timburhús og ósköp
notalegt, þótt lítið væri.
Fyrir landi voru endalausar eyjar
og fé flutt í eyjabeit á vorin.
Hefurðu annars tekið eftir því að
Barðaströndin, frá Bjarkarlundi í
Vatnsfjörð er öll meira og minna
kjarrivaxin og þú sérð hvergi annars
staðar á Íslandi neitt því líkt? Ég
ímynda mér, að þessi viður, sem ég sá
milli fjalls og fjöru væri sams konar
sýn og mætti landnámsmönnunum á
þessum slóðum. Og ég hef velt því
fyrir mér, hvers vegna landið var
ekki uppétið af sauðfé þarna sem
annars staðar. Ég fann mitt svar í
fjörubeitinni. Féð sótti svo í hana, það
varð að hafa andvara á sér að það
flæddi ekki. Og kjarrið fékk frið.
Ég minnist þess líka, að það var
farið í sker með hvalbeinsrif að rota
kópa og það var farið í lunda og kofu-
tekju. Selkjötið var saltað í tunnur og
spikið sér. Menn gengu bara í spikið
og skáru sér bita og lýsið flaut ofan
á.“
– Fannst þér selkjötið gott?
„Það var gott. Reyndar svolítið
sætt, en ágætt.“
– En spikið?
„Það þótti gott.
Í Flatey var farið í kaupstað,
tveggja tíma stím á báti. Þar gat
maður komið hagalögðunum í verð og
ég man að í Flatey eignaðist ég minn
fyrsta sjálfskeiðung.
Í Múla var öflugur kerruhestur,
sem Sundhani hét. Þegar Þórir
spurði af hverju hann héti þetta, var
honum sagt að hesturinn hefði verið
seldur út í Flatey, en verið kominn
upp á land aftur eftir skamman tíma.
„Hann synti bara milli skerja og eyja
til lands. Það var farið með hann aft-
ur út í Flatey og það leið ekki lengri
tími en í fyrra skiptið að hann var
kominn aftur. Þetta var tveggja tíma
stím á báti! Hann var ekki sendur
burt í þriðja sinnið, en nafnið fékk
hann af þessum sundferðum sínum!“
Laxdæla var höfð
til heimilisbrúks
Þegar ævintýrinu í Múla sleppti,
tók við annað í Ljárskógum í Dölum,
þar sem drengurinn dvaldist tvö
sumur, 1936 og 37. Í Ljárskógum
bjuggu þá Jón Guðmundsson og
Anna Hallgrímsdóttir. Jón var bæði
lærður gullsmiður og ljósmyndari.
Þau Anna áttu átta börn, sem öll voru
heima á þessum tíma. Ég spyr Þóri
fyrst um Jón, skáld og silkibassa MA-
kvartettsins.
„Jón var yngstur systkinanna.
Hann var kominn í háskólann, þar
sem hann las guðfræði, en kom heim
á sumrin í vegavinnu. Þeir sem voru í
skóla voru látnir ganga fyrir um
vegavinnu. Jón kom alltaf heim í
Ljárskóga um helgar.
Þarna voru líka þrjár systur, allar
ógiftar, og fjórir synir aðrir. Elztur
var Guðmundur og hann átti að taka
við jörðinni, því Ljárskógar voru óð-
alsjörð.
Hallgrímur var næstelzti bróð-
irinn, þá giftur maður og þau bjuggu
heima í Ljárskógum, í litlu herbergi
inn af símaskonsunni. Þau eignuðust
sitt fyrsta barn fyrra sumarið mitt og
það var fyrsta barnabarnið í Ljár-
skógum. Hallgrímur gat vel hugsað
sér að taka við jörðinni, en það gat
ekki orðið, nema Guðmundur, afsal-
aði sér óðalsréttinum. Þess í stað
gerðist Hallgrímur símstöðvarstjóri;
fyrst á Patreksfirði og síðar í Búð-
ardal. Hann var vel skáldmæltur, orti
talsvert og skrifaði bók um Ljár-
skóga.“
– Voru kvöldvökur í Ljárskógum?
„Ljárskógar voru menningarheim-
ili. Þeir voru í þjóðbraut og það var
mikill gestagangur. Jörðin var vel
hýst, ein stærsta jörð í Dalasýslu og
átti mikið land á Laxárdalsheiði.
Í kjallaranum á Ljárskógum,
þannig háttaði til að undir húsinu var
steyptur kjallari með stórri koks-
eldavél, sem alltaf logaði í. Og á
hverju kvöldi safnaðist heimilisfólkið
saman í kjallaranum og í minning-
unni er alltaf verið að segja sögur og
syngja. Á sumrin voru alltaf ein-
hverjir aðkomukrakkar á bænum eða
unglingar.“
– Af hverju varst þú þarna?
„Mamma hafði verið í Ljárskógum
sem unglingur og mín sumardvöl var
svona framlenging af hennar.“
1937 kom í sveitina farkennari,
Þorsteinn Matthíasson frá Kaldr-
ananesi á Ströndum, kennari og rit-
höfundur. Hann giftist yngstu syst-
urinni í Ljárskógum, Jófríði, sem
alltaf var kölluð Fríða, og Þórir segir
að honum hafi fundizt hún ótrúlega
fögur kona alla tíð sem hann þekkti
hana. Þórir var í brúðkaupi þeirra
Fríðu og Þorsteins. „Ég sagði stund-
um, að það hefði fátt gerzt í Ljár-
skógum nema þessi tvö sumur, sem
ég var þar; fyrra sumarið fæddist
fyrsta barnabarnið og svo var haldið
brúðkaup síðara sumarið!“
Faðir Þorsteins; Matthías bóndi og
hreppstjóri á Kaldrananesi segir
Þórir að megi kallast bjargvættur ís-
lenzku sauðkindarinnar.
„Þetta var þegar Karakúlhrútarnir
voru illu heilli fluttir inn í landið til að
bæta íslenzka fjárstofninn. Þeim var
dreift um landið og Matthías í Kaldr-
ananesi fékk einn. Honum leizt hins
vegar ekkert á gripinn, fór með hann
í báti sínum út í hafsauga, batt stein
við og henti hrútnum fyrir borð. Þar
með bjargaði hann fé á Ströndum frá
riðuveikinni og allt fé á Íslandi núna
er komið út af Strandafénu og fé af
hluta Austfjarða, sem líka slapp.“
Í Laxdælu er þess getið, að Þor-
steinn Kuggsson var landnámsmaður
Ljárskóga. „Bærinn heitir eftir lækj-
arsprænu, sem heitir Ljá og liggur í
Laxárdal. Ljárskógar fara inn í sög-
una vegna þess að þar voru gerðar
sættir vegna vígs Kjartans Ólafs-
sonar.“
– Fannst þér sagan tala sterkt til
þín í Ljárskógum?
„Já. Hún var aldrei langt undan.
Laxdæla var auðvitað höfð til heim-
ilisbrúks.
Mér hefur alltaf þótt merkilegt,
hvað margt af sögunum er af Breiða-
fjarðarsvæðinu; ekki bara Laxdæla,
heldur líka Eyrbyggja, Fóst-
bræðrasaga, Gísla saga Súrssonar og
Njála, sem hefst vestur í Dölum.
Við Breiðafjörðinn settist að mikið
af írsku fólki, ég nefni bara Auði
djúpúðgu og hennar slóðir. Írska
fólkið tengdist að einhverju leyti
þessum skriftum. Það kunni að skrifa
og betri bændur gátu haft sína ritara.
Þetta voru engir kotkarlar, ég nefni
bara Narfa Skeggjason, sem er talinn
hafa skráð Skarðsbók, sem þurfti 140
kálfskinn í.
Svo var Snorri Sturluson nátt-
úrlega frá Hvammi í Dölum, þótt
hann fengi sitt uppeldi í Odda á
Rangárvöllum. Hann sat í Reykholti.
Sturla Þórðarson, höfundur Íslend-
ingabókar, er þarna líka. Og Flateyj-
arbók, þótt hún sé ekki öll skrifuð
þar, þá endar hún þar og þegar
klaustrið í Flatey lagðist af, fór bókin
upp á land, að Helgafelli.“
Nú lítur Þórir snöggt til mín og
spyr. „Hefur þú reynt að slíta
hvönn?“
– Nei.
„Það er nefnilega ekki hægt,
hvorki rótina né legginn. Það er bara
ekki mannlegt.
Þetta sýnir rökfestuna í Fóst-
bræðrasögu, þar sem sagt er frá því,
er Þorgeir Hávarsson barg lífi sínu
með því að grípa til hvannar á bjarg-
brúninni.
Þessi sönnun dugði mér þá og hún
dugar mér enn!“
Stórbrotið ljóð og
ófyrirgefanleg vísa
En það voru ekki einasta sögurnar
með stóru essi, sem gengu í Þóri í
Ljárskógaseli. Aðrar sögur og nær
okkur í tíma eru honum líka hug-
leiknar.
„Faðir Jóhannesar úr Kötlum bjó í
Ljárskógaseli. Þetta Ljárskógasel er
við ána Fáskrúð og í ánni eru svokall-
aðir Katlafossar. Þaðan tók Jóhannes
sér nafnið úr Kötlum.
Það fræga kvæði Jóhannesar; Karl
faðir minn, var ort frá þeim tíma,
þegar faðir hans fór í kaupstað fyrir
páska. Kona hans og krakkar önn-
uðust búið á meðan. Þá brast á brjál-
að veður, faðir Jóhannesar var tvo
sólarhringa að komast heim úr kaup-
staðnum, nokkurra stunda ferð.
Heima við misstu þau féð út um
hvippinn og hvappinn og Jóhannes
segir frá því í kvæðinu, að þegar faðir
hans komst loks heim, stoppaði hann
rétt til að anda og var svo strax rok-
inn út aftur að huga að fénu.
Galvaskur. Þórir Jónsson segir ekki hægt að hætta meðan dugur er til.
Málið er að
láta alla
reynslu
stækka sig
Bílar og skíði hafa verið hans ær og kýr. En þeg-
ar Þórir Jónsson lítur um öxl ber fleira á góma;
Bretavinnu og bókmenntir svo bara tvö dæmi séu
nefnd. Freysteinn Jóhannsson talaði við hann.
Þ. JÓNSSON og Sveinn Eg-
ilsson segir Þórir að hafi gert
mest gagn í tæknimálum með
því að taka upp ákvæðisvinn-
una; fyrst Þ.Jónsson og á átt-
unda áratugnum var hún yf-
irfærð í almennar viðgerðir
hjá Sveini Egilssyni. Með
þessu fyrirkomulagi var hægt
að segja fyrirfram hvað hlut-
irnir myndu kosta og einnig
tryggði það mönnum skapleg
laun fyrir sitt vinnuframlag.
„Ákvæðisvinnan þýddi það,
að bæði viðskiptavinir fyr-
irtækisins og starfsmenn vissu
hvar þeir stóðu og hún skap-
aði betri sátt milli við-
skiptavinar og fyrirtækis og
milli starfsmanns og fyr-
irtækis.
Í þessu vorum við áratugum
á undan öllum öðrum, en nú
hygg ég að þetta sé ríkjandi
fyrirkomulag á markaðnum.“
- - - -
„Á iðnþingi á Sauðárkróki
flutti ég tillögu um stofnun líf-
eyrissjóðs iðnaðarmanna og
kynnti stofnframlag frá Þ.
Jónsson og Company, en það
fyrirtæki var aðili að Lands-
sambandi iðnaðarmanna.
Lífeyrissjóðurinn var stofn-
aður tveimur árum síðar,
1964.“
Ákvæðis-
vinna og líf-
eyrissjóður
fólk