Fréttablaðið - 02.04.2009, Page 6
6 2. apríl 2009 FIMMTUDAGUR
Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is
Skíðabogar
Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is
Hjólafestingar
SPÁNN Samkomulag um óform-
legt minnihlutastjórnarsamstarf
í Baskalandi á Norður-Spáni var
formlega undirritað þar í gær.
Miðju-vinstriflokkurinn PSOE
samdi við PP, flokk hægrimanna,
um að PSOE fari með völdin en
PP verji stjórnina falli.
Þetta eru tveir stærstu flokkar
Spánar, en í sjálfstjórnarhérað-
inu Baskalandi hefur PNV,
flokkur baskneskra þjóðernis-
sinna sem fer rólega í sakirnar í
sjálfstæðiskröfum, verið
stærstur og farið með völdin í
ein þrjátíu ár.
Forsætisráðherra Spánar er
einnig í PSOE-flokknum. - kóþ
Þrjátíu ára valdatíð á enda:
Minnihlutinn
stýrir Böskum
LÖGREGLUMÁL Kynferðisbrota-
deild lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu rannsakar enn fimm
nauðgunarkærur, sem Frétta-
blaðið greindi frá um síðustu
helgi. Í einu tilvikanna kærði ung
kona fjóra karlmenn af erlendum
uppruna fyrir nauðgun eða mis-
beitingu. Það atvik átti sér stað í
heimahúsi aðfaranótt laugardags-
ins 21. mars eftir að konan hafði
verið á skemmtistað.
Kærurnar fimm bárust til kyn-
ferðisbrotadeildar í síðustu viku.
Atvikin áttu sér stað á höfuð-
borgarsvæðinu. Konurnar sem
kærðu eru á aldrinum átján ára
til fimmtugs.
Samkvæmt upplýsi ngum
Fréttablaðsins áttu hinar kærðu
nauðganir sér stað á veitingahús-
um og í gleðskap í heimahúsum
eftir veru á skemmtistöðum.
Í fjórum tilvikum er einn ger-
andi kærður en í einu tilviki eru
fjórir kærðir, eins og áður sagði.
Einn karlmaður hefur verið yfir-
heyrður vegna síðastnefnda
málsins en neitaði staðfastlega
sök. Enginn er í varðhaldi vegna
rannsóknar þess. Í síðastnefnda
málinu er jafnframt um að ræða
grun um misneytingu sem þýðir
að til dæmis getur verið um að
ræða ölvunarástand eða ann-
marka sem gera það að verkum
að þolandi getur ekki spornað við
verknaðinum. - jss
Nauðgunarkærurnar fimm enn til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild:
Hópnauðgunin í heimahúsi
FIMM NAUÐGANIR Fimm nauðgunarmál
eru til rannsóknar hjá kynferðisbrota-
deild.
SKIPULAGSMÁL Bæjarstjórn Bolungarvíkur hefur
samþykkt breytingar á deiliskipulagi sem gerir ráð
fyrir að sjóstangveiðifyrirtækið Kjarnabúð reisi 25
veiðihús við hafnarsvæðið og er gert ráð fyrir að
skipulagsstofnun afgreiði málið á næstu vikum eða
dögum. En framkvæmdir eru enn
í óvissu.
Málið olli nokkrum deilum í
Bolungarvík en Kjarnabúðar-
mönnum þótti bæjarfélagið svifa-
seint við afgreiðslu málsins og
setti það samning fyrirtækisins
við þýsku ferðaskrifstofuna King-
fischer Reisen sem hljóðar upp á
hundruð milljóna í uppnám. En nú
þegar lausn þeirrar deilu er í sjón-
máli hefur efnahagskreppan hins
vegar sett strik í reikninginn.
„Þegar við vorum með allt fjármagnið klárt stopp-
uðu þeir [Bolungarvíkurkaupstaður] okkur af með
óskiljanlegum hætti þannig að við gátum ekki farið
af stað í fyrra,“ segir Haukur Vagnsson frá Kjarna-
búð. „En nú samþykkja þeir þetta þegar allt er
komið í kalda kol í fjármálum landsins með þeim
afleiðingum að Ísland nýtur ekki trausts erlendis
svo að við erum í algjörri óvissu með fjármagn
sem við töldum okkur áður hafa tryggt okkur í
Þýskalandi en þar virðast menn vera að kippa að
sér höndum þar sem þeir taka ekki neinar banka-
ábyrgðir gildar frá íslenskum banka. Við förum lík-
legast þá leið að fá fleiri fjárfesta inn í þetta með
okkur og við erum í þeirri vinnu núna.“
Elías Jónatansson bæjarstjóri segir að bæjar-
stjórnin hafi reynt að vinna að málinu eftir bestu
getu en ferlið taki óneitanlega langan tíma. - jse
Bolungarvíkurkaupstaður samþykkir 25 veiðihús Kjarnabúðar við höfnina:
Framkvæmdir í mikilli óvissu
TEIKNINGAR FYRIR VEIÐIHÚSIN Eitthvað á þessa leið mun
svæðið líta út, ef Skipulagsstofnun samþykkir og peningar fást.
HAUKUR
VAGNSSON
Á Fjármálaeftirlitið að halda
heimildum til að taka yfir
stjórn fjármálafyrirtækja?
Já 86,9%
Nei 13,1%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Hljópst þú apríl í ár?
Segðu þína skoðun á visir.is
SJÁVARÚTVEGUR Ef næsta ríkisstjórn
fer þá leið sem núverandi stjórnar-
flokkar boða og fyrnir veiðiheim-
ildir verða útgerðir landsins gjald-
þrota á fáum árum og í kjölfarið
verður nýreist bankakerfi landsins
gjaldþrota. Þar með legðust skuld-
ir sjávarútvegsins, sem Seðla-
bankanum reiknast til að séu um
500 milljarðar króna, á íslenskan
almenning.
Þetta er niðurstaða úttekt-
ar sem Sigur-
geir Brynjar
Kristgeirsson,
framkvæmda-
stjóri Vinnslu-
stöðvarinnar í
Vestmannaeyj-
um sem einnig
á sæti í stjórn
Landssam-
bands íslenskra
útgerðarmanna,
hefur gert.
Hann segir að miðað við núver-
andi aðstæður verði 1,9 krón-
ur af hverju þorskígildi eftir hjá
útgerðarfyrirtækjunum þegar
allur kostnaður hefur verið greidd-
ur. „Það er nú allt og sumt,“ segir
Sigurgeir Brynjar. „Og þarna
á víst að vera gullnáman sem
ýmsir stjórnmálamenn, meðal
annars landsfundarfulltrúar
ríkisstjórnarflokkanna, telja að
sé til staðar í sjávarútveginum
og hægt sé að ná sér í hnefa til að
stoppa í fjárlagagöt og fleira.“
Hann segir enn fremur að
sömu hugmyndir um fyrrningar-
leið hafi verið í umræðunni fyrir
kosningarnar 2003. „Og þá fékk
Vinnslustöðin endurskoðunar-
fyrirtækið Deloitte til þess að meta
áhrif hennar á fyrirtækið. Þar var
miðað við að félagið leigði af rík-
inu þann kvóta sem það hefði misst
vegna fyrningarinnar. Félagið stóð
þá, líkt og nú, þokkalega miðað við
það sem gerist í greininni. Niður-
staðan var hins vegar sú að það
hefði orðið gjaldþrota á sex árum
að því gefnu að leiguverð aflaheim-
ilda frá ríkinu væri helmingi lægra
en markaðsverð á leigumarkaði.“
Hann segir brýna þörf vera nú
á raunsærri aðgerðum. „Stjórn-
málamenn hafa oft áður komið
fram með svipaðar „reddingar“
með hörmulegum aðgerðum,“
segir hann. „Lausnin átti einhvern
tímann að felast í því að setja
skuttogara í hvert pláss, loðdýra-
rækt á hvern bæ, fiskeldi hvar sem
komið var, dot-com fyrirtæki og nú
síðast gengu draumóramenn um í
leiðslu fagnaðarerindis um Ísland
sem fjármálamiðstöð veraldarinn-
ar. Við verðum hreinlega að koma
okkur á jörðina.“
Við úttektina notaði hann árs-
reikninga fimmtán til átján
stærstu sjávarútvegsfyrirtækja
landsins frá árinu 2001 til 2007 en
þau hafa haft yfir að ráða 52 til 62
prósentum allra aflaheimilda við
landið. jse@frettabladid.is
Segir fyrningarleið
ávísun á gjaldþrot
Fyrning aflaheimilda sem stjórnarflokkarnir hafa boðað myndi þýða að skuld-
ir sjávarútvegsins upp á 500 milljarða lentu á bönkunum og knésettu þá. Þetta
er niðurstaða úttektar sem útgerðarmaður gerði á áhrifum fyrningarleiðar.
SIGURGEIR
BRYNJAR
KRISTGEIRSSON
FRÁ LANDSFUNDI SAMFYLKINGARINNAR Stefna Samfylkingar og Vinstri grænna í
sjávarútvegsmálum veldur framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar ugg. Útreikningar
hans gefa til kynna að sé henni fylgt fari útgerðin og bankarnir á hausinn innan fárra
ára. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
KJÖRKASSINN