Fréttablaðið - 02.04.2009, Page 10
2. apríl 2009 FIMMTUDAGUR
MENNTUN „Ég lýsi undr-
un minni á því stefnuleysi
sem komið hefur fram af
hálfu menntamálaráðu-
neytisins og ráðherrans
í þessum efnum. Það er
engin spurning að ódýr-
asta leiðin til að koma til
móts við stúdenta við þess-
ar aðstæður er að setja upp
sumar annir með einhverj-
um hætti,“ segir Einar K.
Guðfinnsson, þingmaður
Sjálfstæðis flokks og full-
trúi í menntamálanefnd
Alþingis. Nefndin fund-
aði í gær ásamt fulltrúum
menntamálaráðuneytis,
allra háskólanna og náms-
mannahreyfinganna um
möguleikann á sumarönn-
um fyrir háskólastúdenta.
Niðurstöður könnun-
ar Stúdentaráðs Háskóla
Íslands (HÍ) benda til að
tæplega 13.000 stúdent-
ar gætu verið án atvinnu
í sumar. Einar segir
ástandið alvarlegt. „Þetta
eru mjög hrollvekjandi
tölur. Háskólinn í Reykja-
vík og Bifröst munu bjóða
upp á sumarnámskeið,
en ég varð fyrir miklum
vonbrigðum með hversu
skammt á veg þessi mál
eru komin hjá HÍ og Háskólanum
á Akureyri.“
Kristín Ingólfsdóttir, rektor
HÍ, sagði í samtali við Frétta-
blaðið á mánudag að skólinn væri
aðþrengdur fjárhagslega vegna
mikillar fjölgunar nem-
enda og minnkandi fjár-
veitinga, en fundað verður
um málið hjá Háskólaráði
í dag. Einar telur nauðsyn-
legt að skólayfirvöld leggi
að fundi loknum fyrir
stjórnvöld hvort þau séu
tilbúin að koma til móts
við skólann með fjárhags-
legum stuðningi.
Hildur Björnsdóttir, for-
maður Stúdentaráðs HÍ,
segir helstu kröfu ráðs-
ins þá að boðið verði upp á
fjarnám í sumar og próf í
haust. Kostnaður við slíkt
sé um 10 til 15 milljónir,
samkvæmt sérfræðingum
innan HÍ. Það sé svo verk-
efni stjórnvalda að útvega
fjármagn vegna aukinna
útgjalda LÍN, sem óhjá-
kvæmilega myndu fylgja
slíkri tilhögun.
Einar Már Sigurðsson,
þingmaður Samfylkingar
og formaður menntamála-
nefndar, segir nefndina
hafa óskað eftir minnis-
blaði menntamálaráðu-
neytisins um málið. Í
kjölfarið verði framhald-
ið metið. „Það er ljóst að
hvorki samfélagið né þess-
ir ágætu stúdentar hafa
efni á að sumrinu þeirra sé eytt
í eitthvað annað en að vinna og
læra,“ segir Einar Már. Ekki náð-
ist í Katrínu Jakobsdóttur mennta-
málaráðherra vegna málsins.
kjartan@frettabladid.is
Atvinnuhorf-
ur stúdenta
hrollvekjandi
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir stefnuleysi ríkj-
andi í atvinnumálum háskólastúdenta. Háskólaráð
krefst þess að boðið verði upp á fjarnám í sumar.
Fundað verður um sumarannir í Háskólaráði í dag.
STÚDENTAR Fulltrúar í menntamálanefnd segja ástandið í atvinnumálum stúdenta
grafalvarlegt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
EINAR K.
GUÐFINNSSON
EINAR MÁR
SIGURÐSSON
HILDUR
BJÖRNSDÓTTIR
Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is
Hemlar
Fermingargjöf sem gefur
Fermingarskeyti eða gjafabréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar er gjöf
sem heldur áfram að gefa. Fermingarbarnið fær skeytið eða bréfið
í hendurnar en andvirðið rennur til jafnaldra fermingarbarnsins
sem býr við fátækt.
Sendu skeyti, það kostar 1.990 kr.
Eða gefðu fermingargjafabréf að upphæð 5.000 kr.
Þú færð skeytin og gjafabréfin á www.gjofsemgefur.is
eða pantar þau á skrifstofunni okkar, 528 4400.
Þú prentar út, sækir til okkar – eða við sendum fyrir þig.
Einfalt og gleðilegt.
Óskalistinn minn:
Rúm
Myndavél
Svefnpoki
iPod
Vefmyndavél
Handklæði
Teppi
Orðabók
Hálsmen
Svo væri gaman að fá
pening og „Gjöf sem
gefur“. Mig langar til
að einhver sem er ekki
eins heppinn og ég fái
að njóta með mér.
www.gjofsemgefur.is
Við systkinin erum munaðarlaus.
1.990 kr. fermingarskeyti á
Íslandi dugar fyrir 4 hænum.
Þær gefa okkur fullt af eggjum.
Eða við gætum fengið sparhlóðir.
Þá færi ekki allur dagurinn í að
leita að eldsneyti og við
hefðum meiri tíma til að læra.
5.000 kr. gjafabréf á Íslandi
myndi gefa okkur 2 geitur.
Namm! Mjólk og kjöt, ekki
lengur bara maísgrautur!
Eða kannski reiðhjól. Þá
kæmist ég á markað með
uppskeruna okkar og við
fengjum pening fyrir ýmsu
sem okkur vantar.
Óskalistinn minn:
Fjölmiðlafræði
Heimskautaréttur
Hjúkrunarfræði
Iðjuþjálfunarfræði
Kennarafræði
ækni
Lögfræði
HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ VERÐA?
KYNNTU ÞÉR NÁM VIÐ HÁSKÓLANN Á AKUREYRI
Nútímafræði
Samfélags- og hagþróunarfræði
Sálfræði
Sjávarútvegsfræði
mhver s- og orkufræði
Viðskiptafræði
Þjóðfélagsfræði
Opnað hefur verið fyrir umsóknir,
frestur til að sækja um er til 5. júní.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð á www.haskolanam.is