Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2009, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 02.04.2009, Qupperneq 45
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009 í Hollywood Konungleg athöfn. Grace Kelly giftist prins Rainier af Mónakó 18. apríl árið 1956 í því sem kallað var brúðkaup aldarinnar. NORDICPHOTOS/GETTY Leikararnir Audrey Hepburn og Mel Ferrer giftu sig 25. september 1954. Hjóna- bandið entist í fjórtán ár. NORDICPHOTOS/GETTY Audrey Hepburn kynntist Mel Ferrer, fyrsta eiginmanni sínum, í teiti hjá Gregory Peck. Hún hafði séð hann í myndinni Lili og heillast af leik hans. Ferrer sendi henni síðar handrit að leikritinu Ondine, sem hún samþykkti að leika í. Æfingar hófust í janúar 1954 og 24. september sama ár giftu þau sig. Hjónabandið entist í fjórtán ár en því lauk árið 1968. Talið er að undir lokin hafi þau bæði verið farin að halda við annað fólk. Grace Kelly kynntist prins Rainier af Mónakó í apríl 1955 þegar henni var boðið að taka þátt í myndatöku í höllinni í Mónakó. Kelly var þá í bandarískri sendinefnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hún sneri aftur til Bandaríkjanna en hélt áfram samskiptum við Rainier. Í desember kom prinsinn til Bandaríkjanna og töldu margir að hann leitaði sér þar kvonfangs. Aðspurður neitaði hann því. Hann hitti síðan Grace og fjölskyldu hennar og eftir aðeins þrjá daga bar hann upp bónorðið. Kelly játti og fór að búa sig undir það sem síðar var kallað brúðkaup aldarinnar. Brúðkaupið fór fram í 19. apríl 1956 í höllinni í Mónakó og var sjónvarpað um alla Evrópu. Daginn eftir fór fram kirkjuleg athöfn í dómkirkju heilags Nikulásar. Brúðarkjóllinn var hannaður af ósk- arsverðlaunahönnuðinum Helen Rose, sex hundruð gestir mættu í brúðkaup þessa ævintýrapars og var stór hluti þeirra Hollywood- leikarar. Eins og margir vita lést Grace Kelly í hræðilegu bílslysi árið 1982. - sg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.