Fréttablaðið - 02.04.2009, Qupperneq 46
2. APRÍL 2009 FIMMTUDAGUR14 ● fréttablaðið ● brúðkaup
Brúðkaupsnóttin og hveiti-
brauðsdagarnir lifa lengi í
minningunni og því er skyn-
samlegt að velja vel hvernig
skal eyða þeim tíma. Á Íslandi
er fjöldinn allur af gististöðum
sem bjóða upp á úrvals-
aðstöðu og þjónustu fyrir
brúðhjón í faðmi fjalla, dala og
víðfeðmra slétta.
Rómantík og ljúfar stundir eru
óhjákvæmilega heklaðar saman
við stóra daginn er ástfangið par
játast hvort öðru. Á slíkum stund-
um er tilvalið að eyða brúðkaups-
nóttinni eða hveitibrauðsdög-
um á fallegum stað, fjarri amstri
hversdagsins og gera vel við sig og
elskuna sína í hvívetna.
Þegar kemur að því að finna
góðan gististað í sveitum lands-
ins er úrvalið mikið. Gististöðum
er bjóða upp á sérkjör fyrir brúð-
hjón fer fjölgandi og náttúra lands-
ins svíkur engan. Hér eru fjögur
sveitahótel nefnd til sögunnar og
víst er að enginn verður svikinn
af því að eyða brúðkaupsnóttinni
á einu þeirra.
HÓTEL RANGÁ
Á Hótel Rangá býðst gestum að
láta útbúa herbergi eftir eigin
óskum, allt eftir því hvert til-
efnið er, og fer verðið eftir vali
brúðhjónanna. Fyrir brúðhjón er
meðal annars boðið upp á veislu-
bakka, freyðibaðkúlur, ilmkerti,
blóm, súkkulaðihjúpuð jarðarber
og kampavín en einnig má bæta
við gjöf úr héraðinu, kvikmynd
sem sýnir norðurljósin og brúðar-
skreyttri svítu. Rómantíkin ligg-
ur í loftinu. Á Hótel Rangá er auk
þess nýr matsalur og boðið er upp
á fyrirtaks matseld. Oddakirkja er
skammt undan og því er einfalt að
láta pússa sig saman í nágrenninu
og eyða síðan nóttinni á hótelinu.
HÓTEL REYNIHLÍÐ
Hjá Hótel Reynihlíð við Mývatn
er boðið upp á fjölbreyttar lausn-
ir fyrir brúðhjón, allt frá gistingu
á brúðkaupsnóttina til brúðkaups-
ins í heild sinni. Algengustu pakka-
tilboðin eru brúðarpakki, veislu-
pakki og brúðkaup frá a-ö. Brúðar-
pakkinn felur í sér gistingu í svítu,
hressingu við komuna með snitt-
um, konfekti og kampavíni en auk
þess er boðið upp á morgunverð af
matseðli í rúmið ásamt aðgangi að
jarðböðunum við Mývatn. Þetta
kostar 35.200 krónur fyrir hjónin.
Veislupakki felur í sér brúðkaups-
veislu úr veislulista með drykkj-
um, gistingu og morgunverði, auk
aðgangs að jarðböðunum við Mý-
vatn og kostar hann 20.000 krónur
á mann. Brúðkaup frá a-ö nær yfir
brúðkaupsathöfn, tónlist, veitingar
og gistingu en gerð eru tilboð í þess
háttar verkefni og fer verð eftir
umfangi. Reykjarhlíðar kirkja er
við hlið hótelsins en gjarnan velur
fólk ýmsar fallegar náttúruperlur í
Mývatnssveit fyrir viðburðinn.
HÓTEL BÚÐIR
Hótel Búðir er skammt frá Snæ-
fellsjökli og tekur einungis um
tvo tíma að aka þangað frá Reykja-
vík. Náttúrufegurðin er einstök
en í grennd við hótelið er auk þess
falleg viðarkirkja frá 19. öld sem
hýsir um sjötíu manns. Í nágrenn-
inu er falleg strönd með ljósum
skeljasandi en einnig má halda
athöfn á hótelinu. Þar eru nota-
leg herbergi og svítur, innrétt-
uð á rómantískan máta. Einfalt er
að halda þar veislur í salarkynn-
um hótelsins en boðið er upp á
gómsætan matseðil auk þess sem
setja má saman matseðil sam-
kvæmt óskum brúðhjónanna. Einn-
ig er möguleiki að leigja plötu-
snúð ef halda skal veislu og hægt
að skreyta fyrir veislur. Hótelið er
auk þess með nokkra ljósmyndara
á sínum snærum sem og snyrti-
fræðing og hársnyrti.
HÓTEL GLYMUR
Ógleymanlegar stundir í faðmi
Hvalfjarðar standa til boða á Hótel
Glymi. Að sögn staðarhaldara eru
þau vön að halda margs konar brúð-
kaup, bæði innan- og utandyra, á
hvaða árstíma sem er. Bæði er hægt
Hveitibrauðsdagar í faðmi fagurra
Hótel Glymur er í Hvalfirði en umhverfið er lokkandi og rómantískt.
Hótel Reynihlíð er með helstu þjónustu.
Á Hótel Rangá eru munúðarfull herbergi
með helstu þægindum. Hægt er að sníða
dvölina eftir óskum hvers og eins.
Hótel Rangá býður upp á fjölbreytta þjónustu fyrir brúðhjón. Hótel Búðir eru í ógleymanlegu umhverfi.
Á Hótel Búðum eru herbergin innréttuð
á rómantískan og þægilegan máta.
● MÁLAÐ OG LITAÐ Í
MINNINGASJÓÐINN
Trönur og penslar eða papp-
ír og litir á borði er eitt af því
sem upplagt er að hafa í salar-
horni meðan brúðkaupsveisl-
an fer fram. Þá geta gestirnir
gripið til þeirra verkfæra og
gefið listsköpuninni lausan
taum um leið og þeir labba
framhjá.
Í sameiningu geta þeir
þannig útbúið mynd sem
brúðhjónin eiga til minningar
um daginn og gleðina sem
honum fylgdi.
Amé inniheldur engan viðbættan sykur eða sætuefni
og er framleiddur úr náttúrulegum hráefnum.
Það fæst í fjórum frábærum bragðtegundum
• appelsínu og vínberja
• vínberja og apríkósu
• ylliberja og sítrónu
• hindberja og brómberja
Amé hefur notið sívaxandi vinsælda og er tilvalinn
drykkur í hæsta gæðaflokki til að bjóða upp á í
matarboðum og veislum allan ársins hring.
Drykkurinn er frískandi með mildu bragði, létt
freyðandi og virkilega fallegur fram að bera.
Amé nafnið er komin úr Japönsku og þýðir
„blítt regn“Heillaðu gestina og
bjóddu upp á frískandi
Amé í fallegu glasi
Amé – fágaður veisludrykkur
Amé er frískandi ölkelduvatn með ávaxtabragði og einstakri
blöndu austrænna jurtaseyða
Útsölustaðir: Heilsuhúsið, Heilsuhornið Akureyri, Fjarðarkaup, Blómaval, Samkaup Úrval Njarðvík, Maður Lifandi, Garðheimar, Nóatún, MelabúðinAmé fæst í heilsuvöruverslunum og betri matvöruverslunum