Fréttablaðið - 02.04.2009, Síða 66
42 2. apríl 2009 FIMMTUDAGUR
bio@frettabladid.is
Súrealískur ævintýraheimur Lewis
Carroll, Lísa í Undralandi, ratar brátt
á hvíta tjaldið á nýjan leik. Og hver
annar en meistari Tim Burton gæti
leikstýrt þessu furðuverki.
Burton er þögull sem gröfin um
hvernig myndin mun líta út en þrí-
vídd og tölvugrafík eru þó talin eiga
að leika lykilhlutverk í þessari kvik-
myndaútfærslu. Burton ræddi stutt-
lega við Empire-kvikmyndatímaritið
um gerð myndarinnar þegar tímaritið
útnefndi þá bestu á árlegri verðlauna-
hátíð sinni. Eina haldbæra svarið frá
Burton var: „Djúpt niður í kanínuhol-
una.“ Burton virtist ekki einu sinni
sjálfur vera viss um hvernig endanlegt
útlit yrði, sagðist bara njóta þess að
búa til jafn dýra mynd og Lísa í Undra-
landi verður. „Sú staðreynd gefur
mér tækifæri til að prófa mig aðeins
áfram.“
Burton er þó samur við sig þegar
kemur að leikaravali því Johnny
Depp kemur að sjálfsögðu
fyrir. Burton hefur varla mátt
hreyfa kvikmyndatökuvél án þess
að Depp komi nærri með einum eða
öðrum hætti. Leikarinn verður í hlut-
verki brjálaða hattarans en meðal ann-
arra góðkunningja Burtons má nefna
eigin konuna Helenu Bonham-
Carter. Þá fer Stephen
Fry með stórt hlutverk
í myndinni, en hin tví-
tuga Mia Wasikowska
leikur Lísu. Reiknað er
með að myndin verði
frumsýnd í apríl á
næsta ári. - fgg
Burton þögull um Lísu í Undralandi
Formúla 1 er loksins komin aftur
í sviðsljósið eftir mögur ár. Og nú
fylgist heimsbyggðin með baráttu
Massa, Hamilton og stundum
Alonso á rennisléttum kappakst-
ursbrautum um allan heim. Holly-
wood er náttúrlega ekki lengi að
nýta sér vinsældirnar og hyggst
ráðast í gerð kvikmyndar um
fyrsta Bandaríkjamanninn sem
hefur haft sigur í Formúlu 1.
Tobey Maguire mun leika Ferr-
ari-ökuþórinn Phil Hill sem átti
í harðri baráttu við félaga sinn
hjá Ferrari, Wolfgang von Trips,
árið 1961. Þessi slagur átti þó
eftir að hafa hörmulegar afleið-
ingar því von Trips lést í hörðum
árekstri í ítalska kappakstrinum í
september ásamt fimmtán áhorf-
endum. Honum hefði nægt að ná
þriðja sætinu til að vinna heims-
meistaratitilinn. Formúlan hefur
hingað til ekki þótt nægilega
áhugaverð fyrir Hollywood ef
undanskilin er hörmungarmynd-
in Driven með Sylvester Stallone
í aðalhlutverki og svo hin ágæta
Frankenheimer-mynd Grand Prix
sem frumsýnd var 1966.
Mynd Maguires hefur verið
gefið heitið The Limit og verð-
ur hún byggð á samnefndri bók
Michaels Cannell sem kemur út
síðar á þessu ári. Maguire mun
sjálfur framleiða myndina en
ekki hefur verið gengið frá leik-
stjóramálum eða öðrum leikur-
um. - fgg
Maguire í Formúlumynd
Í FIMMTA GÍR Maguire leikur Formúlu-
hetjuna Phil Hill sem er fyrsti Banda-
ríkjamaðurinn til að verða heimsmeist-
ari í Formúlu 1.
> SPACEY MILLJARÐAMÆRINGUR
Þótt nýjasta kvikmynd Kevins Spacey sé
ekki stór á Hollywood-mælikvarða
virðist söguþráður hennar eiga vel
við um þessar mundir. Hún fjallar
um milljarðamæring
sem heldur að hann
eigi allan heiminn, glutr-
ar öllu niður og er send-
ur í fangelsi. Þegar hann
losnar þaðan hyggst
hann endurreisa veldi
sitt frá grunni. Hljómar
kunnuglega …
Fast and Furious
Vin Diesel snýr aftur ásamt félaga
sínum Paul Walker. Eins og þeir
sem muna eftir fyrstu myndinni
vita var Vin Diesel stungið í fangelsi
fyrir glæfraakstur og bílaþjófnað
en hann er nú laus allra mála og
aðstoðar lögregluna við að hafa
uppi á heróínsmyglurum.
Aðalhlutverk: Vin Diesel og Paul
Walker
IMDB: Enginn dómur
Rotten Tomatoes: 0 prósent af
hundrað
Monsters vs. Aliens
Teiknimyndasnillingarnir í
Dreamworks Animat-
ion eru mættir aftur til
leiks en titillinn minnir
óneitan lega á B-mynda
vísindahrollvekju.
Geimverur mæta til
jarðar, reiðubúnar að
leggja allt í rúst en
þeim mætir óvænt
mótspyrna þegar
hin viðkunnanlegu
skrímsli ákveða að
sýna þeim hvar Davíð
keypti ölið.
Aðalhlutverk: Reese
Witherspoon og Kiefer
Sutherland
IMDB: 7,3/10
Rotten Tomatoes: 70 prósent af
hundrað
Der Baader Meinhof Komplex
Þýsku hryðjuverkasamtökin Baader
Meinhof héldu Vestur-Þýskalandi í
heljargreipum á áttunda áratug síð-
ustu aldar. Kvikmyndin um Baader
Meinhof fjallar um upphaf og endi
þessa hóps og hefur henni verið
legið á hálsi fyrir að draga upp full
mikla hetjuímynd af hryðjuverka-
mönnunum.
IMDB: 7,4/10
Rotten Tomatoes: 77 prósent af
hundrað
Choke
Söguþráður Choke er á þá leið að
Victor Mancini á í mestu erfiðleik-
um með að takast á við fíkn sína
sem er kynlífsfíkn. Til að bæta gráu
ofan á svart er mamma hans á
sjúkrahúsi og Mancini ákveður að
nýta sér góðvild þeirra sem bjarga
honum frá því að kafna eftir að
matur hrekkur „óvænt“
ofan í hann.
Aðalhlutverk: Sam
Rockwell og Anjelica
Huston
IMDB: 6,9/10
Rotten Tomat-
oes: 55 prósent
af hundrað
FRUMSÝNDAR UM HELGINA
Grínistinn Sacha Baron
Cohen snýr aftur í sumar
eftir mikla og umdeilda
frægðarför sjónvarps-
mannsins Borat frá Kasak-
stan. Að þessu sinni dregur
Sasha upp úr hatti sínum
hið samkynhneigða tísku-
frík Bruno.
Líkt og búast mátti við er mynd-
in um Bruno þegar farin að vekja
mikla athygli þrátt fyrir að hún
verði ekki frumsýnd fyrr en 10.
júlí í Bandaríkjunum. Samkvæmt
kvikmyndatímaritinu Variety
hefur bandaríska kvikmynda-
eftirlitið sett svokallaðan NC-17
stimpil á myndina, sem þýðir að
hún er bönnuð yngri en sautján
ára. Framleiðendur myndarinnar
höfðu vonast eftir að hún fengi R-
stimpilinn, þá fengi fólk yngra en
sautján ára að fara á myndina í
fylgd með fullorðnum. Sum atriði
myndarinnar þóttu víst aðeins of
„kynferðisleg“ að mati siðapostul-
anna í Ameríku. Samkvæmt Var-
iety eru aðstandendur myndar-
innar sestir við klippiborðið aftur
og ætla að finna lausn á þessum
vandræðum, enda gæti stimp-
illinn skipt máli þegar kemur að
miðasölu. Endanleg útgáfa ætti því
að hljóta náð fyrir augum kvik-
myndaeftirlitsins. Hinum eyddu
senum verður þó eflaust haldið til
haga fyrir DVD-útgáfuna.
Bruno fæddist í þáttum Cohens,
Ali G, sem sýndir voru á RÚV við
miklar vinsældir. Hann er austur-
rískur tískusjónvarpsmaður og
fær viðmælendur sína til að velja
á milli tveggja svara sem sam-
ræmast á engan hátt spurningum
Bruno. Og tilgangurinn helgar
meðalið, Bruno á að sýna í hve
litlum tengslum tískubransinn er
við raunveruleikann.
Tvær kvikmyndir, byggðar á
persónum úr þáttunum, hafa þegar
verið gerðar: Ali G Indahouse og
áðurnefnd Borat. Fyrri myndin
náði engu flugi þótt Ali G sjálfur
njóti mikillar hylli. Borat náði hins
vegar hæstu hæðum enda gerði
Sacha þar ómælt grín að fáfræði
Vesturlandabúa og fordómum
gagnvart framandi löndum á borð
við Kasakstan. Reyndar voru vin-
sældir Borat það miklar að stóru
kvikmyndaverin í Hollywood háðu
hatrammra baráttu um að tryggja
sér kvikmyndaréttinn að mynd-
inni um Bruno. Talið er að Univer-
sal hafi þurft að seilast ansi djúpt
í vasa sína til að töfra fram þær 42
milljónir dollara eða 5 milljarða
íslenskra króna sem rétt nægðu
til að skjóta Dreamworks, Sony og
20th Century Fox ref fyrir rass í
kapphlaupinu. freyrgigja@frettabladid.is
COHEN SNÝR AFTUR
BURTON Í UNDRALANDI Tim Burton
vinnur nú að gerð myndarinnar Lísu
í Undralandi sem byggð er á sam-
nefndri sögu Lewis Carroll. Johnny
Depp er að venju í stóru hlutverki.
KOSTAÐI HELJARINNAR FÉ
Baráttan um Bruno minnir óneitanlega á
kapphlaup bestu knattspyrnuliðanna um góðan
leikmann. Universal tryggði sér þó krafta austur-
ríska tískufríksins með því að greiða fyrir hann
42 milljónir dollara, jafngildi fimm milljarða
íslenskra króna. Ekki skrítið því
persóna Sacha Baron Cohen,
Borat, sló öll met og naut gríð-
arlegra vinsælda.