Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Póstur-
inn í
Madríd
Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur
bab@mbl.is
S
tundum detta fréttir af himnum of-
an sem gefa okkur innsýn í það
hvað telst góð frétt, eða kannski
öllu heldur hvað telst góð saga.
Slíkt átti sér stað á þriðjudaginn
var þegar ástsjúk kona í Texas
varð á nokkrum klukkustundum ein umtal-
aðasta manneskjan í Bandaríkjunum og þó víð-
ar væri leitað. Ljósmyndir af konunni og frá-
sögn af óvenjulegum gjörningi sem hún framdi
prýddu forsíður vefsíðna stærstu bandarísku
dagblaðanna, þær ótal síður sem fjalla um
fréttir gerðu málinu góð skil, að ekki sé minnst
á bloggara og aðra sem tjá sig með einhverjum
hætti á netinu. Að auki birtu tvær af helstu
fréttaveitum heims, AP og Reuters, ítarlega
umfjöllun um málið og þannig rataði það auð-
veldlega í heimsfréttirnar. Fjölmiðlar eru svo
bara toppurinn á ísjakanum en frétt sem fer
jafn víða á svo skömmum tíma kemur auðvitað
við sögu á vinnustöðum, við kvöldverðarborðið,
á barnum, og annars staðar þar sem fólk talar
saman augliti til auglitis. Sérstaklega þegar
hún er frétt á borð við þessa frétt og í því sam-
hengi er vert að skoða innihald hennar og
hvaða þættir það eru sem gera hana svona of-
boðslega hraðfleyga.
Aðalpersóna sögunnar, Lisa Nowak, er 43
ára geimfari hjá NASA. Hún býr með eig-
inmanni sínum Richard og þremur börnum
þeirra, 7 ára tvíburastelpum og 15 ára strák, í
Houston, Texas. Nowak verður skotin í vinnu-
félaga sínum, geimfaranum Bill Oefelein. Kem-
ur þá til sögunnar Colleen Shipman, verkfræð-
ingur og kapteinn í bandaríska flughernum.
Shipman og Oefelein eiga, að því er talið er, í
ástarsambandi, og Nowak fellur það illa. Þegar
hún fréttir að Shipman sé á leið með flugi frá
Texas til Orlando í Flórída, fær hún þá hug-
dettu að nú sé tímabært að gera upp málin
þeirra í milli. Hún sest upp í bíl sinn og keyrir
eins hratt og hún getur sömu leið og Shipman
flýgur. Ferðin tekur Nowak 14 tíma og á leið-
inni pissar hún í bleyju sem hún hafði sett á sig
svo að hún þyrfti ekkert að stoppa (bleyjur eru
víst staðalbúnaður hjá geimförum). Nowak nær
á flugvöllinn í Orlando í tæka tíð. Hún klæðir
sig í rykfrakka, setur upp hárkollu, og kemur
sér um borð í strætóinn sem Shipman tekur út
að bílaplaninu þar sem hún hafði lagt bílnum
sínum. Shipman hefur á tilfinningunni að ein-
hver sé að elta hana og flýtir sér að bílnum.
Þegar hún er að bakka út úr stæðinu kemur
dulbúin Nowak upp að rúðunni bílstjóramegin
og bankar. Hún segist í vandræðum, kærastinn
hafi ætlað að sækja hana, hann hafi ekki komið,
og hvort hún geti hjálpað sér. Shipman er tor-
tryggin, svarar engu og reynir að keyra burt.
Þá fer Nowak að gráta og sárbænir hana um að
hjálpa sér, Shipman vorkennir henni og skrúfar
niður rúðuna. Þá þrífur Nowak táragasbrúsa
upp úr skjóðu sinni og sprautar inn um bíl-
gluggann. Þrátt fyrir gasið nær Shipman að
keyra af stað. Eftir stendur Nowak sem sér
ekkert annað í stöðunni en að henda bún-
ingnum og skjóðunni, sem inniheldur, auk tára-
gassins, barefli, stóran hníf og pökkunarlím-
band, í næstu ruslafötu. Skömmu síðar er hún
handtekin og ákærð fyrir tilraun til mannráns
og manndráps.
Á þriðjudagskvöldið helgaði Larry King þátt
sinn á CNN málinu og Anderson Cooper, sem
stjórnar daglegum fréttaskýringaþætti á sömu
stöð, setti það í forgrunn. Þeir King og Cooper
mjólkuðu fréttina með aðdáunarverðum hætti,
ræddu við fólk sem þekkir málsaðila, aðra
geimfara, sálfræðinga, ástarsérfræðinga, og
meira að segja blaðamann sem hafði nýlega
tekið viðtal við Nowak fyrir Ladýs Home Jo-
urnal (viðtalið var tekið fyrir mæðradagsheftið,
Nowak er þar í hópi mæðra sem sinna hættu-
legum störfum, en í ljósi nýliðinna atburða
verður henni kippt út, sagði blaðamaðurinn,
þetta á að vera svona „feel good“-blað, útskýrði
hann).
Það er sjaldgæft að frétt af atburði sem var,
þrátt fyrir allt, meinlaus (það dó enginn, það
meiddist enginn) og þar sem enginn frægur
kemur við sögu (Nowak var óþekkt áður) skuli
ná slíku flugi og því vert að spyrja hvað það er
sem gerir söguna svona áhugaverða? Ást-
arþríhyrningurinn er vissulega klassískt minni,
en að aðalpersónan skuli vera geimfari er án
efa það sem kemur maskínunni af stað. Geim-
farar þykja ofurmannlegar hetjur hér í Banda-
ríkjunum. Börnum er kennt að dýrka þá frá og
með leikskólaaldri og þannig er verið að rústa
barnatrú fólks með því að sýna fram á að þeir
séu ekki yfir jarðbundið vesen hafnir. Þá eru
smáatriði sögunnar eins og úthugsuð af sagna-
meistara. Bleyjustandið trónir þar efst á blaði
og dulbúningurinn og innihald skjóðunnar eru
dásamlega gamaldags. Síðan er passlega mikið
af eyðum í sögunni – upplýsingarnar sem koma
fram um sambönd og tilfinningar persónanna
eru sáralitlar og byggðar á getgátum – og það
gerir hana að einstaklega safaríku og aðgengi-
legu umræðuefni. Sérstaklega þar sem um er
að ræða málefni sem, þrátt fyrir fáránleika
þessara tilteknu aðstæðna, er eins almennt og
hægt er að hugsa sér.
Frá fréttinni af þessu óvenjulega – en jafn-
framt óvenjulega hversdagslega – geimskoti, er
hægt að svífa yfir í almennar og einstakar hug-
leiðingar um ástina, sambönd, þríhyrninga,
hárkollur, örvæntingu, bleyjur... aumingja ung-
lingssonurinn... Sagan býður upp á nær enda-
lausa umræðufleti, vangaveltur, útúrdúra, og
tengingar. Og hvað er það aftur sem einkennir
góða sögu?
Reuters
Hvar er fréttaefnið? Lisu Nowak (undir gráa jakkanum) er hér hundelt út úr réttarsal af áköfum fréttamönnum í Flórida á þriðjudaginn var.
Henni hefur tímabundið verið vikið úr starfi hjá NASA og nýlega skildi hún við eiginmann sinn en þau eiga saman þrjú börn.
Einu sinni var geimskot...
» Það er sjaldgæft að frétt af
atburði sem var, þrátt fyrir
allt, meinlaus (það dó enginn,
það meiddist enginn) og þar
sem enginn frægur kemur við
sögu (Nowak var óþekkt áður)
skuli ná slíku flugi og því vert
að spyrja hvað það er sem ger-
ir söguna svona áhugaverða?
FJÖLMIÐLAR
I Hvers vegna varð allt þetta fjölmiðlafár umdauða Önnu Nicole Smith? Hún hefur auð-
vitað lengi verið eitt af þessum óhuggulegu
gæluverkefnum fjölmiðlanna. Hún var fyrst
og fremst fræg fyrir að
vera fræg en óendanleg
óhamingja hennar fólst kannski fyrst og
fremst í því að henni fórst þetta hlutverk sitt
hreint óskaplega illa úr hendi, eins og reyndar
mörgum.
II Frægðarferill hennar hófst með því aðsitja fyrir í Playboy hálfþrítug og vera val-
in svokallaður leikfélagi ársins, hún varð
nokkuð þekkt fyrirsæta, átti síðan misheppn-
aðar tilraunir til þess að verða leikkona en há-
marki frægðarinnar náði hún þegar hún giftist
29 ára gömul háöldruðum en moldríkum karli
með mikinn áhuga á fatafellum sem lést um
það bil ári síðar. Allar götur síðan hefur Anna
Nicole verið í fréttum fyrir að standa í mála-
ferlum við börn eiginmanns síns vegna þess að
þau vilja ekki viðurkenna að það hafi verið í
lagi með gamla manninn þegar hann arfleiddi
hana að helmingi auðæfa sinna. Yfirleitt allar
aðrar fréttir af Önnu Nicole voru einnig nei-
kvæðar, hún var um tíma of feit að mati fjöl-
miðla, hún varð gjaldþrota, hún lék í lélegum
bíómyndum, hún tók þátt í misheppnuðum
raunveruleikaþætti, hún átti við eiturlyfjafíkn
að stríða, átti mörg misheppnuð ástarsam-
bönd, það var ekki fyrr en fyrir nokkrum vik-
um að ljósglæta kom inn í líf hennar með
stúlkubarni sem hún fæddi en jafnvel þá reið
ógæfan yfir, þremur dögum síðar lést sonur
hennar á sjúkrahúsinu þar sem dóttirin fædd-
ist vegna ofneyslu þunglyndis- og eiturlyfja og
ekki nóg með það, síðustu fréttir af Önnu Ni-
cole lifandi fjölluðu um það að tveir menn
deildu um faðerni dótturinnar nýfæddu og
gera reyndar enn. Að vísu voru fréttirnar ekki
bara neikvæðar, umfjöllunin um Önnu Nicole
var iðulega meinhæðin, það var auðvelt að
draga dár að henni, eins og sjónvarpsstjarnan
Larry King sagði á CNN á fimmtudagskvöld.
III Sumir fjölmiðlar halda því fram nú aðAnna Nicole hafi verið elskuð af þeim
sjálfum og almenningi vegna þess að hún var
holdtekja ameríska draumsins, hún vann sig
upp úr engu og varð fræg. Og það hafi ein-
ungis aukið á vinsældir hennar að hún upplifði
líka skipbrot þessa sama draums. Bandarískir
fjölmiðlar hafa jafnvel líkt henni við Marilyn
Monroe. Larry King sagðist alltaf hafa dáðst
að Önnu Nicole, sagði hana hafa verið sér-
staka, óvenjulega, sanna, hún hefði haft klassa
(„she had some class“). En þetta er enn einn
harmleikurinn í sögu Önnu Nicole. Draumur
hennar um einhvers konar viðurkenningu
rættist ekki fyrr en of seint og þá fyrir sam-
viskubit og hræsni þeirra sem höfðu gert sér
mat úr sorgum hennar.
NEÐANMÁLS
Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs-
ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins
Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur
sith@mbl.is
!
Fyrir jólin var keypt nýtt Trivi-
al Pursuit, því það er alltaf
skemmtilegt. Allir geta slysast
áfram, spurningarnar ýmist
bjánalega léttar eða níðþungar,
eftir áhugasviði hvers og eins.
Þegar systir mín fékk spurn-
inguna „Hvernig eru póstkass-
arnir í Madríd á litinn?“ var ég viss um að
hún myndi gata. Hún hefur aldrei komið
til Madrídar. En hún hugsaði sig stutt-
lega um, sagðist svo sannfærð um að þeir
væru gulir. Ég glotti, póstkassar eru yf-
irleitt rauðir, í besta falli gráir, en svo
reyndist þetta rétt hjá henni. Gulir. Þetta
vakti ýmsar spurningar, var systir mín
götudansmær í Madríd í fyrra lífi, og
ennfremur: eru allir póstkassar á Spáni
gulir, eða bara í Madríd?
Útúrdúr: Í Austur-Berlín eru umferð-
arljósin spes. Þar er ekki renglulegur
grænn kall sem gefur merki um að maður
megi ganga yfir götu, heldur feitur, fynd-
inn kall með hatt. Þetta er Ampelmann,
og eftir sameiningu austurs og vesturs
hefur hann orðið að nostalgísku íkoni,
bolir og töskur eru til sölu með mynd af
Ampelmann, æðandi yfir götu. Og vegna
andmæla var hætt við að þurrka hann út
af götuljósunum. Hann er hluti af ídentí-
teti A-Berlínar, eins og póstkassarnir eru
í Madríd.
Fyrir skömmu spurði íslenskumælandi
þýskur vinur minn: Hvernig er ídentítet
sagt á íslensku? Þetta er erfið spurning,
hugtakið sveiflast einhvers staðar á milli
sjálfsmyndar og ímyndar, það er þvers-
umma allra hluta og tilfinninga sem gera
einhvern (mann, stað) að því sem hann er.
Á BBC World var nýlega umræða um
ídentítet Englands. Aðallega í ljósi klofn-
ingshugmynda Skota. Franskur blaða-
maður af Le Monde hélt því þar fram að
„Englishness“, sem hann kallaði líka
„enskt ídentítet“, væri ekki til. Skosk,
írsk og velsk vitund væru með miklum
blóma, og breskt ídentítet væri vissulega
til. En ekki enskt. Þessu var blaðakona á
The Independent afar ósammála. Hún
var að hugsa um rauðu símaklefana, kon-
ungsfjölskylduna, iðnaðarborgirnar,
enska boltann og múltíkúltúralismann í
London. Sem, ásamt fleiru, fullkomna yf-
irbragðið.
Er ídentítet Reykjavíkur hið sama og
ídentítet Íslands? Ekki endilega. Borgir
geta haft sérstaka sjálfsvitund, slíkt gild-
ir um New York gagnvart Bandaríkj-
unum, Berlín gagnvart Þýskalandi,
Madríd gagnvart Spáni. En á hverjum
stað er það alltaf blanda hugarfars og
áþreifanlegra hluta sem hrærir saman
útkomuna. Rétt eins og minnimátt-
arkennd, líberalismi, trúrækni og bjart-
sýni geta verið þjóðareinkenni (og/eða
borgareinkenni) þá hafa póstkassar og
pönnukökur hlutverki að gegna.
Stéttir á vinnumarkaði hafa líka sitt
ídentítet, misjafnlega sterkt en oft líf-
seigt. Sama er að segja um menning-
arkima, fjölskyldur, og vitanlega ein-
staklinga. En ímynd stórra hópa, eins og
heilla þjóða, er einna áhugaverðust, því
þar er um að ræða þá furðulegu stað-
reynd að fjölbreytni milljóna er soðin nið-
ur í örfáa kosti og galla. Sem er í sjálfu
sér ómögulegt.
Hver er ímynd Íslands – annars vegar
utan frá, hins vegar innan frá? Þessu
nenni ég ekki að svara hér, það hefur svo
oft verið reynt. En ég vil samt segja
þetta: Kannski er það einmitt á grund-
velli ídentítets sem við sjáum eftir fyr-
irbærum á borð við Akraborgina – og
komum til með að sjá eftir íslensku krón-
unni, Töfrafossi og Bæjarins bestu. Ekki
vegna þess að tilvist þeirra skilji milli lífs
okkar og dauða. Heldur vegna þess að
þau voru hvergi til, nema hér.