Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2007, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 3 Eftir Einar Kárason karason@islandia.is Þ að voru ánægjulegir endurfundir á dögunum að heimsækja Borg- arleikhúsið og sjá hið ágæta leik- verk Dag vonar eftir Birgi Sig- urðsson. Ég missti reyndar af því þegar það var fyrst sýnt í Iðnó fyrir tuttugu árum en sá sjónvarpsgerðina af því ári síðar. Og það sem hreif mann þá gerir það enn: sterkar persónurnar og neistandi spenna á milli þeirra, hröð og vel skrifuð sam- tölin og sú gáfa höfundarins að geta haldið dampinum allt í gegn; í hvert sinn sem örlaði á því að dramatíkin á sviðinu gæti farið að lækka flugið var nýr hreyfill ræstur og maður aftur kominn í rússíbanareið með tilfinningum per- sónanna. Það hefur aldrei verið neitt launungarmál að sagan sem Birgir segir okkur í verkinu byggist á hans eigin fjölskyldu; ekkjunni móður hans sem baslaði við að koma upp barnahópi, meðal annars dóttur sem var andlega vanheil. Geðfötl- uðu systurinni er leikritið tileinkað og textarnir sem persónan Alda er látin fara með á sviðinu munu vera eftir þessa systur Birgis; Sigríði Freyju Sigurðardóttur. Og að sama skapi eiga bræðurnir í verkinu hliðstæður í Birgi sjálfum og bróður hans Ingimari Erlendi Sigurðssyni rithöfundi. Og það leiðir hugann að skáldsögu eftir Ingi- mar Erlend, Borgarlífi, en þrátt fyrir að hún hafi birst rúmum tuttugu árum á undan verki Birgis má alveg lesa hana sem nokkurskonar framhald af Degi vonar, eða þeim þætti leikrits- ins sem snýr að eldri bróðurnum (sem heitir Hörður í Degi vonar, en Logi í Borgarlífi). Þegar leikriti Birgis lýkur er eldri bróðirinn að hefja störf á Morgunblaðinu, og fær að laun- um glósur frá þeim yngri um að nú sé hann að ganga borgaraskapnum á hönd. En Borgarlíf hefst á nákvæmlega sama stað – ungur maður er að koma til síns fyrsta vinnudags á blaðinu. Og flest er hliðstætt; rétt eins og persónan Hörður í Degi vonar er Logi í Borgarlífi skáld og sonur einstæðrar móður sem barðist við að sjá fyrir fjölskyldu eftir að barnsfaðirinn, sem var listamaður, dó úr berklum frá ungum börn- um. Borgarlíf er reyndar skáldsaga og sögð í þriðju persónu, en algerlega bundin við að- alpersónuna Loga og hans sjónarhorn; það er stöðugt skyggnst inn í hans hugarheim og til- finningar á meðan allar aðrar persónur eru séð- ar utanfrá, með augum Loga. Bókin hefur raun- ar mörg klassísk einkenni „lykilskáldagna“ – persónur er auðvelt af þekkja af þjóðþekktum fyrirmyndum og sömuleiðis staðhætti; veit- ingastaðnum Naustinu er til að mynda lýst út í hörgul en kallaður „Verið“. Sömuleiðis er Morg- unblaðinu nákvæmlega lýst, yfirmönnum þess og samfélagshlutverki, og þótt það sé einungis kallað „Blaðið“ þá er sá feluleikur ekki tekinn alvarlegar en svo að forsíða bókarkápunnar er prýdd mynd af Morgunblaðshöllinni við Að- alstræti. Kannski er dulbúningurinn meira í ætt við ýmsar paródíur, svona eins og þegar Pálmi Gestsson eða Örn Árnason birtast á skjánum í líki vel þekktra stjórnmálamanna og allir vita við hverja er átt án þess þeir séu nefndir á nafn. Ég hef stundum heyrt fólk undrast yfir þeirri kaldhæðnu eða grimmu mynd sem Birgir Sig- urðsson dregur upp af bróðurnum í Degi vonar, en þar er honum nánast lýst sem útbelgdum aumingja; sjálfsupptekinni og hrokafullri smá- sál. En það merkilega er að sú mynd rímar al- veg við persónuna Loga í Borgarlífi. Að vísu með öfugum formerkjum – myndin í leikritinu er háðsk á meðan hún er dregin í augljósri hrifningarvímu í Borgarlífi, en útkoman er sú sama. Maðurinn er skáld í verkunum tveimur, á báðum stöðum kemur reyndar fram að hann sé óútgefinn, en það breytir ekki því að sú stað- reynd að hann er skáld virðist duga honum langt til að finnast hann á einhvern hátt hafinn yfir aðra menn. Eldhuginn Logi í Borgarlífi horfir af Ólympstindi lítilsvirðingarinnar á næstum alla í kringum sig, meira að segja fólkið sem hann sér í strætó eða á gangstéttunum, sem hann úrskurðar sálarlaust og sviplaust en þekkir þó ekki neitt. Og þessi hrifning á aðal- persónunni er ekki bara bundin við hana sjálfa eða söguhöfundinn; allir aðrir sem hitta Loga á síðum bókarinnar falla umsvifalaust í einhverja hrifningarvímu; hann hefur varla sleppt út úr sér fyrstu setningunni áður en viðmælendur hans andvarpa eitthvað á þá leið að hann sé aug- ljóslega skáld, eða fara að tala um hvað hann sé gáfaður. Og aldrei hvarflar að Loga að andmæla því eða vera með einhverskonar uppgerð- arhógværð. Eitt sinn er Loga til að mynda boðið að ganga inn í herbergi og þá er sagt við hann: „„Herbergið er ekki stærra – ekki einu sinni fyrir mikilmenni.“ „Það ætti að stækka við komu mikilmennis, sagði Logi og fór úr frakkanum.“ (Borgarlíf bls. 320) Í bókarlok snýst aðalpersónan til komm- únisma og vel má skoða söguna sem uppgjör höfundar við Morgunblaðið, eða öllu heldur spillingu og valdníðslu íslenska auðvaldsins. Og einmitt þannig mun henni einnig hafa verið tek- ið opnum örmum af sumum vinstrimönnum þegar hún kom út, ekki síst bókmenntamönnum af gamla skólanum. Hefur það jafnvel verið haft til marks um að þeim lengst af glögga bók- menntarýnanda, Kristni E. Andréssyni, hafi farið að förlast sýn á efri árum hvernig hann fagnaði nokkrum skáldsögum, sem komu út þarna um miðjan sjöunda áratuginn og voru skrifaðar í raunsæisformi, sem frelsun frá mód- ernisma og formbyltingartilraunum sem þá höfðu um skeið verið mest áberandi í hér- lendum litterarúr. Um svipað leyti og Kristinn E. hreifst sem mest af Borgarlífi hafnaði hann því að Mál og menning gæfi út Tómas Jónsson metsölubók eftir Guðberg Bergsson, en ef marka má þá fjóra áratugi sem síðan eru liðnir má þó segja að Tómas ætli að reynast heldur líf- seigara verk. Mér kemur í hug að um þetta leyti skrifaði Guðbergur langa og stórkostlega sögu sem gerist á veitingastaðnum Naustinu (ellefta atriðið í Ástir samlyndra hjóna), en það er kannski í kaflanum sem gerist á sama stað í Borgarlífi sem er mest áberandi hvers vegna ekki er auðvelt að taka skáldsöguna alvarlega sem bókmenntaverk nema þá sem einhverskon- ar stúdíu í sjálfsupphafningu, og þá á sama hátt og bækur á borð við Harmsaga ævi minnar eftir Jóhannes Birkiland. Og er hér rétt að rifja að- eins upp þennan Naustskafla: Allir kikna í hnjánum sem sjá Loga, og ekki á það síst við um kvenfólk. Alveg frá byrjun bók- arinnar, frá því hann stígur fyrst inn á blaðið, skilur hann eftir sig slóð af ástföngnum stúlk- um, sem hann þó hefur ekki hitt nema í svip. Þeirri fyrstu sem hann hittir er lýst svo: „And- litið fallegt ekkert – sem göturnar eru fullar af fyrir túrista – og hárið féll niður á brjóstin sem gægðust eins og forvitin börn upp úr vöggu.“ Þegar hún hefur verið kynnt fyrir Loga og hann hefur sagt þrjú hversdagsleg orð við hana segir hún „„Hvað?“ /…/og horfði rugluð á Loga, roðn- aði og horfði niður á brjóstin. /…/ Hún leit aftur upp og horfði á Loga. Augun sögðu: hvernig líst þér á mig? /…/ „Þú ert skæður,“ sagði Stefnir. „Hvernig þá?“ spurði Logi.“ Og ritstjórinn Stefnir svarar: „Þú ert strax búinn að gera eina ástfangna.“ (Borgarlíf bls. 25–6) Þetta er forsmekkurinn að því sem koma skal, og óþarft að telja upp þau brostnu kven- hjörtu sem liggja í slóð unga mannsins fram eft- ir síðum bókarinnar. En hann gefur því engan gaum; það er eins og þetta kvenfólk sé á ein- hvern hátt langt fyrir neðan virðingu mik- ilmennisins. Undir bókarlok bregður hann sér svo á Naustið til þess að fá sér í glas, og kvenfólkið er eins og flugnager í kringum hann. Ein sam- starfskonan, sem augljóslega er fallin fyrir Loga, kemur að borðinu til hans, og í samtali þeirra berst önnur stúlka af blaðinu í tal. Þá kemur fram að sú liggi heima með magapínu af ástarsorg vegna Loga, en hann þykist ekki vita af því. „Símastúlkurnar eru líka skotnar í þér“ fær hann þá að vita. Hann stendur upp og gengur um staðinn og hittir innan skamms: „… tvær dökkhærðar systur með havairósir í hárinu“. Eftir stutt orðaskipti láta þessar blómarósir Loga fá lykil að íbúðinni sinni, en hann vill ekkert með hann hafa. Þær horfðu á Loga „eins og karlleikfang. /…/ önnur blómarósin reyndi að breyta kyn- ferðissvipnum í gáfusvip. /…/ „Við þurfum að fara niður, sagði hin blómarósin. Þær stóðu upp og Logi horfði á eftir þeim, háleggjuðum og um- komulausum milli fótanna. /…/ „Þær myndu drepa í mér ástina,“ sagði Logi.“ (Borgarlíf 304–8) Og svo það sé nú á tæru að þetta hafi ekki bara verið einhverjar herfur sem þarna voru að leggja snörur fyrir unga mikilmennið, þá er sjálf fegurðardrottning Íslands stödd á staðn- um, ásamt eiginmanni sínum. En einnig hún gleymir stund og stað um leið og hún kemur auga á blaðamanninn. Fegurðardrottningin horfir fyrst á Loga „með þjófsaugum“. Gerir síðan ítrekaðar tilraunir til að fá hann yfir að borðinu til sín. Hittir hann síðar um kvöldið og kallar hann, athugasemdalaust af hans hálfu, mikilmenni og skáld. „Kyssir hann með aug- unum.“ Reynir loks að tæla hann til samfara, það líkist næstum nauðgun; en nei Loga þýðir nei. Þessi ungi maður, sem sífelldlega verður fyr- ir áreiti glæsimeyja, leggst ekki svo lágt að hokra að konum. Það er eins og þær séu ein- hverjar óæðri verur sem hann vilji ekki láta saurgast af. Aðeins á síðustu síðum bókarinnar lætur hann heillast af konu, en þá er gefið í skyn að sú ást sé fremur andleg; þetta er stúlkan sem opnar augu skáldsins fyrir kommúnismanum. Um hana er sagt: „Ekki falleg í venjulegum skilningi. Hún hugsaði of mikið til að vera falleg. Svipurinn var fullur af heiðarlegum hugsunum – heiður.“ (Bls. 341) Og nú reikar hugurinn aftur að Degi vonar. Í leikritinu má líka finna sjálfsmynd höfund- arins; bróðir Harðar/Loga heitir þar Reynir og samsvarar augljóslega Birgi sjálfum. Og þótt ekki sé hægt að segja að mynd Reynis sé dregin í helgimyndalitum þá er persónan samt sér- kennilega gallalaus miðað við fólkið allt í kring. Við vitum nú þegar hvernig vesalingnum bróður Reynis er lýst. Og systir þeirra kiknaði ung undan byrði lífsins og hvarf inn í þoku geð- klofans. Faðir þeirra heitinn er afhjúpaður í verkinu; reynist hafa verið sjálfselskur aumingi. Móðir þeirra er að vísu hetja á sinn hátt, en mörkuð og hálfbuguð af mótlæti lífsins; hún er eins og á barmi taugaáfalls mestallt verkið og hún á vissulega sök á því að hafa dregið drullu- sokkinn og ógæfuvaldinn Gunnar inn á heimilið, sambýlismann hennar um hríð – sem barnar sálsjúka systurina. En hinsvegar er Reynir sönn ímynd karl- mennskunnar. Hinn trausti og réttsýni drengur sem reynist jafnan best á raunastundum. Það stendur yfir verkfall á meðan leikritið gerist og alltaf er hann mættur á verkfallsvaktina. Hann skilur hámenningu þegar hún er borin fyrir hann; timbraður og tættur eftir ball í Vetr- argarðinum fer hann að hlusta á hákirkjulega tónlist eftir Palestrína. Og það er hann sem reynist vera dugandi skáldið í fjölskyldunni. Reynir er að vísu ekki leiðinlegur, talar ekki í háspekilegum prósaljóðum eins og Logi í Borg- arlífi; þvert á móti er hann oft fyndinn og á það til að svara skemmtilega út í hött. En það var þetta með kvenfólkið sem Logi óð í hné sem leiddi aftur hugann að Reyni í Degi vonar. Hann að vísu bítur þær ekki af sér, því að fram kemur í verkinu að hann skreppur um hverja helgi í Vetrargarðinn og nær sér þar í dömu til að riðl- ast á um nóttina. Það virðist ekki vera neinum vandkvæðum bundið fyrir mann eins og hann. En þegar hann er spurður hvernig honum líði eftir slíka nótt svarar hann: „Dauður. Skítugur. Tómur. /…/ Það tekur mig viku að jafna mig. Og þá er kominn tími til að fara aftur í Vetragarð- inn og ná sér í aðra.“ Undarlegt … Morgunblaðið/Kristinn Dagur vonar „Ég hef stundum heyrt fólk undrast yfir þeirri kaldhæðnu eða grimmu mynd sem Birgir Sigurðsson dregur upp af bróðurnum í Degi vonar, en þar er honum nánast lýst sem útbelgdum aumingja; sjálfsupptekinni og hrokafullri smásál,“ segir Einar Kárason og bætir við: „En það merkilega er að sú mynd rímar alveg við persónuna Loga í Borgarlífi.“ Að lýsa sjálfum sér Leikrit Birgis Sigurðssonar Dagur vonar er nú sett upp í annað sinn af Leikfélagi Reykja- víkur en það var frumsýnt í Iðnó fyrir 20 ár- um. Sagan sem sögð er í leikritinu byggist á fjölskyldu Birgis en það er tileinkað geðfatl- aðri systur hans. Greinarhöfundur segir að bræðurnir í leikritinu eigi hliðstæður í Birgi og bróður hans, Ingimari Erlendi Sigurðssyni rithöfundi, en hann sendi frá sér skáldsögu á sjöunda áratugnum, Borgarlíf, þar sem bræð- urnir komu einnig við sögu. Hér eru ætlaðar sjálfsmyndir þeirra skoðaðar. Höfundur er rithöfundur. Káserí um leikrit og skáldsögu eftir bræður Aðalumræðuefnið Auglýsing um Borgarlíf frá Helgafelli í Morgunblaðinu árið 1965.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.