Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2007, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 11 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Þau eru óhugnanleg, örlögkvennanna í sjöttu og nýjustu skáldsögu Rachel Cusk Arlington Park – enda um húsmæðra- hlutskiptið að ræða! Hefst bók- in rigningardag nokkurn í einu af efnameiri hverf- um Lund- únaborgar og fylgir hópi mæðra á fertugs- aldri eftir í gegn- um viðburðasnauðan dag sem lýkur með kvöldverðarboði. Cusk skoðar hér móðurhlutverkið í enn meiri smáatriðum en í æviminningum sín- um A Life’s Work: On Becoming a Mother frá árinu 2001 og líkt og áð- ur er myndin sem hún dregur upp langt frá því að vera fögur.    En frá mæðrum til barna þeirra.Grísinn Völundur nýtur þess að eiga góða vini í sögunni Vefurinn hennar Karlottu eftir E.B. White með myndum eft- ir Garth Williams sem nýlega kom út hjá Máli og menningu í þýð- ingu Helgu Soffíu Ein- arsdóttur. Sagan, sem fjallar um umhyggju og ást, ævintýri og dag- legt líf, hefur nokkrum sinnum verið gefin út í kvikmyndaformi og er eina slíka einmitt að finna í kvikmyndahús- unum borgarinnar þessa dagana. Hugur barnsins setur einnig svip sinn á ljóðabókina Æskumyndir eft- ir Þórarin Hannesson, sem er fyrsta ljóðabók höfundarins. En við- fangsefni barnanna og uppvaxt- arárin fyrir vestan eru Þórarni hug- leikin í textanum og sú einstaka veröld sem börnin byggja. Mynd- skreytingar eru eftir Marsibil G. Kristjánsdóttur.    Það eru vissar bækur sem þurfaað eiga athygli lesandans óskerta eigi lesturinn að skila ein- hverju og bækur spænska rithöf- undarins Enri- que Vila-Matas eru í þeim flokki. Þannig er bók hans Montano, sem nýlega kom út á ensku, skrif- uð í formi dag- bókar sem síðan verður að skáld- sögu, svo að upp- flettiriti yfir dag- bækur rithöfunda og að lokum fyrirlestri um skrif slíkra dagbóka. Söguhetjan, sem er á miðjum aldri, er enda heltekin af bókmenntum og raunar orðin gangandi tilvitn- anasafn og ófær um að gera nokkuð án þess að það kalli fram minningar um eitthvað sem hann hefur lesið eða það sem verra er, eitthvað sem hann man af höfundi sem hann hef- ur lesið sem kallar svo fram í minn- ingunum enn annan rithöfund.    Heiti nýjustu bókar PaulTorday, Salmon Fishing in the Yemen, kann að virka fráhrind- andi á þá sem lítinn áhuga hafa á fiskveiðum. Fyrir vikið gætu þeir hins vegar misst af heillandi lesn- ingu sem náð getur tangarhaldi á jafnvel fúllyndasta lesanda, en Torday lýsir þar skrifræðisheimi sem fer út yfir öll skynsamleg mörk vegna smásmuguháttar stjórnmála- manna. Því þó að fiskeldi í Jemen kunni að hljóma vitavonlaust fyr- irtæki frá öllum vistfræðilegum sjónarmiðum sjá stjórnmálamenn- irnir í bók Torday hins vegar heil- mikið vit í hugmyndinni – enda er það frábært myndatækifæri að sjást landa einum stórum í Miðaust- urlöndum. BÓKMENNTIR Rachel Cusk Enrique Vila-Matas Þórarinn Hannesson Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Um nokkurt skeið hafa reglulega birst greinar í innlendum og erlendum blöðum um að bókabúð- ir muni brátt heyra sögunni til. Skemmst er að minnast nokkurra skrifa hér í Morgunblaðinu síðastliðið vor um mikla fækkun bókabúða hér- lendis. Sagt var að bókabúðir hér væru um tutt- ugu talsins og þær sem sérhæfðu sig í bóksölu fyrir almenning væru varla fleiri en tíu. Sam- anburður við útlönd var okkur ekki hliðhollur í þessum efnum því að bæði í enskumælandi lönd- um og öðrum, fámennum sem fjölmennum, væru bókabúðir mun fleiri miðað við höfðatölu. Ástæðan fyrir þessari þróun er auðvitað fyrst og fremst sú að grundvöllurinn fyrir rekstri bókabúða hefur minnkað við tilkomu netsölu á bókum, til dæmis á Amazon. Þróunin hefur einnig verið í átt að sífellt stærri bókabúðum og bókabúðakeðjum sem drepið hafa minni og sér- hæfðari bókabúðir. Margir fyllast einhverri fortíðarþrá frammi fyrir þessum nýja veruleika. Það var og er eitt- hvað fallegt og hlýlegt við „gömlu“ bókabúð- irnar. Pétur Gunnarsson rithöfundur og formað- ur Rithöfundasambandsins tók þátt í umræðunni síðasta vor og birti grein undir fyr- irsögninni „Til varnar bókabúðum“. Þar var hann að svara grein eftir Árna Matthíasson í Lesbók sem hét „Hví skyldum við syrgja bóka- búðir?“ en Árni hélt því fram að þó að stein- steyptum bókabúðum hefði fækkað hefði mögu- leikum lesenda á að nálgast þær bækur sem þeir hefðu áhuga á fjölgað til muna. Það væri málið. Pétur benti hins vegar réttilega á að það væri alltaf svolítið sérstakur viðburður að fara í bókabúð, að skoða og fletta, lesa jafnvel svolítið í einni bók en kaupa svo þrjár aðrar sem maður rakst á fyrir tilviljun og hefði kannski aldrei dottið í hug að kaupa ef maður hefði farið á Amazon. Ég held reyndar að fyrirkomulagið eins og það er nú sé ágætt. Góðar bókabúðir eru ekki bara skemmtilegar heldur líka mikilvægar en Netið leysir mjög mikinn vanda, ekki síst fyrir einangraðan örmarkað eins og Ísland. Þar er hægt að finna bækur sem ekki eru til í íslensk- um bókabúðum og heldur ekki á íslenskum bókasöfnum og fá sendar með stuttum fyrirvara. Og þó að bókabúðir mættu sannarlega vera fleiri hér og dreifðari um borgina og bæina – nú eru hverfabókabúðirnar í næstu Bónusverslun en bara í desember – þá er reyndar ekki mikils að sakna þegar gömlu bókabúðirnar íslensku eru annars vegar, þær höfðu afskaplega lítið úr- val af bókum en seldu hins vegar helling af öðru drasli. Hér var ekki (og er enn ekki) mikil hefð og sennilega ekki mikill markaður fyrir sér- hæfðar bókabúðir eins og maður rekst á á Tott- enham Court Road í Lundúnum. Og það sem í raun og veru vantar hér á landi nú er ekki litlar bókabúðir heldur miklu fremur stærri bókabúð- ir, risastórar bókabúðir með mikið úrval af alls konar bókum um allt milli himins og jarðar. Og draumurinn væri að slíkum bókabúðum yrði dreift um hverfi borgarinnar og helstu byggð- arkjarna. Ef eitthvað þá gæti slík bókabúð einna helst keppt við vefbókabúðirnar. Og allt bendir til þess að netsala á bókum muni aukast enn frek- ar. Í Svíþjóð hefur sala á nýjum þarlendum bók- um færst að stórum hluta á Netið en vef- bókasalan Exlibris hefur boðið nýjar bækur á allt að 60% afslætti. Litlir og meðalstórir útgef- endur í Danmörku eru nú sömuleiðis að und- irbúa stofnun vefbókabúðar sem koma á í stað útgáfu eins konar bókatíðinda. Mikil bjartsýni ríkir um þessi áform, ekki síst vegna þess að 50% aukning hefur verið á netverslun með ým- iss konar vörur í Danmörku síðustu ár. Hér á landi er vefur Bóksölu stúdenta öflugastur en vefur Eymundsson hefur ekki náð sér á strik. Búast má við því að íslenskir útgefendur vilji einnig hefja sókn á þessum vígstöðvum áður en langt um líður. Hverfa bókabúðir? » Og þó að bókabúðir mættu sannarlega vera fleiri hér og dreifðari um borgina og bæina þá er reyndar ekki mikils að sakna þegar gömlu bókabúðirnar ís- lensku eru annars vegar, þær höfðu afskaplega lítið úrval af bókum en seldu hins vegar hell- ing af öðru drasli. ERINDI Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu E nginn vill vera hérna og enginn vill fara,“ hugsar faðirinn þegar nokkuð er liðið á nýjustu skáld- sögu bandaríska rithöfundarins Cormacs McCarthys, The Road (Vegurinn). Sá sem þetta hugs- ar situr undir berum himni og hlýjar sér við lít- inn eld ásamt tæplega tíu ára gömlum syni sín- um en saman hafa þeir ferðast um eyðiland þess sem einu sinni voru Bandaríkin. Sagan gerist eftir að heimssögunni lýkur – að öllum líkindum sökum kjarnorkustríðs, en nákvæmar upplýsingar um eðli og ástæður eyðilegging- arinnar fær lesandinn aldrei – og veröldin í kring er brunnin upp til agna. Nær ekkert er eftir, allt dýralíf er horfið, aska hylur umhverf- ið og matur er sjaldséður. Einhverjir hafa þó lifað af og hræðurnar sveima um vegi og ónýtar borgir í vonlítilli leit að skjóli og næringu. Sam- lífi manna hefur hnignað niður á stig þar sem engum er óhætt og ómögulegt er að treysta öðru fólki. Hópar eru á ferð sem taka þá sem þeir hitta til fanga og halda lifandi um stund sem sjálfbærum matarbirgðum. Líf feðganna er sannanlega martröð og eina endurlausnin sem býðst er dauði. Enda er verðmætasta eign föð- urins skammbyssa með tveimur byssukúlum, annarri handa syninum og hinni handa honum sjálfum. Þar sem gripið er niður í sögunna hefur nær einstakur atburður átt sér stað. Feðgarnir hafa hitt aðra manneskju sem þeim er óhætt að blanda geði við. Þannig sitja þeir ásamt tötrum klæddum og illa leiknum öldungi við eldinn og gefa þeim síðarnefnda, Ely, að borða (feðgarnir eru nafnlausir í sögunni). Samræðurnar sem þar taka við eru þær lengstu í bókinni og einnig sú stund sem McCarthy leyfir sér að bregða á leik með táknrænar víddir verksins og lætur jafnvel glitta í absúrdisma að hætti Becketts. „Hvernig myndir þú vita,“ spyr faðirinn, „ef þú værir síðasti maðurinn á jörðinni?“ „Ég hugsa að maður myndi ekki vita það. Maður bara væri það,“ svarar gamli maðurinn. „Enginn myndi vita það,“ tekur faðirinn undir. „Það myndi ekki skipta máli. Þegar maður deyr er það alveg eins og allir aðrir hafi líka dáið,“ segir gamli maðurinn. „Ég hugsa að guð myndi vita það, er það málið,“ segir faðirinn. „Það er enginn guð,“ er svarið. „Ekki?“ spyr faðirinn. „Það er enginn guð og við erum spámenn hans.“ „Ég skil ekki hvernig þú hefur lifað af. Hvað borðar þú?“ segir þá faðirinn og samræðurnar halda inn á hefðbundnari brautir um stund. Nokkru síðar koma þeir þó aftur að fyrra efninu. „Ástandið verður betra þegar allir eru farnir,“ segir gamli maðurinn. „Verður það betra?“ „Að sjálfsögðu.“ „Betra fyrir hverja?“ „Alla.“ „Alla.“ „Að sjálfsögðu. Heilmiklu mun vera af okkur öllum létt. Við munum loksins getað varpað öndinni léttar.“ „Gott að vita það.“ „Já, það er rétt. Þegar við verðum öll loksins horfin þá mun enginn vera hérna nema dauðinn og hans dagar munu brátt vera taldir. Hann mun ganga á vegum úti en ekki hafa neitt að gera og engan til að gera það við. Hann mun segja: Hvert fóru allir? Og þannig verður það. Hvað er að þessu?“ Helvíti fyrir síðnútímamanninn Það segir kannski sitt að nær eina vonarglætan og jákvæðnin sem birtast í þessari myrku og áhrifamiklu bók eru galin orð dauðvona öldungs um útþurrkun mannkyns. Sjálfur minnist ég þess ekki að hafa rekist á póst-húmanískan heim framsettan af viðlíka miskunnarlausum krafti og McCarthy gerir hér. Heimurinn sem birtist lesendum er dreginn skýrum línum, hann er samkvæmur sjálfum sér en umfram allt hryllilegur á bæði natúralískan og frum- spekilegan hátt. McCarthy hefur skapað helvíti fyrir síð-nútímamanninn þar sem minningar um neyslusamfélagið takast á við gleðina þegar síð- asta kók-dósin í heiminum finnst. Rétt eins og fjarvist guðs var hin mesta refsing sem víti Dantes hafði upp á bjóða eru það minningarnar um veröld sem var og það sem mun nú ávallt vera utan seilingar sem liggja líkt og mara á föðurnum: „Heimurinn er að dragast saman umhverfis fleiðurkennda miðju örfárra eft- irstandandi hluta. Nöfnin á hlutunum fylgja þeim í tómið og hverfa. Litir. Nöfnin á fuglum. Hlutir til að borða. Að lokum nöfnin á því sem maður trúði einu sinni að væri satt.“ Form bók- arinnar kallast á við innihaldið. Stuttar máls- greinar, aðskildar með bilum, taka við hver af annarri, stundum líður enginn tími á milli þeirra, stundum dagar, viðvera söguhöfundar er óviss, stundum er sem hann hverfi, og því ligg- ur við að lesandinn sjái formgerð textans sem birtingarmynd rústanna sem hann lýsir. Besta bók síðan Blood Meridian Feðgarnir eru að ferðast í suðvestur, í leit að hlýrra umhverfi þar sem ljóst er að þeir hefðu ekki lifað af annan vetur þar sem þeir höfðust við fram til þessa. Þeir ganga eftir yfirgefnum þjóðvegum, framhjá líkum sem hafa varðveist í tjörunni frá því að vegirnir bráðnuðu, þeir sofa úti í rigningu og kulda en stöku sinnum, þegar þeir telja sig hafa fundið öruggt skjól sem ekki sést til, geta þeir kveikt eld. Móðir drengsins framdi sjálfsmorð mörgum árum fyrr, atburður sem sækir á föðurinn en þrátt fyrir allt getur hann ekki fundið neitt gagnrýnisvert í ákvörðun hennar. Gefið er í skyn að um heilbrigða ákvörðun hafi verið að ræða í sjúkum heimi. Ríkasta minni bókarinnar er ferðalagið, þeir feðgar halda sér á stöðugri hreyfingu, hvergi er óhætt að staldra við lengi en endamarkið er óljóst enda alls óvíst að nokkuð skárra bíði þeirra við lok vegarins. En að baki stöðugrar hreyfingar glittir í kaldhæðni söguhöfundar, til- gangsleysið í miðju ferðalagsins, einkum þegar hann í eftirminnilegri líkingu lýsir föðurnum sem „heimspekingi hlekkjuðum við vegg geð- veikrahælis“. Merking ferðalagsins, hinnar stöðugu hreyfingar, kann vel að vera blekking. McCarthy reyndi sig við krimmahefðina fyrir tveimur árum í No Country For Old Men og hér skrifar hann innan forms vísindaskáldsög- unnar. Þótt bæði verkin séu eftirminnileg er óhætt að halda því fram að hið síðarnefnda, The Road, sé sterkara enda hefur McCarthy hér sent frá sér sína athyglisverðustu bók síðan 1985 þegar Blood Meridian kom út. Þetta eru stór orð en bókin stendur sannarlega undir þeim, auk þess að vera sú aðgengilegasta sem höfundur hefur sent frá sér. Vegferð um eyðilandið THE ROAD nefnist nýjasta skáldsaga banda- ríska rithöfundarins Cormacs McCarthys en fyr- ir rúmum áratug var hann valinn mikilvægasti bandaríski höfundurinn af Times Literary Supplement þrátt fyrir að vera tiltölulega lítt þekktur. Greinarhöfundur segir The Road bestu skáldsögu hans í mörg ár. McCarthy Hefur sent frá sér sína athyglisverð- ustu bók síðan 1985 þegar Blood Meridian kom út

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.