Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2007, Blaðsíða 1
Laugardagur 22. 9. 2007 81. árg. lesbók MEISTARATÖK EGGERTS HEFUR SKAPAÐ SÉR ALGJÖRA SÉRSTÖÐU OG SKIPAÐ SÉR Í HÓP MEÐ FREMSTU MÁLURUM SAMTÍMANS >> 8 Og fjandakornið, nú hlýtur Starbucks að fara að hringja » 7 Mér líkar ekkert sérlegavel við nútímann.Nema auðvitað Nú-tíma Chaplins! Mér fellur ekki við arkitektúrinn, mér líka ekki bílarnir … mér líkar ekki vel við neitt í nútímanum, ekki fag- urfræðilega. Og mér líkar frekar illa við nútímann pólitískt eða á nokkurn hátt. Allt var skárra og hafði meiri stíl áður fyrr, en auðvit- að voru þá líka slæmir hlutir …“ Aki Kaurismäki hefur líklega fæðst á röngum tíma. Myndir hans bera því vitni að hann hefur senni- lega verið fimmtíu árum of seinn í heiminn. Það er ekki í þeim allt það drasl sem fylgir nútímanum. Á þetta bendir Lárus Ýmir Ósk- arsson í viðtali við Kaurismäki í Lesbók í dag. Viðtalið er tekið í tilefni þess að Kaurismäki verður gestur Alþjóð- legrar kvikmyndahátíðar í Reykja- vík sem hefst á fimmtudaginn. Kaurismäki er fimmtugur Finni. Hann hóf leikstjórnarferilinn snemma á níunda áratugnum en vakti fyrst raunverulega athygli fyrir vegamyndina Leningrad Cowboys fara til Ameríku 1989. Hana hefur Kaurismäki kallað verstu kvikmynd allra tíma að frá- töldum myndum með Sylvester Stallone. Norrænir kvikmynda- áhugamenn hafa allar götur síðan fylgst með Kaurismäki en með margverðlaunuðum Finnlandsþrí- leik sínum, sem tók tíu ár í vinnslu, hefur honum tekist að ná til mun breiðari áhorfendahóps. » 3 Fæðst á röngum tíma? Fortíð Í myndum Aki er ekki allt það drasl sem fylgir nútímanum. Aki Kaurismäki á Kvik- myndahátíð í Reykjavík © Stephane Reix/For Picture/Corbis Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Egill Helgason og Þorsteinn J eru augljóslegamikill fengur fyrir Ríkissjónvarpið. Báðir erumeðal bestu sjónvarpsmanna landsins og báð-ir eru afbragðsgóðir samtalsmenn en sá hæfi- leiki er satt að segja vandfundinn í íslensku sjónvarpi nú um stundir. Þættirnir þeirra, sem heita Kiljan og því þor- steins-joðlega nafni 07/08 bíó leikhús, lofa enda góðu. Sjálfsagt hafa margir bókmenntamenn beðið með önd- ina í hálsinum eftir þætti Egils. Hérlendis er svo að segja engin hefð fyrir umfjöllun um bókmenntir í sjónvarpi og alls engin hefð fyrir hreinræktuðum bókmenntaþáttum eins og Kiljunni. Það var því stór spurning hvernig Egill myndi haga málum. Leiðin sem hann fer er skynsamleg. Egill ætlar að gera það sem hann gerir best og tala við fólk sem hefur eitthvað að segja um bókmenntir. Það er svo annað mál hvort honum tekst að velja góða viðmælendur. Það er til dæmis spurning hvort svokallaðir álitsgjafar þáttarins, Kolbrún Bergþórsdóttir og Páll Baldvin Baldvinsson, séu góðir viðmælendur. Að mínu mati eru þau of lík, bæði blaðamenn og bæði poppúlískir bókmenntagagnrýnendur. Í þeim tveimur þáttum Kilj- unnar sem þegar hafa verið sýndir hafa þau lagt sig sér- staklega fram um að vera ósammála en gengið fremur illa. Sjónarhorn þeirra eru einfaldlega allt of lík. Betra hefði verið að fá með Kolbrúnu einhvern úr allt annarri átt, til dæmis fræðimann eða rithöfund. 07/08 bíó leikhús er öðruvísi þáttur enda býður umfjöll- unarefnið upp á fjölbreyttari efnistök. Fyrsti þátturinn, sem var sýndur á fimmtudaginn, var vel heppnaður. Það var aldrei dauf stund og efnið rammað skemmtilega inn með orðum Guðrúnar Helgadóttur. Helsta hættan í báðum þessum þáttum er að umsjón- armennirnir reyni að finna uppátektasamari og æ skemmtilegri og fyndnari leiðir til þess að nálgast við- fangsefnin. Slíkar æfingar geta verið á kostnað bók- menntanna, kvikmyndanna og leikhússins sem fjallað er um eins og dæmin sanna. Nægir að vísa í þáttinn Mósaík sem var of unninn, of flottur, of miklar umbúðir til þess að verða nokkru sinni áhugaverð menningarumfjöllun. Von- andi halda Egill og Þorsteinn sig við efnið. Of lík Páll Baldvin og Kolbrún eru of lík, bæði blaða- menn og poppúlískir gagnrýnendur. Að halda sig við efnið MENNINGARVITINN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.