Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur oddnyeir@gmail.com H vað langar ykkur að fá að sjá?“ spurðu minjaverðir Þjóðminjasafnsins þegar þrjár myndlistarkonur fóru þess á leit við safnið að fá að fara inn í geymslurými þess. Þær hikuðu, því þegar það sem sjá má er ekki sjáanlegt er erfitt að svara. Og kom á daginn að þær vildu raunar fá að sjá það sem er ósýnilegt nema með aðstoð innri sjónar ímyndunaraflsins og vökulla augna þeirra sem annast safnkostinn. Eingöngu um 2-3 prósent safnkosts Þjóðminjasafnsins eru alla jafna til sýnis á fastasýningum og því hljóta geymslurnar að vera eins og gullnáma. Undir öruggri leiðsögn fagstjóra munasviðs, fags- tjóra ljósmyndasafns og sýningarstjóra safnsins fengu myndlistarkonurnar að fara á milli hlutanna og fá smjörþefinn af þeim tengingum sem eru á milli þeirra, heyra sög- ur af tilurð safnkostsins og nálgast upplifun og sýn þeirra sem hafa umgengist hann. Smám saman fundu þær sér leið að hlut- unum og mynduðu við þá tengsl, sem nú er til sýnis í Bogasalnum. Sýningin er tilraun safnsins og myndlistarmanna til samvinnu, þar sem þeim síðarnefndu er gefinn kostur á að umgangast safnkostinn og sýna hann í öðru samhengi en fræðslu-, sagnfræði- og safnafræðilegu. Nú er spurning hvernig til hefur tekist og hvað tilraunin hefur leitt í ljós. Er safnið tilbúið í áframhaldandi sam- vinnu við listamenn? Er safnið tilbúið til að opna geymslur sínar fyrir fræða- og lista- mönnum og öðrum sem vilja umgangast arf- inn? Innsýn í sýn, óorðinn arfur Þótt markmið og hlutverk opinberra þjóð- minjasafna sé fyrst og fremst varðveisla menningarverðmæta, þá er það jafnframt op- inber stefna þeirra að veita sem bestan að- gang að safnkostinum og auðvelda rann- sóknir á honum. Á okkar tímum hefur aukist meðvitund og krafa um að slíkt verði ekki einvörðungu gert með þurrum skrám og samstarfi sérfræðinga, heldur hljóti aðgangur almennings, fræða- og listamanna jafnframt að vera auðveldaður. En hvernig má auð- velda þann aðgang og í kjölfarið eða um leið auðvelda þátttöku utanaðkomandi aðila í innri starfsemi safnsins? Lilja Árnadóttir, fagstjóri munasafns, segir í viðtali í sýning- arskrá að þótt sér þyki persónulega mjög gaman að leiða utanaðkomandi um geymslur safnsins og að hún og aðrir starfsmenn geri sitt besta, þá þurfi að búa safnið miklu betur í haginn fyrir gestakomur. Safnið sé einfald- lega ekki tilbúið að opna geymslur sínar upp á gátt, því til að tryggja safnfræðilegt öryggi og veita leiðsögn þyrfti mun meiri mannskap og þar af leiðandi mun meira fjármagn. Skráning og leiðbeining um safnkost Þjóð- minjasafnsins hefur á undanförnum árum aukist mjög en þó eru helstu leiðarvísar enn hvergi til nema í kolli safnvarðanna. Að mörgu leyti liggur það í hlutarins eðli, því verklag og safnastefnu er að því er virðist ekki hægt að skrásetja nema að takmörkuðu leyti, ef hún á að taka til ólíkra og aðkallandi uppákoma í samtímanum. Samræða við skjala- og minjaverði, fagstjóra og aðra að- standendur safna þyrfti að vera mun meiri, og sú þekking sem borist hefur, frá safna- manni til safnamanns, þyrfti að vera gerð að- gengileg ekki síður en safnkosturinn sjálfur. Aðeins á þeim forsendum væri hægt að gagnrýna og endurhugsa afmörkun arfsins: Að fá ekki einvörðungu aðgang að sýningum safnsins og leiðsögn um þær, heldur jafn- framt að fá innsýn í þá sýn sem liggur þeim sýningum til grundvallar. Hvernig varð þessi sýning til, hvaða sýn á söguna og arfinn býr til svona sýningu? Ennfremur þarf að veita möguleika á annarri sýn; að hver og einn geti upplifað tengslin á milli hluta safnsins á ann- an hátt en þau eru kynnt honum á sýning- unum og fetað slóð frá sýningarrými til vinnslurýmis til að sjá hvernig arfleifðin er framleidd. Á minjasafninu á Skógum er margt merki- legra hluta og heimilda um forna tíð. Safn- kostur samanstendur að stórum hluta af gjöf- um örlátra einstaklinga, en Þórður Tómasson safnvörður hefur á ferðum sínum um sveitir lands áunnið sér traust gefenda og trúverð- ugleik þess sem falast ekki eftir hlutum í eig- in þágu heldur sveitarinnar allrar, þjóð- arinnar allrar. Það sem að mínu mati er ekki síður merkilegt við safn Þórðar er sú stað- reynd að höfundur sýninga safnsins er til staðar, ávallt reiðubúinn að svara spurn- ingum og sýn hans á safnkostinn er nærver- andi. Hann skilur eftir vegvísa, litlar vísbend- ingar á miðum þar sem stuttlega er getið tilurðarsögu hlutarins sem til sýnis er. Slíkir sneplar eru til fyrirmyndar og ég vildi óska þess að þeir væru víðar til sýnis á söfnum. Opnar og aðgengilegar aðfangaskrár mynda vísi að safni um safnið sjálft, þótt slíkt safn verði aldrei nema veiklulegur vísir án ít- arlegrar samræðu við safnvörðinn. Óskráðar rústir, haugar af skömm Undanfarin tvö ár hef ég unnið að Rannís- rannsókn og tekið viðtöl við skjala- og minja- verði á söfnum víðsvegar um land. Hef ég þar fetað í fótspor ýmissa safnasérfræðinga, s.s. Eggerts Þórs Bernharðssonar sem kenn- ir safna- og miðlunarfræði við nýstofnaða skor í Háskóla Íslands. Þörfin á fræðilegri úttekt er mikil því víst er að söfnum og safn- vísum fer fjölgandi á Íslandi og frekari stefnumótun er álitin knýjandi þörf. Fræðslu- sýningum hefur á undanförnum árum fjölgað mjög og aðgangur að þeim aukist. Miðlun menningararfsins er orðin að opinberu slag- orði og styrkir veittir til nýstárlegrar miðl- unar. En samt er sem söfnin standi í stað; eins og það eigi sér stað útþensla safnavett- vangsins án þess að endurskoðun á honum eigi sér stað jafnhliða. Víst er enn óskráður fjöldinn allur af rústum og öðrum heimildum og til gagnlegrar skráningar þyrfti að veita mun meira fjármagn, ef Ísland ætti að kalla sig þjóð meðal þjóða í safnaheiminum. En um leið og á sama tíma – en ekki alltaf á eftir og ekki heldur í eitt skipti fyrir öll – þarf að huga að sýninni sem öll stefnumótun, söfnun, skráning og sýningar taka ómeðvitað eða meðvitað mið af. Til þess að sú sýn verði ekki að staðlaðri stefnu sem tilviljanakennt er gerð undantekning frá verður samræðan um hana að vera virk. Og til hennar þarf að bjóða ólíklegasta fólki svo spennan sem myndast á milli ólíkra aðkomumanna, við snertingu ólíkra sýna, verði hreyfiafl verð- andi arfleifðar. Leiðirnar á milli óorðins arfs og miðlunar hans verði jafn margar og leið- arvísarnir óvæntir. En þegar áhugasamir knýja dyra og vilja komast inn í geymslurnar og skyggnast á bak við skrárnar er ekki ósennilegt að þeir mæti opinberum safnvörð- um í varnarstöðu. Sameiginlegt langflestum söfnum er fjár- og tímaskortur til skrán- ingar. Oft eru líka skjala- og minjaverðir fengnir til að sinna brýnum úrlausnarefnum, öðrum en skráningunni, og á meðan stækka haugar af óunnu efni. Víða ríkir því meiri óreiða í vinnslurými safna en áætlað er. Þar af leiðandi er skiljanlegt að söfn hiki við að opna dyr að geymslum sínum, ekki eingöngu af öryggisástæðum og lagalegri skyldu, held- ur kannski líka vegna skömmustu, sem virð- ist einhvern veginn vera inngróin opinberum söfnum Evrópu. En hvað er til ráða? Ég held að fyrsta skrefið sé að meta betur að verðleikum starf og sérfræðiþekkingu þeirra sem vinna á safn- avettvangi. Sú þekking og ekki síst sú reynsla hlýtur að teljast mikilvægur menn- ingararfur. Og hugtakið menningararfur og yfirleitt öll þau hugtök sem liggja safnavett- vanginum til grundvallar þarf að gagnrýna, Opnun geymslunnar, Op Hringhenda Uppkast aðinnsetningu Guðrúnar Kristjánsdóttur. ÞRJÁR myndlistarkonur fengu að skoða safnkost Þjóðminjasafnsins og búa til sýningu á hlutum sem eru alla jafna ekki til sýnis í safninu. Sýningin er tilraun safnsins og myndlistarmanna til samvinnu, þar sem þeim síðarnefndu er gefinn kostur á að umgangast safnkostinn og sýna hann í öðru samhengi en fræðslu-, sagnfræði- og safnafræðilegu. Nú er spurning hvernig til hefur tekist og hvað tilraunin hefur leitt í ljós. Er safnið tilbúið í áframhaldandi samvinnu við listamenn? Er safnið tilbúið til að opna geymslur sínar fyrir fræða- og listamönnum og öðrum sem vilja umgangast arfinn? Erum við tilbúin?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.