Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2007, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2007, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 3 Eftir Lárus Ými Óskarsson larus@this.is L árus Ýmir Óskarsson: Fólkið í myndunum þín- um, hvaðan kemur það? Er það framlenging af þér? Eða er þetta raunverulegt fólk með fyrir- myndir eða er þetta stílíserað? Hvað getur þú sagt mér um það? Aki Kaurismäki: Ég hef aldrei hugsað um þetta. Auðvitað er það að hluta til ég sjálfur og að hluta til fólk sem ég hef hitt. Og að hluta til fært í stílinn. Blanda af þessu öllu. LÝÓ: Líkar þér vel við þetta fólk? AK: Mestmegnis – ekki vondu gæjana samt (hlær). LÝÓ: Kvikmyndir þínar virðast vera einsog þær séu ekki gerðar á okkar dögum. Það er ekki í þeim allt þetta drasl sem fylgir nútímanum. Það er einsog þær séu teknar fyrir 50 árum? Er þetta af því að þú hafir sérstakan áhuga á gömlum kvik- myndum, einsog Film-noir myndum? AK: Mér líkar ekkert sérlega vel við nútímann. Nema auðvit- að Nútíma Chaplins! Mér fellur ekki við arkitektúrinn, mér lík- ar ekki bílarnir... mér líkar ekki vel við neitt í nútímanum, ekki fagurfræðilega. Og mér líkar frekar illa við nútímann pólitískt eða á nokkurn hátt. Allt var skárra og hafði meiri stíl áður fyrr, en auðvitað voru þá líka slæmir hlutir... LÝÓ: Finnst þér það líka um kvikmyndir – það hafi verið gerðar betri kvikmyndir fyrr á árum? AK: Það var meira um góðar myndir, þó enn séu gerðar ágætar myndir. Þær eru þó ekki gerðar í Hollywood eða Frakklandi. Þær eru gerðar á stöðum einsog Íran og Tíbet og á Íslandi ... LÝÓ: ... og Finnlandi AK: ... og Burkina Faso og þannig stöðum. Iðnaðurinn er dauður, listrænt séð þá er iðnaðurinn dauður. LÝÓ: Var það þannig að þú byrjaðir í kvikmyndagerð með því að hjálpa bróður þínum ... AK: ... Nei. Þetta er einhver þjóðsaga sem gengur. Og hana vil ég gjarnan kveða niður. Þannig var að ég vildi gera mynd en gat ekki fengið peninga ef ég hefði leikstýrt sjálfur, svo ég fékk bróður minn til að leikstýra af því hann hafði gengið í skóla. Við höfum ekkert gert saman nema eina heimildamynd fyrir löngu síðan og svo skildi leiðir. LÝÓ: Hefur þú mestan áhuga á að yrkja ljóð á kvikmynda- vélina eða hefur þú aðallega áhuga á að segja sögur? AK: Ef vel tekst til þá fer þetta saman. Því miður tekst manni ekki alltaf að láta þetta fara saman. Á góðum degi gerist hvort tveggja, á slæmum degi tekst hvorugt. LÝÓ: Mér finnst þú hafa mjög skýran stíl, fingrafar þitt sést mjög greinilega á öllu sem þú gerir. Er þetta mjög meðvitað, eða gerist það meira og minna af sjálfu sér? AK: Þetta er bara minn stíll. Ég skipulegg aldrei neitt svona fyrirfram. Ég tek bara eina mynd í einu, ég plana aldrei tvær myndir (tvö myndskeið); bara ein myndavélauppsetning í einu. Ég skipulegg aldrei tökur á morgun, aldrei nokkurn tímann. Ég byrja á víðri mynd og svo fer ég í þéttari myndir – klassískt. Sé til hvað gerist. LÝÓ: Hefur þú mikinn áhuga á kvikmyndatækni, ljósi og myndavélum og slíku? AK: Já, sérstaklega sem áhorfandi. En sem leikstjóri hef ég engan áhuga á krönum eða öðrum slíkum tilfæringum. Forðast allt slíkt. Nota einfaldan stíl, en lýsing, hljóð og klipping skipta mig miklu. Hef engan áhuga á að djöflast með kameruna útum allt eða hrista hana – það höfðar ekki til mín. LÝÓ: Þú ert ekki hræddur við þögnina í þínum bíómyndum. AK: Ég reyni að láta fólk ekki tala lengur saman en sem nemur einni blaðsíðu í handriti. Fólk talar hvort eð er alltof mikið. Það ætti að þegja meira, allavega þegar það er í bíó- mynd. LÝÓ: Sumir segja að þú sért mínímalisti, hvað hefurðu um það að segja? AK: Ég er allavega ekki að gera sögulegar stórmyndir á borð við Ben Hur, svo mikið er víst. Og ég kann ekki að fara með mannfjölda, ég meina að tæknilega séð þá ræð ég ekkert við að stjórna 200 aukaleikurum. Ég veit ekkert hvað ég á að gera við þá. Og af því að ég er minn eiginn framleiðandi, þá veit ég að ég hef ekki efni á þeim. Ég (framleiðandinn) segi mér (handrits- höfundinum) að ef ég mögulega komist af með einn aukaleik- ara, þá eigi ég (handritshöfundurinn) að skrifa það. LÝÓ: Er gott samkomulag á milli handritshöfundarins og framleiðandans? AK: Já, og ef leikstjórinn hagaði sér einsog maður þá væri þetta fullkomið. LÝÓ: Áttu þér þína eftirlætisleikstjóra? AK: Já, þessa venjulegu: Bunuel, Ozu, DeSica... venjulegur listi fyrir fyrrverandi kvikmyndafíkil á mínum aldri. Kuruzawa, Mizuguchi... LÝÓ: Hvað með Bresson? AK: Já, hann er einn af þeim alstærstu. LÝÓ: Mér verður stundum hugsað til film-noir mynda frá fjórða áratugnum þegar ég sé myndirnar þínar, hvað finnst þér um þær? AK: Þær eru frábærar. Ekki síst frönsku film-noir mynd- irnar með Jean Gabin og þær. LÝÓ: Þegar þú kemur hingað á kvikmyndahátíð, þá munt þú fá heiðursverðlaun. AK: Já, ég hef heyrt eitthvað um það. LÝÓ: Einn af þeim sem hafa fengið þessi verðlaun á undan þér er íranski leikstjórinn Abbas Kiarostami. Ég heyrði að þú hefðir tekið það óstinnt upp að honum var meinað að koma til Bandaríkjanna á New York Film Festival. AK: Já, ég var útá flugvelli á leið á þessa hátíð þegar ég heyrði að honum hefði verið neitað um vegabréfsáritun, það var sagt að hann þyrfti að bíða í 90 daga eftir árituninni. Ég hætti við að fara og sendi þeim skeyti um að þar sem þeir vildu ekki fá þennan mann til Bandaríkjanna á þessa annars ljómandi góðu kvikmyndahátið, þá gætu þeir örugglega ekki notast við Finna, því í Finnlandi væri ekki einu sinni olía. Við höfum ekkert í Finnlandi nema þrjósku. LÝÓ: Þú slepptir því líka að fara á Óskars-hátíðina? AK: Já, Maður án fortíðar var tilnefnd en í sömu vikunni réð- ust þeir inn í Írak. Ég get ekki haft neitt að gera með land sem stendur í árásarstríði. LÝÓ: Getur þú sagt mér í stuttu máli hvernig þú vinnur með leikurum? AK: Ég hvísla. Það er stutta útgáfan. LÝÓ: Einmitt. – Þú notar oft sömu leikarana aftur og aftur. AK: Jú, þegar það er hægt. En stundum deyja þeir og þá er það erfitt. LÝÓ: Mér er sagt að þú æfir ekki mikið með leikurunum. AK: Nei, það er leiðinlegt. Ég mynda fyrstu æfinguna. Þá eru leikararnir bestir. Leikarar hafa ekkert frelsi í mínum kvik- myndum. Ég get spunnið og prófað, en ekki þeir. En auðvitað er það þannig að ef það er samtal í atriðinu, þá förum við afsíðis og förum einusinni eða tvisvar í textann áður en við tökum. Þar sem þetta eru iðulega sömu leikararnir, þá vita þeir hvað ég vil. Leikararnir þurfa að kunna textann, þeir eiga að segja setn- inguna sína þegar ég lyfti fingrinum og svo segi ég takk, næsta mynd. Allt frekar leiðinlegt. Þetta eru allt atvinnuleikarar. Ég skipulegg leikinn hjá þeim og þau sjá mér fyrir smáatriðunum í leiknum. Í klippingunni vinn ég bara með ryþmann, taktinn. Ég filma bara það sem ég þarf og nota allt sem ég filma. LÝÓ: Ég heyri að leikstjórinn og framleiðandinn vinna vel saman. AK: Já. Ég byrja bara með víðu myndina og fer svo nær. LÝÓ: Hvað með samvinnu við kvikmyndatökumann? Þú ert búinn að vinna lengi með sama manni. AK: Alltaf með sama kvikmyndatökumanninum. Hann er mjög góður með ljós. LYO: Hvernig skiptið þið með ykkur verkum? AK: Ég segi hvar myndavélin á að standa og hvaða linsa á að vera í vélinni. Hann sér um ljósið. Ég skil ekki hvernig leik- stjórar sumir geta látið öðrum eftir að ákveða hvar myndavélin á að standa og hvaða myndir eru teknar. Það er ekki hægt að láta kvikmyndatökumennina um þetta því þeir eru of hrifnir af myndunum sínum og ljósinu sínu. Sjá ekki heildina og sinna ekki þörfum sögunnar. LÝÓ: Nú langar mig að fá álit þitt á nokkrum hlutum. – Hvað finnst þér um samtöl í kvikmyndum. AK: Þau eiga að vera harðsoðin (hard-boiled). Samtöl eiga að vera hröð, einföld og harðsoðin. „One-liners“ eru góðir. LÝÓ: Hvað finnst þér um kvikmyndatónlist? AK: Hún ætti að vera kontrapunktísk. Vera á móti myndinni. LÝÓ: Hvað finnst þér um alkóhól? AK: Það ætti að vera kalt. Einsog tinþak að vetri til – það er rétta hitastigið. LÝÓ: Hvað finnst þér um tóbak? AK: Ég varð að hætta fyrir nokkrum vikum síðan. Ég gat ekki haldið áfram, ég var búinn að reykja þrjá pakka á dag í þrjátíu og tvö ár. Gat ekki andað. Varð að hætta. Búinn með minn skammt. Það er erfitt og dapurlegt. Ég elska sígarettur. LÝÓ: Hvað finnst þér um Finnland? AK: Fólkið er þarna ennþá, en þjóðin er horfin. Það gerðist á síðustu 15 árum. Hún var keypt. Bara neysla. LÝÓ: Hvað finnst þér um Ísland? Finnst þér eitthvað um það? AK: Mér líkar það vel. Ég hef bara verið þar einu sinni. LÝÓ: Ég heyrði sögur af þér þegar þú komst á kvik- myndahátið fyrir löngu, að þú hefðir alltaf verið fullur. AK: Ég er hissa á því, því ég hitti engan íslending sem var nógu edrú til að geta munað eftir mér. Ég fylgdi bara inn- lendum siðvenjum. LÝÓ: Hvað finnst þér um tapara og sigurvegara („losers and winners“)? AK: Ég kann mun betur við tapara. Sigurvegarar eru leið- inlegir. LÝÓ: Að lokum: hvað geturðu sagt mér um síðustu myndina í þríleiknum þínum, Ljós í húminu. AK: Þetta eru endalokin á 25 ára skrásetninu minni á því hvernig Finnland hefur verið lagt í rúst. Endirinn á tveimur þríleikjum. Dapurleg saga. Hún er um flæking án vonar. Ég reyndi að slá saman Chaplin og Bresson og hvað kemur út: Flækingur án vonar. Ég lyfti fingrinum, leikarinn talar Þegja meira „Ég reyni að láta fólk ekki tala lengur saman en sem nemur einni blaðsíðu í handriti. Fólk talar hvort eð er alltof mikið. Það ætti að þegja meira, allavega þegar það er í bíómynd,“ segir Aki Kaurismäki. Úr nýjustu mynd hans, Ljós í húminu. FINNSKI kvikmyndaleikstjórinn Aki Kaurismäki verður gestur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík og hlýtur heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi listræna kvikmynda- sýn sem forseti Íslands afhendir. Kaurismäki er einn af fremstu kvikmyndaleikstjórum samtímans en á hátíðinni verður sýndur svokallaður Finnlandsþríleikur hans, Ský á reiki (1996), Maður án fortíðar (2002) og Ljós í húminu (2006) sem er nýjasta mynd hans. Kaurismäki er þekktur fyrir sterk- ar skoðanir á kvikmyndagerð og yfirleitt öllu sem fólk tekur sér fyrir hendur. Hér að neðan má lesa samtal hans við ís- lenskan starfsbróður sinn sem fram fór í síma í vikunni. Þar ber ýmislegt á góma en fyrst var Kaurismäki spurður út í kvikmyndagerð sína. Höfundur er kvikmyndaleikstjóri. »LÝÓ: Hvað finnst þér um alkóhól? AK: Það ætti að vera kalt. Einsog tin- þak að vetri til – það er rétta hitastigið. LÝÓ: Hvað finnst þér um tóbak? AK: Ég varð að hætta fyrir nokkrum vik- um síðan. Ég gat ekki haldið áfram, ég var búinn að reykja þrjá pakka á dag í þrjátíu og tvö ár. Gat ekki andað. Varð að hætta. Búinn með minn skammt. Það er erfitt og dapurlegt. Ég elska sígarettur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.