Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2007, Side 4
4 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Hallgrím H. Helgason
hgrimur@simnet.is
N
ú síðsumars tóku skyndi-
lega að berast fréttir af
næsta dramatískum
umskiptum á markaði
íslenskra bókaforlaga.
Fyrst birtist frétt í júl-
ímánuði um að forsvars-
menn Máls og menn-
ingar hygðust auka hlut sinn í Eddu útgáfu með
kaupum á hlut Björgólfs Guðmundssonar í for-
laginu. Rúmum mánuði síðar spurðist að Mál og
menning-Heimskringla hefði ákveðið að festa
kaup á almennri bókaútgáfu Eddu, draga bóka-
kostinn út úr fyrirtækinu og hygðist leita nýs
samstarfsaðila um bókaútgáfu á nýjum grunni.
Tóku þá sjálfsagt margir gamlir fylgismenn
Máls og menningar aftur gleði sem kannski var
farið að fenna yfir. En aðeins fáeinum dögum síð-
ar var svo mörgum að óvörum tilkynnt að náðst
hefði samkomulag um að sameina Mál og menn-
ingu bókaforlaginu JPV hinn 1. október næst-
komandi undir nýju nafni, Forlagið. Útgáfustjóri
hins nýja forlags yrði Jóhann Páll Valdimarsson.
Edda – margmiðlunarrisi
kominn að fótum fram
Undanfari alls þessa er auðvitað sameining Máls
og menningar og Vöku-Helgafells árið 2000 og
stofnun nýs risafyrirtækis sem nefndist Edda –
miðlun og útgáfa. Það forlag var til húsa í stór-
eflis húsakynnum við Suðurlandsbraut og því
fylgdu úr hlaði miklar hugmyndir um stórvirki á
sviði margmiðlunar. Þær hugmyndir reyndust
óraunhæfar.
Þröstur Ólafsson, fyrrverandi stjórnarmaður í
Máli og menningu, hefur þessi orð um tilurð
Eddu á sínum tíma: „Ástæða þess að við fórum í
þetta samstarf við Vöku-Helgafell var einkum sú
að afkoman almennt hjá öllum forlögum var orð-
in léleg. Þar hafði einkum bóksala lágvöruversl-
ana fyrir jólin þau áhrif að við vorum með desem-
ber nánast á sléttu, jafnvel tapi þegar verst var.
Á árunum 1998 til 2001-2 voru þessar lág-
vöruverslanir mjög grimmar. Sú sala sem átti að
halda forlögunum uppi það sem eftir var ársins
hrökk þá saman í nánast ekki neitt. Fyrir litlu
forlögin var þetta í lagi því þau voru með litla yf-
irbyggingu. Fyrir stóru forlögin, sem voru
kannski með um 20 manns í vinnu, var þetta orð-
ið erfitt. En eftir sameininguna lagaðist þetta, því
þegar veltan var orðin þetta stór var orðið erf-
iðara að terrorísera hana. Og lágvöruversl-
anirnar þurftu á útgáfubókum okkar að halda.
Annars höfðu þær ekki nóg að bjóða. Forsvars-
menn þeirra gátu ekki lengur sagt: „Annaðhvort
gangið þið að þessu eða við hendum ykkur út.“
Það er kosturinn við að vera stór í þessu smáa
umhverfi.
Eftir að sameiningin var orðin að veruleika fór
hins vegar að koma í ljós að útgáfumenning þess-
ara tveggja forlaga var mjög ólík og það var erf-
itt að samræma hana. Eignarhlutföllin 50/50
voru líka mjög óheppileg, aðilar héldu hvor öðr-
um í gíslingu, þannig að ef þessi þurfti að fara þá
þurfti hinn að fara. Svo það myndaðist erfið staða
að því leytinu. Og loks reyndist Vaka-Helgafell
miklu minna virði en við trúðum. Það kom í ljós
að þetta var bara froða. Því miður.“
Halldór Guðmundsson, verðandi stjórn-
arformaður hins nýja forlags, segir: „Nú leiddum
við MM-menn reyndar ekki Eddu eftir 2002,
bara í upphafi ásamt fulltrúum Vöku-Helgafells.
En það er tvennt úr þeirri reynslu sem skiptir
mestu máli. Í fyrsta lagi reyndist fyrirtækið und-
irfjármagnað í upphafi. Og í öðru lagi ætluðu
menn sér einfaldlega um of. Fyrirtækið fór líka
af stað á þeim tíma þegar menn voru sannfærðir
um að miklir nýmiðlunartímar væru framundan.
Og við vorum ekkert einir í heiminum um það.
Það varð hrun í þeim geira á þessum tíma.“
Heimanmundur Máls og menningar
Það sem flækir þetta mál allt, kannski ekki síst
tilfinningalega, er að Mál og menning er ekki
hvaða bókaforlag sem er. Saga þess er samgróin
hugsjónabaráttu íslenskra vinstrimanna allt frá
fjórða áratug síðustu aldar, þegar Kristinn E
Andrésson, Halldór Laxness og fleiri stofnuðu
félagið árið 1937 upp úr Félagi byltingarsinnaðra
rithöfunda og bókaforlaginu Heimskringlu.
Áherslur í útgáfumálum félagsins einkenndust
raunar fljótt ekki síður af víðtækri þjóðlegri upp-
lýsingu og menningarrækt en pólitísku trúboði
og fljótt voru byggðar brýr yfir til borgaralegra
menntamanna til að styrkja undirstöður félags-
ins. Til dæmis þegar stofnað var svokallað fé-
lagsráð árið 1940 sem vera skyldi eins konar
móralskur bakhjarl félagsins. Brátt voru ýmsir
mikilsmetnir borgaralegir menntamenn (eins og
Gunnar Gunnarsson og Sigurður Nordal) fengn-
ir til að taka sæti í ráðinu og veita félaginu braut-
argengi að sínu leyti. Þetta félagsráð starfar enn.
Það er nú skipað 36 mönnum og endurnýjar sig
sjálft. Það telst enn vera æðsta vald í málefnum
fyrirtækisins líkt og hluthafafundur í hlutafélagi
og þarf að samþykkja meiriháttar breytingar í
rekstri þess. Þetta félagsráð samþykkti hina
nýju sameiningu við JPV einróma á dögunum.
Þegar dró nær lokum síðustu aldar þurftu for-
svarsmenn Máls og menningar auðvitað að tak-
ast á við ört breytta tíma. Þar voru á endanum
tvenns konar sjónarmið uppi, eins og Halldór
Guðmundsson segir í grein frá 1997 um sögu fé-
lagsins:
Annars vegar sú hugmynd að það gæti áfram haft sér-
stöðu meðal íslenskra útgáfufyrirtækja, hugmynda-
fræðilega sem rekstrarlega. Hins vegar sú sýn að félagið
væri orðið bókaútgáfa eins og aðrar bókaútgáfur, og yrði
að haga starfi sínu eftir því. Hvernig sem það lagðist í
menn, þá varð síðari kosturinn ofan á.
(Halldór Guðmundsson: Tímarit MM 1997.)
Engu að síður eru vitaskuld margvíslegar til-
finningar bundnar sögu og arfleifð Máls og
menningar og einstakir höfundar hafa haft á orði
umliðna daga að þeim hrysi hugur við því að hin
virðingarverða menningarstofnun Mál og menn-
ing væri svo að segja að afhenda forsvars-
mönnum „töffaraútgáfunnar“ JPV yfirstjórn út-
gáfumála sinna.
Um þetta sagði Kristján B. Jónasson, formað-
ur Félags íslenskra bókaútgefenda, á bloggsíðu
sinni: „Samruni Máls og menningar eða öllu
heldur útgáfuhluta Eddu útgáfu hf. og JPV út-
gáfu var áfall fyrir sjálfsmynd margra menning-
arfrömuða.“ Aðspurður um þessi ummæli segir
Kristján: „Mér hefur bara fundist skondið við-
horf margra í rithöfundastétt sem hafa skilgreint
sig út frá forlögunum og sagt t.d.: „Ég kem aldr-
ei til með að gefa út hjá JPV.“ Eða hafa gert fyrir
sér krossmark ef Edda var nefnd. Menn hafa
þannig búið sér til handhæga djöfla til að spegla
sig í sem höfunda. En þetta er náttúrlega ekki
viðhorf sem stenst þegar út í veruleikann er
komið. Þá reynast hagsmunirnir ósköp áþekkir.
Svo menn hafa þurft að kyngja sinni gömlu
sjálfsmynd.“
Um þessa viðkvæmni segir Halldór Guð-
mundsson (sem raunar er sonarsonur Halldórs
Stefánssonar rithöfundar, eins stofnenda MM):
„Þessi umræða vill verða svolítið tilfinn-
ingaþrungin og ekki alltaf í takt við veruleika
málsins. Ég hef hins vegar samúð með slíkum
sjónarmiðum. Bækur og bókaútgáfa eru tilfinn-
ingamál og eiga að vera það.“
Forlagið: sótt í reynsluna
Samkvæmt fréttatilkynningu sem gefin var út
um stofnun Forlagsins nýja verður Jóhann Páll
Valdimarsson útgefandi hins nýja félags, sonur
hans Egill Jóhannesson framkvæmdastjóri en
Halldór Guðmundsson stjórnarformaður. Árni
Einarsson hættir sem forstjóri Eddu en tekur
sæti í stjórn hins nýja forlags. Um þessa tilhögun
hafa ýmsir viljað viðhafa þau orð að Mál og
menning hafi í raun afhent JPV yfirstjórn hins
nýja forlags. Þetta kristallist í nafngift hins nýja
forlags sem vísi í fyrra forlag Jóhanns Páls.
Þetta – ásamt því að MM og JPV teljast eiga
jafnan hlut hvort í hinu nýja forlagi (þrátt fyrir
umtalsvert meiri markaðshlutdeild MM fyrir) –
hefur farið misjafnlega í menn. Ýmsir hafa haft á
orði að Mál og menning væri þar með að afhenda
yfirstjórn eigin bókaútgáfu forsvarsmönnum
JPV. Pétur Gunnarsson blaðamaður skrifaði
t.a.m. á bloggsíðu sína grein sem bar yfirskrift-
ina: „Yfirtaka JPV á Máli og menningu.“
Halldór Guðmundsson andæfir þessu sjón-
armiði. „Það er barnalegt sem sumir tala um að
JPV sé að taka yfir Mál og menningu,“ segir
hann. „Það er alveg skýrt að þessi sameining er á
jafnræðisgrundvelli. Eignahlutföll í nýja fyr-
irtækinu verða jöfn og báðir aðilar hafa áhrif á
stefnu fyrirtækisins. Í slíkum tilfellum er verka-
skipting yfirleitt sú að annar aðilinn tekur að sér
stjórnarformennsku en hinn framkvæmdastjórn.
Og það er rétt að Jóhann Páll mun bera meg-
inábyrgð á útgáfustjórninni. Þegar samið hafði
verið um að kaupa bókaútgáfuna út úr Eddu var
okkur í Máli og menningu einfaldlega ljóst að við
þyrftum nýjan samstarfsaðila, þetta er það stórt
mál. Um leið ákváðum við að sækja þar ekki til
fjárfesta heldur fagmanna. Við fórum einfaldlega
yfir það hvort þetta gæti orðið lífvænlegt fyr-
irtæki. Og ég held að þetta hafi verið mjög skyn-
samleg niðurstaða.“
Þröstur Ólafsson segir um þetta: „Eftir því
sem við fórum að skoða þetta betur þá var það
niðurstaða Máls og menningar-manna að gera
sitt ýtrasta til þess að kaupa bókalagerinn aftur
og nota til þess þær eigur sem við eigum. Því við
höfum engan annan tilgang með Máli og menn-
ingu en að gefa út bækur. Ég sagði á aðalfundi
félagsins að auðvitað gætu menn breytt þessu í
fjárfestingarfélag eða þvíumlíkt. En ég kvaðst
ekki sjá það sem hlutverk okkar í Máli og menn-
ingu að vera húsverðir á Laugavegi 18 og rukka
þar inn leigu. Eða að breyta öllu í peninga og fara
að höndla með þá. Þetta snerist bara um að gefa
út bækur eða ekki. Og þá má segja að það hafi
verið eðlilegt að stíga þetta skref með Jóhanni.
Því menn þurfa að hafa nef fyrir bókmenntum.“
Aðspurður segir Jóhann Páll að hið nýja sam-
einaða forlag verði rekið með sömu aðferðum og
JPV útgáfa hefur verið rekin og í húsnæði þess.
„Þetta eru aðferðir sem hafa gefist okkur vel og
við sjáum ekki ástæðu til að breyta þeim. Starf-
semi okkar byggist á lítið deildaskiptu fyrirtæki
og fyrst og fremst náinni samvinnu allra starfs-
manna sem vinna sem einn maður af mikilli
ástríðu að hverju og einu útgáfuverkefni. Við höf-
um gætt aðhalds í rekstrinum en aldrei látið það
bitna á bókagerðinni sjálfri. Í ritstjórn og fram-
leiðslu er yfirleitt ekkert til sparað en við erum
að mestu laus við allan hégóma og finnum enga
þörf til að berast á. Góð skipulagning á starfsem-
inni og mikil vinnusemi hefur verið lykilatriði í
okkar störfum. Með því móti náum við betur ut-
an um útgáfuna og getum stjórnað atburða-
rásinni betur en ella. Ég vona bara að með þessu
verði til öflugur aðili í bókaútgáfu sem getur
staðið traustum fótum til framtíðar þannig að
óvissu og sviptingum sem sett hafa mark sitt á
útgáfuna undanfarna áratugi linni og höfundar
og starfsfólk geti einbeitt sér að vinnu sinni.“
Kristján B. Jónasson hefur þessi orð um yf-
irstjórn hins nýja forlags: „Sjálfum finnst mér
Morgunblaðið/ Jim Smart
Nýleg tíðindi af stórtækum samruna á ís-
lenskum bókamarkaði um næstu mánaðamót
þegar Mál og menning og JPV forlag eiga að
renna saman í eitt hafa vakið ýmsar spurn-
ingar um þróun á íslenskum bókamarkaði.
En þau vekja líka spurningar um hagi rithöf-
unda. Hvernig reiðir þeim af undir hinu nýja
risaforlagi og þrengjast þá ekki kostir höf-
unda ef útgáfustjórn færist nú á færri hend-
ur? Hver eru annars starfsskilyrði og kjör ís-
lenskra rithöfunda og hver er kostur þeirra
sem ekki hljóta náð hjá stóru forlögunum?
Hólmfríður
Matthíasdóttir
Jóhann Páll
Valdimarsson
Pétur
Gunnarsson
Viðar
Þorsteinsson
Þröstur
Ólafsson
Höfundarnir og forlag
Ragnheiður
Tryggvadóttir
Kristján B.
Jónasson
Halldór
Guðmundsson
Gata forlaganna Folagið nýja verður staðsett á Bræðraborgarstíg 7 þar sem JPV hefur verið til húsa. Bræðraborgarstígur hýsir einnig næst-
stærstu bókaútgáfu landsins, Bjart en hann er á númer 9.